Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 7
T Clara Zetkin barðist allt sitt líf fyrir friði og bættum kjörum kvenna. í anda hennar er 8. mars haldinn hátíðlegur. Á alþjóðabaráttudegi kvenna 1911 kröfðust konurnar ekki ein- göngu kosningaréttar og réttar til þess að gegna opinberum emb- ættum, þær lögðu jafnframt fram kröfu um fullan rétt til vinnu og menntunar, svo og algera útrým- ingu misréttis milli kynjanna á vinnustöðum. Clara Zetkin var einlægur mannvinur og trúði fastlega á friðinn; heimsstyrjöldin fyrri aftraði henni ekki frá því að halda ótrauð áfram baráttu sinni fyrir friði og bættum kjörum kvenna. Hún fékk því áorkað að friðar- þing kvenna var haldið í Sviss 1915. Friðarboðskapur þingsins var breiddur út leynilega í öllum stríðslöndunum og hafði djúp áhrif á konur þessara landa. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er einnig dagur friðarbar- áttu. Clara Zetkin dó meðan nótt nasismans grúfði yfir heimalandi hennar. Hún var þess fullviss að stríðsástand varaði ekki að eilífu. Það er trú hennar og baráttuþrek sem einkennt hefur 8. mars í gegnum árin. Hvað hefur okkur orðið ágengt? Þetta var í Kaupmannahöfn 1911 og fyrri heimsstyrjöldin stóð fyrir dyrum. Hvað hefur unnist á þessum 78 árum sem liðin eru síð- an þessar kröfur voru settar fram? Er einhver ástæða til áfram- haldandi baráttu? Og fyrir hverju er verið að berjast? Þessum spurningum báðum við Guðrúnu Hansdóttur að svara út frá eigin baráttu á sínum vinnustað í allt öðru þjóðfélagi, nefnilega í banka á íslandi árið Guðrún Hansdóttir bankastarfsmaður sem barist hefur fyrir bættum kjörum kvenna innan bankanna í tuttugu ár. Mynd Þóm. Sobbeggi afi, lilla Hegga og Mammagagga. Leiklist Sálmurinn um blómið á svið Aldarafmæli Þórbergs Þórðar- sonar er 12. mars í ár. Af því til- efni frumsýnir Leikfélag Horn- afjarðar nýtt leikrit, sérstaklega samið fyrir það upp úr einni vinsælustu bók Þórbergs, Sálmin- um um blómið. Nýja leikritið er eftir Jón Hjartarson sem lék sögumanninn í Ofvitanum, Þórberg sjálfan full- orðinn, í leikgerð Kjartans Ragn- arssonar í Iðnó og Sjónvarpinu, og er síðan fyrir mörgum persón- ugervingur meistarans. Hann leikur þó ekki Þórberg í þessari uppfærslu heldur Evert Ingólfs- son. Þorbjörg Jónsdóttir og Lára Tryggvadóttir fara með hlutverk lillu Heggu frá eins árs aldri og þangað til hún er tíu ára, að sögn blaðsins Eystrahorns. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og frum- sýning er laugardaginn 11. mars. Rithöfunda- sambandið Havel verði látinn laus Stjórn Rithöfundasambands íslands mótmælir harðlega of- sóknum tékkneskra yfirvalda gegn rithöfundinum Vaclav Ha- vel og krefst þess að hann verði látinn laus nú þegar. Söngkonan Ulrike Steinsky Sinfóníuhljómsveitin Vínar- tónleikar Vinsæl Vínartónlist verður á efnisskrá þriggja tónleika Sinfón- íuhljómsveitarinnar í þessari viku: í íþróttahúsinu í Keflavík á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 og í Háskólabíói Reykjavík föstu- dagskvöld kl. 20.30 og laugardag- inn kl. 16.30. Hljómsveitarstjóri og einleikari á fiðlu verður Austurríkismaðurinn Peter Guth, en einsöngvari verður landi hans Ulrike Steinsky sem heimsótti okkur líka 1987. Miðar í Háskólabíó eru seldir í Gimli Lækjargötu og er hver að verða síðastur að ná í þá. Tónleikar Háskólatónleikar Klarínettu- músík Verkin á Háskólatónleikunum í dag eiga öll sameiginlegt að vera samin fyrir klarínettur eða leikin á þær. Tónsmiðirnir eru Hjálmar H. Ragnarsson, Stravinsky og Beethoven, en flytjendur eru klarínettuleikararnir Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Sigurður I. Snorrason og messó- sópransöngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Tónleikarnir eru í Norræna húsinu kl. 12.30 - 13.00 og eru öllum opnir. Ivan Rebroff í þriðja sinn til íslands Rússneski söngvarinn Ivan Rebroff kemur í þriðju heimsókn sína til íslands nú í vikunni og heldur ferna tónleika sunnan og norðan heiða. Á fimmtudag og sunnudag verður hann með tón- leika á Hótel íslandi í Reykjavík, en föstudág og laugardag í Sjall- anum á Akureyri. Miðasala er hafin á báðum stöðum. Með Ivan er fimm manna hljómsveitin Balalaika Ensemble Marc de Lo- utchek. Miðvikudagur 8. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.