Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Heilbrigðismál Nýjum tillögum vísað frá Með því að loka skurðstofunni er verið að ganga af Fœðingarheimilinu við Eiríksgötu dauðu, segir Benedikt O. Sveinsson lœknir Við munum ekki starfa þarna áfram við núverandi aðstaeð- ur og ég sé ekki annað en að stefnt sé I það að rekstur Fæðingar- heimilisins í núverandi mynd verði lagður niður, sagði Bene- dikt Ó. Sveinsson kvensjúkdóma- og fæðingalæknir í samtali við Þjóðviljann í gær, þegar við spurðum hann hvaða þýðingu það hefði fyrir sjúkraþjónustuna að leggja skurðstofuna á neðstu hæð hússins niður, eins og ákveð- ið var af stjórn Borgarspítalans á föstudaginn var. Lokun skurð- stofudeildarinnar er liður í sparn- aðarráðstöfunum sjúkrahúss- stjórnarinnar. Benedikt sagði að hann og annar ungur læknir hefðu tiltölu- Kvikmynd Magnúsar Guð- mundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, verður sýnd í Sjónvarpinu í kvöld kl. 22. Á eftir myndinni verður svo umræðu- þáttur undir stjórn Hclga H. Jónssonar. í gærkvöldi var ekki Ijóst hverjir yrðu þátttakendur I umræðunum, utan að Magnús Guðmundsson verður einn af þeim. Grænfriðungar hafa ráðið Ró- bert Árna Hreiðarsson lögfræð- ing til þess að sjá um málarekstur vegna kvikmyndarinnar fyrir samtökin hér á landi. Róbert Árni sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að öll skilyrði væru fyrir hendi til þess að setja lögbann á kvikmyndina en Grænfriðungar væru hinsvegar ekki hlynntir því; óttast að það muni mælast illa fyrir hér á landi. lega nýverið verið ráðnir í 30% stöðu á Fæðingarheimilið og hefði það verið liður í því að bæta öryggi og þjónustu á heimilinu. Við slógum til og komum heim frá útlöndum, segir Benedikt, en síðan eftir að við komum heim hefur öllum okkar tillögum um bætta þjónustu á Fæðingarheim- ilinu verið vísað frá af yfirstjórn Borgarspítalans. Við höfum lagt það til að fæð- ingum verði fjölgað hér úr þeim 311, sem voru hér á síðasta ári, í 750-1000, og að hér verði rekin skurðstofa, sem þjóni bæði fæð- ingum og almennum kvensjúk- dómum. Fæðingardeild Land- spítalans er sniðin fyrir 2500 fæð- ingar á ári, en þær voru 2800 á Róbert skrifaði Magnúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra bréf um helgina þar sem hann krafðist þess að fá að sjá myndina ásamt fulltrúa Greenpeace. Einnig fór hann fram á að sér yrði afhent eintak af myndinni til að senda til höfuðstöðva Greenpeace í London. í lok bréfsins krafðist hann þess að sýningu myndarinn- ar yrði frestað ótiltekið. Markús Örn sagði við Þjóðvilj- ann að hann hefði hafnað kröfum Róberts Árna þar sem Útvarpið beygði sig ekki undir slík afskipti og ritskoðun utanaðkomandi afla. Róbert Árni sagðist mjög undrandi á viðbrögðum útvarps- stjóra. „Viðbrögð útvarpsstjóra eru einstrengingsleg þegar haft er í huga að í kvikmyndinni eru á- sakanir sem samkvæmt upplýs- síðasta ári eða 3-400 umfram eðli- legan fjölda. Ef skurðstofunni hér verður lokað verða allar kon- ur með afbrigðilegar fæðingar fluttar yfir á Landspítalann og hlutverk okkar ekki annað en að vera á sólarhringsvakt yfir 10 rúma fæðingardeild. Slíkt er í hæsta máta óhagkvæmt auk þess sem ekki er hægt að fá nokkurn ungan lækni til þess að sinna slíkri vinnu. Starfskraftur okkar hér nýtist ekki nema með því að hafa skurðstofuna líka. Af samtölum sem ég hef átt við menn í kerfinu virðist mér ljóst að borgaryfir- völd þora ekki af pólitískum ástæðum að ganga hreint til verks og loka Fæðingarheimilinu, en þau vilja jafnframt ekki reka það ingum okkar eru ærumeiðandi fyrir Greenpeace, auk þess sem inn í kvikmyndina er skeytt myndum sem Greenpeace á birt- ingarrétt á. Það eru viðurkenn- dar reglur hjá blaðamönnum að leyfa þeim sem bornir eru ásöku- num að svara fyrir sig en það gerir Magnús ekki og útvarpsstjóri virðist ekki hafa séð ástæðu til þess heldur." Þá sagði Róbert Árni að Helgi H. Jónsson hefði haft samband við sig og boðið að fulltrúi Green- peace fengi að sjá myndina og svara fyrir þær ásakanir sem í myndinni væru. Hinsvegar er svo stuttur tími til stefnu að óvíst er hvort Grænfriðungar geti þegið það boð. „Það er ljóst að ef myndin verður sýnd og er ærumeiðandi fyrir samtökin mun Greenpeace af þeim myndarskap sem nútím- inn gerir kröfu til. Mér sýnist hins vegar að með þessari ráðstöfun sé verið að stefna að því að innlima þetta í Fæðingardeild Landspítal- ans. Kristín Á. Ólafsdóttir, sem á sæti í stjórn Borgarspítalans greiddi á föstudag atkvæði gegn lokun skurðstofunnar, ásamt með öðrum fulltrúa starfsmanna. Kristín sagði í samtali við blaðið að hér væri ekki um hagræðingu að ræða, og að sér fyndist að Al- þingi ætti að taka til endurskoð- unar sparnaðartilmæli sín ef þau ættu að koma niður á heilbrigðis- þjónustunni með þessum hætti. -ólg ekki sitja auðum höndum og bregðast við,“ sagði Róbert Árni. Hinsvegar gat hann ekki sagt hver viðbrögðin yrðu en telja má fullvíst að samtökin hyggi á málssókn því í fréttaskeyti frá samtökunum í gær er það gefið í skyn. Helgi H. Jónsson fréttamaður sagði við Þjóðviljann í gær að óvíst væri hverjir tækju þátt í um- ræðuþættinum eftir sýningu myndarinnar. Hann sagði erfið- leikum bundið að fulltrúi Green- peace tæki þátt í umræðunum þar sem ókleift væri að vera með slík- an umræðuþátt í beinni útsend- ingu á tveimur tungumálum, því hefði hann boðið þeim að skoða myndina og að síðan yrði tekið við þá viðtal þar sem þeir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. -Sáf Bók gegn bakveiki Bókin Bak-þankar er gefin út til að fræða fólk um bakið og hvernig koma megi í veg fyrir bakveiki eða halda henni í skefjum. I næstu viku hefst í Fræðsluvarpinu þáttaröð um bakið, sem er efnislega tengd þessari bók. Bak-þankar verða seldir í bókaverslunum og hjá Vinnueftirliti ríkisins, sem gefur bókina út. Höfundur bókarinnar Bak- þankar eru dönsku sjúkraþjálfar- arnir Birgitte Kristensen og Bente Hovmand. Ástæða þótti til að fá þetta fræðsluefni hingað til lands, þeg- ar í ljós kom í nýlegri könnun, sem gerð var á vegum Vinnueftir- lits ríkisins, að bakveiki er mjög algeng hérlendis og veldur oft vinnutapi og miklum óþægind- um. Menningarsjóður útvarpsstöðva Rótin fékk ekkert Lýðrœðisskilningi menntamálaráðherra misboðið Tímaritið Þjóðlíf hermir að Út- varp Rót hafi ekki fengið túskild- ing með gati úr Menningarsjóði útvarpsstöðva í fyrra og komið fyrir ekki þótt stöðin hafi ætíð staðið í skilum við sjóðinn. Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra segir að „lýðræðisskilningi sínum hafi verið misboðið“ er meðferðin á Rót barst honum til eyrna. Indriði G. Þorsteinsson, fyrrum stjórnarmaður í menn- ingarsjóðnum, staðhæfir hins- vegar að Rótin hefði aðeins greitt smáupphæð í sjóðinn áður en hún sótti um styrk. Þjóðlíf hefur eftir Baldvini Jónssyni, ritara sjóðsstjórnarinn- ar, að Utvarp Rót væri „ein af fáum minni stöðvanna sem hefur ætíð staðið í skilum.“ Menningar- sjóðnum hefði borist ítarleg og sundurliðuð umsókn frá þeim um styrki og Baldvin sjálfur sent stjórnarmönnum afrit af henni. „Engu að síður var þeim ekki út- hlutað neitt og þeirra umsókn var ekkert rædd á fundinum né tekin til athugunar þar.“ Frá því í nóvember 1986 og út árið sem leíð var stjórn menning- arsjóðsins skipuð Indriða G. Þor- steinssyni, Jóni Þórarinssyni og Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni íslenska útvarpsfélagsins (Bylgj- unnar). Og Þjóðlíf bendir á að Bylgjan hafi hingaðtil hirt bróð- urpart úthlutunarfjár sjóðsins. Því gefi það auga leið að sjóður- inn hafi verið misnotaður gróf- lega. ks Reykja vík-Hengill íslenskur korta- staðall Ný staðfrœðikort Landmælingar Islands hafa gefið út átta staðfræðikort í mæl- ikvarða 1:25000 af Reykjavíkur- og Hengilssvæðinu. Kort þessi eru unnin eftir nýjum staðli og eru fyrstu grunnkort sinnar teg- undar unnin af íslenskum aðilum. Kortin eru prentuð í fimm litum, svörtum bláum, brúnum grænum og rauðum. Þau sýna 5 metra hæðarmun og á þeim eru öll mannvirki sýnd, s.s. bygging- ar, vegir, veitur ofl. Alls eru 164 tákn notuð við gerð þessara korta. Ef kortleggja ætti allt landið með þessum mælkivarða yrðu það 770 kortablöð. Danir gerðu kort yfir landið í heild sinni frá aldamótum og voru þau kort mjög vel unnin og nákvæm eftir kröfum síns tíma. Borið saman við eldri kort eru þessi nýju miklu nákvæmari enda tæknin önnur og kortaþörfin Ágúst Guömundsson, forstjóri Landmælinga ríkisins og Ingvi Þorsteinsson deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins meö kort af Reykjavík og nágrenni á milli sín. Mynd: Þóm. brýnni. Landmælingar íslands hafa unnið þessi kort í samvinnu við bæjar- og sveitarfélög, skipu- lagsstjóra ríkisins, vatnsveituna, hitaveituna, póst og sfma, skóg- ræktina, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og fleiri aðila. Kort sem þessi hafa margvís- legt notagildi bæði fyrir stofnanir og almenning og ekki síst sem grunnur fyrir önnur kort við jarð- og gróðurkortagerð. íslenskur kortastaðall sem nú er kynntur er fyrsti hluti af um- fangsmiklu verki sem fjalla á um alla þætti kortagerðar. Tákn og letur kortanna hafa verið unnin með hliðsjón af erlendum stöðlum um kortagerð. Markmið með gerð þessa staðals er að sam- ræma kortagerð á íslandi, með það fyrir augum að það fjármagn sem veitt er til kortagerðar nýtist sem best. Þessi nýju kort verða til sölu hjá Landmælingum íslands að Laugavegi 178 og kosta u.þ.b. 300 kr. -eb Hvalveiðimyndin Lrfsbjörg sýnd í Sjónvaipinu RóbertÁrni Hreiðarsson: Skilyrði tilað setja lögbann á kvikmyndina. Markús Örn Antonsson: Beygjum okkur ekkiundir afskipti og ritskoðun utanaðkomandi afla 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.