Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 4
KONUR GEGN KYNFERÐISLEGU OFBELDI Alþýðubandalagið hvetur allatil þátttöku í dagskrá8. mars-nefndarinnar laugardaginn 11. marskl. 13.30 Alþýðubandalagið DAGVISTBARM Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingar veitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. VESTURBÆR Hagakot Fornhaga 8 s. 29270 Skáli v/Kaplaskjólsveg s. 17665 AUSTURBÆR Efrihlíö v/Stigahlíö S. 83560 LAUGARNES Hlíöarendi Laugarásvegi 77 s. 37911 HEIMAR Sunnuborg Sólheimum 19 s. 36385 BREIÐHOLT - GRAFARVOGUR Jöklafold v/Jöklasel s. 71099 Leikfell Æsufelli 4 s. 73080 Foldaborg Frostafold 33 s. 673138 Félagsmáfastofnun Reykjavíkurborgar Félagsráðgjafar Lausar eru til umsóknar eftirfarandi stöður fé- lagsráðgjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar: 1. Staða félagsráðgjafa í móttökuhópi við hverf- isskrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfa- bakka 12. Um er að ræða nýja stöðu. Verksvið er móttaka og greining á nýjum erind- um og vinnsla á beiðnum um fjárhagsaðstoð. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur í síma 74544. 2. Laus er 50% staða félagsráðgjafa í meðferð- arhópi við hverfisskrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfabakka 12. Verksvið er vinnsla og meðferð í barnavernd- armálum og langtímastuðningur við barnafjöl- skyldur. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur í síma 74544. 3. Félagsráðgjafa v^ntar til sumarafleysinga við Félag$málastofnun Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást. ________________BRIDGE Hverjir ná í úrslit? Ólafur Lárusson Undanrásir íslandsmótsins í sveita- keppni hófust sl. fímmtudag. Spilað er í 4 riðlum, alls 32 sveitir. Sveitum er raðað í riðla eftir styrkleika meistarastigafjölda). 2 efstu sveitir úr hverjum riðli ávinna sér rétt til þátttöku í úrslitum íslandsmótsins, en 2 næstu sveitir spila í B-úrslitum. Er þessi pistill kemur fyrir sjónir les- enda, er lokið 3 umferðum af 7. Áffam er spilað í dag á Hótel Loftleiðum, en spila- mennsku lýkur á morgun á Hótel Holiday inn v/Sigtún. Ef rennt er lítillega yfir skipan riðla að þessu sinni, er Ijóst að erfitt verður að „hnika“ veldi Reykjavflonsveitanna. í A- riðli teljast sveitir Flugleiða og MODERN ICELÁND líklegastar til affeka, en um 3.-4. sætið keppa (að líkum) Selfoss-liðið, Júlíus Snorrason og stráka-gengin í Gos- unum og sveit Ragnars Jónssonar. Lands- lið kvenna undir forystu Estherar Jako- bsdóttur á erfitt mót ffamundan. f B-riðli vera sveitir Pólaris og Delta erfiðar, en sveitir eins og Sigurður Vil- hjálmsson og Grettir Frímannsson má aldrei alskrifa. Minna má á að sveit Grettis spilaði í A-úrslitum síðasta ár, en síðan þá hefúr sveitin breyst verulega. í C-riðli verða mjög skýrar línur. Sveitir Braga Haukssonar og Páls Valdimars- sonar tryggja sér sæti í A-úrslitum. Einna helst að Akureyrar-sveitin Kristján Guð- jónsson nái að ógna „risunum“. Fjórða sætið er opin bók, en líklega nær forseta- sveitin að tryggja sér öruggt sæti í B- úrslitum. f D-riðli getur allt geist. Ég spái því að bræörasveitin ffá Siglufirði vinni riðilinn (Jón Sigurbjömsson) og nái að klára dæmiö til enda (allar 7 umferðimar). Um 2. sætið keppa Samvinnuferðir/Landsýn, Jönmdur Þórðarson og Sigfús Öm Áma- son. Einnig em í þessum riðli úrvalssveit frá Vesturlandi (að líkindum Sjóvá frá Akranesi) og sveit Pálma Kristmanns- sonar frá Egilsstöðum. Allar þessar sveitir koma til greina í 4 efctu sætin. Spilamennska hefst kl. 10 árdegis í dág og lýkur kl. 15.15. Nasta umferð hefst kl. 15.30 í dag og lýkur kl. 21.45 og sjötta umferðin hefst svo kl. 22 í kvöld. Henni lýkur svo fyrir hádegi á morgun og sjö- unda og síðasta umferðin hefst svo kl. 13 á morgun, á Holiday Inn. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson. Stefán Pálsson úr Hafharfirði er látinn. Góður vinur hefur kvatt okkur, mjög svo skyndilega. Stefán var einn úr hópi ungra Hafhfirðinga, sem hófu keppnisspila- mennsku um og fyrir 1980. f þessum hópi vom m.a. Aðalsteinn Jörgensen, Ægir Magnússon o.fl. Ég átti því láni að fagna að kynnast þessum sómadrengjum um þetta leyti. Á þá vináttu hefúr aldrei fallið skuggi. Ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til unnustu Stefáns, Sigríðar Sig- uibjartsdóttur, og fjölskyldu hans. Það er nú ljóst, að fjögur pör fara héð- an til Ítalíu, til þátttöku í Evrópumótinu í tvímenning, sem hefst um næstu helgi. Þau em: Bragi Hauksson - Sigtryggur Sig- urðsson, Jakob Kristmsson - Magnús Ol- afsson, Guðni Sigurbjamason b7 Jón Þor- varðarson og Hermann og Lárus Láruss. Pörin fara utan næsta miðvikudag. í sambandi við landsliðsmál í opnum flokki, val á liði til þátttöku í Evrópumót- inu sem haldið verður í Finnlandi í júlí, liggur nú Ijóst fyrir að Hjalti Elíasson landsliðsþjálfari, sem einnig á sæú í lands- liðsnefnd Bridgesambandsins, mun velja þrjú pör, með „handafli" eins og sagt er, efdr Islandsmótið í sveitakeppni. Sjálfagt ekki verri aðferð en hver önnur, þó óneitanlega mikið sé lagt á Hjalta. Sveitir MODERN ICELAND og Gunnars Karlssonar spiluðu sjöundu og síðustu umferðina í aðalsveitakeppni Bridgefélagsins sl. miðvikudag. Leiknum var flýtt um eina viku, vegna utanfarar paranna í sveit MODERN. Úrslitin í leiknum vom innsigluð og afhent keppnis- stjóra, óútreiknuð. Hvemig fór? Ekki verður spilað hjá Skagfirðingum nassta þrijudag, vegna keppni við Hjóna- klúbbinn. Annan þriðjudag, 21. mars (fyrir páska) verður eins kvölds tvímenn- ingur, öllum opinn. Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 og hefst spilamennska kl. 19.30. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur 5. og síðasta spilakvöldið í þessari lotu mánudaginn 13. mars klukkan 20.30 í Þinghól Hamraborg 11. Veitt verða kvöldverðlaun og auk þess heildarverðlaun fyrir spilalotuna. - Stjórnin Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur í bæjarmálaráði Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akranesi í Rein mánudaginn 13. mars klukkan 20,30. Dagskrá: 1. Bæjar- og atvinnumál. 2. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur félagsfund miðvikudaginn 15. mars í Skálanum að Strandgötu 41 klukkan 20,30. Gestur fundarins verður Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnað- arráðherra. Dagskrá: 1. Samgöngumál. 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin „Opið hús“ í Háskóla íslands á morgun 12. mars frá kl. 13.00 - 18.00 í húsi Lækna- og Tannlæknadeildar að Vatnsmýrarvegi 16 Háskóli íslands býður alla landsmenn velkomna til kynningar á starfi sínu. í samvinnu við aðra skóla er sérstök áhersla lögð á að kynna framhaldsskólanemum hinar ýmsu námsleiðir, innan Háskólans sem utan, hérlendis og erlendis. Kynningarnefnd Háskóla íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.