Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. mars 1989 50. tölublað 54. árgangur Heilbrigðiskerfið Vil að þeir skoði niðurskurðinn á ný Borgarspítali lokar skurðstofu og sjúkradeild. Hœtta á að sérfrœðingar kaupi með engum heildar- sparnaði? KristínÁ. Ólafsdóttir: Tel að stjórn og alþingi verði að endurskoða niðurskurðinn Afundi í stjórn Borgarspítalans í gær var ákveðið að loka skurðstofu og sjúkradeild á Eiríksgötu frá 15. aprfl. Með þessu á að spara um 30 miljónir auk þeirra aðhaldsaðgerða sem stjórnin greip til fyrir hálfum mánuði. Meirihluti stjórnar, tveir Sjálfstæðismenn og einn starfsmaður, tóku þessa ákvörð- un, en annar starfsmaður og Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins greiddu atkvæði á móti. Kristín sagði við Þjóðviljann að hún teldi, og hefði látið bóka það á stjómarfundinum, að frek- ari niðurskurður hjá Borgarspít- alanum en ákveðinn var í febrúar gæti ekki leitt til annars en sam- dráttar í nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu. „Ég vildi þessvegna vísa því til ríkisstjórnarinnar og þingsins að endurskoða ákvörðun sína um jafnan niðurskurð yfir alla hjá ríkinu, og skora á stjórn og þing að gera það. Það má vera að hægt sé að koma þessu við einhver- staðar, og sumstaðar jafnvel í enn meiri mæli, en á Borgarspítalan- um er það ekki hægt án þess að það komi niðrá nauðsynlegri þjónustu“ segir Kristín. „Sá nið- urskurður sem við samþykktum í febrúar þýddi mjög mikið aðhald að yfirvinnu, ekki síst lækna, og þeim aðgerðum mun fylgja tals- verð lokun rúma. Lengra er ekki hægt að ganga að sinni.“ A skurðstofunni undir fæðing- arheimilinu á Eiríksgötunni hafa farið fram minniháttar aðgerðir, meðal annars vegna kvensjúk- dóma, um þúsund á ári, Þjóðvilj- anum hafa borist spurnir af því að sérfræðingar hugsi gott til glóðar- innar að kaupa þessa aðstöðu ef Borgarspítali vill láta. Kristín sagðist ekki geta stað- fest slíkar fréttir. Hinsvegar væri ljóst að ef af slíku yrði þyrfti ríkið að borga einkafyrirtæki sérfræð- inganna fyrir aðgerðimar í stað þess að borga þær gegnum spíta- lann. Sparnaðurinn yrði enginn og raunar fullvíst að heildar- kostnaður ríkisins yrði mun meiri. -m Launamenn Þolinmæðin á þrotum Þolinmæði launamanna er á þrotum. Núna vilja þeir fá til baka og nokk betur þá kjararýrn- un sem þeir hafa orðið fyrir á liðnum misserum. Á meðan samningar voru bannaðir með lögum og launin fryst sýndu þeir mikið langlundargeð en svo virð- ist sem nýlegar verðhækkanir hafi virkað sem olía á eldinn og fyrir vikið eru margir þeirra mun herskárri en oft áður og segja að núna þýði ekkert annað en að munda verkfallsvopnið. í Þjóðviljanum í dag eru stutt viðtöl við fólk í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins þar sem það talar tæpitungulaust um kjör sín og hvers það væntir í komandi samningum. Sjá síður 8 og 9 Þjóðviljinn Uppsagnir og endur- skipulagning Ritstjórum og framkvœmdastjóra falið að leggja fram tillögur um hagrœðingu og sparnað á nœstunni. Fundir eftir helgi í blaðstjórn og hjá Alþýðubandalaginu Framkvæmdastjóri Þjóðvilj- ans sendi starfsmönnum blaðsins í gær bréf þar sem þeim er tii- kynnt um uppsögn frá 1. aprfl með venjulegum þriggja mánaða uppsagnarfresti „vegna mjög erf- iðrar fjárhagsstöðu Þjóðviljans og endurskipulagningar á allri út- gáfu hans“. í bréfinu er lýst þeirri von að eftir að endurskipulagningunni lýkur megi endurráða sem flesta af starfsmönnum blaðsins. Á fundi starfsmanna með fulltrúum frá blaðstjórn fyrir skömmu var skýrt frá því að til uppsagna kynni að koma miðað við næstu mán- aðamót. Á fundi Þjóðviljastjórnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að fela ritstjórum blaðsins og framkvæmdastjóra að leita leiða til aukinnar hagræðingar og sparnaðar á næstunni. Það starf er í fullum gangi og koma ýmsar leiðir til greina við að koma blað- inu á réttan kjöl. Ljóst er þó að Þjóðviljinn getur ekki bjargað sér úr núverandi fjárhagskreppu með rekstrarhagnaði einum sam- an. Útgáfustjórnarfundur hefur verið boðaður á þriðjudags- kvöld, og málefni Þjóðviljans eru einnig á dagskrá framkvæmda- stjórnarfundar Alþýðubanda- lagsins á mánudag. Pétur B. Lúthersson situr á Mocca-stól við Mocca-borð. (Mynd: þóm) Hönnun Mocca-stóll fyrir dymar Islenskir hönnuðir setja erlendri samkeppniMocca-stólinn fyrirdyrnar. Pétur B. Lúthersson heiðraður Mocca-stóllinn heitir stolt Pét- urs B. Lútherssonar þessa daga, en hann fékk viðurkenn- ingu hönnunardagsins á fimmtu- dagskvöld fyrir hönnun á stóin- um, sem Stálhúsgagnagerðin Steinar hf. hefur framleitt. Verðlaunastóllinn er hannaður með fjölbreytilegt notagildi í huga og er kjörinn sem eldhús- stóll, í mötuneyti, veitingahús og samkomustaði. Stóllinn er gerð- ur úr krómuðu eða nælonhúðuðu rúnröri með formbeygðum beykiþynnum í baki, sem ýmist eru litaðar eða ólitaðar og síðan lakkaðar með glæru lakki. Setan er 12 mm krossviður með álímd- um 25 mm svampi, sem klæddur er áklæði, leðurlíki eða leðri. Hægt er að stafla stólunum fjór- um saman, og þeim má einnig hvolfa ofan á borð. Þetta er í annað skiptið sem viðurkenning hönnunardagsins er veitt í þeim tilgangi að efla ís- lenska hönnun og framleiðslu. Það var Jón Sigurðsson iðnðar- ráðherra sem afhenti Pétri viður- kenninguna -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.