Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 9
Hermóður Gestsson á lyftaranum við vinnu í Fóðurblöndunarstöð Sambandsins við Sundahöfn. Mynd: Hermóður Gestsson lyftaramaður Býst fastlega vio verkfalli - Hreint út sagt þá leggst ástandið eins og það er núna ákaf- lega illa í mig og ég býst fastlega við verkfalli og það langvinnu. Því er ekki að leyna að maður er orðinn ansi óþolinmóður eftir launhækkunum eftir allar þessar verðhækkanir sem orðið hafa þegar það er haft í huga að maður er með 13 þúsund krónur í viku- laun, eða 52 þúsund á mánuði í nettólaun,“ sagði Hermóður Gestsson lyftaramaður hjá Fóð- urblöndunarstöð Sambandsins við Sundahöfn. Þessi laun fær Hermóður fyrir 40 stunda dagvinnu auk 8 tíma eftirvinnu í viku hverri. Að eigin sögn býr hann ásamt konu sinni og tveimur börnum í eigin hús- næði og er eina fyrirvinna fjöl- skyldunnar þar sem eiginkonan sinnir börnunum heima. Eins og gefur að skilja gengur sífellt verr að ná endum saman í heimilis- bókhaldinu og fyrir utan að vilja fá dágóða krónutöluhækkun í komandi kjarasamningum vill Hermóður að matarskatturinn verði afnuminn hið fyrsta. Sjálfur er hann í trúnaðar- mannaráði Verkamannafélagsins Dagsbrúnar en engu að síður finnst honum forusta félagsins ekki hafa staðið sig sem skyldi og hefur forustan ekki séð ástæðu til að kynna fyrir verkamönnum Fóðurblöndunarstöðvarinnar hverju hún ætlar sér að ná fram í þeim kjarasamningum sem fra- mundan eru. Hermóður er þungorður í garð stjórnvalda sem hann telur að ekki hafi staðið undir nafni sem félagshyggjustjórn. í því sam- bandi bendir hann á að ríkis- stjórnin hafi ekki beitt sér fyrir afnámi matarskattsins, framlengt samningsbann og launafrystingu á sínum tíma og nú síðast ekki hindrað þá holskeflu verðhækk- ana sem hafi-bitnað einna mest á lágtekjufólki. -grh KJORIN y Sigurður Hjartarson kennari Oæskilegtaö fara í verkfall - Miðað við reynsluna líst mér illa á þessar samningaviðræður sem framundan eru. Við kennar- ar höfum verið dregnir á asna- eyrum hingað til og verið afar erf- itt að ná fram einhverjum viðun- andi kjarasamningum. En hitt er staðreynd að það virðast vera tii nægir pcningar í þjóðfélaginu til alls nema að greiða vinnandi fólki mannsæmandi laun. Verkföll eru ekki skemmtileg og þrátt fyrir allt tel ég óæskilegt að grípa til ver- kfailsvopnsins núna,“ sagði Sig- urður Hjartarson kennari. Þessa dagana stendur yfir at- kvæðagreiðsla hjá kennurum í HÍK um verkfallsheimild handa stjórn félagsins og sagði Sigurður að laun kennara væru mjög léleg miðað við sambærilega menntað fólk á frjálsum vinnumarkaði. Sjálfur er hann búinn að stunda kennslu í 20 ár og hefur í dag,án yfirvinnu 83 þúsund krónur' í brúttólaun og 64 þúsund þegar staðgreiðsla hefur verið dregin frá. Þá ynni eiginkonan.úti og hefði ívið betri tekjur en hann. Sigurður sagði að margir byndu miklar vonir við stjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni sem vonandi mundi verða til að stuðla að jafnari tekjuskipt- ingu í þjóðfélaginu sem væri ekki vanþörf á í ljósi þess að einstaka stéttir virtust hafa næga peninga á milli handanna á meðan aðrar og fjölmennari rétt skrimtu. Sigurður Hjartarson kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Mynd: ÞÓM. Aðspurður hvernig væri að kenna við núverandi þjóðfé- lagsaðstæður sagði Sigurður að mórallinn væri slappur meðal nemenda sem margir hverjir væru yfirkeyrðir af vinnu með náminu. Af þeim sökum væri erf- itt að gera kröfur til þeirra í kennslunni. Óskastaða kennar- ans væri hins vegar sú að geta kennt minna og geta þess í stað boðið uppá betri kennslu fyrir vikið. Það yrði því miður ekki hægt fyrr en búið væri betur að kennurum en gert er í dag en mundi jafnframt fljótlega skila sér í betur menntuðum einstak- lingum. _orh Kristján Stefánsson iðnverkamaður Mikil óánægja með launin - Mér reiknast til að heildar- kjaraskerðingin hjá okkur hér í Hampiðjunni sé um 38% vegna niðurskurðar á yfirvinnu og á vaktavinnu auk þeirrar almennu kjararýrnunar sem iðnverkafólk hefur almennt orðið fyrir vegna launafrystingarinnar og þeirra verðhækkana sem orðið hafa,“ sagði Kristján Stefánsson iðn- verkamaður í Hampiðjunni hf. Kristján, sem er trúnaðarmað- ur verksmiðjufólks í fyrirtækinu, sagði að oft hefði verið þörf fyrir verkalýðinn að sýna samstöðu í komandi kj^rasamningum en núna væri þao nauðsyn. Hann taldi næsta víst að Iðja félag verksmiðjufólks yrði með öðrum félögum í samfloti enda hefði ver- ið lögð rík áhersla á það í sam- þykkt miðstjórnar Alþýðusam- bands íslands. Samkvæmt hug- myndum miðstjórnarinnar verð- ur reynt að ná skammtímasamn- ingi sem mundi þá gilda fram í septembermánuð. Hvað varðar kröfur um kauphækkun hefur miðstjórnin lagt fram kröfu um 10% hækkun launa strax eða þá kauphækkun sem þarf til að ná kaupmætti taxta eins og þeir voru í maí í fyrra. Sjálfur hefur Kristján 61 þús- und krónur í mánaðarlaun, býr í leiguhúsnæði ásamt konu og þremur börnum. Hann segir að fjölskyldunni gangi sífellt verr að láta enda ná saman og hún sé ekki ein um það. Mikil óánægja sé meðal iðnverkafólks með launin og hann býst fastlega við verkfalli í vor að öllu óbreyttu og ef það yrði gæti það orðið langvinnt. Kristján segir enga launung Laugardagur 11. Kristján Stefánsson iðnverka- maður í þráðadeild Hampiðjunn- ar hf. Mynd: ÞÓM. vera á því að núna staldri fólk lengur við í vinnu hjá Hampiðj- unni en oft áður og það sé vegna þess að ekki sé eins mikil eftir- spurn eftir fólki og áður í önnur störf. Þá gagnrýnir hann öryggis- aðbúnað í fyrirtækinu og segir að iðnverkafólkið sé að vinna við gamlar og úr sér gengnar vélar á sama tíma sem mikil pressa sé á því að ná meiri afköstum í dag en í gær. Þrátt fyrir að kvartað sé til Vinnueftirlitsins fái það engu áorkað þar sem stjórnendur fyrir- tækisins segi ávallt að breytingar séu á dagskrá og á meðan haldi Vinnueftirlitið að sér höndum og bíði eftir að lofaðar breytingar nái fram að ganga. Þetta sé með öllu óviðunandi og nauðsynlegt að gera starf eftirlitsins mun skil- virkara en það er í dag. -grh ars 1989 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 9 t Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skil'a afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. - • Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.