Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar 8. mars í dag er 8. mars sem hefur verið alþjóðlegur baráttu- dagur verkakvenna síðan árið 1910 þegar róttækum konum á ráðstefnu í Kaupmannahöfn þótti rétt að einn dagur ársins yrði helgaður þeim hópi samfélagsins sem einna verst var settur og launaður. Dagurinn er tengdur nafni þýska sósíalistans Klöru Zetkin sem hörðust var í kvennabaráttunni á þeim tíma og sagði meðal annars að barátta verkakvenna fyrir mannsæmandi lífi og launum væri óaðskiljanleg frá baráttu fyrir sósíalisma. Konur og karlar yrðu að berjast hlið við hlið fyrir nýju samfélagi þar sem öllum yrði gert jafnhátt undir höfði. Síðan hefur 8. mars verið í heiðri hafður sem baráttu- dagur víða um heim þó að hér á landi hafi 19. júní af sögulegum ástæðum orðið minnisstæðari dagur í áfangabaráttu kvenna fyrir jafnrétti á við karla. Ekki ber að vanmeta allt sem áunnist hefur síðan 8. mars var fyrst nefndur baráttudagur, en furðu langt er í land jafnréttisins enn. í blaðinu í dag er rætt við verka- konu sem segir m.a. að það sé fáránlegt hve víða fólk vinni hlið við hlið, karl og kona, sömu störf, en starfs- heitin séu af einhverri tilviljun ekki þau sömu og út á það fái hann hærri laun en hún. Brýnasta baráttumálið finnst henni að breyta því. „Kvennastörf" sem svo eru nefnd hafa ævinlega verið meðal hinna verst launuðu, og voru jafnvel oft ólaunuð. Má þar nefna aðhlynningu ungra, sjúkra og gamalla og ýmiss konar þjónustustörf. Ekki er jafnvel alveg laust við að enn sé ætlast til að konur vinni slík störf í sjálfboðavinnu. Verkakonur í bæjum og borgum hafa alltaf unnið við hlið karla sinna. Glöggur erlendur gestur kom reyndar auga á það á síðari hluta 19. aldar að konur í bæjum ynnu miklu meira en karlar þeirra! Laun verkafólks voru þá sem og síðar svo lág að fjölskylda komst illa af á einum launum. Undanfarna áratugi hefur það svo færst hratt í vöxt að konur úr millistétt vinni utan heimilis og þarf ekki að telja upp ástæðurnar fyrir því. Nú er talið sjálfsagt að konur séu fjárhagslega sjálfstæðar eins og karlar, þótt stjórnvöld hafi notfært sér breyttar aðstæður til að lækka laun þessara þjóðfélagshópa - úr því að konurn- ar voru farnar að vinna úti hvort eð var. En þó að allir viðurkenni að vinnuframlag kvenna er þjóðarheildinni nauðsynlegt, að íslenskt samfélag gengi ekki eðlilega án þess miðað við kröfur okkar um þjónustu og þægindi, þá verður ekki sagt að konum sé hampað fyrir það að leggja sitt af mörkum. Nú vinna ríflega áttatíu af hverjum hundrað íslenskum konum utan heimilis, en árið 1985 höfðu karlar meira en 64% hærri meðaltekjur en þær. Hvaða vit er í þessu? Ef vinnuframlag karla væri 64% mikilvægara fyrir þjóðar- búið mætti sætta sig við þessar tölur, en því fer víðs fjarri. Hverjar eru undirstöður nútímasamfélags og hvað er það sem fólk nefnir af mestu stolti þegar það lýsir aðstæðum fólks í landinu? Það eru almenn menntun, almenn heilsugæsla, góður þrifnaður og aðbúnaðurað fólki á vinnustöðum. Allt eru þetta atvinnugreinar þar sem konur eru meirihluti starfsmanna. Undirstöðuat- vinnugreinarnar eru líka mannaðar konum, sem nú er vegið að með því að senda æ meira af fiski óunninn úr landi. Jafnvel þar hafa karlar líka mun hærri tekjur. Það er vandséð hvaða leið er best að fara að næsta marki í baráttunni. Stundum er eins og þær hafi allar verið þræddar og engin náð á leiðarenda. Notum 8. mars til að velta málinu fyrir okkur einu sinni enn. SA KLIPPT... Landsbyggðar- væntingar „Ráðherra á réttri braut“ heitir leiðari Austurlands í síðustu viku, skrifaður af ems, sem mundi vera Einar Már Sigurðs- son kennari á Neskaupstað. Þar segir að landsbyggðar- menn hafi haft sérstakar vænting- ar til ríkisstjórnarinnar sem nú er uppi „enda tók hún við af einni höfuðborgarsinnuðustu ríkis- stjórn sem setið hefur“. Vænting- ar landsbyggðarmanna í upphafi stjórnartímans hafi að vísu reynst um sumt óraunhæfar bæði vegna þess að þrotabú fyrri ríkisstjórnar hafi reynst enn verra en haldið var og vegna þess að mál taka sinn tíma. Stjórnin verði samt að standa við þau heit sem gefin voru gagnvart landsbyggðinni. Þetta er allt saman formáli að því að hrósa Steingrími J. Sigfús- syni samgönguráðherra fyrir nýj- ar reglur um snjóruðning: Snjóruðningur „Fyrir stuttu var hér í blaðinu spurt um hvað liði endurskoðun á snjóruðningsreglum sem fyrir löngu eru orðnar úreltar og mið- ast við allt aðrar þjóðfélagsað- stæður. Þau gleðilegu tíðindi hafa nú spurst að ráðherra samgöngu- mála hefur nú lokið þessari end- urskoðun og út hafa verið gefnar nýjar reglur um snjóruðning. Ljóst er að hér er ekki um hinar fullkomnu reglur að ræða, en vissulega þó skref í rétta átt. En hitt er ekki síður mikilvægt hvernig reglurnar verða útfærðar á hverju svæði. Hvað tákna til dæmis þrír snjóruðningsdagar í viku? - Verða það einhverjir fyrirfram ákveðnir dagar eða verður sveigjanleiki viðhafður, sem er að sjálfsögðu lykilatriði ef þjónustan á að vera í takt við þær kröfur sem gerðar eru í dag til samgangna." Snjóbíllinn Nú má vel vera að einhverjum höfuðborgarbúum finnist skrítið að skrifa leiðara um snjóruðn- ingsreglur, og sjálfsagt gæti Þor- steinn Pálsson dálkahöfundur á Morgunblaðinu lesið úr þessu' marga sönnun fyrir kenningu sinni um hagkerfin tvö: Á höfuð- borgarsvæðinu ríkir frjálst hag- kerfi í vestrænum dúr og þar hafa það flestir jútakk nokkuð gott ef ekki væri ásóknin frá landsbyggð- arlýðnum, en útá landi ríkir ann- að hagkerfi í austurstíl, bundið á klafa hafta og skömmtunar, og svo kúgaður er sveitavargurinn að hann neitar að taka við frelsis- flagginu úr höndum Þorsteins, Vilhjálms Egilssonar og annarra baráttumanna fyrir frjálsu mann- lífi austan Elliðaáa. En staðreyndin er eftir allt saman sú að landið og náttúra þess setur okkur reglur sem við hljótum að gangast undir, og það sýnir best pólitíkin kringum snjó- inn útá landi (og auðvitað líka á suðvesturhorninu). Þarum les- endadálkur í „Austurlandi“ þar- sem þetta er að lesa: „Ég hélt að snjóbfllinn væri til að halda uppi áætlunarferðum yfir Oddsskarð þegar ófært væri,“ sagði reiður Norðfirðingur sem hringdi til blaðsins í gær- morgun. Hann hafði komið með áætlunarvél Flugleiða til Egils- staða á þriðjudagskvöld eftir bið syðra vegna ófærðar í tvo daga, en þegar til Egilsstaða var komið kom í ljós að engin áætlunarferð var þaðan. „Lausnin var því að fara á puttanum til Eskifjarðar í von um að rekast á snjóbílinn þar, en eftir að á Eskifjörð kom var enga snjóbflsferð að hafa en við fréttum þó að hann hefði ver- ið að snatta yfir skarðið," sagði viðmælandi blaðsins. „Austurland“ leitar svo skýr- inga hjá Austfjarðaleið, og þar er sagt að snjóbílar séu ekki notaðir nema í neyðartilfellum: „Við bjuggumst við því allan þriðjudaginn að Oddsskarð yrði rutt og ég sagði vegagerðar- mönnum oft frá því að besta veður væri þar uppi en hinsvegar nokkur vindur þegar neðar kæmi Eskifjarðarmegin. Þeir ruddu hins vegar aldrei og því gátum við ekki notað rútuna eins og við höfðum búist við. Snjóbíllinn annaði einfaldlega ekki meiru því við fluttum með honum fólk sem safnast hafði saman á Eskifirði og þess á meðal var hópur af blak- fólki, sem áður hafði verið teppt á Stöðvarfirði." Afhverju ráöuneytiö? Breyttar reglur um snjóruðn- ing hafa áhrif á lífsskilyrði heilla kaupstaða meira en hálft árið, og þær breytingar sem samgöngu- ráðherra stóð fyrir um daginn virðast við fyrstu sýn til mikilla bóta, þótt þær kosti nokkurt fé. Meginstefnan er að tengja ein- stök byggðarlög betur saman inn- byrðis og koma í veg fyrir ein- angrun, í samræmi við þá nýrri byggðahugsun að byggja á héruð- unum og svæðaheildinni frekar en á hverri vík og vogi sér og um sig. Það sem klippari skilur hins- vegar ekki er sá gangur mála að mokstur og ruðningur á þjóðveg- um sé ákveðinn í smáatriðum við Tryggvagötuna í Reykjavík, jafnvel þótt þar heiti samgöngu- ráðuneyti, og jafnvel þótt ráð- herrann þar heiti Steingrímur J. Sigfússon og sé alls góðs mak- legur. ... OG SKORIÐ Allons enfants Hér á síðunni er ekki hefð- bundinn frásagnarstaður kvik- mynda, en klippari getur þó ekki stillt sig um að benda áhuga- mönnum í nágrenninu um kvik- myndir, pólitík og sagnfræði á frönsku kvikmyndavikuna sem nú stendur í Regnboga,. og er helguð tvöhundruð ára afmæli frönsku byltingarinnar. Þarna eru sýndar myndir sem tengjast byltingunni og nokkrar myndir nýjar og gamlar ótengdar bylting- unni - ef það er yfirleitt til að vera af frönsku þjóðerni og ótengdur stjórnarbyltingunni miklu. Danton Það er sérstök ástæða til að benda mönnum á að missa ekki af Danton -mynd hins pólska And- résar Wajda, þess sem gerði Járn- manninn og fleira gott. Danton var sýnd við upphaf kvikmynda- vikunnar og verður sýnd aftur á föstudag klukkan fimm, sjálfsagt eina tækifærið hérlendis í mörg ár. Þetta er mögnuð filma þarsem hæfileikar Ieikstjórans Wajda lýsa sér vel, og gerir hvort tveggja að seiða áhorfandann með sögu- legum átökum og stilla honum upp fyrir tveimur kostum og báð- um illum einsog í íslendingasög- unum, -Robespierre segir þannig um réttarhöldin yfir borgara ak, —og reyndar er leikur og leik- stjórn og taka og klipping og sviðsmynd og búningar eiginlega án hnökra. Sumsé: Danton verður sýnd aftur, með enskum texta, í Regnboganum klukkan fimm á föstudag og á-að öðrum myndum frönsku vikunn- ar ólöstuðum- skilið mikla að- sókn þeirra sem komið geta, fjar- lægðar vegna og tungumáls. -m Danton að lifi Danton og tapist réttarhöldin sé eyðilögð byltingin og vinnist þau með dauða Dant- ons sé hún eyðilögð líka. Sá frægi Frakki Gérard Depar- dieu leikur Danton, 35 ára geisl- andi pólitíkus og Iífsnautna- mann, en myndin hringar sig ekki síður um Robespierre, sem glímir við fullkomnunina með hörmu- legum afleiðingum í einkalífi og opinberu lífi. Hann leikur frábær pólskur leikari, Wojciech Pzoni- Þjóðviljinn Síöumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjór I: Hallur Páll Jónsson. Skrlf8tofu8tjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárúsdóttir Útbreiðsiu- og afgreiöslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Askriftarverð á mónuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Mi&vikudagur 8. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.