Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. mars 1989 51. tölublað 54. árgangur ASI-VSI Samiö til skamms tíma Þórarinn V. Þórarinsson: Kemur ekki tilgreina að semja um kaupmáttartryggingar. Kaupmáttaraukning ekki á borðinu. Viljum helstekki semja til skemmri tíma 7 til8 mánaða. Ásmundur Stefánsson: Semjum ekki til lengri tíma án kaupmáttartryggingar. Munum semja um kaupmáttaraukningu. Rök með og á móti skammtímasamningi Fyrsti fundur ASÍ og VSÍ og VMS var haldinn í gaer og lögðu atvinnurekendur þar lín- una með að þeirra hálfu kæmi ekki til greina að samið yrði um neins konar kaupmáttartrygg- ingu né kaupmáttaraukningu. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ sagði at- vinnurekendur „grjótharða" í þessari afstöðu og að hans áliti gerði fólk sér æ betur ljóst að „velferð launamanna væri tengd velferð fyrirtækjanna". Þar sem ASÍ legði aðaláhersluna á at- vinnumál og trygga atvinnu, væri að hans áliti ekki jafnbreitt bil á milli samningsaðila og í fyrstu gæti verið útlit fyrir. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði ljóst að án kaupmáttartrygginga yrði ekki samið til lengri tíma og því hlytu menn að ræða möguleikana á skammtímasamningi á næsta fundi samningsaðila. ASÍ féllist ekki á röksemdir VSl, en menn gerðu sér jafnframt ljóst að af- staða atvinnurekanda væri mjög afdráttarlaus. Reyndar taldi Ásmundur að ýmis rök Iægju fyrir skammtíma- samningi, þó veigamikil efnisrök kæmu þar jafnframt á móti. For- sendur fyrir skammtímasamningi væru m.a. þær að samningar iðn- aðarmanna losnuðu í haust og því mætti stemma af samningstíma þeirra og annarra félaga innan ASÍ. Þá væri óvissan í atvinnu- og efnahagsmálum gífurleg og loks mætti í þriðja lagi nefna að lausn á atvinnumálunum, sem ASÍ þyrfti að eiga við ríkisvaldið um, fyndist ekki í eitt skipti fyrir öll „heldur hlýtur að þurfa að finna þeim einhvers konar vinnubragð- afarveg." Á móti kæmi að með skammtímasamningi væri hætta á að „þyngri málin" yrðu lögð til hliðar. Ásmundur sagði þá verðbólgu- öldu sem nú riði yfir knýja á um að samið verði fljótt, þar sem verðbólgan éti mjög hratt af kaupmætti launa. Áréttaði As- mundur að sá samningur sem ASÍ ætli að semja um „muni inni- halda kaupmáttaraukningu." Örn Friðriksson varaforseti ASÍ og Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ takast þéttingsfast í hendur við upphaf fundar í gær, en Ragna Bergmann varaforseti ASÍ horfir á. - Mynd ÞÓM Húsbréf Málamiðlun í ríkisstjóm Alþýðubandalagsmenn hafafyrirvara um samkomulagfé- lagsmálaráðherra ogframsóknarráðherra. Fœstiralþingismanna hafa gert upp sinn hug til húsbréfakerfisins Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra úr Alþýðu- flokki og framsóknarráðherrarn- ir Guðmundur Bjarnason og Halldór Ásgrímsson leystu í gær ágreining sinn um húsbréfafrum- varpið með málamiðlun. Þing- flokkur Alþýðubandalagsins fjallaði um samkomulagið á fundi síðdegis í gær. Virðast menn þar ekki á eitt sáttir um ágæti þess og slá varnagla. Þingflokkur Framsóknar- flokksins fundaði um Húsbréfin síðdegis í gær og samþykkti á þeim fundi að Jóhanna legði fram frumvarpið í nafni ríkisstjórnar- innar en ábyrgist ekki stuðning einstakra þingmanna Framsókn- arflokksins. Þá munu þingmenn Skáís Kvennalistinn H\tK Kjörfylgi Kvennalistans heldur áfram að minnka miðað við niðurstöðu könnunar Skáís á kjörfylgi flokkanna sem Stöð 2 birti í gær. Samkvæmt könnun- inni fengi Kvennalistinn 13,8% og hefur það ekki verið minni síð- an í könnun DV í nóvember 1987, en þá var það 12,3%. Sjálfstæðisflokkurinn kemst nú yfir 40% markið og fengi 41,5% samkvæmt könnuninni. Þá fengi Borgaraflokkurinn 3,3% samkvæmt könnuninni. Hvað ríkisstjórnarflokkana varðar þá tapar Framsóknar- flokkurinn töluverðu fylgi og fengi 16,8% samkvæmt könnun- inni. Alþýðuflokkurinn fengi 12,8% og Alþýðubandalagið 10,3%. -Sáf Alþýðubandalagsins áskilja sér rétt til þess að styðja breytingar á frumvarpinu sem fram kunna að koma í meðförum þingsins. Máldagi ráðherranna er í sex greinum. Húsbréfakerfi skuli einvörðungu ná til eldra húsnæð- is fyrsta árið. Ekkert „þak" verð- ur á kerfinu, þ.e.a.s. engri há- marksupphæð verður varið til kerfisins árlega. Vextir af húsb- réfum verða ekki hærri en af rík- isskuldabréfum. Einstaklingar í biðröð núgildandi kerfis munu ganga fyrir í húsbréfakerfinu, a.m.k. fyrstu 6 mánuðina. Úttekt verður gerð á húsbréfakerfinu eftir2 ár. Lífeyrissjóðunum verð- ur gert að kaupa skuldabréf af ríkinu að upphæð 1,7- 1,8 milj- arðar króna og rennur sú upphæð í húsbréfakerfið. í gær kannaði Þjóðviljinn við- horf alþingismanna til húsbréfa- kerfisins og kom í ljós að um það eru deildar meiningar. Sumir eru næsta ófróðir um húsbréf enn sem komið er, aðrir telja ýmsar forsendur vafasamar, eru fullir efasemda og vilja fá fyllri upplýs- ingar. AU nokkrum lýst vel á hug- myndirnar og hyggjast veita þeim brautargengi. Alkunn er afstaða Framsókn- armanna og flokksbræðra Jó- hönnu í Alþýðuflokki. Sjálfstæð- ismenn eru lítið sem ekkert farnir að fara ofaní saumana á húsbréf- akerfinu, í öllu falli ekki í þing- flokknum, og hafa því ekki mótað sér afstöðu í málinu. Sömu sögu er að segja um Kvennali- stann. Borgaraflokksliðar eru já- kvæðir en finnst að margir endar séu enn lausir og óska nánari skýringa. Þjóðviljinn hefur fyrir því traustar heimildir að menn skipt- ist mjög í tvö horn í þingflokki Alþýðubandalagsins. í öðru þeirra standi húsbréfa- og ríkis- stjórnarsinnar en öndvert þeim hafi skoðanabræður Ásmundar ASÍ-forseta Stefánssonar tekið sér stöðu. Hann hefur, sem kunn- ugt er, fundið húsbréfum Jó- hönnu býsna margt til foráttu. ks Hann vildi hins vegar engu spá um hvort verkalýðshreyfingin „færi í hart" í þessum samning- um, það skýrðist væntanlega bet- ur á næsta fundi með VSÍ en hann verður haldinn n.k. fimmtudag. phh Atvinnuástandið Atvinnu- lausum fækkar í febrúarmánuði sl. voru skráðir 57 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu, 31 þúsund dagar hjá koiiuiu og 26 þúsund hjá körlum. Þetta er 7.350 dögum færra en skráðir voru í janúar. Þetta jafngildir því að 2.600 manns hafl að meðaltali verið á atvinnuleysiskrá í febrúar en það svarar til 2% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði á sama tíma samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun- ar. Þetta kemur fram í yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins um atvinnuástand- ið í síðasta mánuði. Samkvæmt því telur vinnumálaskrifstofan að sú þróun sem átt hefur sér stað frá miðju síðasta ári, þar sem atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar hafi nú stöðvast að minnsta kosti í bili. Þó er það helmingi meira en eðlilegt er miðað við árstíma. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga hefur ekki ver- ið jafn mikill í febrúarmánuði síð- an 1984. Að því ári undanskildu þarf að leita aftur til ársins 1969 að jafn háum eða hærri tölum í sama mánuði. Ýmislegt bendir þó til að atvinnuleysi hafi aukist þegar dró að mánaðamótum en þá voru 2.800 manns á atvinnu- leysiskrá á landinu öllu, síðasta virka dag febrúar, sem gæti bent til þess að atvinnuleysi hafi aukist þegar dró að mánaðarlokum. Það vekur þó athygli í yfirlitinu að þrátt fyrir gæftaleysi hefur at- vinnuleysisdögum fækkað á öllum svæðum nema á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem þeim fjölgaði um 2.200 daga. Vinnu- málaskrifstofan dregur þá álykt- un að það bendi eindregið til þess að áhrif þeirra uppsagna sem til- kynntar voru fyrir síðustu áramót séu ekki að fullu komin fram. Samkvæmt vinnumálaskrif- stofunni eru orsakir atvinnu- leysisins í febrúar einkum þrjár. í fyrsta lagi yegna þess efnahags- lega umhverfis sem þjóðin býr við, í öðru lagi hafa gæftir verið stirðar og loks hafa langvarandi snjóalög tekið að verulegu leyti fyrir ýmis konar útivinnu. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.