Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 15. mars 52. bölublað 54. árgangur Þórshöfn Skipasalan hið versta mál Kaupfélag Langnesinga sem á meirihluta í Útgerðarfélagi N - Þingeyinga selurKEA áAkureyri Súlnafellið á 160 miljónir króna þó að 40 - 50 manns séu atvinnulausir heima í héraði Ef Súlnafell ÞH 361 verður selt til Kaupfélags Eyfirðinga er þetta hið versta mál fyrir atvinnu- lífið hér á Þórshöfn. Hér eru núna 40 - 50 manns atvinnulausir því togarinn hefur ekki landað hér í lengri tíma og því hefur fisk- vinnslan orðið að reiða sig á einn 70 tonna bát til hráefnisöflunar sem og fjölda smábáta, sem eru háðir veðri og vindum í sinni sjó- sókn, sagði Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar. Allt yirðist benda til þess að stjórn Útgerðarfélags N-Þingey- inga hafni 520 miljóna kauptil- boði Hraðfrystistöðvarinnar og Þórshafnarhrepps í báða togara ÚNÞ, ísfisktogarann Súlnafellið og Stakfellið sem er frystitogari, og selji KEA á Akureyri fyrr- nefnda skipið á 160 miljónir króna. í gær hafði stjórn ÚNÞ ekki svarað tilboði heimamanna en frestur til þess rann út um miðjan dag í gær. Að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar kaupféiagsstjóra KEA á Akureyri mun væntan- lega verða gengið frá skipak- aupunum í dag og eftir það mun skipið landa afla sínum í Hrísey. En þar hefur vantað ísfisktogara eftir að Snæfellinu var breytt í frystitogara á síðasta ári. Það einkennilega við þetta mál er að Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn sem á meirihluta í Út- gerðarfélagi N-Þingeyinga eða 52% virðist hafa mun meiri áhuga á að selja samvinnubræðr- um sínum vestan heiða eitt stykki togara til að bjarga þeim úr sinni fjárfestingarvitleysu í stað þess að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs heima í héraði. Aðrir hluthafar í ÚNÞ eru Hraðfrysti- stöðin sem á 23%, Þórshafnar- hreppur 23% og Sauðanes- og Svalbarðshreppur sem eiga 2% til samans. -grh Forsœtisráðherra Afsöium okkur aldrei fullveldi SteingrímurHermannsson á leiðtogafundi EFTA: Gefum okkur aldrei á vald yfirþjóð- legum stofnunum Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra tók af öll tví- mæli um afstöðu ísiands til Evr- ópubandalagsins í ræðu sinni á leiðtogafundi EFTA-ríkja í gær, aðild kæmi ekki til greina, íslend- ingar myndu aldrei selja fullveldi sitt í hendur yfirþjóðlegum stofn- unum og myndu ætíð hafa stjórn á náttúruauðlindum sínum sjálf- Forsætisráðherrar EFTA- ríkjanna sex sitja nú á rökstólum í Osló og ráða ráðum sínum um sameiginlega stefnu gagnvart Evrópubandalaginu, áformum um innri markað þess og hugsan- legt tollabandalag við það. Enn- fremur hefur fríverslun með fisk verið ofarlega á baugi en í því máli eru Finnar og íslendingar á öndverðum meiði, við með, en þeir á móti. Bregði Harrí Holk- erí, forsætisráðherra Finnlands, fæti fyrir fríverslun með fisk milli EFTA-ríkja kann svo að fara að Steingrímur slái varnagla við samþykkt lokaályktunar í dag. í fyrradag kvisaðist það út að Alþýðuflokksmenn óttuðust að Steingrímur myndi taka of djúpt í árinni í andstöðu sinni við EB og jafnvel brenna brýr að baki okkar á leiðtogafundinum. Nú þegar viðræður við bandalagið væru á afar viðkvæmu stigi. En forsætis- ráðherra fullvissaði þá um að hann myndi engan styggja og að ræðan flytti engin nýmæli. í henni væri aðeins hert á afstöðu íslend- inga. Ávarp forsætisráðherra var skýrt og skorinort og fórust hon- um ma. orð á þessa lund: „...full aðild að Evrópubandalaginu er ekki í myndinni fyrir okkur. Við getum aídrei gefið okkur á vald yfirþjóðlegum stofnunum. Við getum aldrei afsalað okkur fullveldinu eða rétti okkar til þess að taka eigin nauðsynlegar á- kvarðanir til að tryggja afkomu okkar og sjálfstæði. Við verðum ætíð að hafa sjálfir stjórn á nátt- úruauðlindum fslands, sem eru grundvöllur tilveru okkar." ks Bogdan heiðraður. Sveinn Bjömsson forseti ISI, sæmdi í gær Bogdan Kowalzcyck, þjálfara handknatt- leikslandsliðsins, æðstu heiðursorðu sambandsins. Svavar Gestsson menntamálaráðherra þakkaði Bogdan einnig fyrir vel unnin störf í þágu íþróttamála hérlendis, en Bogdan sagði árangur landsliðsins í B-keppninni vera öllum leikmönnum landsliðsins að þakka. Þá tók Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HS, við einni miljón króna úr afrekasjóði vegna frammistöðu landsliðsins. Mynd: Þóm. Húsbréfafrumvarpið Stjómarfmmvaip eður ei? Skoðanir eru skiptar á alþingi um það hvort húsbréfafrumvarpið sé raunverulegt stjórnarfrumvarp eða íraun grímuklœttfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur Ekki eru stjórnarþingmenn á einu máli um það hvort hús- bréfafrumvarp félagsmálaráð- herra verði að sönnu frumvarp ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar eða í raun frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur í dularg- ervi stjórnarfrumvarps. Jóhanna velkist ekki í vafa um að hið fyrr- nefnda sé rétt en ýmsir þing- manna Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags hallast að hinu gagnstæða. Einn þeirra kvað nafngiftina „stjórnarfrumvarp" því aðeins á húsbréfafrumvarp- inu að ráðherrum væri í mun að „leysa félagsmálaráðherra niður úr snörunni sem hún hefði hnýtt um háls sér." Ljóst er að Framsóknarmenn bera kápuna á báðum öxlum. í orði kveðnu hafa oddvitar þeirra náð samkomulagi við félagsmála- ráðherra sem kveður á um fylgi flokksins við lítt breytt drög að húsbréfakerfi. En um leið er því lýst yfir að þingmenn Framsókn- arflokksins hafi óbundnar hend- ur í máli þessu. Og vitað er að ýmsir þeirra berjast gegn húsb- réfum með oddi og eggju. Á fundi framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins í gær féllust menn fyrir sitt leyti á að húsbréf- afrumvarpið yrði stjórnarfrum- varp með þeim breytingum er fel- ast í málmiðlun félagsmálaráð- herra og framsóknarráðherra. Einstakir þingmenn áskilja sér þó rétt til þess að flytja breytingartil- lögur á löggjafarsamkomunni og þingflokkurinn leggur áherslu á að þannig verði búið um hnúta að húsbréfin raski ekki jafnvægi peningakerfisins. Að sögn Hjörleifs Guttorms- sonar er ótalmargt á huldu um húsbréfin sem skýrist trauðla fyrr en í meðförum alþingis. Sjálfur sé hann jákvæður gagnvart hug- myndinni en finnist félagsmála- ráðherra hafa kynnt hana með klaufalegum hætti; það sé út í hött að leggja ráðherradóm æ oní æ að veði fyrir málum sem eigi eftir að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Þjóðviljann í gær að það væri afar slæmt ef þingmenn stjórnar- flokkanna segðust hafa frjálsar hendur í máli þessu, ríkisstjórnin hefði nauman meirihluta og ekki veitti af því að menn sneru bökum saman. Að auki gæfi þetta miður gott fordæmi fyrir af- greiðslu stjórnarfrumvarpa í framtíðinni. Félagsmálaráðherra kvaðst hafa aflað húsbréfunum fylgis Framsóknarmanna og stöðu stjórnarfrumvarps. Hún væri bjartsýn á viðbrögð stjórnarand- stöðuflokkanna og teldi frum- varpið njóta meirihlutafylgis á al- þingi. ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.