Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 11
„Drykkfellt höikutól“ og „íhugull leiðindagaur“ Ósigur Towers - ogþar með Bush - er jafnframt mikillpersónulegur sigurfyrir Sam Nunn. Þegar erfarið að minnast á hann sem næsta frambjóðanda demókrata til forsetaembœttis FRETTIR Tower og Nunn Tower (t.v.) og oddviti andstæðinga hans, Sam Nunn, demókrati frá Georgíu, formaður hermálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Með miklum og einstökum ósigri Johns Goodwin Tower í öldungadeild Bandaríkjaþings má ætla að hann sé á förum úr stjórnmálum. í þeim hefur hann verið umsvifamikill um langt skeið. Hann hefur setið í öldunga- deildinni fyrir Texas í 24 ár, þar af 19 ár í varnarmálanefnd deildarinnar, þar sem atgangur- inn gegn honum hófst. Og 1981- 85 var hann formaður þeirrar nefndar sjálfur. Tower, sem nú er 63 ára, er borinn og barnfæddur í Texas, sonur prests af kirkju meþódista og sjálfur þeirrar trúar. Asýndar er hann ekki beinlínis dæmigerð- ur Texani, eins og mönnum er tamt að hugsa sér þá, lítill vexti og kringluleitur. Hinsvegar vant- ar hann ekki hörkuna, sem sumir vilja eigna Texönum öðrum fremur. Hann þótti einkar illvígur við andstæðinga, þegar skoðanir urðu skiptar, og jafnvel sumir flokksmanna hans kalla hann grófan og hrokafullan. Einnig hefur verið sagt að hann legði meiri áherslu á að hafa bet- ur í deilum en að setja sig ræki- lega inn í málin, sem og að hann þyldi illa að tapa. Nú er gefið í skyn, að þessir eiginleikar Towers hafi verið búnir að baka honum ærnar óvnsældir eftir langa setu hans í öldungadeildinni og varnarmála- nefnd hennar, og að það hafi einkum verið þær óvinsældir sem nú komu honum í koll, þótt ann- að væri haft að yfirvarpi. Tower er að sögn allharður íhaldsmaður og var sem slíkur einn af vildarmönnum Reagans. Hann var jafnan ákaft fylgjandi auknum útgjöldum til hersins og sem formaður hermálanefndar senatsins átti hann drjúgan þátt í því að tillögur Reagans um stór- aukin fjárframlög til vígbúnaðar komust í gegnum þingið. Þeir Sam Nunn, höfuðand- stæðingur Towers í nýafstaðinni þrætu, eiga ýmislegt sameigin- legt. Báðir eru þeir suðurríkja- menn, báðir meþódistar, báðir hafa mikinn áhuga á hermálum og báðir eru þeir íhaldsmenn í stjórnmálum, Nunn þó að líkind- um eitthvað hófsamari. Þar að auki tók Nunn við formennsku varnarmálanefndar öldunga- deildarinnar af Tower 1985. En ýmislegt er ólíkt með þeim. Þegar ásakanir hófust á hendur Tower um drykkjuskap og kvennafar leituðu repúblíkanar dyrum og dyngjum að einhverju af því tagi til að nota á Nunn, en fundu ekk- ert nema eina ákæru um ölvun við akstur, 24 ára gamla, frá því er Nunn var ungur lögfræðingur í Georgíu. Það var of gömul og ómerkileg saga til að koma að nokkru gagni. Nunn, sem nú er fimmtugur að aldri, er lýst svo að hann hafi pók- erandlit og fas og framkomu endurskoðanda eða skólastjóra. Hann er blátt áfram og gjarn á að fara vafningalaust að hlutunum, enda rauf hann vissa kurteisis- hefð öldungadeildarinnar með því að spyrja Tower, hvort hann ætti við áfengisvandamál að stríða. Nunn er ennfremur sagð- ur góður hlustandi, íhugull, al- vörugefinn og vanur að athuga málin gaumgæfilega. Sjálfur seg- ist hann vera leiðindagaur, sem aldrei fari út á kvöldin. I öldunga- deildinni hefur hann setið fyrir Georgíu í 16 ár og komst þar snemma í varnarmálanefndina. Hann var þar alláhrifamikill á stjórnartíð annars Georgíu- manns, Jimmys Carter, og beitti sér þá ákaft fyrir auknum fjár- veitingum til vígbúnaðar. Frá því að Carter féll úr forset- astóli fyrir Reagan hafa demó- kratar átt í allverulegri forustu- krísu, en nú telja sumir að Nunn hafi sýnt með frammistöðu sinni í standinu kringum Tower að þar sé foringi fundinn. Þegar hefur verið minnst á georgíska senator- inn sem líklegan frambjóðanda til forsetaembættis. Allt er þó auðvitað óráðið um það, og kunningjar Nunns á þingi segjast efast um að hann hafi nokkurn áhuga á að komast í Hvíta húsið, þar eð á þingi njóti hann sín best. Reuter/-dþ. Ástralskur múslími hótar Javed Chaudry, varaforseti samtaka Pakistana í Ástralíu, hafði í sjónvarpsviðtali f fyrradag í hótunum við þá, sem flytja Kölskavers, mikið umtalaða bók indversk-breska rithöfundarins Salmans Rushdie, inn til þess lands. „Ég er mjög ofsafenginn mað- ur og hið sama er að segja um þá, sem eru mér til aðstoðar,“ sagði Chaudry, sem er ástralskur ríkis- borgari. Þrjár bókaverslanakeðj- ur þarlendis hafa þegar tilkynnt, að þær muni ekki hafa bókina til sölu. Bob Hawke, forsætisráð- herra Ástralíu, sagði í gær að um- mæli Chaudrys væru alvarleg móðgun við stjórn og þing lands- ins, en ekki væri hægt að lögsækja hann fyrir þau. Reuter/-dþ. Bandaríkjaþing Tower hafnað ífyrsta sinn sem öldungadeildin veitir bandarískumforseta slíkan mótgang í upphafi embættistíðar hans Oldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í fyrradag útnefningu Johns Tower, sem Bush forseti hafði skipað varnarmálaráð- herra, með 53 atkvæðum gegn 47. Fór þetta mjög á þá leið, sem búist hafði verið við. Allir demó- kratar deildarinnar greiddu at- kvæði gegn Tower, að tveimur undanskildum. Á móti honum var og einn repúblíkani, en aðrir stjórnarflokkssenatorar studdu forsetann í þessu máli. Atkvæðagreiðslan fór fram að undangengnum sex daga hörðum umræðum í deildinni. Snerust þær um ásakanir gegn Tower, sem einkum gengu út á það að hann væri of drykkfelldur og kvensamur og háður stórfyrir- tækjum, sem framleiða fyrir her- inn. Fyrir Bush, sem nú hefur set- ið á forsetastóli í sjö vikur, er þetta fremur auðmýkjandf snoppungur af hálfu demókrata þingsins, þar sem þeir eru í meiri- hluta, og áminning um hversu mjög hann er upp á velvilja þeirra kominn. Þetta er í fyrsta sinn í Banda- ríkjasögunni sem forseti, er tekur við stjórn í fyrsta sinn, verður fyrir því að öldungadeildin hafni manni er hann hefur útnefnt í stjórn sína. Búist er við að Bush muni hafa hraðar hendur við að útnefna nýjan frambjóðanda til embættis varnarmálaráðherra, enda ekki gott til afspurnar að húsbóndalaust sé í Pentagon. Til greina eru sagðir koma meðal annarra þeir Brent Scowcroft, þjóðaröryggisráðunautur, og William Cohen, repúblíkanasen- ator frá Maine. Reuter/-dþ. Ó faðir fyrirgef þeim ... Tveir breskir hermenn biðu bana í Londonderry á Norður- írlandi á miðvikudag af völdum jarðsprengju, sem írski lýðveid- isherinn (IRA) hafði lagt. Annar þeirra, Stephen Cummins, 24 ára, frá Hampshire, hafði skömmu áður sent foreldrum sín- um umslag með þeim fyrirmæl- um, að það yrði ekki opnað nema að honum látnum. í umslaginu var bréf til foreldr- anna, og biður hermaðurinn ungi þau í því að fyrirgefa banamönn- um sínum. í bréfinu var og ljóð, m.a. línur á þessa leið: V'ið gröfmína ei með gráti dvel. Ég er genginn þaðan og laus úr Hel. Bréfið með ljóðinu var lesið upp í írska útvarpið í Dublin, og vegna fjölda áskorana frá hlust- endum lesið upp að nýju í vinsæl- asta þætti útvarpsins. Kynnir þáttarins, Gay Byrne að nafni, sagði á eftir: „Þetta sýnir að her- maðurinn hafði til að bera meiri göfugmennsku en þeir sálsjúku morðingjar og slátrarar sem urðu honum að bana. Ég vona að þeir hafi hlustað.“ Reuter/-dþ. Handtökur í Tíbet Kínversk stjórnvöld hafa sent þúsundir hermanna inn í Tíbet og haft er eftir borgarbúum í höfuð- borginni Lhasa að uppundir þús- und manns hafi verið handteknir. Herlög eru í gildi í borginni síðan á miðvikudag, eftir mestu óeirðir þarlendis frá uppreisninni gegn Kínverjum 1959. Reuter/-dþ. Enn barist um Jalalabad Bardagarnir um Jalalabad í Austur-Afganistan, sem hófust um s.l. helgi, stóðu enn yfir í gær. Kabúlstjórnarmenn héldu þá enn borginni og að líkindum einnig flugvellinum við hana. Að sögn talsmanna mujahideen hefur flugher Kabúlstjórnar gert harð- ar árásir á stöðvar þeirra þar í grennd og þorp á þeirra valdi og valdið verulegu manntjóni, bæði meðal skæruliða og óbreyttra borgara. Margir af þeim síðar- nefndu eru nú sagðir flýja bar- dagasvæðið til Pakistans. Reuter/-dþ. Rauðgræn sljóm í Vestur-Beriín Jafnaðarmenn og umhverfis- verndarsinnar í Vestur-Berlín hafa eftir sex vikna harðar samn- ingaviðræður komist að sam- komulagi um myndun nýrrar stjórnar þar. Verður Walter Momper, leiðtogi jafnaðar- manna í borginni, borgarstjóri. Stjórnarflokkarnir nýju hafa 72 þingmenn vesturberlínska þings- ins af 138 á bakvið sig. Kristilegir demókratar og frjálsdemókratar, sem áður fóru þar með stjórn, stórtöpuðu báðir í kosningunum 29. jan. s.l. og misstu þingmeiri- hluta. Reuter/-dþ. \^7 Fóstrur Fóstra óskast til starfa við Barnaheimili Siglu- fjarðar nú þegar. Upplýsingar í símum 96-71700 og 96-71359. Félagsmálastjóri Jjj Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í steypta kantsteina. Um er að ræða steypu alls rúmlega 20 km af kantsteinum víðsvegar um borgina. Verklok 1. september 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 14. mars n.k. gegn kr. 2.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 29. mars 1989, kl. 11.00. INNKAUPÁSTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR •Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í að steypa 37 hitaveitubrunna. Verklok 1. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 28. mars 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.