Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Þjóðviljinn hefur komið meira en hálfa öld þrátt fyrir linnulitla fjárhagserfiðleika. Aldrei hefur verið búist við að útgáfa blaðsins skilaði fjárhags- legum hagnaði. Öðru máli gegnir um hinn pólitíska afrakstur. Að- standendur og velunnarar blaðs- ins hafa mætt erfiðleikum í rekstri með sameiginlegu átaki, fjárfestingar og meiriháttar breytingar hafa oftar en ekki ver- ið greiddar með söfnunarfé, af- rakstri af happdrætti eða þ.u.l. Má í því efni minna á húsið sem blaðið hefur aðsetur í, Síðumúla 6 í Reykjavík, og eignarhluti Þjóðviljans í Blaðaprenti h/f. í báðum tilfellum var safnað stór- um upphæðum hjá velunnurum blaðsins. Svo myndarleg hafa þessi framlög verið að andstæð- ingar hafa átt erfitt með að skilja þann mikla auð sem í velunnur- um blaðsins hefur legið. í nóvember sl. setti útgáfu- stjórn Þjóðviljans á laggirnar nefnd þriggja manna til að fara ofan í allan rekstur Þjóðviljans. Undirrituðum var falið að veita nefndinni forstöðu en í henni voru auk mín Hrafn Magnússon og Halldór Guðmundsson. Framkvæmdastjóri Þjóðviljans, Hallur Páll Jónsson, starfaði all- an tímann með nefndinni. Endurskoðunarnefndin hefur nú lokið störfum og sagt váleg tíð- indi. Hún komst að þeirri niður- stöðu að nú sé komið að leiðar- lokum fyrir blaðið, verði ekki að gert og það svo um munar. í stuttu máli: Skuldir Þjóðvilj- ans eru orðnar alltof miklar til þess að blaðið geti undir þeim ris- ið. Á móti þessum skuldum eru að sönnu til eignir, en skuldirnar munu að óbreyttu vaxa langt um- fram eignirnar. Byrði, sem fylgir 70 - 80 miljón króna skuld, er einfaldlega of þungur baggi þegar tekjur af rekstrinum eru ekki meiri en raun ber vitni. Þurfum við Þjóðviljann? Enda þótt ég gæti skrifað langa hugleiðingu um ástæður þess að Þjóðviljinn á nú í alvarlegum erf- iðleikum tel ég ríkari ástæðu til að taka framtíðina til umfjöllun- ar. Segi aðeins um allra síðustu ár: Þjóðviljinn hefur alltaf verið umdeildur meðal stuðnings- manna sinna. Eigi að síður hafa Hvað ber að gera? Til umhugsunar um Þjóðviljann Helgi Guðmundsson skrifar þeir stöðugt séð til þess með fjár - framlögum að hann héldi áfram að koma út. Nú er öldin önnur. Deilur í Alþýðubandalaginu hafa komið niður á Þjóðviljanum og bendir margt til að blaðið eigi ekki jafn marga fórnfúsa stuðn- ingsmenn og fyrrum.Fjölmiðla- umhverfið er annað. Ýmsum önnur blöð. En er af þessum ástæðum hægt að halda því fram að Morgunblaðið sé ekki mál- gagn Sjálfstæðisflokksins lengur? Menn verða að muna að Morgun- blaðið er svo útbreitt og stórt að það hefur vel efni á að birta grein- ar sem stríða gegn stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Slíkt efni gerir ekki öruggt) að við eignumst smátt og smátt nýjan og betri Þjóðvilja. En hugsanleg endur- reisn blaðsins er bundin einu mikilvægu skilyrði: Blaðið verð- ur að fá fjárstuðning frá aðstand- endum sínum og þeir verða að hafa trú á gagnsemi slíks stuðn- ings. „Hugsanleg endurreisn blaðsins er bundin einu mikilvægu skilyrði: Blaðið verður aðfá fjárstuðningfrá aðstandendum sínum ogþeir verða að hafa trú á gagnsemi slíks stuðnings. “ virðist þörfin fyrir blað af tagi Þjóðviljans ekki jafn rík og áður, fjölmiðlum hafi fjölgað og þeir standi vinstri sinnum opnir til jafns við aðra. Allt kemur þetta að lokum fram í brennandi spurn- ingum sem traustustu stuðnings- menn blaðsins spyrja sjálfa sig: Þurfum við Þjóðviljann? Er það svona Þjóðvilji; sem ég vil styrkja? Flokkur og blað Samband Þjóðviljans og Al- þýðubandalagsins hefur breyst frá því sem áður var að ekki sé minnst á tímabilin sem blaðið var málgagn Sósíalistaflokksins eða Kommúnistaflokksins. Margir halda því fram að tími málgagna sé liðinn, blöð eigi að lifa sfnu sjálfstæða lífi. Fólk vilji alls ekki lesa málgögn lengur. Vafalaust er það rétt að tími málgagna í hinum gamla skilningi heyrir fortíðinni til. Þá var hver grein, hver frétt, hver klausa vegin og metin á pó- litískri vogarskál. Akvörðun um birtingu var skoðuð í því ljósi hvort hún þjónaði þeim pólitísku markmiðum sem blöðin börðust fyrir. Ýmsar greinar sem nú birt- ast í Morgunblaðinu hefðu verið óhugsandi á síðum þess fyrr á tímum. Hið sama á við um flest blaðið meira að segja eftirsókn- arverðara fyrir marga lesendur þess. Hitt á öllum vinstri mönnum að vera ljóst að á þeirri stundu sem það þjónar hagsmun- um eigenda Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins betur að loka fyrir þessar raddir þá eru yfirgnæfandi líkur á að það verði gert. Þó að Morgunblaðið og DV séu sæmilega opin núna er engin trygging fyrir því að þau verði það eftir að blað eins og Þjóðvilj- inn er horfið af vettvangi. Alþýðubandalagsfólk og allir aðrir vinstri sinnar hljóta að velta fyrir sér hvernig útgáfuhagsmun- um þeirra sé best borgið til fram- tíðar. Þjónar það tilgangi að gefa Þjóðviljann út með þeim erfið- leikum sem því fylgja eða er hægt að ná sama eða betri árangri með því að gefa út öðru vísi blað í samvinnu við aðra? Bæta má stöðu Þjóðviljans á löngum tíma, en þá verður að breyta blaðinu mjög mikið. Það þarf ekki endilega að vera verra blað, en það verður minna. Það kostar minna að búa það til og þá því aðeins er sú leið fær að blaðið verði þrátt fyrir smæð sína nógu gott til þess að áskrifendur vilji fá það inn um bréfalúguna. Með því að velja þessa leið er líklegt (en Samkeppnin um athygli les- enda harðnar á næstu árum, sjón- varpsrásum fjölgar, dagskrár inn- lendu stöðvanna lengjast og von- andi fara þær batnandi. Þetta leiðir til þess að tími til lestrar verður styttri. Flest bendir til að starfsumhverfi blaða verði erfið- ara. En ef nógu margir vinstri sinnar eru þeirrar skoðunar að nýr og betri Þjóðvilji sé óhjá- kvæmileg nauðsyn ætti eigi að síður að vera hægt að halda hon- um gangandi. Nýtt dagblað Á undanförnum árum hefur annað slagið verið rætt um þann möguleika að eigendur Þjóðvilj- ans, Alþýðublaðsins og Tímans sameinuðust um útgáfu nýs dag- blaðs. Hlutverk þess væri þá að vera vinstra mótvægi við blöðin á hægri vængnum Morgunblaðið og DV. Síðan þessar hugmyndir komu fyrst fram er Kvennalistinn kominn til sögunnar þannig að hugsanlegir samstarfsaðilar gætu verið fjórir. Ólíklegt er að dagblað, reist á þesum grunni, eigi sér hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þangað er því naumast nokkra reynslu að sækja. Grundvöllur blaðsins yrði að vera heimasmíðaður, hug- myndafræðin á bak við sérís- lenskt fyrirbrigði. Þá vakna spurningar eins og þessar: Er til einhver sameigin- legur grunnur sem þessir flokkar geta reist útgáfu sína á? Er nauðsynlegt að allir fjórir flokk- arnir yrðu með? Hvernig hagar svona blað sér þegar einn eða fleiri af eigendunum eru í.ríkis- stjórn en hinir utan? Og síðast en ekki síst: Er nokkur trygging fyrir því að hið nýja blað eigin betri lífsmöguleika en hvert hinna fyrir sig? Þetta eru aðeins fá af þeim álit- amálum sem upp koma þegar hugmynd um sameiningu blað- anna er rædd. Mér er mætavel ljóst að mörgum traustum stuðn- ingsmönnum Þjóðviljans rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við þá tilhugsun eina að hætta út- gáfu blaðsins og ganga í björg með krötum, framsóknar- mönnum og hugsanlega Kvenna- lista. Hjá því verður á hinn bóg- inn ekki komist að kanna þennan möguleika til nokkurrar hlítar. Vel má vera að slík könnun taki skamman tíma. Áhuginn á sam- vinnu sé ekki nægur. Ábyrgð Alþýðubandalagsins Þegar svo er komið sem hér hefur verið lýst, varðar málið ekki Útgáfufélagið eitt. Þó ein- hverjir innan Alþýðubandalags- ins, eða starfsmenn Þjóðviljans, vilji líta svo á að Þjóðviljinn sé ekki málgagn þess, heldur „sjálf- stætt“ blað þá verður ákvörðun um líf hans eða dauða ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við Alþýðubandalagið. Þjóðviljinn er málgagn Alþýðubandalagsins í augum langflestra lesenda hans. Það er svo annað mál að Alþýðu- bandalagsmenn eru misjafnlega sáttir við sitt blað. Á næstu vikum verður skorið úr um það hvort Þjóðviljinn heldur áfram að koma út eða ekki. Vonandi tekst Alþýðubandalagsfólki og öðrum áhugamönnum um útgáfu blaðs- ins að koma sér saman um þann Þjóðviljann sem á langa framtíð fyrir höndum. Helgi vinnur við ritstörf og erind- rekstur. Hann er fulltrúi í stjórn Þjóð- viljans og formaður svokallaðrar endurskoðunarnefndar. Alþýðubandalagið Það var fyrir þrjátíu ámm Hinn 8. mars 1959 komu nokkrir menn sman í Iðnskóla- húsinu á Selfossi og stofnuðu með sér félagsskap sem hlaut nafnið Alþýðubandalag Selfoss. Aðdragandinn að stofnun fé- lagsins var kannski fyrst og fremst sá, að menn sættu sig illa við þær efnahagsráðstafanir, sem sjálfstæðismenn létu kratana framkvæma fyrir sig - með stuðn- ingi framsóknarmanna - að lækka allt umsamið kaup ir^eð lögum.Það var kölluð niðurfaerslu - leið. Kannske rifjast það upp fyrir einhverjum núna. Á þessum fundi njættu þing- mennirnir Hannibal Valdimars- son formaður Alþýðubandalags- ins - sem þá var kosningabanda- lag sósíalista og vinstri jafnaðar- manna - og Karl Guðjónsson minnsta kosti að hugsa sig um í Reykjavík áður en þeir gerðu það upp við sig, hvort félagsskapur þeirra ætti að heita Sósíalistafé- lag eða Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur. Það væri ekki úr vegi að Þjóð- viljinn rifjaði það upp fyrir les- endum sínum, hvar og hvenær fyrstu félögin tóku til starfa. Það gæti verið gott fyrir þá, sem seinna skrifa sögu flokksins. Sigurður Björgvinsson Alþýðubandalagið á Selfossi eignaðist nýtt hús undir starfsemi sína í ársbyrjun 1986 og á myndinni sést Sigurjón Erlingsson formaður byggingarnefndar afhenda Önnu Kristínu Sigurðardóttur þáverandi formanni húsið til eignar. Bergþór Finnbogason landskjörinn þingmaður Vest- mannaeyinga. Alls innrituðust í félagið 63 fé- lagar, sem þótti gott hlutfall í 1000 manna byggð, og með starf- andi sósíalistafélag við hlið sér. Formaður félagsins var kjörinn Bergþór Finnbogason, og mun hann hafa stýrt félaginu næstu þrettán árin. Það var dálítið loft í mönnum í haust þegar minnst var 20 ára af- mælis Alþýðubandalagsins sem flokks. Það voru haldnar ræður og glösum klingt. En það fór minna fyrir frásögn af baráttu brautryðjendanna, sem háð var inn til dala og út til stranda; kann- ski var það samt þar, sem brautin var rudd. Lengi þurftu þeir að ITT Sjónvarpstæki Qárfesting í gæöum [/NOH'C^P HÆU og FRYSTISKAPAR Ótrúlegt verð áóHÓm en Miðvikudagur 8. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.