Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Borgarstjórnakosningar í Frakklandi Mikill sigur græningja Traustsyfirlýsing við ríkisstjórn og Sósíalistaflokk. Óvœntirsigrar óháðra frambjóðenda Fyrri umferð borgar- og bæjarstjórnarkosninga í Frakk- landi fór fram á sunnudag og komu úrslitin að ýmsu leyti á óvart. Mikla athygli vekur í því sambandi góð útkoma vinstri- flokkanna, er litið er á sem traustsyfirlýsingu við ríkisstjórn Sósíalistaflokksins og sérstaklega Michel Rocartl, forsætisráð- herra. Kosningabaráttan var óvenju- leg að því leyti að hún snerist einkum um sérmálefni borga og bæja, en hingað til hefur afstaða til landsmála og ríkisstjórnar jafnan skipt miklu í kosningum af þessu tagi í Frakklandi. Aukin valdadreifing og þar með aukin völd borgar- og bæjarstjórna undanfarið munu hafa átt drjúg- an þátt í þessari breytingu, sem ásamt með öðru hefur orðið til að styrkja stöðu stjórnar og stjórnarflokks. Er talið að ríkis- stjórnin muni túlka úrslitin sem skilaboð frá kjósendum þess efn- is, að hún skuli ekki leita stuðn- ings fleiri flokka. Kommúnistar héldu velli nokkurnveginn, en að vísu er út- koma þeirra í borgar- og bæjar- stjórnarkosningum að jafnaði betri en í þingkosningum. Ut- koma gaulleista var og sæmileg, en flokkabandalagið UDF, sem jafnan er talið nær miðju stjófnmálanna en flokkur gaul- leista, tapaði verulega. Le Pen- Kosningar í Austurríki Hrakfarir stóm f lokkanna Harðlínuflokkur til hægri og græningjar vinna á Kosningar fóru fram á suiuui- dag til þinga þriggja fylkja í Austurríki og vann Frelsisflokkur svokallaður, sem er harður hægriflokkur og hefur verið tal- inn sækja fylgi sitt að verulegu leyti til fltlri og yngri aðdáenda nasista, stórsigur. Græningjar unnu og mikið á og komu í fyrsta sinn mönnum inn á þing fylkj- anna Salzburg og Týról. Úrslitin eru þeim mun alvar- legra áfall fyrir stóru flokkana tvo, sem mestu hafa ráðið í stjórnmálum landsins frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari og eru nú saman í ríkisstjórn. Þeir eru Sósíalistaflokkurinn og hinn kaþólsksinnaði og íhaldssami Þjóðarflokkur. Sá síðarnefndi fór sérstaklega illa út úr kosningun- um á sunnudaginn, en þær fóru fram í Krnten, Salzburg og Týról. Er nú jafnvel talað um að tveggja flokka kerfi það, sem flokkar þessir hafa borið uppi ffá stríðs- lokum, sé í hættu. í Krnten tapaði Sósíalista- flokkurinn þremur þingsætum og missti þingmeirihluta, fékk 17, Þjóðarflokkurinn tapaði einnig þremur sætum þar og fékk átta en Frelsisflokkurinn bætti við sig sex sætum og fékk 11. í Salzburg fékk Þjóðarflokkurinn 16 þingsæti, tapaði þremur, sósíalistar fengu 12 sæti og töpuðu einu en Frelsis- flokkurinn fékk sex sæti, bætti við sig tveimur. Græningjar unnu tvö þingsæti. flokkurinn á hægri kantinum fór halloka. Mest kom á óvart sigur græningja, og er þetta í fyrsta sinn sem þeir komast á blað í frönskum stjórnmálum, svo heitið geti. Þeir fengu víða yfir 10 af hundraði atkvæða og var sigur þeirra mestur í Elsass, þar sem íbúar eru þýskrar ættar og í nábýli við Vestur-Þýskaland. Þar hafa græningjar um skeið verið tiltölu- lega sterkir og eru í sókn. Athygli vekur einnig velgengni ýmissa frambjóðenda, sem af einum eða öðrum ástæðum höfðu komist upp á kant við flokka sína og buðu sig fram sjálfstætt. í Marseille, annarri mestu borg landsins, kom stórlega á óvart að borgarstjórinn, Robert Vigouro- ux, fékk liðlega 42 af hundraði atkvæða, fleiri en nokkur annar frambjóðandi til embættisins, enda þótt hann hefði verið rekinn úr Sósíalistaflokknum. Enn meiri sigur vann Robert Jarry, sem lengi hefur verið borgarstjóri í Le Mans. Hann er nú brottrekinn úr Kommúnistaflokknum en fékk hvað sem því leið hvorki meira né minna en 64 af hundraði at- kvæða. Auk annars er lesið úr úrslitun- um að andstaðan við innri mark- að Evrópubandalagsins, sem verður að veruleika í árslok 1992, sé ekki mikil í Frakklandi. Kjör- sókn var um 70 af hundraði, eða minni en nokkru sinni fyrr í slík- um kosningum frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari, og gerir það ásamt með fleiru að verkum að erfitt er að sumu leyti að ráða í úrslitin. Síðari umferð kosninganna fer fram á sunnu- daginn kemur. emj/Reuter/dþ. Rocard - útkoman túlkuð sem verulegur sigur fyrir hann. Hessen Nýr sigur hægriöfgamanna Mikið áfallfyrir stjórn Kohls. Búistviðsam- stjórn jafnaðarmanna og grœningja í Frankfurt Nýnasistaflokkur einn, sem nefnist Þjóðlegi lýðræðisflokkur- inn, vann mikinn sigur í kosning- um í vesturþýska fylkinu Hessen á sunnudag. Fékk flokkurinn 6.6 af hundraði atkvæða í Frankfurt am Main, einni af helstu borgum landsins sem gjarnan er kölluð höfuðborg fjármála þess. Sigur sinn unnu nýnasistar á kostnað stjórnarflokkanna, kristilegra demókrata og frjáls- demókrata. Þeir fyrrnefndu stór- töpuðu og fengu nú 34.3 af hundraði atkvæða í fylkinu öllu, en höfðu um 41 af hundraði. Frjálsdemókratar duttu út úr borgarstjórn í Frankfurt. Jafnað- Franz Vranitzky, leiðtogi austur- ríska sósíalistafiokksins og nú- verandi sambandskanslari - flokkur hans tapaði meirihluta í Krnten. í Týról, einu sterkasta vígi Þjóðarflokksins, tapaði sá flokk- ur sex þingsætum og fékk nú 19, sósíalistar stóðu þar í stað og fengu níu sæti, Frelsisflokkurinn bætti við sig þremur sætum og fékk fimm og græningjar fengu þrjú þingsæti. Fréttaskýrendur telja að ýmis hneykslismál, sem orðið hafa báðum stóru flokkunum til álits- hnekkis, hafi valdið miklu um sigur Frelsisflokksins. ReuterAdþ. Sekt fyrir eiginmannsdráp Maria Krebs, 35 ára gömul suðurafrísk kona, var í gær dæmd af rétti í Jóhannesarborg til að greiða tæplega 85.000 kr. sekt fyrir skjóta til bana eiginmann sinn. Dauðarefsing liggur við morði þarlendis, en rétturinn fann frú Krebs það til málsbóta að maður hennar hafði neytt hana til að taka þátt í kynmökum, sem hann einnig var með í ásamt símavændiskonu, er hann haföi kvatt á vettvang í þessum tilgangi. Reuter/-dþ. Bann við útflutningi þungavatns Norska stjórnin hefur bannað útflutning á þungu vatni í framhaldi af hneykslismálum í sambandi við þann útflutning. Grunur leikur á að á þessum áratug hafi þungt vatn verið flutt út ólöglega frá Noregi til Indlands og Rúmeníu. Þungt vatn er sem kunnugt er hægt að nota til að framleiða kjarnasprengjur. Reuter/-dþ. Reykgrímur fyrir flugfarþega Opinber bresk rannsóknanef nd um f lugslys hef ur lagt til að f lugfélög sjái farþegum fyrir reykgrímum. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að af 55 manns sem fórust er eldur kom upp í farþegaflugvél á Manchest- erflugvelli 1985 hafi 48 beðið bana af því að anda að sér reyk og eitraðri gufu. Einnig leggur nefndin til að flugfélög athugi möguleika á að koma upp vatnsslökkivikerfum í farþegarýmum flugvéla. Reuter/-dþ. armenn unnu lítillega á þar í borg og fengu liðlega 40 af hundraði atkvæða. Græningjar unnu tals- vert á í borginni og fengu 10.1 af hundraði atkvæða þar. Lýðveld- isflokkur svokallaður, sem fékk 7.5 af hundraði atkvæða í Vestur- Berlín á dögunum, fékk talsvert fylgi sumsstaðar í Hessen. Urslit þessi eru mjög á sömu lund og fyrir sex vikum í Vestur- Berlín, og talið er að niðurstaðan í Frankfurt am Main verði sú sama, það er að segja að jafnað- armenn og græningjar skipi sér saman í borgarstjórn. Fyrir stjórn Helmuts Kohl, sambandskanslara, eru þetta geigvænleg tíðindi, því að þetta er í annað sinn á hálfs annars mánaðar tímabili sem flokkarnir í stjórn hans fara miklar ófarir í kosningum. Líkt og viðvfkjandi Vestur-Berlín er talið að ósigur kristilegra demókrata og frjáls- demókrata stafi fyrst og fremst af víðtækri óánægju út af miklum fjölda innflytjenda, atvinnuleysi, skerðingu fjárframlaga til félags- mála, náttúruspjöllum o.fl. Reuter/-dþ. VANNSTU NÚNA? TIL HAMINGJU! Þetta eru tðlurnar sem upp komu 11. mars. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.673.066,- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur sem var kr. 2.151.826,- við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 374.216,- skiptist á 8 vlnningshafa og fær hver þeirra kr. 46.777,- Fjórar tölur réttar, kr. 645.392,- skiptast á 209 vinningshafa, kr. 3.088,- á mann. Þrjár tölur róttar, kr. 1.501.632,- skiptast á 5.688 vlnningshafa, kr. 264,- á mann. Sölustaðir eru opnlr frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. [SUOWCAP] kœliskápur semer rumgoour ogádýr Skinholt 7 Símar Rvik. 91-26800 91-20080

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.