Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.03.1989, Blaðsíða 13
BOKIN SEM EG ER AÐ LESA Að skálda er að skrökva Anne Tyler segir frá Anne Tyler Við bregðum út af venjunni að þessu sinni og birtum grein um það að skrifa bækur. Bandaríski rithöfundurinn Anne Tyler varð þekkt á Vest- urlöndum fyrir bókina Dinner atthe Homesick Restaurant (hrár titill á íslensku gæti verið Snætt á veitingahúsinu Heimþrá). Þessi grein birtist upphaflega í litlu bæjarblaði þar sem hún býr. Að skrifa skáldsögur er aðal- lega að skrökva. Maður ætlar að segja sögu sem er ekki sönn og reynir að gera hana sannfærandi, jafnvel svo að maður trúi henni sjálfur. Og þá skipta smáatriðin mestu eins og í öllum góðum lygasögum. Ein lygin fæðir af sér aðra; flókinn vefurinn fer sjálfur að mynda atburðarás ef allt gengur vel. Ég veit að vel gengur þegar orðin hlaupa fram úr sjálfum sér. Ef ég hætti að skrifa til að fá mér kaffi og persónurnar halda áfram að tala í huga mínum. Eða ég heyri fyrir mér fremur kynlausa, sviplitla sögumannsrödd mína spinna söguna áfram. Það sem kemur kemur bara einu sinni svo að ég verð að sætta mig við að missa annaðhvort af því eða kaff- inu. Ég vel kaffið oftar nú orðið. Ég er búin að átta mig á að hug- myndir eru óþrjótandi og halda alltaf áfram að streyma að. Ég var einu sinni hrædd um að skammturinn á hvern einstakling væri takmarkaður. En hér er ég að tala um auðvelda hlutann, miðjuna, þeg- ar ég veit hvert ég er að fara. Erfiðara er að byrja. Ég verð að byrja upp á nýtt á hverjum degi. Ég fer á fætur sex - hálf sjö til að þrífa, gefa krökkunum að borða og elda kvöldmatinn svo að ég sé alveg laus um leið og krakkarnir eru farnir í skólann, en svo þegar þau eru farin vil ég gera allt ann- að en fara inn í vinnustofuna mína. Dyrnar eru svo háar og dimmar, þær gapa við mér. Lykt- in þar inni er eins og á smíða- verkstæði af því að bókahillurnar eru úr timbri. Venjulega finnst mér það góð lykt en á morgnana verður mér óglatt af henni. Ég verð að rekast þangað inn eins og af tilviljun með hugann allt ann- ars staðar, annars kæmist ég aldrei alla leið. Ég skrifa sitjandi með kross- lagða fætur á hörðum sófa. Ég nota kúlupenna og passa að eiga alltaf tvær tylftir af fyllingum (með svörtu bleki og grönnum oddi) ef Parker yrði allt í einu gjaldþrota og skildi mig eftir í rusii. Pað er einmitt út af svona löguðu sem fólk heldur að rithöf- undar séu taugasjúklingar. Ég vélrita ekki því þá myndi ég ekki heyra í persónunum mínum og auk þess finnst mér stundum að þetta flæði allt fram úr hægri hendinni á mér. (Hvað nú ef ég fengi liðagigt? Ég er næstum því eins hrædd um það og að verða blind, af því að það skiptir máli hvernig orðin líta út á síðunni.) Svo get ég bara unnið í einu herbergi, meinlætalegum hvítum klefa. Myndirnar á veggjunum minna á einangrun: auð hús, mannlaus réttarsalur, gamlir karlar sem stara stjarfir út í busk- ann. Mér er illa við ferðalög. Mér er illa við að færa til húsgögn eða byrja að skrifa á óvenjulegum tíma. Öllum þessum álögum er ég háð, og samt eyði ég alltaf fyrsta hálftímanum í að ýta oddinum á kúlupennanum út og inn með smelli. Til hvers er þetta eiginlega? Mér finnst ég ekkert komin lengra en þegar ég var þriggja ára og sagði sjálfri mér sögur til að sofna á kvöldin. Nema að núna segi ég líka sögur á daginn. Þær hafa tekið völdin í lífi mínu. Sjálf- sagt er það fjarskalega óhollt. En þá hengja hugsanirnar sig í eitthvað - einhvevn sem ég sá fyrir löngu eða flókin fjölskyldu- sambönd sem ég hef einhvern tíma velt fyrir mér. Síðan ég var unglingur hef ég ekki notað lif- andi mann í bókunum mínum, en margar persónur hafa orðið til við það að fylgjast með lifandi manneskju. (Hvernig ætli það væri að vera þessi kona? Éða dóttir þessa manns? Og hvað myndi gerast ef...?) Ég skrifa af því að ég vil ekki lifa bara einu Íífi. Ég heimta meira úrval! Þetta er ekkert annað en græðgi. Þegar persónurnar mínar fara í sirkus fer ég í sirkus. Þó að ég búi í ágætu hjónabandi eyði ég heilmiklum tíma í huganum með ómögulegum eiginmönnum. Þegar hugsanirnar eru komnar á réttan snaga er ekkert erfitt að skrifa. Það sem er erfitt er að stundum neita persónurnar að hlýða manni. Þetta segja allir rit- höfundar en enginn hefur komið með fullnægjandi skýringu á því. Hvar fengu þessar dúkkulísur svona mikið vald? Ég hef á- kveðna atburði í huga handa þeim, ferðalag, brúðkaup, lukkulegan endi.Ég skrifa mark- visst að þessum atburði, en þeg- ar að honum kemur er allt kjaft - s topp.Ég kemst ekki lengra.Pers- ónurnar hreyfa sig ekki fyrr en þær fá sitt fram. Þegar ég læt undan leysast málin af sjálfu sér. Engin furða þó að mér finnist stundum ansi þröngt á þingi í her- berginu mínu. í þessu starfi skiptir vinnan sjálf meira máli en árangurinn. Að minnsta kosti er árangurinn ósköp rýr: ein þunn bók eftir allt þetta puð, og á fyrstu síðunni sé ég undir eins eitthvað sem mig langar til að strika út. Bókin verður strax fjarlæg af því ég er byrjuð á öðru verki. Én þetta annað verk er oft bara vörn. Ef ég er upptekin af nýrri sögu tek ég ritdómum með meira jafnaðar- geði, bæði góðum og slæmum. Reyndar les ég ritdóma oft eins og þeir séu um allt aðra mann- eskju. Stundum Ies ég þá líka til að gá um hvað ég var að skrifa. En ég hef aldrei lesið ritdóm sem sagði mér það, enda væri það til of mikils mælst. Það væri ljúft að vera rík, þó setja peningar að mér kvíða. Ög ég hélt að mig langaði til að verða fræg, en það var misskilningur. Ég ímyndaði mér frægðina þann- ig að þá gæti ég farið inn í líf annarra, ekki að þeir færu inn í mitt líf. Auk þess hef ég aldrei getað áritað bók án þess að finn- ast ég vera að villa á mér heimild- ir. Ég hefði ekki getað skrifað þetta nema þykjast vera að skrökva. Ég þykist vera kona sem skrifar bækur. Ég lifi rólegu og góðu lífi í sama þétta sagnavefn- um og þegar ég var þriggja ára. Stundum fæ ég meira að segja borgað. En ég er ennþá að bíða eftir að sjá hvað ég verð þegar ég er orðin stór. SA þýddi A iS&J Útboð Bæjarverkfræöingur Kópavogs f.h. bæjarsjóös Kópavogs óskar eftir tilboöum í gatnagerö og lagningu holræsa í Huldubraut. Helstu magntölur eru: Gröftur Jarðvegsskipti Fyllingar Skolplagnir Regnvatnslagnir 3.400 m3 20.000 m3 15.000 m3 833 m 1.161 m Verkinu skal skila fullbúnu 20. júlí 1989. Útboösgögn veröa afhent á tæknideild Kópa- vogs, Fannborg 2 gegn 10.000 kr. skilatryggingu, frá og meö mánudeginum 13. mars n.k. Tilboðin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 21. mars n.k. kl. 11:00 f.h. Aðalfundur Aöalfundur vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn laugardaginn 18. mars og hefst kl. 14 í húsi félagsins aö Borgartúni 33. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Kjarasamningar og atvinnumál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstof- unni. Stjórnin Húsverndarsjóður Reykjavíkur Á þessu vori veröa í þriöja sinn veitt lán úr Hús- verndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverksjóösinserað veita lán til viðgerða og endurgeröar á húsnæði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum og byggingarsögulegum ástæöum. Umsóknum um lán úr sjóönum skulu fylgja greinargóðar lýsingar á fyrirhuguöum fram- kvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1989 og skal um- sóknum, stíluöum á Umhverfismálaráð Reykja- víkur, komiö á skrifstofu garöyrkjustjóra, Skúla- túni 2, 105 Reykjavík. Blikk-ljós á lögreglubifreiðar Tilboö óskast í 25 stk. forgangsbúnað (þver-ljós m/tilheyrandi á þak bifreiöa). Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboöum skal skila á skrifstofu vora, eigi síðar en kl. 11:00 f.h. fimmtudaginn 30. mars n.k. , þar sem þau veröa opnuð í viðurvist viöstaddra bjóð- enda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Lausar stöður Með skírskotun til 3. og 6. gr. laga nr. 18/1988, um Háskólann á Akureyri, eru eftirtaldar stöður við skólann hér með auglýstar til umsóknar: 1. Staða rektors. 2. Staða skrifstofustjóra. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegum upplýsingum um menntun og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105 Reykja- vík, fyrir 5. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið 7. mars 1989 Auglýsið í Þjóðviljanum Laugardagur 11. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.