Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM Á Svava Jakobsdóttir Kviksjá Rás 1 kl. 19.32 Sigríður Albertsdóttir bók- menntafræðingur heldur áfram að tala um fantasíur í bók- menntum, í Kviksjá, það er að segja um sögur sem fara út fyrir það sem við köllum „raunveru- leika“. í kvöld ætlar hún að hafa nokkrar sögur Svövu Jakobsdótt- ur til hliðsjónar, m.a. smásöguna „í draumi manns“. Svava varð einna fyrst til þess hér á landi að taka upp þráðinn úr þjóðsögum og ævintýrum og láta ýmislegt gerast í sögum sínum sem lesend- um fannst alis ekki geta gerst. Ekki beitti hún þessum aðferðum út í bláinn heldur notaði hún öfg- ar í atburðarás til að opinbera ill- sýnilegar öfgar í lífi og aðstæðum fólks, einkum húsmæðra og hús- byggjenda. Ofvitinn Sjónvarp kl. 21.05 Síðasti þáttur Ofvitans verður í kvöld. Hvalamynd Sjónvarp kl. 22.00 Mynd Magnúsar Guðmunds- sonar um hvalveiðar og selveiðar á norðurslóðum verður sýnd í kvöld í sjónvarpinu (þátturinn Blóðbönd fellur niður). Myndin er 52 mínútur á lengd, og á eftir verður umræðuþáttur um hana undir stjórn Helga H. Jónssonar. Magnús Guðmundsson tekur þátt í henni auk fulltrúa grænfrið- unga. Þrjár sögur úr heita pottinum Rás 1 kl. 22.30 Leikrit vikunnar er „Þrjár sögur úr heita pottinum“ eftir Odd Björnsson sem fyrst var flutt 1983. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson. Leikurinn er samsettur úr þrem sjálfstæðum þáttum sem snúast allir um samskipti karla og kvenna. Höfundurinn gerir sér far um að sýna efnið í gaman- sömu ljósi og hið fáránlega er aldrei langt undan fremur en í öðrum verkum hans. Leikendur eru Rúrik Haraldsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Skúlason, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Helgi Skúlason og. Guðrún Gísladóttir. Leikritið verður endurtekið á fimmtudaginn klukkan 15.03. DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 18.00 Veist þú hver Angela er? priöji þáttur. 18.20 Freddi og félagar. Þýsk teiknimynd um maurinn Fredda og félaga hans. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn - endursýndur þáttur frá 8. mars. Umsjón: Stefán Hilmars- son. 19.25 Smellir. Endursýndur þáttur frá 11. mars sl. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veftur. 20.40 Söngvakeppni sjónvarpsins. ís- lensku lögin. Flutt lög Gunnars Þórö- arsonar og Sverris Stormskers. Kynnir Jónas R. Jónsson. 20.50 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson. 21.05 Ofvitinn. Lokaþáttur. Leikgerð Kjartans Ragnarssonar á sögu Þór- bergs Þórðarsonar. 21.55 Blóöbönd. (Blood Ties). Annar þáttur. Sakamálamyndaflokkur frá 1986 í fjórum þáttum gerður í samvinnu Itala og Bandaríkjamanna. Leikstjóri Gi- acomo Battiato. Aðalhlutverk: Brad Da- vis, Tony LoBianco og Vincent Sþano. Ungur Bandaríkjamaður fær tilkynningu frá mafíunni um að hún hafi föður hans í haldi, en muni þyrma lífi hans ef ungi maðurinn komi dómara nokkrum á Sikil- ey fyrir kattarnef. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Umræðuþáttur á vegum frétta- stofu Sjónvarps. 23.55 Dagskrárlok. STÖÐ 2 15.45 Santa Barbara. 16.30 Gung Ho. Lauflétt gamanmynd frá 1986. 18.20 Feldur. Teiknimynd. 18.45 Ævintýramaður. Spennandi fram- haldsmyndaflokkur. Ellefti þáttur. 19.19 19:19 20.30 Leiðarinn. I þessum þáttum mun Jón Óttar beina spjótum að þeim mál- efnum sem Stöð 2 telur varða þjóðina mestu á hverjum tíma. 20.50 íþróttir á þriðjudegi. 21.45 Hunter. 22.35 Rumpole gamli. Lokaþáttur. 23.30 Minningarnar lifa. Myndin fjallar um erfiðleika konu sem snýr heim eftir sex ára dvöl á geðsjúkrahúsi. Aðaihlut- verk: Lindsay Wagner, Gerald McRan- ey og Barbara Babcock. 01.05 Dagskrárlok. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 06.45 Veðurfregnir. Bæn, dr. Bjarni Sig- urðsson flytur. 07.00 Fréttir. 07.03 í morgunsárið með Randveri Þor- lákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. og 9.00. 09.00 Fréttir. 09.03 Litli barnatíminn: „Litla lambið" eftir Jón Kr. ísfeld. Sigríður Eyþórs- dóttir les (4). 09.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 09.30 í pokahorninu. Sigriður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 09.40 Landpósturinn - Frá Vesturlandi. Umsjón: Einar Kristjánsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Kynntur tónlistarmað- ur vikunnar að þessu sinni Jón Nordal tónskáld og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Umsjón: Hanna G. Sigurð- ardóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 I dagsins önn - Tómstundir ung- linga. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „í sálarháska", ævisaga Arna prófasts Þórarins- sonar. Þórbergur Þórðarson skráði. Pétur Pótursson les (11). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Eftirlætislögin. Gestur þáttarins er Sigurbjörg Pétursdóttir. Umsjón: Svan- hildur Jakobsdóttir. 15.00 Fréttir. 15.03 Imynd Jesú í bókmenntum. Þriðji þáttur: Ástráður Eysteinsson fjallar um verk Franz Kafka. 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Mendelssohn og Sibelius. -„Lygn sær og heillarík ferð", forleikur op. 27 ettir Felix Mend- elssohn. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Claudio Abbado stjórnar. Sin- fónia nr. 1 í e-moll eftir Jean Sibelius. Hljómsveitin Filharmonía leikur; Vla- dimir Ashkenazy stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigt- ryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá - „Að villast i þoku hefð- arinnar“. Sigriður Albertsdóttir fjallar um óhugnanlega þætti i verkum Svövu Jakobsdóttir. 20.00 Litli barnatiminn: „Litla lambið" eftir Jón Kr. Isfeld. Sigríður Eyþórs- dóttir les (4). 20.15 Orgeltónllst eftir Cesar Franck Fantasía i C-dúr. „Grande piéce symp- honique". Marie-Claire Alain leikur á orgel. 21.00 Kveðja að austan. Úrval svæðisú- tvarpsins á Austurlandi í liðinni viku. Umsjón: Haraldur Bjarnason. (Frá Eg- ilsstöðum) 21.30 Útvarpssagan „Heiðaharmur" eftir Gunnar Gunnarsson. Andrés Björnson les (3). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Æg- isdóttir les 43. sálm. 22.30 Leikrit vikunnar: Þrjár sögur úr heita pottinum" eftir Odd Björnsson. Leikstjórn: Lárus Ýmir Oskarsson. (Áður á dagskrá 1983). 23.15 Tónskáldatími. Guðmundur Emils- son kynnir íslenska tónlist, í þetta sinn verk eftir Hafliða Hallgrímsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ing- ólfsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sa- mtengdum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 01.10 Vökulögin. 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum. 9.03 Stúlkan sem bræðir ishjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ás- rúnar Albertsdóttur með afmæliskveðj- um kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Mar- grét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist og gefa gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Mílli mála - Óskar Páll á útkíkki og leikur nýja og fina tónlist. - Útkíkkið kl. 14. -AuðurHaraldsíRómog„Hvað gera bændur nú?“ 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, hlustendaþjónustan kl. 16.45. - Frétta- naflinn, Sigurður G. Tómasson flytur fjölmiðlarýni eftir kl. 17.00. -- Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. Þjóðarsálin, þjóðfundur i þeinni útsendingu að lokn- um fréttum kl. 18.03. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram Island. Dægurlög með ís- lenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Fræðsluvarp: Lærum ensku. Enskukennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslunefndar og Málaskólans Mímis. Sautjándi þáttur endurtekinn frá liðnu hausti. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúflingslög" i um- sjá Svanhildar Jakobsdóttur. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands STJARNAN FM 102,2 7.30-10.00 Jón Axel Ólafsson vaknar hress og vekur hlustendur með skemmtilegri tónlist við allra hæfi, spjall- ar við hlustendur og tekur púlsinn á ýmsum málum. Fréttir kl. 8.00 og frétt- ayfirlit kl. 8.45. 10.00-14.00 Helgi Rúnar Óskarsson Öll nýjustu lögin krydduð með gömlum góðum lummum. Hver vinnur 10.000 kallinn? Hlustandi sem hringir í síma 681900 og er númer 102, getur unnið 10.000 krónur i beinhörðum peningum. Dregið í Hádegisverðarpotti Stjörnunn- ar og Hard Rock milli kl. 11 og 12. 14.00-18.00 Gísli Kristjánsson Óskalög og rabP við hlustendur um lifið og tilver- una. Síminn er 68 19 00. 18.00-19.00 Nýr þáttur - Af Ifkama og sál. Bjarni Dagur Jónsson stýrir þætti sem fjallar um okkur sjálf, manneskjuna og hvernig best er að öðlast andlegt öryggi, skapa líkamlega vellíðan og sálarlegt jafnvægi. Af líkama og sál er opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti og þú getur komið með þína spurningu til viðmælanda Bjarna Dags sem verða meðal annars Jóna Ingibjörg kynfræð- ingur, Rafn Geirdal heilsuráðgjafi og Garðar Garðarsson samskiptaráð- gjafi. 19.00-20.00 Setið að snæðingi Þægileg tónlist á meðan hlustendur snæða kvöldmatinn. 20.00-24.00 Sigurður Helgi Hlöðvers- son/Sigursteinn Másson Þessir tveir bráðhressu dagskrárgerðarmenn fara á kostum á kvöldin. Óskalagasíminn sem fyrr 68 19 00. 24.00-07.30 Næturstjörnur Ókynnt tón- iist úr ýmsum áttum til morguns. Fréttir á Stjörnunni kl. 8.00, 10.00, 12.00,14.00 og 18.00. Fréttayfirlit kl. 8.45. BYLGJAN FM 98,9 07.30 Páll Þorsteinsson. Þægileg morg- untónlist - upplýsingar um veður og færð. Fréttir kl. 08 og Potturinn kl. 09. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Allt i einum pakka - hádegis og kvöldtónlist. Fréttir kl. 10, 12 og 13- Potturinn kl. 11. Brá- vallagatan milli kl. 10 og 11. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Síðdegis- tónlist eins og hún gerist best. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn kl. 15 og 17. Bibba og Halldór milli kl. 17 og 18. 18.00 Fréttlr. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Steingrímur Ólafsson spjallar við hlustendur. Siminn er 61 11 11. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson Meiri mússík - minna mas. 20.00 íslenski listinn - Ólöf Marín kynnir 40 vinsælustu lög vikunnar. 22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson Þægileg kvöldtónlist. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. ÓLUND AKUREYRI FM 100,4 19.00 Gatið 20.00 Skólaþáttur. Nemendur Verk- menntaskólans. 21.00 Fregnir. Fréttaþáttur um bæjarmál. 21.30 Sagnfræðiþáttur 22.00 Æðrl dægurlög Diddi og Freyr spila sígildar lummur. 23.00 Kjöt. Ási og Pótur 24.00 Dagskráriok. ÚTVARP RÓT FM 106,8 13.00 Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley. Framhaldssaga. 13.30 Nýi tfminn Bahá’í samfélagið á (s- landi. E. 14.00 f hreinskilni sagt E. 15.00 Kakó Tónlistarþáttur. 16.30 Umrót. Tónlist, fréttirog upplýsing- ar um félagslíf. 17.00 Kvennalistinn Þáttur á vegum þing- flokks Kvennalistans. 17.30 Samtök grænlngja. Nýr þáttur. 18.00 Hanagal. Umsjón: Félag áhugafólks um franska tungu. 19.00 Opið. 20.00 Fés. Unglingaþáttur. 21.00 Barnatfmi. 21.30 Veröld ný og góð. E. 22.00 Við við vlðtækið. Tónlistarþáttur í umsjá Gunnars L. Hjálmarssonar og Jó- hanns Eiríkssonar. 23.30 Rótardraugar. 24.00 Næturvakt til morguns með Baldri Bragasyni. Pabbi segir að vitneskjan um að fá eitthvað sé oft skemmtilegri heldur en að fá það. Ég held að þetta sé rugl i honum. Ég vil fá allt strax. Ég veit ekki um neitt sem ég vil frekar bíða eftir en að fá það strax. Veist þú um eitthvað. C_WS Ég veit ekki afhverju ég er að reyna að ræða við þig þegar þú ert alltaf með þetta svartagallsraus. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 14. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.