Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Hvar er Borgaraflokkurinn? Nýir pólitískir flokkar eiga í fyrstunni auöveldan leik, hafi þeim á annaö borö tekist aö sannfæra nógu marga um aö þeir eigi erindi á þing. Þeir eru þeir nýju vendir sem þjóötrúin heldur aö sópi best. Þeir eru ekki spilltir af tregöulögmálum eöa valdi eins og „hinir“ - enda hafa þeir ekki fengiö tæki- færi til aö spillast. En fyrr en varir laumast að nýjum flokkum allskonar erfiö- ar spurningar um þaö, hvar þeir eigi heima í hinu pólitíska litrófi, hver sé kjarni þeirra máls. Þetta sést nú síðast á Borgaraflokknum. Alþýðuflokkurinn vill bjóða þeim flokki í félagshyggjuselskap a.m.k. fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. En „sterkur maður“ í Reykjavíkurforystunni telur slíkar tengingar út í hött, Borgarafiokkurinn er, segir hann, hægriflokkur. Svo var verið aö spyrja Aðalheiði Bjarnfreös- dóttur aö því í útvarpi í fyrradag hvaö henni fyndist um slíka einkunnagjöf og hún hafnaði henni eindregiö. Þaö lá reyndar í hlutarins eðli að þaö hlyti aö verða nokkuð vandasamt bæöi fyrir innanhússmenn í Borgaraflokki og áhorfendur að koma sér niður á þaö hverskonar flokkur þetta væri. í fyrsta lagi vegna þess hve mjög tilorðning hans var tengd nafni Alberts Guömundssonar. Albert haföi leikið á strengi persónulegrar fyrirgreiðslupólitíkur af meiri fimi og meö meiri árangri en aörir menn í Sjálfstæðisflokknum, og þegar hann hraktist úr flokknum tókst honum og liös- mönnum hans aö koma því svo fyrir, aö samúðin varð hans megin. Fólki fannst að þeir sem mikið ættu undir sér í Sjálfstæðiflokknum væru aö ná sér niöri á hinum „ófína" vini litla mannsins, Alberti. Og hiö mikla vægi Alberts fékk marga til aö draga þá ályktun aö Borgaraflokkurinn væri einskonar einkaflokkur hans ogþingmenn hans ílausu lofti ánforingj- ans. Þessi skilningur var ítrekaður af tölverðri heift í dag- blaðinu Tíminn fyrir nokkru, þegar Albert bannaði sínu þing- liöi aö ganga til formlegs samstarfs viö ríkisstjórnina. Vitanlega veröur þaö áfall fyrir flokkinn aö Albert hverfur burt úr pólitík og gerist sendiherra. En tilveruvandi hans er í rauninni miklu stærri en Albert. Borgaraflokkurinn varö til í því tilfinningaróti aö menn skoöuöu lítt þá staöreynd, að í honum komu saman straumar sem eiga erfitt meö aö blandast saman þegar til lengdar lætur. Annarsvegar er í þeim flokki á kreiki sitthvað af þeim hugsunarhætti sem leiddi til þess að Framfaraflokkur Glistrups komst á blað í Danmörku og annar flokkur náskyldur í Noregi. Þar er átt viö þá sem sjá hjálpræðið í því aö draga sem mest saman skatta og útgjöld ríkisins. En um leið slógust í ferö meö Borgaraflokknum ýmsir þeir sem tóku alvarlega talið um aö þetta væri flokkur miskunnseminnar, lítilmagnans, kannski eini kristilegi flokkurinn ístafrófinu. Þau viðhorf kalla áýmsar ráðstafanir til aö rétta hlut hinna fátækustu og verst settu - ráðstafanir sem eru ekki beinlínis í samræmi við óskir um lágmarksríki og sem minnsta skattheimtu. Vitanlega mætti segja sem svo, aö Borgaraflokkurinn hafi einmitt hitt á þá pólitísku sannfæringu sem útbreiddust er- en hún er einmitt sú, aö þaö eigi aö minnka skattheimtu, draga úr útgjöldum hins opinbera, en stórbæta um leið alla félagslega þjónustu og heilbrigöisþjónustu. Einstaklingar geta að sönnu gengið meö þær þverstæður inni í sér án þess aö finna mikið fyrir þeim, því þeir þurfa ekki aö taka ákvarðanir. Aftur á móti er þaö ansi erfitt fyrir pólitískan flokk aö ganga til leiks með slíkan tvístring í huganum - og því er ekki aö undra þótt Borgaraflokksmönnum sýnist sitt hverj- um, hvort sem væri um ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokk eöa blátt áfram flokkunarorðin hægri og vinstri. Rússneskí leikannn Oleg Vidov (lengst til vinstri) á tali við blaðamann Morgunblaðsins, Maernús Finnsson. (til hægri). A milli Allar þessar stúlkur sem enginn ber kennsl á í þættinum Úr myndasafninu í Morgunblaðinu um síðustu helgi er mynd af blaðamanni Mogga að ræða við rússneska leikarann Oleg Vidov sem frægur varð léttklæddur í Rauðu skikkjunni. Á milli blaðamanns sg Olegs stendur falleg stúlka „sem okkur tókst ekki að bera kennsl á“ eins og stendur í myndatexta. Okkur er ánægja að því að upplýsa Morgunblaðsmenn um að stúlk- an er engin önnur en Ingibjörg Haraldsdóttir skáld sem var túlk- ur Olegs meðan á kvikmyndun- inni stóð hér á landi. Hann talaði bara rússnesku. Engan skáldskap í fyrir- myndarríkinu Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur hélt erindi um Platón á vegum Félags áhuga- manna um bókmenntir á laugar- daginn var. Umræðuefnið var hvernig stóð á því að Platón gerði skáldskap útlægan úr fyrirmynd- arríkinu sem persónur hans í Rík- inu skapa með orðum. Þar eru skáld óþörf nema þau fallist á óviðunandi skilmála, meðal ann- ars eiga þau að hætta að blekkja fólk! Petta er einkennilegt, segir Eyjólfur, vegna þess að Platón er sjálfur skáld sem hefur hug- myndaflug og notar stórfenglegar líkingar. Af hverju sá hann ekki hvaða gildi skáldskapurinn hef- ur? Hann hafði líka ágæta kímni- gáfu, hvers vegna er honum í nöp við að hlátur heyrist í fyrirmynd- arríkinu? Menn hafa reynt að réttlæta þetta týranní með því að Platón vilji bara losna við vondan skáld- skap, en það er ekki rétt, segir Eyjólfur, dæmin sem hann tekur eru úr öndvegisbókmenntum, til dæmis frá Hómer. Pað er erfitt að hvítþvo hann af þeim áburði að hann sé siðavandur harðstjóri sem telji skáldskapinn af hinu illa og ómerkilegan þegar best lætur. Heimspeki í stað bókmennta Með dæmum sýnir Platón hvernig skáldin kenni fólki and- stæðuna við dyggðugt líferni og spilli æskulýðnum, og verst af öllum telur hann „hermiskáldin“ eða leikritahöfunda. Skáld- skapur er eftirlíking eftirlíkingar, ásýndin ein, samkvæmt kenning- um Platóns, en í leiklistinni virð- ist hann alltof raunverulegur. Heimspekin á að gegna hlut- verki skáldskaparins í fyrirmynd- arríkinu, hún er göfug og sönn en þarf að berjast fyrir tilvist sinni vegna þess hvað almenningi finnst skáldskapurinn ómótstæði- legur, þó að hann sé umbúðirnar einar og svölunin sem hann veitir sé fölsk. Formið á Ríki Platóns er sam- ræða Sókratesar og lærisveina hans, og Eyjólfur Kjalar endaði erindi sitt á að ræða sjálfur við Platón um stund. Lengi vel átti Platón svör við spurningum Eyjólfs, en loks notfærði Eyjólf- ur sér að Platón var ekki við- staddur í holdinu og dembdi á hann einni sem hann svaraði ekki: Þú fordæmir skáldskapinn, en hefðirðu getað sagt allt sem þér lá á hjarta án þess að gerast skáld, án þess til dæmis að nota skáldlegar líkingar? Flótti frá lífinu Meðal þeirra sem tóku þátt í fjörugum umræðum eftir fyrir- lesturinn var Þorgeir Þorgeirsson skáld sem benti á að öll eilífðar- ríki hefðu vísað skáldskapnum á bug. Meðan ríki eru ófullkomin fær skáldskapurinn að vera þó að hann glepji og veiti falska svölun, ekki mun af veita. Þorgeir minnti á söguna af manninum sem var- aði Árna Pálsson prófessor við áfengi með þeim röksemdum að brennivín væri ekki. annað en flótti frá veruleikanum. Það kann að vera rétt, sagði Árni þá, en hins ber að geta að margur hefur bjargað sér á flótta. Stílverðlaun Talandi um skáldskap þá ætla Mál og menning, Háskólinn og menntamálaráðuneyti að veita á morgun í fyrsta sinn stílverðlaun kennd við Þórberg Þórðarson. í dómnefnd eru valinkunnir bókmennta- og íslenskumenn sem sjálfsagt hafa setið sveittir undanfarið frammi fyrir mörgum verðugum verðlaunaþegum. Það er auðvitað fánýtt að velta vöngum yfir niðurstöðunni sem verður kynnt á sunnudaginn, en þó má ímynda sér að þegar nefndarmenn litu yfir hópinn hafi tvær leiðir komið til greina: að velja óumdeilanlegan meistara tungunnar, Halldór Laxness eða einhvern annan af heiðurslauna- tagi, eða ungan og upprennandi en þó viðurkenndan og líta þá á verðlaunin sem hvatningu. Það væri óneitanlega meira í anda Þórbergs. En hvort sem gert verður er mjög skemmtilegt að fá ný bók- menntaverðlaun og við bíðum spennt eftir niðurstöðunni. „Fræg að endemum" Sigríður Halldórsdóttir skrifar bakþanka um bjórinn í Morgun- blaðið á sunnudaginn og líst ekki á þjóð sína sem auglýsir með hamagangi að nú ætli hún að vinna upp áratuga bjórbindindi af röggsemi og laðar að erlenda fréttamenn af þessu fráleita til- efni. Og Sigríður spyr: „Af hverju erum við með þessi asnalæti alltaf í kringum okkur? Finnst okkur einhver heiður að því að auglýsa okkur út um allar jarðir eins og einhver afbrigði fólks? Maður sér svo sem fyrir sér fyrirsagnir erlendra fjölmiðla í þessum dúr: Hvalaveiðararnir hafa aldrei séð bjór..., Víking- arnir brjálast vegna bjórs... Is- lendingar, frumstæðasta þjóð heims... Sögueyjan kófdrukkin sólarhringum saman. Við köllum þetta yfir okkur með bölvuðum yfirspennings- og asnalátunum út af öllu. Það er gaman að því eða hitt þó heldur að láta gera grín að sér útum allar jarðir í máli og mynd- um og hafa sjálf undirbúið grínið. Fræg að endemum." Ekki fellur eplið... Þessi orð Sigríðar minna á reiðilestur Halldórs föður hennar í grein frá 1925: „Hvar sem leiðir liggja meðal íslendínga, hvort heldur er á ís- lensku millilandaskipunum eða í Kaupmannahöfn, þar sem furðu þjóðleg nýlenda ræktar forna siðu og fyrirlítur danskinn, þá eru fullir íslendíngar eitt hið fyrsta sem auganu mætir, og helmíngur- inn af öllu samræðuefni eru drykkjusögur. Á Islandi fer því fjarri að á- fengisfíkn sé löstur nokkurrar einstakrar stéttar, er öðrum fremur sé haldin ómenníngu eða siðspillíngu, einsog víða tíðkast með öðrum þjóðum. Drykkju- skapur á íslandi er almenn plága, einsog lúsin áður fyrri. Hann er útbreiddur yfir allar stéttir, jafn- algeingur með háum og lágum; jafnt aðalsmerki yfirvalda og göturóna...“ Gott, betra, best Og úr því Halldór er á dagskrá: í nýútkomnu hefti af Skímu, málgagni móðurmálskennara, svara nokkrir 9. bekkingar spurn- ingum um námsefni í íslensku. Einn nemandinn svarar á eftirfar- andi hátt spurningunni Hvað finnst þér um íslandsklukkuna? „Mér finnst kafli 2 og 3 skemmtilegastir því þá er verið að fara að flengja Jón og hann er alltaf að stríða Sigga Snorra og líka þegar Siggi Snorra drukknar. Mér finnst sá partur mjög fynd- inn því Jón finnur ekki Sigga í mýrinni fyrir hundum. Svo finnst mér líka dálítið sniðugt þegar Jón fær að koma heim til sín til að slá engin en fer í staðinn á fyllerí og lemur konuna sína og strákinn. Samt finnst mér skemmtilegast þegar það er verið að flengja Jón og þegar Jón er að æsa Sigga upp og lætur hann binda hnúta á svip- una og þegar áhorfendur öskra og kalla.“ Vissuð þið hvað íslandsklukk- an er mikil hasarbók? SA Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. FramkvæmdastjórhHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110kr. Askriftarverð á mánuði: 900 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.