Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 11
LJÓSVAKINN Sálarinnar súrsuðu hrútspungar þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Landssamband útvegsmanna heimtar30% gengislækkun, bann við kauphækkun verka- manna-og þjóðstjórn. Verður Slovakia innlimuð í Þýzkaland eins og Austurríki? Hvers virði er nú ábyrgð brezku og frönsku stjórnanna á landa- mærum hinnar nýju Tékkósló- vakíu. I DAG 14. MARS þriðjudagur í tuttugustu og fyrstu viku vetrar, tuttugasti og fjórði dagur góu, 73. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 7.50 en sestkl. 19.26.Tunglhálftogvax- andi. VIÐBURÐIR Nóvudeilan hefst 1933 á Akur- eyri. Verkakvennafélagið Fram- sókn stofnað á Eskifirði 1918. DáinnKarl Marx1883. Sunnudagur er að kvöldi kom- inn. Hundrað ár liðin frá fæðingu meistara Þórbergs. Þess hefur verið minnst með ýmsum hætti. í morgun voru Árni Sigurjónsson og Steinunn Sigurðardóttir að rabba saman á Gufunni um ljóð Þórbergs. Síðdegis var endur- fluttur í sjónvarpinu frægur við- talsþáttur Magnúsar Bjarnfreðs- sonar við Þórberg, úr frum- bernsku íslenska sjónvarpsins. í kvöldfréttunum var sagt frá því að Gyrði Elíassyni hefðu verið veitt verðlaun kennd við Þórberg Þórðarson fyrir stílafrek, fyrstum manna, og það var góð frétt, til hamingju Gyrðir! Núna áðan fengum við svo að sjá fyrsta skammt af Ofvitanum, leikriti Kjartans Ragnarssonar, sem dreift hefur verið á þrjú kvöld í endursýningunni. Her er ekki allt upp talið, fleiri ætluðu að minn- ast Þórbergs í dag með veglegum hætti og hafa eflaust gert það. Ég hef líka minnst hans öðru hverju í amstri þessa dags. Eftir lifir þessi setning úr Ofvit- anum: Hugsanir eru súrsaðir hrútspungar sálarinnar. Veganesti inn í næstu viku, veskú. Skoplítil smámál Eitt og annað ku vera að gerast í þessum fræga fjölmiðlaheimi. Bylgjan og Stjarnan komnar í eina sæng einsog það heitir á blaðamáli. Því miður treysti ég mér ekki til að leggja út af þeim tíðindum af þeirri einföldu á- stæðu að ég hef aldrei skilið frjálsa samkeppni - mér er skapi næst að halda að hún sé einhver strákaleikur sem ég hef misst af. Því miður eru víst litlar líkur á að þessi sameining útvarpsstöðv- anna tveggja verði til að draga úr síbyljunni í háttvirtum hlustum okkar. Síbyljan útvatnar hina súrsuðu hrútspunga sálarinnar. Ein er sú sál sem lítt fær að kjamsa á súrsuðu góðmeti, nefni- lega sjálf Þjóðarsálin á Rás tvö - um daginn var þar maður að fár- ast yfir því að fantarnir í kaupmannastéttinni væru farnir að láta mann hafa nauðaómerki- lega plastpoka síðan þeim var leyft að selja þá. Manninum fannst plastpokar fortíðarinnar miklu betri. Þetta hefði meistara Þórbergi ekki þótt andrík hugs- un. Svona óendanlega smá í sam- anburði við allífið. Ekki svo að skilja að ég efist eitt augnablik um að kaupahéðnar noti hvert tækifæri til að svíkja og pretta - það er nú bara selvfölgelighed. En þrá eftir plastpokum gærdags- ins - plastpokanostalgía - eru öll alvöruvandamál uppurin, mér er spurn? Ég er komin á þá skoðun að maður eigi ekki að láta síbyljuna og vaðalinn og smásálarskapinn sljóvga sig. Maður eigi bara að hlusta á og hugsa um það sem máli skiptir. Þar að auki er ég komin með alvarlegt ofnæmi fyrir lélegum bandarískum kvikmynd- um einsog t.d. þeim sem sýndar voru í sjónvarpinu á föstudag og laugardag. Svo ekki sé minnst á alla þessa framhaldsmynda- flokka sem eru sýndir um kvöld- matarleytið. Að Staupasteini frá- töldum hef ég aldrei séð almenni- legan þátt á þeim tíma - hvað veldur? Hefur verið gerð könnun á andlegum þröfum fólks á kvöld- matartímum? Mín vegna mætti alveg vera þögn öðru hverju. Aðstaðan misnotuð Síðan ég tók að mér að skrifa þessa Ijósvakapistla í Blaðið Okkar hafa augu mín opnast fyrir þeirri staðreynd að pistlar af þessu tagi eru í öllum blöðum, útvarpi og nú eru þeir í sjónvarp- inu líka (í umsjá Spaugstofunn- ar). Fjölmiðlar eru alræmdir fyrir áhuga á eigin nafla. Það versta er að þessir pistlar eru yfirleitt allir eins: það er kvartað undan síbylj- unni, stunið undan fréttaflóðinu, nöldrað út af hinu og þessu smá- legu. Ég heldégviti afhverjuþeir eru svona líkir:'dagskráin rúllar áfram dag og nótt á ótal rásum og stöðvum, mötunarmaskínan kann sér ekkert hóf og ann sér engrar hvíldar og það er svosem ekki mikill munur á því sem hún spýtir út úr sér frá degi til dags. Állt rennur þetta saman í einn malandi, suðandi graut í hlustum okkar og við munum ekki stund- inni lengur á hvað við höfum ver- ið að horfa og hlusta. Þangað til eitthvað kemur og hristir upp í okkur, eitthvað sem er ærleg upplifun og skiptir máli. Þetta kom fyrir mig í síðustu viku, en því miður var það ekki útvarps- eða sjónvarpsdagskráin sem þar átti hlut að máli heldur gamla góða kvikmyndalistin sjálf. Mér gafst semsé tækifæri til að sjá góða bíómynd sem Kvik- myndaklúbburinn mun sýna á næstunni. Og nú ætla ég að mis- nota aðstöðu mína og reka harð- an áróður fyrir kvikmynd sem mér finnst að allir góðir kommar verði að sjá. Hinir mega sjá hana líka, bæði vondu kommarnir og aðrir, en góðu kommarnir hafa mest gagn af henni. Ég er að tala um myndina hennar Margrétar von Trotta um Rósu Lúxemburg. Algjört snilldarverk, að mínu mati. Þessi árangur er fyrst og fremst að þakka handriti og leik- stjórn Margrétar, en leikur Bar- böru Sukowu er í einu orði sagt frábær og ekki spillir Daniel Ol- brychski fyrir. Myndin gerist að mestu á tíma- bilinu 1900-1919 og þótt ævisaga Rósu sé meginuppistaða hennar spannar hún auðvitað víðara sögusvið vegna þess að Rósa var kona sem spannaði vítt svið. Þetta voru miklir örlagatímar, bæði í sögu Evrópu og sögu sósí- alismans. Öðrum þræði er mynd- in rómantískur óður um kven- hetjuna og byltinguna og þessa óbilandi trú á bjarta framtíð sem við erum því miður búin að glata núna en var svo áberandi í upp- hafi aldarinnar. En hún sýnir okkur líka óttann og örvænting- una og vanmáttinn og þessvegna er hún svo sterk og fögur sem raun ber vitni þessi mynd sem á örugglega eftir að lifa lengi í kvik- myndasögunni. Ég ætla að láta minninguna um Rósu ylja mér í raunum næstu júróvisjónkvölda. Barbara Sukowa í hlutverki Rósu Lúxemburg í samnefndri mynd Margarethe von Trotta. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 10.-16. mars er I Laugarnesapóteki og Ingólfs Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (tll 10frídaga). Síðarnefndaapótekiöer opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........simi 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...........simi 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............sími 5 11 00 Garöabær............sími 5 11 00 LCKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, simaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna os lyfjaþjónustu eru gefnar i sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göni deildin er opin 20-21. Slysadeild$ irgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræöilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Simi 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriójudaga kl .20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoðfyrirkonursem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-ogfimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Fólag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styöja viö smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 224400 alla virka daga. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeiid Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið GENGIÐ Gengisskráning 13. mars 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar............ 52,73000 Sterlingspund........... 90,51100 Kanadadollar................ 44,03300 Dönskkróna................... 7,25560 Norskkróna................... 7,77210 Sænskkróna................... 8,27140 Finnsktmark................. 12,13300 Franskurfranki............... 8,33580 Belgískurfranki.............. 1,35010 Svissn. franki.............. 33,11560 Holl.gyllini................ 25,05880 V.-þýskt mark............... 28,27350 Itölsklíra................... 0,03855 Austurr. sch............. 4,01950 Portúg. escudo............... 0,34360 Spánskurpeseti............... 0,45450 Japansktyen.................. 0,40624 Irsktpund................... 75,52800 KROSSGATA 1 1* 3 n 4 5 7 r Lárétt: 1 karldýr4 fæddi8aðkast9bjálfi 11 tottaði 12spjald14 ónefndur 15 bleyða 17 spil 19 ferö 21 arinn22 feiti14stertur25gras Lóðrétt: 1 gróður2 gæfu3bát4óþétt5 káma 7 dýrkir 10 gjöld 13hreint16veiði17 elska 18kaðall20 kvenmannsnafn 23 mynni Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 þrek4baul8 i fjöruga9ekla 11 erlu 12 fjarki 14af 15næði 17 kleif 19 láð 21 æki 22arms24kind25rati Lóðrétt: 1 þref2efla3 kjarni4breið5aur6 ugla 7 laufið 10 kjálki 13 kæfa 16 ilma 17 kæk 1 ft u ■ 9 10 n 11 12 “ 13 14 LJ 15 10 L J 1? 1« u 10 20 n 22 & 24 n 2S 1 nccia IWIIIIICI 1 r r\ccr\ 1 u ein20ást23rr Þriðjudagur 14. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.