Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 6
IÞROTTIR Sigurður Sveinsson átti frábæran leik gegn a-þýsku meisturunum frá Magde- burg á sunnudag og skoraði sex mörk, flest með þrumuskotum líkt og hér að ofan. Mynd: Þóm. Einbýlishús - til sölu Ríkissjóður leitar eftir kauptilboðum í fasteignina Safamýri 18 í Reykjavík. Húsið er 2 hæðir og kjallari, u.þ.b. 290 fermetrar að stærð. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneyt- isins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, í lokuðu um- slagi, merkt „Tilboð-Safamýri", fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 22. mars 1989. Fjármálaráðuneytið, 13. mars 1989 Handbolti Undanúrslit i sjonmali Fimm misheppnuð vítaköst komu ekki í veg fyrir sex marka sigur Vals á Magdeburg Valsmenn eiga góða möguleika á að komast áfram í Evrópukeppni meistaraliða eftir fyrri leik liðsins gegn a-þýsku meisturunum Magde- burg. Valur vann sex marka sigur, 22-16, sem þó hefði auðveldlega getað orðið enn stærri. Valsmönnum var nefnilega fyrirmunað að skora úr vítaköstum og skipti engum togum hver þeirra reyndi sig á vítapunktinum. Sigurður Sveinsson, sem verið hefur öryggið uppmál- að með landsliðinu, klúðraði tveimur vítaköstum, sömuleiðis Valdi- mar Grímsson, og Theodór Guðfinnssyni mistókst einu sinni. Samtals fímm víti í súginn og ekkert inn. Þetta gæti skipt sköpum í síðari leiknum en þó ættu Valsmenn með eðlilegum leik ytra að tryggja sér rétt til að leika í undanúrslitum keppninnar. Sé horft framhjá lélegri víta- nýtingu var leikur Vals frábær á allan hátt. Sigurður Sveinsson blómstraði enda þótt hann gengi ekki heill til skógar og eftir að hann var tekinn úr umferð tók Júh'us Jónasson við hlutverki skyttunnar fyrir utan. Vörn Vals var einnig mjög góð sem sést á því að gott lið Magdeburg tókst að- eins 16 sinnum að koma knettin- um framhjá Páli Guðnasyni í markinu. Gamli jaxlinn Þorbjörn Jensson er enn jafn harður í vörn- inni og var ekki annað hægt en að vorkenna a-þýsku leikmönnun- um sem lentu í hans höndum. Annars lék allt Valsliðið vel og hvergi veikan punkt að finna, ja nema þá vítapunkt! Sigurður Sveinsson skoraði fjögur mörk snemma í fyrri hálf- ieik en fór síðan haltrandi af leikvelli vegna meiðsla sinna. Hann kom síðan aftur inná og áður en fyrri hálfleikur var allur höfðu Valsmenn náð fimm marka forystu, 12-7. í síðari hálf- leik jókst forskotið mest í níu mörk en Magdeburg skoraði þá fjögur mörk í röð. Valsmenn áttu þó síðasta orðið og sex marka sigur í höfn. Á laugardaginn verður svo skorið úr um hvort þessi munur dugi en hið baráttu- mikla varnarlið Vals hlýtur að eiga betri möguleika en a-þýska liðið á að komast áfram. í liði Magdeburg bar mest á Peter Pysall og óneitanlega vakti Gunnar Schimrock athygli með því að loka fyrir vítaskotin. Ann- ars er það furðulegt að öll fimm víti Valsmanna voru tekin af vinstrihandar leikmönnum. Mörk Vals: Sigurður Sveins- son 6, Jakob Sigurðsson 4, Júlíus Jónasson 4, Geir Sveinsson 3, Valdimar Grímsson 2, Jón Krist- jánsson 2 og Theodór Guðfinns- son 1. Mörk Magdeburg: Peter Pysall 5, Heiko Triepel 4, Andreas Hang 3, Holger Winselmann 2, Jens Fiedler 1, Andreas Fink 1. -þóm Handbolti FH úr leik FH tapaði tvívegis fyrir sovésku ris- unum í SKIF Krasnodar um helgina. Fyrst töpuðu þeir með 10 mörkum, 14-24, á sunnudag og síðan skildu sex mörk liðin að í gærkvöld, 19-25. Leikurinn í gær var furðulegur fyrir þær sakir að FH-ingar höfðu forystu í leikhléi, 14-11.1 síðari hálfleik lokaði Andrei Lavrov síðan markinu og sigur Krasnodar var öruggur. Grótta og KR léku í gærkvöld í 1. deild karla og sigraði Grótta, 22-17. -þóm Karfa KR í úrslit KR-ingar leika til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn en þeir unnu Njarðvíkinga í báðum leikjum lið- anna um helgina. Fyrri leikinn unnu þeir 79-78 og í gærkvöld var sigur þeirra mun örugg- ari, eða 73-59. 1 kvöld leika Valur og Keflavík, en Keflvíkingar unnu fyrri leikinn. -þóm Enska knattspyrnan Úrslit 1. deild Arsenal-Nott. Forest..........1-3 Charlton-Southampton .........2-2 Derby-Tottenham..............1-1 Everton-Sheff. Wed............1-0 Luton-Millwall................1-2 Middlesbrough-Liverpool.......0-4 Newcastle-QPFt................1-2 Norwich-Wimbledon ............1-0 West Ham-Coventry...........1 -1 2. deild Barnsley-Cr. Palace..........1-1 Blackburn-Plymouth............1-2 Bournemouth-Bradford..........3-0 Chelsea-Watford...............2-2 Leeds-lpswich.................2-4 Man. City-Leicester...........4-2 Oxford-WBA...................1-1 Portsmouth-Birmingham........1-0 Shrewsbury-Brighton..........1-1 Stoke-Sunderland..............2-0 Swindon-Hull .................1-0 Walsall-Oldham................2-2 Staðan 1. deild Arsenal 28 16 7 5 53-28 55 Norwich .... 27 15 8 4 40-28 53 Millwall 27 13 7 7 40-31 46 Liverpool... 25 11 9 5 36-20 42 Nott. Forest .... 25 10 11 4 37-27 41 Coventry ... 27 11 8 8 35-27 41 Man. Utd. .. 25 10 9 6 35-21 40 Derby 26 11 6 9 30-25 39 Wimbledon 26 11 5 10 32-31 38 Tottenh 28 9 10 9 41-38 37 Everton 26 9 9 8 32-29 36 Mlddlesb. .. 27 8 7 12 31-43 31 QPR 27 7 9 11 26-25 30 Aston V 27 7 9 11 35-42 30 Luton 26 7 8 11 28-33 29 Southam. .. 27 6 11 10 39-50 29 Charlton .... 28 6 10 12 31-43 28 Shetf.W. ... 27 6 9 12 22-37 27 Newcastle . 26 5 7 14 23-46 22 WestHam . 25 4 7 14 21-42 19 2. deild Man. City... 33 18 9 6 52-28 63 Chelsea 32 17 11 4 66-34 62 Blackburn... 33 16 7 10 53-48 55 Watford 32 15 8 9 47-34 53 Bournem. .. 32 16 5 11 40-36 53 WBA 33 13 13 7 50-32 52 Stoke 32 14 9 9 43-47 51 Swindon 32 13 11 8 47-38 50 Ipswich 33 15 5 13 51-44 50 Barnsley 33 12 11 10 44-44 47 Cr. Palace . 31 12 10 9 48-40 46 Leeds 33 11 13 9 42-36 46 Portsm 33 12 9 12 40-38 45 Sunderland .... 32 11 11 10 41-40 44 Leicester... 33 10 11 12 41-48 41 Plymouth... 33 11 7 15 38-47 40 Oxford 33 10 9 14 46-48 39 Hull 32 10 8 14 41-48 38 Oldham 33 8 13 12 53-53 37 Brighton 33 10 7 16 45-50 37 Bradford 33 8 12 13 34-44 36 Shrewsb 32 5 13 14 26-48 28 Walsall 33 4 11 18 29-56 23 Birmingham ... 33 4 9 20 19-55 21 f'ý', KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Enskukennarar Viö Kennaraháskóla íslands er laust starf stundakennara í ensku í eitt ár á sviði kennslu- fræöi, bókmennta og málfræði. Annars vegar er um aö ræöa kennslu í almennu kennaranámi (B.Ed.) frá og með hausti 1989 og hins vegar kennslu í réttindanámi í júní 1989 og frá og með hausti 1989. Hér getur verið um að ræða heilt starf fyrir einn eða hlutastörf fyrir fleiri. Nánari upplýsingar eru veittar í Kennaraháskóla íslands, síma 688700. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og störf, sendist Kennaraháskóla íslands fyrir 7. apríl n.k. Rektor Enska knattspyrnan Liverpool á möguleika Meistararnir unnu stórsigur á „Boro“ á meðanArsenal tapaðifyrir Forest Staðan á toppi 1. deildar jafn- aðist nokkuð við úrslit helgarinn- ar vegna þess að efsta liðið, Arse- nal, tapaði á heimavelli gegn Nottingham Forest. Næstu lið unnu öll, Norwich vann Wimble- don á heimavelli, Millwall vann Luton á útvelli og meistararnir í Liverpool unnu stórsigur á Mi- ddlesbrough í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Boro“ átti aldrei möguleika gegn léttleikandi liði Liverpool. Þegar yfir lauk höfðu meistararn- ir skorað fjórum sinnum án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Peter Beardsley skoraði fyrsta markið með glæsilegu skoti í fjærhornið og síðara mark fyrri hálfleiks gerði Ray Houghton eftir góðan undirbúning John Barnes. í síðari hálfleik skoruðu þeir John Aldridge og Steve McMahon sitt markið hvor en mörkin hefðu getað orðið enn fleiri. Nú munar 13 stigum á Li- verpool og Arsenal en Mersey- liðið á þrjá leiki til góða sem gæti gefið níu stig. Meistararnir eiga því enn möguleika á að verja titil- inn þrátt fyrir mistæka frammi- stöðu í vetur. Nottingham Forest tryggði sér sigurinn á Arsenal í fyrri hálfleik en þá voru öll fjögur mörk leiksins skoruð. Lee Chapman skoraði fyrst fyrir Forest en Alan Smith jafnaði með sínu 21. marki í vetur. Franz Carr og Stuart Pe- arce skoruðu síðan fyrir leikhlé og þar við sat, 1-3 fyrir Forest. Norwich hefur nú tapað færri stigum en Arsenal og á leik til góða til að vinna upp tveggja stiga forskot þeirra. Trevor Putn- ey skoraði eina mark leiks Norw- ich gegn Wimbledon á heima- velli. Millwall er enn í þriðja sæti eftir sigur á Luton. Jimmy Carter skoraði tvívegis fyrir Millwall en Danny Wilson skoraði eina mark Luton. Heldur litlum sögum fer af fs- lendingunum í deildinni. Guðni Bergsson lék ekki með liði Tott- enham í 1-1 jafntefli gegn Derby. Paul Gascoigne jafnaði eftir að Dean Saunders hafði náð foryst- unni fyrir Derby. Sigurður Jóns- son og félagar héldu til Liverpool og biðu þar 1-0 ósigur gegn Everton. Tony Cottee skoraði eina mark leiksins. -þóm 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 14. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.