Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Röskva, samfylking félagshyggjufólks Á morgun, miðvikudaginn 15. mars, ganga stúdentar við Há- skóla Islands að kjörborðinu og kjósa til Stúdenta- og Háskóla- ráðs. Allir skráðir stúdentar hafa atkvæðisrétt. Tvær fylkingar bjóða fram: Röskva, samtök fé- lagshyggjufólks í H.Í., og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Kosningabaráttan hefur verið óvenjuhörð og átök milli fylking- anna óvægin. Stúdentaráð: Starfið í vetur í Stúdentaráði sitja 30 fulltrúar og eru 15 kjörnir á hverju ári til tveggja ára í senn. Síðastliðið ár kom upp sú staða að hvor fylking hafði 15 fulltrúa og því var enginn meirihluti fyrir hendi. Vegna þessa skiptu fylkingarnar með sér störfum. Vaka tók að sér rekstur skrifstofu Stúdentaráðs og stjórn þess en Röskva sá um lánamál og fór með stjórn Félagsstofnunar stúdenta. I upphafi gekk sam- starfið vel, en þegar á leið kom upp ágreiningur milli fylking- anna. Vaka þverbraut samstarfs- samning þann sem í gildi var og reyndi að spilla fyrir samkomu- lagi Röskvu og hinna náms- mannahreyfinganna, Sambandi ísl. námsmanna erlendis, Banda- Runólfur Agústsson skrifar lagi sérskólanema og iðnnema, við stjórnvöld um hækkun náms- lána. Vegna þessa sá Röskva sig knúna til þess að segja upp þess- hins vegar ungir hægrimenn og hefur félagið gegnum árin verið uppeldisstöð fyrir unga Sjálf- stæðismenn. Þannig er nær öll nú er nýgert samkomulag náms- manna við stjórnvöld um hækkun námslána í þremur áföngum. Þar setja Vökumenn sig upp á móti „Vegnaþeirrar tvísýnu stöðu sem nú er í Stúdentaráði getur hvert atkvœði skipt sköpum. Þvíer mikilvœgt að allt félagshyggjufólk mœti á kjörstað og hrindi þeirrisókn sem hœgrimenn innan Háskólans hafa verið ísíðastliðin tvö ár." um starfssamningi og lagði jafn- framt fram vantraust á stjórn og formann SHÍ. Röskva eða Vaka? En fyrir hvað standa þær fylk- ingar sem bjóða fram? Röskva er breiðfylking félagshyggjufólks. Að félaginu standa óflokks- bundnir vinstrimenn ásamt fólki úr þeim flokkum sem kenna sig við jafnaðar-, jafnréttis- og sam- vinnustefnu. Að Vöku standa núverandi forysta Sjálfstæðis- flokksins úr Vöku að formanni flokksins meðtöldum. Við í Röskvu höfnum hins veg- ar beinum flokkspólitískum áhrifum á starfsemi Stúdenta- ráðs, en tökum afstöðu til mála á grundvelli þeirrar lífsskoðunar sem félagshyggjan er. Um hvað er kostið? Helsta ágreiningsmál milli fylkinganna fyrir kosningarnar svokölluðu tekjutilliti. Tekjutil- litið gerir það að verkum að þeir sem við verst kjör búa fá mesta hækkun, en því hærri sem tekjur námsmanns eru, því lægri verður hækkun lánanna íkrónutölu. All- ur þorri námsmanna fær verulega kjarabót, en þeir fáu sem hafa mjög háar tekjur (yfir 500.000 á sumri) fá lægra lán en áður, enda þurfa þeir ekki á félagslegum framfærslulánum að halda í sama mæli og hinir. Þetta er sá hópur sem Vaka er að verja, en í vetur lagði Vaka til flata bráðabirgða- hækkun til ákveðinna hópa án til- lits til tekna eða félagslegra að- stæðna. Einstaklingur með 800.000 i árstekjur hefði sam- kvæmt þessu fengið sömu hækk- un og tveggja barna einstætt for- eldri með 150.000 krónur í sumartekjur! Af öðrum málum sem deilt er um má nefna garðabyggingar, út- gáfumál, hlutverk Stúdentaráðs og að sjálfsögðu menntamál al- mennt. Stúdentar, mætum á kjörstað! Vegna þeirrar tvísýnu stöðu sem nú er í Stúdentaráði getur hvert atkvæði skipt sköpum. Því er mikilvægt að allt félagshyggju- fólk mæti á kjörstað og hrindi þeirri sókn sem hægrimenn innan Háskólans hafa verið í síðastliðin tvö ár. Sá sem situr heima greiðir Vöku atkvæði sitt. í annað sinn býður félagshyggjufólk fram sameiginlega undir merki Röskvu. Stúdentar, tryggjum Röskvusigur í kosningunum á morgun og greiðum V-listanum atkvæði. Runólfur er laganemi í HÍ og hefur setið í Stúdentaráði fyrir Röskvu. Herbrestur hjá herlusum Ekki getur hjá því farið en manni ofbjóði ósvífni núverandi utanríkis- ráðherra J. B. Hannibalssonar í svo- kölluðu „varaherflugvallarmáli" þeg- ar hann reynir trekk í trekk að blek- kja f slendinga og telja þeim trú um að margnefndur flugvöllur sé ekki hern- aðarmannvirki, ef USA + NATO greiða eitthvað í forkönnun eða hugs- anlegri (óhugsanlegri) byggingu. Maður hélt að kratar og þar með J.B.H. myndu breyta sinni fyrri her- lúshyggju sem hefur falist í því að vera meðmæltir hverskyns vígvæð- ingu í verki, innanlands og utan, þó þeir segi einstaka sinnum annað í orði. Ekki ætti að þurfa að benda á breytt ástand í alþjóðastjórnmálum sem er í átt til minni vígvæðingar og ekki sakar að benda á þær efnahags- legu ófarir sem USA hefur hlotið af vfgvæðingarstefnu sinni, sem má kalla. Stríð gegn heilbrigðri skynsemi Hér ætla ég að birta hluta af annál ófara USA, hina efnahagslegu hlið þeirra mála sem er að mínu mati eftir- greindur að hluta. Viet Nam stríðið varð USA dýrt á margan hátt m.a. skekkti það og lam- aði efnahag innanlands og gerði efna- hagslíf USA vanhæfara til að vera rekið á sómasamlegan hátt, án þess að hergagnaiðnaður væri stór þáttur í þjóðarbúskapnum. (Afnám gulltryg- gingar dollars var einnig hluti af þessu dæmi.) Afleiðingarnar urðu þær að efna- hagslíf var í lamasessi og þegar R. Reagan ásamt hergagnamafíunni í USA þótti færi á að skara eld að sinni köku þá útnefndu þeir USSR sem „heimsveldi hins illa" og hófu það heimskulegasta og óþarfasta vígbún- aðarkapphlaup sem nokkru sinni hef- ur verið háð. Þeim datt ekki í hug að bíða í fáein ár eftir að kynslóðaskipti yrðu í æðstu stjórn USSR og sjá hver yrði stefna hinnar nýju kynslóðar, heldur önuðu þessir pólitísku og hernaðarlegu ævintýramenn út í það fíflslegasta efnahagsævintýri sem um getur á þessari öld þ.e. að fara að afgreiða ríkissjóð með ævintýralegum halla og slá lán erlendis í stórum stíl til að framleiða óþörf hergögn. Endalok stórveldis? Afleiðingarnar létu ekki á sér standa og birti ég hér 14 línurit er sýna Bjarni Hannesson skrifar og sanna einhver hroðalegustu mis- tök í hagstjórn sem um getur. Helstu heimildir eru Economic Report of the President 1984 og 1987 og Budget of the United States Go- vernment.Fiscal year 1984 og 1986, tölur fyrir 1988-89 eru áætlaðar eftir ýmsum heimildum. 1. Ríkisskuldir USA aukast úr 900 í um 2460 milljarða á 8 árum þ.e. um 1500 milljarða $ = um 175 millj. pr. ár. 2. Ríkisskuldir sem % af þjóðar- framleiðslu GNP aukast úr um 33% í um 53% af GNP. 3. Árlegir vextir af ríkisskiildum USA hækka úr um 62 milljörðum á ári í um 170-200 millj. eða ná- lægt 300%. 4. Erlendar skuldir USA hækka úr um 129 í um 280 milljarða $ eða um rúmlega 150% hækkun. 5. Vextir af erlendum skuldum USA eru orðnir um 26 milljarðar pr. ár og hafa hækkað um 200% í stjórn- artíð R. Reagans. 6. Allt þetta fjármagnsflóð hefur valdið gífurlegri eyðslustefnu inn- anlands og þjóðarskuldir hafa hækkað um 6.000 milljarða $ sem rökstyður fullyrðingu um afar óá- byrga fjármunamcðhöndlun. 7. Reiknuð þjóðarframleiðsla USA hefur aukist talsvert á þessu tíma- bili, (a.m.k. um 3-31/2%) en ók- osturinn er sá að hagvöxturinn er nær eingöngu fenginn fram með gífurlegri skuldaaukningu bæði innnlands og utan. 8. Viðskiptahalli USA við útlönd varð og er afar óhagstæður og er samtals orðinn í stjórnatíð R. Re- agans um 900 miltjarðar $. 9. Þetta línurit sýnir árlega aukningu þjóðarframleiðslu og árlegan halla ríkissjóðs i % af þjóðarfram- leiðslu og sannar að nálega allur hagvöxtur er fenginn fram með hallarekstri ríkissjóðs t.d. að hinn svokallaði „mikli hagvöxtur" 1984 er fenginn fram með u.þ.b. jafn- liáiim hallarekstri rikissjóðs árið áður. 10. Fjárlagahalli USA er viðvarandi og gífurlega mikill, samtals í for- setatíð R. Reagans um 1367 miltjarðar $. 11. Verðbólga í USA hefur verið lækkuð og er i viðunandi horfl eins og er, en innbyggt er orðið í efnahagslífið hagfræðileg tíma- sprengja sem mun valda, að lik- um, verulega aukinni verðbólgu síðar og það gæti verið stutt f þau tímamörk ef ekki eru gerðar rétt- ar og viðunandi ráðstafanir. 12. Hlutfallslegt eiganarhald vegna USA í eigin landi er að minnka, erlend fjárfesting hefur numið um 700 milljörðum $ f forsetatfð R. Reagans. 13. Eignarhald útlendinga á lilula- bréfum í USA hefur aukist gífur- lega eða um allt að 1.000 milljarða $ á 8 árum. 14. Útgjöld til hermála í USA hafa verið gffurleg, samtals í forsetatíð R.R. um 1800 miUjarðar $. Pá hagstjórn sem ég hef hér lýst kalla ég „stríð gegn heilbrigðri skyn- semi" og tel víti til varnaðar og tel skylt, þegar nýkjörinn utanríkisráð- herra USA kemur hingað til lands þeirra erinda að framlengja þessa styrjöld og flækja fsland inn í áfram- hald þessa ófarnaðar, að berjast gegn því með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum. „íslenski lautinantinn!" Eftir að utanrfkisráðherra USA kallaði J. B. Hannibalsson til sín suður á Keflavíkurflugvöll þá finnst mér þessi „svokallaði" utanríkisráð- herra vera farinn að líkjast lautinant einum í USA helst til mikið, sá maður heitir Oliver North og varð frægur fyrir að reka nokkurskonar einka- utanríkisráðuneyti, í beinu eða óbeinu samráði við R. R. fyrrverandi forseta USA. Málflutningur J.B.H. og fleira bendir til þess að hann leiði hugann að því að gefa út leyfi í eigin nafni og að óvilja þjóðarinnar og flestra eða allra í núverandi ríkisstjórn til að svo- kölluð „forkönnun" verði gerð er varðar herflugvöll þennan, sem er ná- lega það sama og slíkur völlur verði byggður þegar og ef „herlýsnar" verða aftur í meirihluta í ríkisstórn íslands. Enn verri kost tel ég vera að tengj- ast hinu „Monroe-fasíska" fyrrver- andi stórveldi vestanhafs, það er oft hægt að sjá hvert er híð innsta eðli stjlornvalda þegar maður sér fram- komu þeirra gagnvart þeim sem eru miklu veikari en þeir sjálfir og ef litið er suður fyrir landamæri USA þá kemur margt ófagurt í ljós, einka- utanríkisráðuneyti O. North og R.R. hefur baktryggt þar dráp á tugum þúsunda manna og staðið fyrir því að snapa saman peningja hjá fjölda ríkja til að hafa efni á að fjarstýra mann- drápum í mörgum ríkjum Suður- og Mið-Ameríku og minnugur er ég þess að íslenskir kratar buðu eitt sinn konu einni frá El Salvador til íslands og skömmu eftir heimkomu var hún drepin á hroðalegan hátt. fslenskir kratar gátu fengið sig til að vera að flaðra utan í málstað sem þeir svíkja nálega alltaf í verki og fá- orður var J.B.H. í fjölmiðlum um at- burð þennan. Jón Baldvin Hanníbalsson ætti að minnast Marianellu García Villas áður en hann grípur pennann til að skrifa undir leyfi til að byggja hernað- armannvirki er þjónar ríki því sem stóð og stendur beint og óbeint á bak við dráp á tugþúsundum fátækra íbúa Suður- og Mið-Ameríku. Ritað 26.2. 1989 Fed.Dcpt ¦ Rfklsskuldir USA tmáSM CMa ;No.l \ Rlkisskuklir tem % sf Þjtfðsrfrsmleiöslu »-þ • No.2. :1 . . i»as . . .19« EricndarskuldírUSA i',- ,: No.4. Vextír af crlendum skuldum USA . No.5. nnlcndar þjóðankuldir þegna USA W ÍJ 4000 - J GNP ¦ Þjóoarfnunleiösta JruMimitT 3000 _ 20005 1000 J, No.7. VMWkinahalli USA viö útlönd PoB—UflÖ °.B 111M1 < |No.8. s X Áik|al—|HOa<«au0|il0sUluMli ,No.9. Fjarlagahalli (USA PtneuHft 5. No.10 No.ll Varobólga (USA t Ltrkg ukning erícndrar Qirfc-ingir i USA Fow-tadB | l'Ort-udð IU*ani iNo.12 1976 . . . jMO . . Hfjt . . . 1989 I0O0 < 5 I ÍLLÍl Eign iUcndÍnga á hÍnUbrírum innn USA Poomucs GWMi No.13 Þriðjudagur 14. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.