Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.03.1989, Blaðsíða 12
■"SPURNINGIN™ Á miðvikudaginn verða kosningar í Háskóla íslands þar sem stúdent- ar velja fulltrúa sina til Stúdenta- og Háskólaráðs. Ætlar þú aö kjósa? Arnar Guðmundsson, stúdentaráðsliði, heimspeki- deild: Auðvitað kýs ég. Ég hef trú á því að Röskva vinni skoði stúdentar það starf sem hefur verið unnið í hagsmunamálum stúdenta. Aðalheiður Pálmadóttir læknisfræði: Jú jú ég ætla að kjósa, ég þori nú samt ekki að segja til um úrslit. Ætli ég kjósi ekki RösRvu. Sigríður Hulda Jónsdóttir félagsvísindi: Já, ég ætla að kjósa, en ég treysti mér ekkert til þess að spá fyrir um úrslitin. Kristinn Magnússon sálarfræði: Ég er fyrsta árs nemi og ekki kominn mjög mikið inn í pólitíkina en ætli ég kjósi ekki samt. Kristján Rúriksson efnafræði: Ég hugsa það, ég er þó ekki bú- inn að ákveða mig.ég þori ekkert að segja um úrslit. biómnuiNN Þrlðjudagur 14. mars 1989 51. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Stúdentarfjölmenna á kaffistofuna íOdda ígær, eins og endranær, en það er spenna í lofti. Mynd: Þóm. Röskva-Vaka Kosningar í Háskólanum Lánamálin í brennidepli. Verðurpattstöðunni í Stúdentaráði breytt? Miðvikudaginn 15. mars velja stúdentar fulltrúa sína til setu í stúdenta- og Háskólaráði. Hagsmunabarátta stúdenta er í eðli sínu pólitísk. Pólitísk að því leyti að hún snýst um að vinna að bættum kjörum stúdenta og betri aðstöðu allra til þess að stunda nám. Eftir kosningarnar sl. vor kom upp sú undarlega staða að hvorug fylkingin fékk meirihluta, og störfuðu því bæði félögin saman í stúdentaráði, þ.e. Röskva félag félagshyggjufólks, og Vaka félag hægrimanna. Ráðið gerði með sér eins konar verkaskiptingar- samning, þannig að Vökumenn skipa stjórn Stúdentaráðs og fara með formennsku og fundarstjórn í ráðinu en Röskvumenn skipa fulltrúa stúdenta í stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna og stjórn Félagsstofnunar stúdenta. í þessari þéttu samvinnu sem margir héldu að auðvelda myndi hagsmunabaráttu stúdenta, hef- ur komið glögglega í ljós veiga- mikill munur Röskvu og Vöku hvað varðar afstöðu þeirra til fjölmargra miklvægra hagsmuna- mála stúdenta. Ólöf Ýr Atladóttir íslensku- nemi sem skipar efsta sæti á lista Röskvu til stúdentaráðs segir að aðalmálið sé baráttan í lánamál- unum. „Ég tel að nýja framfærs- lukönnunin sé mjög mikilvæg. Þegar henni verður lokið verður loks hægt að endurskoða fram- færslugrunninn á raunhæfum grundvelli. Það sér hver maður að námslán sem eru um 35.000 á mánuði hrökkva skammt“, segir Ólöf Ýr meðal annars í viðtali í málgagni félagshyggjufólks innan HÍ. Röskva: „HÍ fyrir alla!“ Húsnæðismál stúdenta eru í ó- lestri þar sem leigumarkaður- inn er sá frumskógur sem hann er í dag. Röskva leggur ríka áherslu á að bætt verði úr húsnæðismál- um stúdenta. Stúdentar geta haft mikil áhrif á námsskipan og kennslu í hverri deild í gegnum námsnefndir. Röskva vill skýrari ákvæði í reglugerð til að tryggja þessi völd. Á stefnuskrá Röskvu er að gera námið aðgengilegra og fá námsráðgjafa með fagþekkingu í hverja deild. Röskva leggur einn- ig ríica áherslu á það að fatlaðir hafi sama aðgang að HÍ og aðrir, og hefur félagið gert viðamikla tillögu um bætta aðstöðu fatlaðra við skólann. Fjórir stúdentar Ólöf Ýr Atladóttir er efst á lista Röskvu til Stúdentaráðs. eru í framboði til Háskólaráðs hjá hvoru félagi og 26 í framboði til Stúdentaráðs. Tveir stúdentar Pétur Már Ólafsson er frambjóð- andi Röskvu til Háskólaráðs. eiga sæti í háskólaráði en 30 í Stú- dentaráði. Ólöf Ýr Atladóttir íslensku- nemi skipar efsta sæti fram- boðslista Röskvu til Stúdentar- áðs, og Pétur Már Ólafsson er fremstur í flokki þeirra sem bjóða sig fram til Háskólaráðs á vegum Röskvu. Efstur á framboðslista Vöku til Háskólaráðs er Sigurjón Þor- valdur Árnason verkfræðinemi sem er formaður félags véla- verkfræðinema, og efsta sæti framboðslista Vöku til Stúdent- aráðs skipar Andri Þór Guð- mundsson sem stundar nám í við- skiptafræði. Röskva var stofnað til þess að breyta staðnaðri stúdentapólitík í virka hagsmunabaráttu. Innan raða Röskvu er fólk Ur ýmsum áttum sem sameiginlega vill stuðla að frekari uppbyggingu innan HÍ með félagshyggju að leiðarljósi. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.