Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Orlofsferðir Samningar eftir helgi Samningar við Arnarflug frá- gengnir. Viðrœður við Sterling á loka- stigi. 15 þúsund til Kaupmannahafnar -10 þusund fyrir börn Samningar verkalýðsfélaganna við Arnarflug og Sterling Air- ways eru nú á lokastigi. Sigrún Aspelund, formaður ferðanefnd- ar BSRB, sagði í samtali við Þjóð- viljann að einungis ætti eftir að undirrita samninginn við Arnar- flug, en enn ætti eftir að flnna lausn á því með Sterling hvernig ætti að mæta því að félagið flygi allt að þrjár ferðir með tómar vél- ar. Ferðir með Arnarflugi til Saar- brucken koma til með að kosta rétt liðlega 15 þúsund krónur fyrir fullorðna en 10 þúsund krónur fyrir börn. Sigrún Aspe- lund sagði að unnið væri að því að reyna að fækka þeim ferðum sem vélar Sterling Airways fljúga tómar til og frá Kaupmannahöfn. Fyrsta vélin kæmi eðlilega tóm og hugsanlega sú síðasta. Af því að boðið yrði upp á flug vikulega væri hætta á að önnur ferð yrði einnig með tóma vél þar sem flestir dveldust a.m.k. tvær vikur erlendis. Því væri í undirbúningi að bjóða enn fremur upp á viku- ferðir. Samningar yrðu að öllum líkindum undirritaðir strax eftir helgina. phh Meðal þeirra sem mættu á fund ríkisstjórnarinnar og ASf voru þessir kvæmdastjóri Verkamannasambandsins. Þeir Benedikt og Jón hafa herramenn, þeir Benedikt Davíðsson, formaður Sambands bygginga- áður eldað grátt silfur saman, en þá á fjármagnsmarkaðnum. Mynd manna, Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórir Daníelsson, fram- ÞÓM Kjaramálin Atvmnumálin númer eitt Farið yfir sviðið á fyrsta fundi ASÍ og ríkis Fyrsti fundur fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og Alþýðusam- bands Islands var haldinn í gær og var farið yfír helstu mál sem koma til umræðu í komandi samningum. Tekin voru fyrir ,,stórmál“ eins og atvinnuástand- ið, kaupmáttur og trygging hans, vextir, vísitala og verðbólga. Eng- ar fastar niðurstöður fengust af fundinum enda fyrst og fremst um kynningarfund að ræða, en um einstök atriði verður nánar rætt á seinni fundum þessara að- ila. „Tilgangur fundarins var að fara yfir mál sem vjð teljum ástæðu til aö ræða í samskiptum við rikisvaldjð. Hér er eðlilega um að ræða margbreytileg mál, en við leggjum aðaláherslu á að finna lausn á atvinnuástandinu sem víða er mjög slæmt og verra en áður hefur oft verið,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Sagði Ásmundur að ef finna ætti lausn á atvinnuástandinu þá kallaði það á mjög víðtækt sam- starf því atvinnuástandið væri ekki aðeins slæmt í sjávarútvegi úti á landi heldur einnig á höfuð- borgarsvæðinu í mörgum grein- um. „Viðfangsefnið er tvíþætt, í fyrsta lagi þurfum við að fá betra yfirlit yfir ástandið og síðan að koma okkur niður á leiðir sem duga til úrbóta. Það er mjög brýnt að finna lausn á skömmum tíma, en hún þarf jafnframt að vera þannig gerð að hún haldi til lengri tíma,“ sagði Ásmundur Stefánsson. phh Hvalamyndin Sjónvaipið íhugar sýningu Starfsmenn Sjónvarps og lögfrœðingur skoðuðu myndina Lífsbjörg í Norðurhöfum. Markús Örn Antonsson: Kostnaður, gæði og trúverðugleiki ráða úrslitum um hvortmyndin verðurkeypt. Grœnfriðungar segja Magnús Guðmundsson hafafengið myndskeið á fölskumforsendumfrá Greenpeace og brjótiþvíhöfundarréttarlög. Magnús Skarphéðinsson: Skiptarskoðanir áþvímeðalgrœnfriðunga hvernig bregðast skuli við Þrír starfsmenn Sjónvarpsins skoðuðu í gær kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, til að meta hvort rétt sé að Sjónvarpið taki myndina til sýningar. Þetta voru þeir Bogi Ágústsson frétta- stjóri, Rúnar Gunnarsson að- I BRENNIDEPLI stoðarframkvæmdastjóri og Baldur Guðlaugsson lögfræðing- ur Sjónvarpsins. „Það er háð ýmsu hvort kvik- myndin verður tekin til sýningar hjá Sjónvarpinu,“ sagði Markús Orn Ántonsson útvarpsstjóri við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að ekki væri gert ráð fyrir þessari kvikmynd í kostnaðaráætlun Sjónvarpsins og það færi því m.a. Mun Sjónvarpið sýna kvikmyndina Lífsbjörg í Norðurhöfum þrátt fyrir hótun grænfriðunga um málshöfðun? eftir því hversu dýr hún verður í innkaupum hvort kvikmyndin verður keypt til sýningar. Þá sagði hann að mat þeirra Boga og Rúnars á gæðum og trúverðug- leika myndarinnar myndi einnig liggja til grundvallar ákvörðun Sjónvarpsins. Greenpeacesamtökin hafa sent Sjónvarpinu bréf þar sem þau áskilja sér rétt til málshöfðu- nar á hendur Sjónvarpinu ef það sýnir myndina án þess að leyfa grænfriðungum að koma sínum sjónarmiðum á framfæri samtím- is. f bréfinu kemur fram að græn- friðungar telja miklar rangfærsl- ur og ásakanir í kvikmyndinni sem ekki eigi við rök að styðjast. Þeir segja að sú ásökun, sem kemur fram í myndinni, að þeir hafi sviðsett dýrapyntingar í áróðursskyni séu ósannar og vilja því fá að svara fyrir sig ef myndin verður sýnd. Magnús Skarphéðinsson hvalavinur sagði í samtali við Þjóðviljann að skiptar skoðanir væru á því innan Greenpeace hvemig bregðast skuli við. Hann sagði að í myndinni væru nokkur myndskeið sem Magnús hefði fengið frá grænfriðungum undir fölsku yfirskini, en þetta eru myndir af seladrápi. Hann sagð- ist hafa haft milligöngu um að koma nafna sínum í samband við grænfriðunga þar sem Magnús hefði sagst vera að gera hlutlausa mynd um hvalveiðar íslendinga og baráttu grænfriðunga og að í þeirri kvikmynd ættu öll sjón- armið að fá að koma fram; m.a. á Magnús að hafa lofað Hvalavin- afélaginu að þeirra sjónarmið fengju að koma fram. Magnús Skarphéðinsson sagði að sumir grænfriðungar vildu fara beint í málaferli við Magnús Guðmundsson vegna þess að hann notaði myndskeið sem Gre- enpeace ætti höfundarrétt á og að hann hefði aflað sér þeirra undir fölsku yfirskini. Annar hópur grænfriðunga vill banna Sjónvarpinu að sýna myndina á grundvelli höfundar- réttar en þriðji hópurinn setur sig ekki gegn því að Sjónvarpið sýni myndina ef grænfriðungar fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir sýningu kvikmynd- arinnar. Til að kanna alla mögu- leika hafa grænfriðungar ráðið lögfræðing hér á landi. Magnús Skarphéðinsson mun hafa farið fram á að fá að skoða kvikmyndina Lífsbjörg í Norður- höfum en að sögn hans hefur Magnús Guðmundsson neitað honum um það. _Sáf Laugardagur 11. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.