Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 8
KJORIN Sveinn Hallgrímsson og Gunnar Haugen verkamenn Burt með matar- skattinn - Auðvitað erum við ekkert ánægðir með Iaunin sem við fáum sem eru um 60 þúsund krónur brúttó á mánuði. En hvað okkar afstöðu varðar höfum við varla efni á að fara I verkfall. Hins veg- ar mætti matarskatturinn hverfa að ósekju og við það mundu kjör- in batna til muna frá því sem nú er,“ sögðu þeir Sveinn Hallgríms- son og Gunnar Haugen verka- menn þjá Vernd hf. þar sem þeir voru að vinna við múrviðgerðir á húsnæði Natan & Olsen. Þeir eru búnir að vinna af og til við múrviðgerðir og sögðust hafa það gott hjá sínu fyrirtæki. Að- búnaður á vinnustað væri þokka- legur og aldrei staðið á útborgun launa sem væri á hálfsmánaðar- fresti. Nema hvað launin mættu auðvitað vera mun hærri og nefn- du að 80 þúsund króna mánaðar- laun fyrir dagvinnu væri ekki svo galin upphæð eftir allar verð- hækkanirnar að undanförnu. Báðir sögðust þeir verða varir við mikið atvinnuleysi í kringum sig. Enga boðlega atvinnu væri að hafa nema þá sem væri illa borg- uð. Ekki báru þeir fjölmiðlum góða söguna og sökuðu þá um að magna upp í fólki hræðsluna við atvinnuleysi sem gerði það að verkum að fólk þyrfði ekki að segja neitt við atvinnurekandann af ótta við að missa atvinnuna. Afleiðingin væri sú að atvinnu- rekandinn stæði með pálmann í Sveinn Hallgrímsson tv. og Gunnar Haugen. Mynd: ÞÓM höndunum en verkafólkið væri í vörn sem aldrei fyrr. Aðspurðir hvernig þeim fynd- ist forysta Dagsbrúnar standa sig í stykkinu, svöruðu þeir að hún væri ekki í neinum tengslum við hinn almenna félagsmann en vildu ekki fjalla nánar um það atriði. Hins vegar var á þeim að skilja að þeir hefðu átt erindi við formann félagsins um ákveðið mál sem þeir vildu ekki ræða, en hafði valdið þeim miklum von- brigðum. Um ríkisstjórnina, sem kennir sig við félagshyggju, vildu þeir hafa sem fæst orð. - Við bíðum og sjáum til hvað hún leggur af mörkum til að bæta okkur þá kjararýrnun sem við höfum orðið fyrir áður en við gef- um henni einhverja einkunn,“ sögðu þeir félagar Sveinn og Gunnar sposkir á svipinn. -grh Ingibjörg Einarsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir þroskaþjálfar Uppeldisstörf ekki metin að verðleikum - Við erum félagsmenn í BSRB og okkar samningar eru lausir eins og kunnugt er. An þess að við viljum fara nákvæmlega út í kröfugerð samninganefndarinn- ar er Ijóst að hækka verður grunnlaun okkar all verulega frá því sem þau eru í dag. Við erum bjartsýn á árangur í komandi samningaviðræðum þar sem við höfum núna ungt fólk í forystu sem þekkir betur kjör félags- manna og lætur ekki bjóða sér hvað sem er,“ sögðu þær Ingi- björg Einarsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir, þroskaþjálfar á dagheimilinu Múlaborg. Þrátt fyrir að krafist er stúd- entsprófs eða hliðstæðrar mennt- unar til að komast inn í Þroska- þjálfaskóla íslands og námið taki 3 ár eru byrjendalaunin innan við 50 þúsund krónur á mánuði. Starfsaldurshækkanir eru í þrem- ur þrepum, eftir 3,6 og 9 ár. Eftir 10 ára starf og í 100% vinnu eru mánaðarlaunin aðeins rúmar 55 þúsund krónur. Þroskaþjálfi vinnur að uppeldi, umönnun og þjálfun fatlaðra barna. Þær stöllur voru sammála um að við- unandi laun þyrftu að vera minnst 80 þúsund krónur á mán- uði. Guðrún sagðist alveg sannfærð um að það mundi koma til verk- failsátaka í vor þar sem sér virtist ekki vera hljómgrunnur innan samninganefndar ríkisins fyrir miklum grunnkaupshækkunum, heldur fremur að boðið yrði uppá féiagsmálapakka. Hún sagðist verða mikið vör við hræðslu og óöryggi meðal fólks úti í þjóðfé- laginu vegna þess samdráttar sem orðið hefur og vaxandi atvinnu- leysis. Fyrir skömmu var auglýst eftir ófaglærðum starfskrafti að Múlaborg og sóttu 15 um og þar á meðal nokkrir karlmenn, sem þótti tíðindum sæta. En nettó- laun ófaglærðs á dagheimili eru um 30 þúsund krónur á mánuði. Þær voru sammála um að vax- andi skilningur væri á uppeldis- störfum þó svo að þau væru ekki enn metin að verðleikum í launum. - En vonandi fer þetta batnandi undir ríkisstjórn sem Frá vinstri: Guðrún Kristjánsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir þroska- þjálfar. Auk þeirra eru á myndinni i sömu röð þau Friðrik Þór og Halldóra María, nýbúin að borða hádegismatinn á Múlaborg. Mynd: ÞÓM. kennir sig við félagshyggju. Alla- gilda,“ sögðu þær Ingibjörg og vega ætti skilningurinn á okkar Guðrún þroskaþjálfar á Múla- starfi að vera meiri hjá slíkri borg. stjórn en ríkisstjórn hinna hörðu _orh Hafþór Snœbjörnsson pípulagningamaður Þurfum öflugt verkfall - Maður var hreinlega svæfð- ur í nýafstaðinni verðstöðvun og að henni lokinni er maður orð- laus yfir þessum hækkunum sem dynja yfir næstum því daglega án þess að kaupið hækki. Það er ekki hægt að telja þessa 1,25% launa- hækkun neina hækkun sem kom til framkvæmda um miðjan síð- asta mánuð. Til að rétta við hag launafólks sé ég ekki annað en að við þurfum á öflugu verkfalli að halda,“ sagði Hafþór Snæbjörns- son pípulagningamaður þar sem hann var við vinnu í Borgarleik- húsinu. Hafþór sagðist hafa um 70-80 þúsund í laun á mánuði að jafnaði og eiginkonan með annað eins. Hann sagði að þrátt fyrir að þeirra laun væru ívið hærri en al- mennra verkmanna dygðu þau rétt til framfærslu. Þau væru ný- búin að festa kaup á fbúð og allir vissu hvað það þýddi fyrir fjár- haginn sem það hefðu reynt. Hafþór sagði enga launung vera á því að launin þyrftu að hækka all verulega til þess eins að halda í við allar þessar miklu verðhækkanir sem orðið hafa, svo ekki sé minnst á alla kaupmáttarrýrnunina sem launa- fólk hefur orðið fyrir. Hann sagði að á fundum hjá Sveinafélagi pípulagningamanna héldu allir kjafti þegar á fund væri komið og samþykktu allt sem stjórnin legði fyrir félagsmenn. Aftur á móti vantaði ekki kjaftinn á jafnt eldri sem yngri í kaffitímum og rétt fyrir félagsfundi, en um leið og á fundinn væri komið rynnu allir af hólmi. Aðspurður hvort næg atvinna væri fyrir pípulagningamenn um þessar mundir sagði Hafþór svo vera. Ástæðuna fyrir því taldi hann vera hversu fáir störfuðu í iðngreininni og því væri mikil eftirspurn eftir pípurum og engu öðru. -grh 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.