Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 7
Kjamorkuvopnalaus Norðuiiönd Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Samt mun ég vaka Barátta fyrir kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðurlöndum hef- ur lengi verið á dagskrá norrænna friðarsinna. Árið 1982 héldu nor- rænar friðarhreyfingar samráðs- fundi um þetta mál og tóku Samtök herstöðvaandstæðinga þátt í þeim fyrir Islands hönd. í kjölfar þess voru samþykktar samræmdar tillögur um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum og voru þær undirritaðar á fundi í Reykjavík 23.-24. apríl 1983. Hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði hefur alltaf átt miklu fylgi að fagna meðal al- mennings. Þjóðmálakönnun Fé- lagsvísindastofnunar í mars 1987 leiddi í ljós að 89,6% voru hlynntir hugmyndinni eða 9 af hverjum lOIslendinga. Norrænir stjórnmálamenn hafa einnig unn- ið að framgangi hennar á þjóð- þingum sínum og hefur m.a. nor- ræn þingmannanefnd starfað að málinu. Hins vegar hefur henni verið harðlega mótmælt af ýms- um hægri mönnum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið andvígur henni og einstakir þingmenn ann- arra flokka líka eins og t.d. nú- verandi utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson. Þau rök sem einkum hafa verið notuð gegn hugmyndinni eru að- allega tvenns konar: í fyrsta lagi að það séu engin kjarnorkuvopn á Norðurlöndum og því ekki nauðsynlegt að taka slíka kröfu upp. í öðru lagi að slík einhliða yfir- lýsing veiki varnir Nató og ekki sé hægt að tala um afvopnun nema sem lið í víðtækara samkomulagi risaveldanna. Mikilvægt sé að rjúfa ekki einingu Nató því þá sé aðeins verið að gefa eftir fyrir Rússum. Afstaða friðarhreyfinganna er sú að það sé nauðsynlegt að tryggja á formlegan hátt að ekki verði nein kjarnorkuvopn í lönd- unum hvorki á friðartímum né á spennu- eða stríðstímum. Sú formlega staðfesting er ekki til í dag og afleiðingin er m.a. sú að stórveldin telja sér heimilt að láta skip og flugvélar með kjarnorku- vopn koma í heimsóknir til þess- ara landa. Einnig liggja fyrir áætl- anir um að flytja kjarnorkuvopn til landanna á spennutímum. Friðarsinnar telja að frumkvæði ríkja eins og Norðurlandanna sé mikilvægt í friðarmálum og kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum geti orðið fyrsta skrefið að stofnun stærra svæðis í Evrópu allri. Markmiðið er heimur án kjarnorkuvopna. Einnig telja þeir ekki ráðlegt að hafa m.a. lýst sig reiðubúin til að taka niður kjarnorkuvopn sem nú er beint gegn löndunum þ.e. skammdræg kjarnorkuvopn á Kólaskaga, í Eystrasalti og á svæðinu umhverfis Leníngrad. í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá inngöngu íslands í Nató munu herstöðvaandstæðingar standa að listavöku í Lista- safni ASÍ á Grensásvegi 16 í páskavikunni og fundi í Hásk- ólabíoi sunnudaginn 2. apríl. Á listavökunni verða mál- verkasýningar og margs konar dagskrár með upplestri og söng. Herstöðvaandstæðingar munu í samráði við rit- stjórn Þjóðviljans sjá um ýmislegt efni í blaðinu næstu vikur þar sem minnt verður á staðreyndir um herinn og Nató, rætt um stöðu mála nú og kynnt efni á listavökunni. „Alltfrumkvæði einstakra ríkja erþvílitið hornauga og hafaforystumenn Nató margoft lýst andstöðu sinni við hugmyndina um kjarn- orkuvopnalaustsvœði á Norðurlöndum. “ leggja allt traust á að stórveldin nái samningum um afvopnun- armál og með því að setja fram kröfu um að annað hvort verði samið um kjarnorkuvopnalausa Evrópu allt til Úralfjalla eða ekki neitt sé verið að drepa málinu á dreif og hindra framgang þess. í hugmyndum friðarhreyfing- anna frá 1983 er gert ráð fyrir bindandi samningi milli Norður- landanna um svæðið. Ennfremur að sá samningur verði byggður á alþjóðarétti og viðurkenndur af Sameinuðu þjóðunum. Auk þess yrði leitað skuldbindinga kjarn- orkuveldanna um að þau virtu hið kjarnorkuvopnalausa svæði og myndu ekki nota né hóta að nota kjarnorkuvopn gegn svæð- islöndunum. í viðurkenningu á stöðu svæðisins felst að kjarnork- uveldin reyna ekki að flytja kjarnorkuvopn á svæðið og brjóta ekki land- eða lofthelgi svæðislandanna með skipum, kafbátum eða flugvélum með kjarnorkuvopn innanborðs, með stýriflaugum eða á annan hátt. Kjarnorkuveldin verða að koma til móts við svæðislöndin m.a með því að gera þær breytingar á skipan vígbúnaðar síns sem geri skuldbindingar þeirra trúverðug- ar. Það er því á engan hátt verið að ræða um einhliða yfirlýsingu eins og andstæðingar svæðishug- myndarinnar halda gjarnan fram. Sovétríkin hafa þegar sýnt áhuga á að ræða stofnun svæðis- ins við norrænar ríkisstjórnir og Var þetta ítrekað í kjölfar heim- sóknar norrænna þingmanna til Moskvu í október s.l. Þrátt fyrir það virðast stjórnvöld á Norður- löndum ekki hafa áhuga á við- ræðum við Sovétmenn um þessi mál. Um ástæðu þessa tómlætis má e.t.v. deila en afstaða Nató til málsins hefur þar eflaust mikið að segja. Nató hefur alla tíð beitt sér gegn hugmyndinni bæði vegna þess að hernaðarstefna bandalagsins byggir á notkun kjarnorkuvopna í stríði og yfir- menn þess vilja halda þeim möguleikum opnum að flytja kjarnorkuvopn til landanna á spennutímum. Hér á íslandi er allur viðbúnaður til að taka á móti kjarnorkuvopnum með ör- skömmum fyrirvara, en með formlegri yfirlýsingu urn stofnun svæðisins væru allar slíkar ráða- gerðir ólöglegar. Ennfremur er það í andstöðu við stefnu Nató að einstök ríki taki ákvarðanir í rnáli sent þessu. Þar á bæ er litið þann- ig á að aðlildarríkin eigi aðeins að fylgja sameiginlegum ákvörðun- um sem þýðir í reynd að Banda- ríkin sem sterkasta ríki banda- lagsins auk V-Þýskalands og Bretlands ráði þessum málum. Allt frumkvæði einstakra ríkja eða ríkjahópa í friðarátt er því litið hornauga og hafa forystu- menn Nató margoft lýst andstöðu sinni við hugmyndina um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Það er eftirtektarvert að þrátt fyrir yfirlýsingar íslenskra ráða- manna um hug þeirra í þessu máli virðast þeir lítið hafa beitt sér í málinu. Norræn embættismanna- nefnd sem skipuð var fyrir tveimur árum að loknum utan- ríkisráðherrafundi Norðurlanda hér í Reykjavík hefur ekkert látið frá sér fara. Með hliðsjón af því hve einörð afstaða þjóðarinnar er í málinu er fyrir löngu kominn tími til að einhver árangur fari að sjást af starfi þessarar nefndar. Alþjóðlegir samningar um kjarnorkuvopnalaus svæði 1959 Gerður samningur um bann við notkun kjarn- orkuvopna á Suðurskautslandinu. 1963 Gerður samningur um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í himingeimnum. 1967 Gerður samningur um að koma upp kjarnorku- vopnölausu svæði í rómönsku Ameríku. 1 969 Gerður samningur um bann við að koma kjarn- orkuvopnum fyrir á hafsbotninum. 1978Á 10. aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er samþykkt ítarleg ályktun um takmörkun vígbúnaðar. Þar er bent á að tilgangurinn með kjarnorkuvopnalausum svæðum sé að ná því markmiði að heimurinn verði eitt. kjarnorkuvopnalaust svæði. Um slík svæði almennt segir: „Afmörkun tiltekinna kjarnorkuvopnalausra svæða á grundvelli samkomulags og fyrirkomulags, sem náð hefur verið þvingunarlaust milli ríkja viðkomandi svæðis, markar mikilvæg skref sem stigin eru í átt til afvopnunar, ef tryggt er að svæðin séu algjörlega kjarnorkuvopnalaus og að sú staðreynd sé virt af kjarnorkuvopnaríkjunum." Nokkur ártöl um Natóaðild 1949 ísland gerist stofnaðili að Nató. Aðildin er keyrð í gegn á alþingi með offorsi og kröfum andstæðinga aðildar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað. 1951 Bandaríkjamenn senda hingað herlið með samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar. Kröfum hernámsandstæðinga um þjóðaratkvæði er hafnað. Ákvæði Natósamningsins um að hér skuli ekki vera her á friðartímum brotin. 1953 Gerður nýr samningur um dvöl herliðsins. Hann festir sig betur í sessi. 1956 Ný ríkisstjórn samþykkir að herinn skuli fara. Af því verður þó ekki því hluti ráðherranna gengur erinda hernámsaflanna. 1958 Reist lóranstöð á Snæfellsnesi en hlutverk hennar er að senda kjarnorkukafbát- um miðunargeisla. ísland verður þannig hlekkur í keðju sem nota á í kjarnorkustyrjöld. 1962 Flugsveit sem getur borið kjarnorkuvopn fær aðsetur á Keflavíkurflugvelli. 1971 Vinstri stjórn stefnir að því að láta herinn fara úr landi. Það mætir öflugri andstöðu hernámsaflanna og stjórnin fer frá áður en reynir á þetta samkomulag. 1974 Ný hægristjórn leyfir stórfelldar íbúðarbyggingar á Keflavíkurflugvelli fyrir banda- ríska hermenn og fjölskyldur þeirra. 1975 SOSUS hlustunarkerfi komið fyrir með leynd. Því tengjast miklar neðansjávar- lagnir út frá Stokkseyri og Reykjanesi. 1978 AWACS ratsjárflugvélar koma til Keflavíkur. Þar með verður Keflavíkurflugvöllur að lykilstöð og stjórnstöð í hugsanlegum kjarnorkuátökum. 1981 Bandaríkjastjórn mótar nýja sóknarstefnu á Norður-Atlantshafi. Ákveðið að reisa flugskýli sem standast eiga kjarnorkusprengjur á Keflavíkurflugvelli. 1982 Hafinn undirbúningur að nýrri olíuhöfn í Helguvík og birgðastöðvar á Hólms- bjargi. Olíubirgðarými hersins sexfaldast þegar þessum framkvæmdum er lokið. 1 984 Upplýst að um langt skeið hefur verið heimild undirrituð af forseta Bandaríkjanna um að flytja 48 kjarnorkudjúpsprengjur til íslands á hættutímum. Hafin er bygging flug- stöðvar sem kostuð er að nokkru af bandarísku fé og á að afhenda bandaríska hernum þegar honum þykir þurfa. 1985 Orrustuflugsveit setuliðsins endurnýjuð með F-15 þotum. Þar með tvöfaldast styrkur hennar. Leyft að byggja ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og Langanesi og fram- kvæmdir hafnar við þær. 1986 Áformað að byggja niðurgrafna og kjarnorkuhelda stjórnstöð á Keflavíkurflug- velli. 1988 Opinberuð áform um að reisa varastjórnstöð í Grindavík, endurnýja ratsjárstöð- ina á Stokksnesi, breikka aðflugsbrautir á Keflavíkurflugvelli og fram kemur ósk um að reisa varaflugvöll í Aðaldal á vegum Nató. Laugardagur 11. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.