Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Alþingi 'i'w - _ mH m Matarskattur og malamiðlun Fjármálaráðherra útilokar ekki tvíþrepa virðisaukaskattkerfi Matarskatturinn illræmdi var í brennidepli á alþingi í gær, viðhorf þingmanna Alþýðu- bandalagsins til skatts þessa fyrr og nú og nauðsyn málamiðlana í stjórnmálum á Islandi. Fjármála- ráðherra útilokar ekki að tví- þrepa virðisaukaskattkerfi verði komið á laggirnar. Allt óx þetta uppúr umræðum um frumvarp til laga um virðis- aukaskatt sem þeir flytja Borg- araflokksbræður Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson. Eru þeir áfram um tvíþrepa virðisauka- skatt, annars vegar 24%, en hins vegar 12% og lægri. í lága þrepið skuli stilla matvælum og öðrum lífsnauðsynjum. Kvennalistakonan Danfríður Skarphéðinsdóttir fagnaði þessu, hér væri hreyft hinu þarfasta máli. Þessu næst hóf hún að lesa kafla úr ræðum Svavars Gests- , Sjófrysting Ahersla á Bandaríkjamarkað SH: Bretlandsmarkaður í lœgð. Hœg hreyfing á Japansmarkaði Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna leggur nú höfuðáhersluá sölu sjófrystra þorsk- og ýsuflaka á Bandaríkjamarkað fremur en Hretlandsmarkað sem nú er í lægð. Þá er hæg hreyfing á sölu karfa til Japans en markaðurinn þar hrundi vegna offramboðs á seinni hluta síðasta árs. Að sögn Indriða ívarssonar sölumanns hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er mun minni fiskneysla í Bretlandi um þessar mundir en oft áður. Einnig tor- veldar sölu á sjófrystum afurðum það, að mikið framboð er frá Noregi, og einnig hefur ferskfisk- útflutningur héðan og þaðan haft sín áhrif til hins verra í samkeppni sjófrystra afurða á markaðnum. Þá er hæg hreyfing á sölu karfa á Japansmarkaði en hann hrundi eins og kunnugt var á seinni hluta síðasta árs vegna mikils framboðs á karfa frá ríkjum A-Evrópu. Þá höfðu veikindi þáverandi Japans- keisara einnig vond áhrif á söl- una. Bjart útlit mun þó vera á sölu á grálúðu þangað þegar ver- tíðin hefst í vor. Að sögn Magnúsar Kristins- sonar útgerðarmanns sem gerir út frystitogarann Vestmannaey VE með meiru, hefur þrengt mjög að útgerð frystitogara mið- að við það sem var fyrir ári eða svo. Um þessar mundir er togar- inn í togararallýi Hafrannsókna- stofnunar og fær fyrir það auka- kvóta sem nemur um 250 þor- skígildum. -grh sonar, menntamálaráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, land- búnaðarráðherra, til höfuðs 25% matarskatti á öndverðu árinu sem leið. Báðir hefðu þeir strengt þess heit að koma hvergi nærri ríkis- stjórn nema því aðeins að skatti þessum yrði komið fyrir kattar- nef. Steingrímur hefði td. sagt að hérlendis væri matvara dýrari en annars staðar á byggðu bóli og 25% skattur til viðbótar væri gjörsamlega óréttlætanlegur frá öllum bæjardyrum séð. Danfríði var spurn, hvernig matarskatturinn hefði breyst svo til batnaðar í augum Alþýðu- bandalagsmanna að þeir sætu nú við stjórnvölinn þótt ríkið héldi uppteknum hætti og innheimti enn 25% skatt af brýnustu nauðsynjum alþýðu manna. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kvað möguleika á virðisaukaskatti til athugunar í ráðuneytinu og vildi alls ekki úti- loka að hann yrði í tveim þrep- um. Menn yrðu þó að hafa hug- fast að fjölgun þrepa þýddi aukin umsvif ríkisins, kveðja yrði fleiri menn til starfa og láta aukið fé af hendi rakna. Fjármálaráðherra tók upp hanskann fyrir flokksbræður sína í ríkisstjórn. Vissulega væri af- nám matarskattar stefnumið Al- þýðubandalagsins nú sem endra- nær en menn yrðu að hafa það hugfast að stjórnmálamenn kæm- ust hvorki lönd né strönd hér á landi nema þeir féllust á mála- miðlanir. „íslenska þjóðin setur fram ákveðnar kröfur sem lýð- ræðislega kjörnir þingmenn verða að sætta sig við með því að gera málamiðlanir. Eðli stjórn- málanna er list hins mögulega." ks Bolungarvík Allt á misskilningi byggt 45 félagar í Verslunarmannafélagi Bolungarvíkur mótmæla þvísem þeirkalla „ófrœgingarherferð“formannsgegnfyrirtœkjum EG etta er misskilningur fyrst og fremst þar sem mér eru ætlað- ar skoðanir sem fólkið er að harma með undirskriftum sínum. Það að ég ætli mér að reka stórt hundrað af Bolvíkingum burt úr bænum er alveg út í bláinn og fell- ur um sjálft sig sem órökstuddar fullyrðingar að öllu leyti. Þannig að forscndur þessara mótmæla eru kolrangar og með öllu til- hæfulausar, sagði Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Bolungarvík. Um 45 félagsmenn í Verslunar- mannafélagi Bolungarvíkur hafa ritað nafn sitt undir mótmæla- skjal þar sem þeir harma það sem þeir kalla „þá tilefnislausu ófræg- ingarherferð sem formaður fé- lagsins Kristinn H. Gunnarsson hefur stundað gegn Einari Guð- finnssyni hf. og systurfyrirtækj- um þess að undanförnu“. Jafn- framt er það mat þeirra „að slíkt skaði ekki einungis fyrirtækið og starfsfólk þess heldur og Bolung- arvík sem heild". Að sögn Kristins H. verður fólk að gæta þess að hann er ekki einungis formaður Verslunar- mannafélags Bolungarvíkur heldur kjörinn bæjarfulltrúi sem þykir rétt að upplýsa bæjarbúa um staðreyndir í stórum og mikil- vægum málum sem snerta af- komu og framtíð bæjarfélagsins. Kristinn sagði að því miður hefðu eigendur og stjórnendur fyrir- tækja EG í Bolungarvík kosið að taka þá stefnu að rekstur fyrir- tækjanna væri þeirra einkamál og engra annarra. Þrátt fyrir ítrek- aðar fyrirspurnir hafa þeir ekki veitt bæjaryfirvöldum neinar upplýsingar um stöðu þeirra sem er miður þegar haft er í huga mikilvægi fyrirtækjanna fyrir byggðarlagið allt. - Bæjarfulltrúar sem bæjarbú- ar hafa auðvitað nokkrar áhyggj- ur af stöðu fyrirtækja EG þar sem vitað er um skuldastöðu þeirra við bæjarsjóð. Þau skulda honum hátt í 20 miljónir króna og annað eins í Lífeyrissjóð Bolungarvík- ur. Að sjálfsögðu hlýtur það að vera lágmarkskurteisi þeirra sem eiga og reka þessi fyrirtæki að upplýsa starfsfólkið sem og bæjaryfirvöld um stöðu mála, sagði Kristinn H. Gunnarsson. -grh Varað við ritskoðun Stjórn Blaðamannafélagsins hef- ur varað alvarlega við þeirri þró- un í átt til ritskoðunar í landinu, að ríkissaksóknari höfði opinber mál á hendur einstaklingum fyrir skrif þeirra um opinbera emb- ættismenn í fjölmiðlun. í ályktun stjórnarinnar segir að lagagrein sú sem ríkissaksóknari vísi til þarfnist endurskoðunar og að ákærur af hálfu hins opinbera séu vísasti vegur til að hefta eðlilega umfjöllun um öll gagnrýnisverð mál. Áður hafði stjórn rithöf- undasambandsins fordæmt máls- höfðun ríkissaksóknara á hendur Halli Magnússyni blaðamanni Tímans fyrir greinarskrif hans séra Þóri Stephensen staðarhald- ara í Viðey. Landsbankinn græddi 117 miljónir Hagnaður af rekstri Landsbank- ans á sl. ári var rúmar 117 miljón- ir og lausafjárstaða bankans batnaði um 1,7 miljarða á árinu. Heildareignir bankans voru 65,6 miljarðar króna í árslok sl. sem er aukning um 36,6% frá árinu á undan. Eigið fé bankans óx um 25% milli ára og er nú um 4,25 miljarðar. Engin ný útibú voru opnuð á sl. ári og stöðugildum fækkaði um 6. Starfsmenn bank- ans eru nú 1068. Vigdísarljóð Mál og menning gefur út á næst- unni bókina „íslensk kvæði“ sem valin eru af Vigdísi Finnboga- dóttur forseta. í bókinni eru mörg af eftirlætisljóðum Vigdísar á u.þ.b. 250 bls. Þau eru frá ýms- um tímum en öll eftir látin skáld nema Halldór Laxness. Blásýra í vínberjum Hollustuvernd bendir almenn- ingi á að neyta aðeins ó- skemmdra vínberja, en blásýra hefur fundist í tveimur vínberjum sem flutt voru til Bandaríkjanna frá Chile, en vínber þaðan eru einnjg til sölu hérlendis. Blásýran sem fannst var langt undir því sem þarf til að valda skaðlegum áhrifum og berin sem hún fannst í greinilega skemmd. Þá hefur Hollustuvernd beint því til inn- flytjenda að dreifa ekki nýjum vínberjum án samráðs við stofn- unina. Hámark á háskera Verðlagsstofnun hefur sett verð- lagningu hjá háskera-, hárgreiðslu- og snyrtistofum undir verðlagsákvæði vegna mikílla hækkana á þessari þjón- ustu hjá ýmsum stofum síðustu daga. Stofunum er óheimilt að hækka verðskrár sem í gildi voru við lok verðstöðvunar um meira en 5% nema að fengnu sérstöku leyfi Verðlagsstofnunar. Þeim stofum sem hækkað hafa hækkað þjónustu sína umfram þessi 5% sem skylt að breyta verðskrán- um. Utanríkisraöherra frumkvæðislaus Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra telur ýmis tormerki á því að boðað verði til alþjóð- legrar ráðstefnu hérlendis um af- vopnun á og í höfunum við ís- land. Þetta kom fram í svari ráð- herrans við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar á Alþingi. Ráð- herra taldi það orka mjög tvímæl- is að stórveldin sæju sér hag í því að senda fulltrúa á ráðstefnu um þessi mál hér á landi, en Hjörleifi þótti svar þetta rýrt í roðinu. Skákþing íslands um páskana Skákþing íslands hefst á laugar- dag og að þessu sinni fer keppni í áskorendaflokki fram á Ákur- eyri. Þátttaka er öllum heimil sem hafa 1800 stig og þar yfir. í Reykjavík verður teflt í opnum flokki og verða tefldar 9 umferð- ir. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá Skáksambandinu. Verðhækkunum mótmælt Neytendasamtökin hvetja verð- lagsyfirvöld í landinu til að grípa í taumana gagnvart þeim aðilum sem hækka vörur og þjónustu umfram það sem ýtrustu kostn- aðarhækkanir gefa tilefni til. Samtökin mótmæla þeim miklu verðhækkunum sem dunið hafa á síðustu daga og þá sérstaklega að ríkið og sveitarfélög skuli ganga á undan með miklum hækkunum á þjónustu sinni. Hundur í nágrönnunum Hundaeftirlitsmaðurinn í Garða- bæ þurfti að hafa afskipti af 26 hundum á sl. ári. Þrír hundar voru sýnu verstir og var einum þeirra lógað. Alls eru nú 212 hundar löglega skráðir í Garða- bæ. í skýrslu hundaeftirlits- mannsins kemur m.a. fram að kvartanir berist yfirleitt vegna ónæðis frá lausum hundum. Þá hafi aukist að fólk kvarti undan hundum nágranna sinna. Þeim sé sleppt út eftirlitslausum til að gera þarfir sínar og velji þá oftar en ekki garða nágranna sinna til þeirra þarfa. Skömm af stjórnvöldum Sú holskefla verðhækkana sem dunið hafa yfir launafólki úr öllum áttum á síðustu dögum og vikum er til háborinnar skammar fyrir ríkisstjórn þessa lands, segir í ályktun frá Iðnnemasamband- inu. Iðnnemar segja að verka- lýðshreyfingin verði að snúa vörn í sókn og ná aftur þeim kaup- mætti sem tapast hefur. Ganga verði til samninga strax og hækka laun verulega. Skilagjald af bíldruslum Iðnaðarráðherra hefur kynnt í ríkisstjórninni nýtt frumvarp til laga um meðferð brotamálma og skilagjald af ökutækjum. Frum- varpið verður væntanlega lagt fram á Alþingi á næstu dögum en þar er nú til umfjöllunar frum- varp ráðherrans um skilagjald á einnota umbúðum fyrir drykkjar- vörur. Þar er gert ráð fyrir að inn- heimt verði 5-10 kr. skilagjald á allar drykkjarvörur í dósum. Sérstakt hlutafélag sem stofnað verði að frumkvæði iðnaðarráð- uneytisins annist síðan söfnun og endurvinnslu áldósanna. Dómi IF0 mótmælt Á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var sam- þykkt tillaga þar sem lýst yfir ein- dreginni andstöðu við þá niður- stöðu alþjóðavinnumálastofnun- arinnar IFO, að setning bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar sl. vor hafi verið réttlætanleg. „Sporna verður við því að úr- ræðaleysi stjórnvalda geri hug- tökin frelsi og ábyrgð að inni- haldslausu hljómi. Vegna þessa hvetur aðalfundur ST. RV alla launamenn í landinu til að þjappa sér saman um verndun samnings- réttarins," segir í ályktun fundar- ins. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Ml&vikudagur 15. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.