Þjóðviljinn - 14.03.1989, Page 4

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Page 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Vitlausir endar Þær fréttir sem berast úr heilbrigöiskerfinu benda eindregið til þess að við hagræðingarverk og sparnaðarstörf þar hafi verið byrjað á vitlausum enda. Aðallega tveimur vitlausum endum. Heilbrigðisráðherra og aðrir yfirmenn hljótá að verða að staldra við þessar fréttir og hugsa sinn gang, og á eftir honum fjármála- ráðherra, ríkisstjórn og alþingi. Það er þannig Ijóst að læknastéttin með sín geysisterku ítök í heilbrigðisgeiranum hefur ekki hugsað sér að láta neitt af forrétt- indum sínum og þægindum í þeirri tilraun til sparnaðar í ríkisgeir- anum sem nú stendur yfir. Læknarnir tína fram hver rökin af öðrum fyrir núverandi stöðu sinni, vitna í samninga og samsama sérréttindi sín, völd og ítök sífellt vellíðan sjúklinganna og almennri heilsufarsstefnu í landinu. í raun er það hins vegar svo - að hinu göfuga læknisstarfi gjörsam- lega ólöstuðu - að hluti lækna hefur búið um sig í heilbrigðis- geiranum einsog þeir séu eigendur þess velferðarkerfis, og minna þar mest á iðngildi miðalda, þarsem samtök meistara einokuðu ákveðna handverksþekkingu sjálfum sér í hag í stéttskiptu og lokuðu kerfi sem sá um að tryggja bæði fjölda iðnaðarmannanna og verð vörunnar. Fyrir framleiðendurna. Ekki fyrir neytendurna. Hérlendis hefur staða lækna breyst gífurlega síðustu áratugi og ár. Bæði eru komnar fram nýjar starfsstéttir sem tekið hafa við hluta af fyrra hlutverki lækna í heilbrigðiskerfinu, - og ekki veldur síður að læknum hefur fjölgað mjög, þrátt fyrir markvissar tilraunir stéttarinnar til að takmarka aðgang að þekkingu og vinnu- brögðum. Við þessu bregst hinn rótgróni hluti læknastéttarinnar með því að halda enn fastar um sérréttindi sín innan almenna kerfisins annarsvegar, og með því að láta sig dreyma um gróða af einkarekstri hinsvegar. Þessvegna er það að hagræðingarlausnirnar í heilbrigðiskerf- inu núna felast ekki í því að þrengja að forréttindum lækna og finna eðlilegri samstarfsgrundvöll í kerfinu, heldur er litið fyrst á hag annarra starfsstétta, - og síðan á sjúklingana. Hér er byrjað á vitlausum enda. Og þetta gengur ekki. Hér eiga yfirvöld að grípa inn, fyrst og fremst heilbrigðisráðherra. Annar vitlaus endi á hagræðingartilraununum í heilbrigðiskerf- inu nú er sá að fyrirskipaður er jafn niðurskurður alstaðar, án nokkurs tillits til aðstæðna, brýnnar þarfar eða fyrri sparnaðartil- rauna. Þetta getur jafnvel leitt til þess að þeim stofnunum sem áður hafa hlýtt hagræðingar- og sparnaðarskipunum sé „refsað" sérstaklega, meðan þær sem hafa látið slík tilmæli sem vind um eyru þjóta áður eiga hægt með að spara nú. Þetta skýtur skökku við vegna þess að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur einmitt lagt sig í líma við önnur vinnubrögð í tilraunum sínum til endurreisnar með hagræðingu og sparnaði í atvinnulíf- inu, þarsem hver nauðstaddur vinnustaður og hvert aðþrengt byggðarlag er athugað sérstaklega og reynt að bregðast við vand- anum á hinum sérstöku forsendum hverrar atvinnugreinar, hvers byggðarlags, hvers fyrirtækis. Hér er líka byrjað á vitlausum enda. Þegar sparnaðarhugmyndir úr heilbrigðiskerfinu eru allar saman komnar hlýtur heilbrigðisráð- herra ásamt starfsmönnum sínum að setjast niður og skoða vand- lega hvern krók og kima. Ef ekki verður brugðist við þessari tvöföldu vitleysu í sparnaðar- verkinu verður niðurstaðan eitthvað svipuð og á Borgarspítalan- um. Þar á nú að fara að loka skurðstofu og sjúkradeild, þarsem um þúsund manns á ári hafa gengist undir minniháttar aðgerðir, aðgerðir sem flestar eru þess eðlis að ef þeirra nyti ekki við mundu sjúklingarnir síðar þurfa meira við, dýrari aðgerða og lengri legu - tíma. Þetta er ekki viturlegur sparnaður, og raunar furðuleg ráðstöfun af meirihlutanum í stjórn spítalans, enda hefur einn stjórnarmanna mótmælt hástöfum, Kristín Á. Ólafsdóttir. Enda bendir margt í þá átt að hér sé leikurinn til þess gerður að sérgæðingar í stétt lækna geti komist yfir aðstöðuna sem Borgar- spítalinn lætur nú frá sér, og heimta inn eftir annarri leið miklu meira fé en nemur þeim sparnaði sem Borgarspítalinn hyggst sýna heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra á pappírunum. Ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti og félagshyggju er skylt að hyggja hér að, og beita hvorutveggja í ríkum mæli, gætni og festu. -m KLIPPT OG SKORIÐ LAUGARDAGURINN 11. MARS 1989 MiatttJSSSÍ immtudoguL Tíminn finnur vanda Þjóðviljans Indriði G. Þorsteinsson gerir fjárhagsvanda Þjóðviljans að umtalsefni í Tímabréfi nú um helgina. Hann tekur það meira að segja að sér að bera fram skýr- ingu á þessu auraleysi og kemst að þeirri niðurstöðu að það stafi einkum af rangri stefnu blaðsins. Með öðrum orðum: það fjalli of mikið um hluti sem ekki seljast vel. Indriði G. Þorsteinsson segir meðal annars: „Blaðið hefur efalaust verið talið mjög gáfulegt af ritstýrend- um sínum og áhugamönnum um vöxt þess og viðgang. Sú mikla áhersla sem það hefur lengi lagt á margvísleg menningarmál, að ó- gleymdum félagsmálafréttum á borð við þær sem Sigrún Stefáns- dóttir stundar af kappi í ríkissjón- varpinu, hefur ekki fært því far- sæla og langa lífdaga vegna þess, að fólk vill stundum hafa um ann- að að hugsa. Þá er saga Þjóðvilj- ans sorglegur vitnisburður um hinn sífellda sönglanda sem stundum hefur verið kenndur við vinstri pólitík, en er lítið annað en áréttingar um meiri kaupmátt og umsvif launaþegahreyfingar sem standa árið um kring og hafa gert lengur, í réttindabaráttu sem engan enda tekur.“ Með öðrum orðum: ritstjóri Tímans telur að það hafi einkum staðið Þjóðviljanum fyrir þrifum að hann hefur lagt of þungar áherslur á menningarmál, félags- leg vandamál ýmiskonar og kjarabaráttu launafólks. Þetta er mjög skemmtileg niðurstaða fyrir Þjóðviljamenn - vegna þess að við höfum talið það vera einmitt hlutverk okkar og réttlæting í til- verunni að sinna þessum mála- flokkum eftir því sem geta leyfir - að ógleymdum sjálfstæðismálum þjóðarinnar í breiðum skilningi. Og satt best að segja hefur það verið nokkuð samdóma álit þeirra sem vilja hafa Þjóðvilja að þetta ætti blaðið einmitt að gera. Ef blaðið er skammað af sínum lesendum þá er það einkum vegna þess, að ekki hafi nóg verið skrifað um tiltekin menningarm- ál eða félagsleg vandamál eða „réttindabaráttu sem engan enda tekur“ (eða þá ekki af nægri skynsemi, sem er náttúrlega eðli- legri gagnrýni og réttmætari). Ekki vinstrablað Tímaritstjórinn heldur áfram sínum vangaveltum og víkur að hugmyndum sem öðru hvoru koma upp um að rétt væri að sam- eina þrjú blöð í eitt stórt vinstri- mannablað. Hann telur þá hug- mynd fráleita, enda eigi Tíminn ekkert sameiginlegt með Þjóð- viljanum (ekki Alþýðublaðinu heldur). Það er náttúrlega ekki að ástæðulausu að Indriði kveður svo að orði. Ef við skoðum þær áherslur Þjóðviljans sem hann telur sterkastar þá blasir það við að Tíminn er á öðru róli. Kjara- barátta launafólks er vissulega hornreka á síðum hans og sömu- leiðis „vandamálin". Að ekki sé talað um menningarmál: í Tím- anum er menningin varla til nema sem vettvangur hetjulegrar bar- áttu Davíðs við öolíat, Jóns sterka við Skugga-Svein. Með öðrum orðum; Indriða sjálfs við mikinn þurs sænsk-rauðrar menningarmafíu. Þennan þurs leggur Indriði að velli með mikl- um tilþrifum í viku hverri: sáuðið hvernig ég tók hann piltar! í niðurstöðum sínum um þetta mál segir Indriði að Tíminn sé ekkert vinstra blað og það er víst alveg rétt hjá honum, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Tíminn á sér vissulega sínar áherslur og sína málaflokka: hann er tölvert í dreifbýlismál- um, hann heldur skildi yfir SÍS og hann er eindregnasta flokksmál- gagnið sem nú er uppi. Þar fyrir utan sýnir blaðið því tölverðan áhuga „hver fleygði höfuðlausu líki í Thames?“ eins og eitt aðal- efni blaðsins nú síðast heitir. Auglýsingar og málfrelsi En að því er varðar fjárhags- vanda hinna smærri blaða, hér á íslandi og annarsstaðar, þá á hann vissulega miklu fleiri rætur en þá, að ekki hafi tekist að finna „rétta“ söluformúlu við núgild- andi aðstæður á markaði. Indriði veit reyndar vel í skrifum sínum, að ekki er ástæða til að setja jafn- aðarmerki milli stærðar blaða og gæða. En höfuðvandi hinna minni blaða í heiminum er blátt áfram sá, að auglýsingar ráða æ meiru um það hvort fjömiðill lifir eða deyr, svo mikill hluti af tekj- um hans verða þær að vera. Og auglýsingar haga sér eftir því magnlögmáli að þær sækja í æ færri staði. Séu tvö blöð af svip- uðum styrkleika í keppni um hylli borgar eða héraðs, en annað hef- ur visst forskot í útbreiðslu og þar að auki hylli auglýsenda af pólit- ískum ástæðum (flestir auglýs- endur vilja fyrst og fremst aug- lýsa í borgaralegum blöðum) - þá verður útkoman sú að stærra blaðið stækkar en hitt veslast upp (það getur að vísu lifað ef mark- aðssvæðið er nógu stórt til að þola vissa sérhæfingu). Með þessu móti hefur það t.d. gerst, að þrátt fyrir öfluga Sósíaldemó- krataflokka á Norðurlöndum, sem hafa getað sótt mikla pen- inga í sjóði verklýðsfélaga til að styrkja blöð sér tengd, þá hefur verið um að ræða mikla uppdrátt- arsýki í „verkamannapressunni" og blaðadauða. Sem að ofan segir: langsam- lega stærstur vandi hinna smærri blaða er sá, að markaðsaðstæður hafa flutt örlög málfrelsisins í hendur auglýsenda. Og síðan bætist mikill fjármagnskostnaður íslenskur við hér á landi sem þung aukabyrði. Aðrir þættir skipta vitanlega máli, en þessi er lang- stærstur. Það vita þeir líka á Tím- anum og Alþýðublaðinu: allir hafa af þessum ástæðum lent í miklum kröggum á liðnum árum, hver sem ritstjórnarformúla þeirra hefur verið. Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aftrir blaftamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, Þorfinnurómarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóftir: Erla Lárusdóttir Útbreiöslu- og afgreiftslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiftsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verft í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblaft: 110 kr. A8kriftarverft á mónufti: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.