Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Bókmenntir Komust undraskjótt að niðurstöðu Þórður Helgason: Heiður aðfá að afhenaa Gyrði Elíassyni fyrstu stílverðlaun Þórbergs Ahundrað ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar á sunnudaginn hlaut Gyrðir Elíasson stílverð- laun í nafni hans sem þá voru veitt í fyrsta skipti. Þórbergur lét þess getið strax í Bréfi til Láru 1924 að hann væri einn mesti ritsnillingur á íslenska tungu, og stíll var eitt af fjölmörg- um hugðarefnum hans alla ævi. Þegar hann skrifaði sjálfur valdi hann hvert orð af kostgæfni og hugsaði stílinn út í æsar. Þó allt virtist áreynslulaust sem hann sendi frá sér og laust við tilgerð þandi hann boga málsins stríðar en aðrir, eins og Árni Sigurjóns- son bókmenntafræðingur komst að orði við verðlaunaafhending- una. Hann vildi finna hinum nýja tíma mál við hæfi. Skáldið sem verðlaunin hlaut, Gyrðir Elíasson, hefur líka leitað að máli handa nýjum tíma í ljóð- um sínum og sögum. Hann fædd- ist 1961 en hefur þegar gefið út fimm ljóðabækur, eina skáldsögu og eitt smásagnasafn og hafa allar bækurnar hlotið eftirtekt og lof gagnrýnenda og annarra lesenda, ekki síst ungs fólks. Fyrsta bókin, Svarthvít axlabönd, kom út 1983 þegar Gyrðir var 22ja ára, síðan hafa komið Tvíbreitt (svig)rúm (‘84), Einskonar höfuðlausn (‘85), Bak við Maríuglerið (‘85), Blindfugl/svartflug (‘86), Gang- andi íkorni (‘87) og Bréfbátarign- ingin (‘88). Safnið Haugrof frá 1987 geymir aðra útgáfu á þrem þá uppseldum eldri ljóðabókum. Þórður Helgason formaður dómnefndar og fulltrúi menntamálaráðuneytis sagði að dómnefndin hefði komist undra- skjótt að niðurstöðu. Gyrðir sameinaði þrátt fyrir ungan aldur fornan arf og nýsköpun í verkum sínum og Þórbergur hefði eflaust orðið dómnefndinni hjartanlega Gyrðir Elíasson skáld sammála um niðurstöðuna. Gyrðir væri í fremstu röð ís- lenskra skálda og vonandi yrðu verðlaunin honum hvatning til frekari afreka. Gyrðir Elíasson sagðist í sam- tali við Þjóðviljann geta sagt með góðri samvisku að hann hefði meira dálæti á Þórbergi en nokkr- um öðrum íslenskum rithöfundi. Hann hefði byrjað ungur að lesa bækur hans, fyrst Rökkuróper- una og svo Bréf til Láru. Bækur Þórbergs væri hægt að lesa aftur og aftur og þær hefðu haft mikil áhrif á hann. Hann sagði að það væri mjög hressandi að fá þessi verðlaun og hann vildi feginn verða oftar var við aðdáendur sína. Það voru Mál og menning, Há- skóli íslands og menntamála- ráðuneytið sem stóðu að verð- laununum, 150.000 krónum, sem áætlað er að veita annað hvert ár. Þau eru ekki bundin við rithöf- unda og skáld, heldur stflafrek hvar sem þau eru unnin. SA Verðbólga Vísitalan hækkar um 2,7% Samsvarar 26,4% verðbólgu á árinu með sama áframhaldi Vísitala framfærslukostnaðar miðað við verðlag í marsbyrj- un reyndist vera 117,4 stig sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Er það 2,7% hækkun frá Stjarnan og Bylgjan Sönn ást Stjarnan og Bylgjan hafa gengið í eina sæng, útvarpa þó hvor í sínu lagi að undanskildum fréttum og auglýsingum sem út- varpað er sameiginlega. Mark- mið samrunans er að bæta fjár- hagsstöðu og möguleika á sam- keppni við Ríkisútvarpið. Mis- þungt er í rúmunum, þ.e. 165 hluthafar frá Bylgjunni en eignaraðilar Stjörnunar eru að- eins fimm talsins. eb febrúar, en viðmiðunartalan 100 var sett í maí 1988. Helstu orsakir hækkunarinnar eru gjaldskrárhækkanir ýmissa opinberra stofnana, sem valda 0,5% hækkun vísitölunnar. Þá valda verðhækkanir á áfengi og tóbaki 0,4% hækkun vísitölu. Hækkun húsnæðisliðar vísitöl-> unnar veldur 0,3% hækkun og verðhækkun á bensíni 0,2% hækkun. Verðhækkun á mjólk og mjólkurafurðum 1. mars olli 0,2 hækkun vísitölu og verðhækkun á fatnaði 0,1% hækkun. Verð- hækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,8% hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar. Síðastliðna 12 mánuði hefur fram færsluvísitalan hækkað um 21,2% og síðustu 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 6% sem jafngildir 26,4% verðbólgu á heilu ári. -Frá Hagstofunni KÍog HÍK Ekki lengur samstíga Kennarafélögin tvö, Hið ís- lenska kennarafélag (HÍK) og Kennarasamband íslands (KI) standa nú ■ samningum við ríkis- valdið. HÍK er aðildarfélag að BHMR og hefur í takt við önnur félög innan BHMR efnt til at- kvæðagreiðslu um hvort félagið skuli efna til verkfalls þann 6. aprfl næstkomandi. Fulltrúaráð KS ákvað hins vegar um síðustu helgi eftir 9 klukkustunda langan fund þar sem hart var deilt að efna ekki til atkvæðagreiðslu um verkfall, a.m.k. ekki að svo komnu máli. Jafnvel þó Kennar- asambandið haldi í orði kveðnu enn öllum leiðum opnum um að- gerðir, þá þýðir þessi ákvörðun fulltrúaráðsins að litlar líkur eru á að KI muni efna til verkfalls á þessu vori. Atkvæðagreiðsla um verkfall þann 6. aprfl stendur nú yfir með- al félaga HÍK og lýkur henni á morgun. Ekki er búist við að taln- ingu atkvæða verði lokið fyrr en á mánudag, þar sem eitthvað af at- kvæðum berst kjörstjórn í pósti. Hins vegar þurfa niðurstöður að liggja fyrir í síðasta lagi á þriðju- daginn 21. mars, því boða þarf verkfall með hálfs mánaðar fyrir- vara og eins og fyrr segir eru fé- lagar í HÍK að greiða atkvæði um hvort efna skuli til verkfalls eða ekki, einn ákveðinn dag, þann 6. apríl. Það er ekki verið að veita stjórn HÍK umboð til að efna til verkfalls, en á þeim formgalla var boðuðu verkfalli KÍ aflýst í fyrra. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans urðu félagar HÍK fyrir von- brigðum með niðurstöðu fundar fulltrúaráðs KÍ. Þeir vonuðust til samstöðu í þessu máli og er e.t.v. ekki óeðlilegt þó einhverjir fé- lagar HÍK telji að KÍ hafi hopað af velli til þess að láta þá standa síðan í fremstu víglínu með verk- falli. Málin er nefnilega þannig vax- in að verkfall annars þessara fé- laga kemur hinu beint til góða. Jafnvel þó félagar í KÍ séu aðal- lega starfandi í grunnskólum og félagar HÍK að mestu í fram- haldsskólum og á háskólastigi að þá skarast þetta tvennt. Þannig er hópur félaga í HÍK starfandi í grunnskólum og fari HÍK í verk- fall raskast skólastarf þar veru- lega jafnvel þó flestir grunnskól- akennararnir í KÍ séu í fullu starfi. Verkfall HÍK eitt sér dugar til að setja verulegan þrýsting á yfirvöld, því það hefur áhrif í skólakerfinu öllu. Verkfall HÍK, ef af verður vinnur því fy rir KÍ frá og með 6. apríl og kann það að hafa valdið nokkru um afstöðu fulltrúaráðs KÍ. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands sagði að rök þeirra sem andvígir hefðu verið atkvæðagreiðslu um verk- fallsboðun á fulltrúaráðsfundin- um, hefðu einkum verið þau að samningaleiðin við ríkið væri ekki fullreynd. Aðeins hefðu ver- ið haldnir þrír fundir með samn- inganefnd ríkisins og því þyrfti að fullreyna þá leiðina. Hins vegar í BRENNIDEPLI áskildi félagið sér fullan rétt til að breyta um baráttuaðferðir ef þörf væri talin á. Um fund fulltrúa- ráðsins sagði Svanhildur að öðru leyti að þar hefðu skoðanir verið mjög skiptar, enda í mörg horn að líta. Hins vegar væri hún óá- nægð með frétt DV þess efnis að kennarar utan af landi hefðu far- ið í fararbrjósti fyrir þeim sem voru andvígir atkvæðagreislu. Engin slík skipting eftir búsetu hefði komið fram. Taldi Svan- hildur enn ekki útséð um hvaða aðferðum KÍ mundi beita í kjara- baráttunni og útilokaði ekki að til verkfalls yrði boðað. Er Klað beita HÍKfyrirsigí kjarabaráttunni? Hvort til þeirra ráða verður gripið ákvarðast hins vegar aðal- lega af tvennu; vilja félagsmanna sjálfra og þá þarf fulltrúaráðið að hafa þar ákveðið frumkvæði og svo hins vegar af tímanum. Tím- inn til verkfallsboðunar fyrir KÍ er nefnilega orðinn ansi naumur. f fyrsta lagi hefur samninganefnd ríkisins hlotið gagnrýni kennara og annarra fyrir að draga á eftir sér fæturna í samningaviðræðun- um. Þó svo KÍ hafi nú ákveðið að halda þeim viðræðum áfram er fátt sem bendir til að það muni herða á samninganefnd ríkisins, sérstaklega ekki ef samninga- nefndin sér fram á, að slíkur dráttur gæti orðið til þess að KÍ félli á tíma með boðun verkfalls. Undirbúningur og framkvæmd atkvæðagreiðslu tekur a.m.k. 10- 15 daga og 15 dagar til þurfa að líða frá boðun verkfalls þar til það skellur á. Næsti fundur full- trúaráðs KÍ er boðaður um næstu mánaðamót og þó ákvörðun verði þá tekin um atkvæða- greiðslu þá líður mánuður þar til verkfall getur hafist, hafi atkvæði fallið á þann veg. Þá er komið fram á mánaðamótin maí-júní og maí er prófamánuðurinn. Þó svo Svanhildur hafi sagt í samtali við Þjóðviljann að til greina komi að efna til verkfalls í maí mánuði, æxlist mál á annað borð á þann veginn, þá er þessi tímasetning um margt slæm til verkfallsað- gerða. Félagið er þá heilum mán- uði á eftir HÍK með verkfall og eins og alltaf fylgir tilfinningarík umræða verkföllum kennara. Ekki er víst að KÍ hætti sér hrein- lega út í slíkt áróðursstríð, sér- staklega ekki ef hægt er að núa félaginu því um nasir að þeir fari eingöngu í verkföll til að koma í veg fyrir að nemendur skóla geti lokið sínum prófum. Margir kennarar eru orðnir hvekktir á slíkri umræðu og því ekki óeðli- legt að fulltrúaráð KÍ hafi a.m.k. viljað sjá hver úrslitin yrðu í at- kvæðagreiðslu HÍK áður en það hleyptri slíku af stað í eigin félagi. phh EFTA Leiðtogafundurinn hefst í dag Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra fór síðastliðinn sunnudag til Noregs, þar sem hann situr fund forsaætisráð- herra EFTA-ríkjanna sem stend- ur í dag og á morgun. Fyrir fund- inum liggur að EFTA-ríkin móti sameiginlega meginstefnu gagn- vart Evrópubandalaginu og væntanlegum innri markaði EB. Jafnframt verða innri málefni fríverslunarbandalagsins á dag- skrá, þar á meðal fríverslun með fisk. Steingrímur Hermannsson sagði áður en hann fór á fundinn að hann vænti þess að þar yrðu teknar mikilsverðar ákvarðanir, en lýsti því jafnframt yfir að hann myndi ekki undirrita skuldbind- andi yfirlýsingar fyrir íslands hönd varðandi hugsanlegt tolla- bandalag milli EFTA og EB eða önnur þau atriði, er verða kynnu á dagskrá. -ólg Þriðjudagur 14. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.