Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR___________ Heildarafli 000 tonnum minni Heildarafli landsmanna í janú- ar og febrúar var 448.058 tonn en var sömu mánuði í fyrra 552.476 tonn sem er minnkun um rúm 104 þúsund tonn. Þá seldu íslensk skip rúm 7 þúsund tonn ytra í þessum tveim mánuðum, 4359 tonn í janúar og rúm 2713 tonn í febrúar. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var skipting aflans eftir skipagerðum þessa tvo mánuði þannig að heildarafli Háskóli íslands Ásu Wright-fyrirlestur Ása Nyman dr.fil docent í þjóð- fræði við Uppsala háskóla flytur fyrirlestur á vegum menningar- sjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright í dag. Fyrirlesturinn fjall- ar um útgáfu evrópsku þjóðfræð- ikortanna þar sem sýnd er út- breiðsla þjóðsiða og þjóðhátta í Evrópu. Hann er haldinn á sænsku ístofu 101 í Odda, hugvís- indahúsi Háskóla íslands og hefst kl. 17.15. Öllum er heimill að- gangur. eb togara var 45.955 tonn á móti 54.913 tonnum í fyrra, afli báta 399.990 tonn á móti 495.096 tonn og afli smábáta 2.113 á móti 2.467 tonnum á sama tíma í fyrra. í afla bátanna vegur loðna mest eða 361.896 tonn nú á móti 451.017 tonnum í fyrra. Þrátt fyrir að veðrátta til sjó- sóknar í janúar og febrúar hafi verið með versta móti vekur það athygli að þorskafli hjá bátaflot- anum var meiri í febrúar en á sama tíma í fyrra, 14.221 tonn á móti 13.557 tonnum. Þá reyndist þorskafli togara í febrúar vera 16.717 tonn á móti 18.682 tonn- um í febrúar í fyrra. Þorskafli smábáta í febrúar var 1010 tonn á móti 1088 tonnum á sama tíma í fyrra. Skipting aflans úr öllum veiðarfærum og skipagerðum var þannig að þorskaflinn er 57 tonn- um meiri fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, 56.807 tonn nú á móti 56.750 tonnum. Annars var afla- minnkun í öllum fisktegundum þessa fyrstu tvo mánuði ársins í ár nema í afla grálúðu og hörpu- disks. -grh Hjónin Örlygur og Emma hin þýska í Sveitasinfóníu, leikin af Valdimar Flygen- ring og Margréti Ákadóttur. Iðnó Sveitasinfónía á bók Leikritið vinsæla eftir Ragnar Arnalds, Sveitasinfónía, er komið út í kilju, prýtt myndum úr sýningunni. Útgefandi er Leikur s.f. Sveitasinfónía er meðal vinsæl- ustu leikrita hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hefur nú verið sýnt um 70 sinnum, enda var stjórn L.R. fljót að taka ákvörðun um að setja það upp. Þetta er vel samin þjóðlífsmynd þar sem brugðið er ljósi á pólitíska við- burði með dillandi húmor. Allir aldurshópar hafa skemmt sér prýðilega á leikritinu. Komið hefur til tals að kvik- mynda Sveitasinfóníu, það er einkum sýslumaðurinn, Gunnar Eyjólfsson, sem hefur áhuga á því. Loðna Skortur á þróarrými Ástráður Ingvarsson: Ekkert lát á mok- veiðinni út af Lónsbugt. Vertíðinni lýkur 10. - 12. apríl Ekkert lát virðist vera á þeirri mokveiði sem verið hefur á loðnumiðunum út af Lónsbugt- inni fyrir austan og er þegar farið að bera á skorti á þróarrými á Austfjörðum. Frá því fyrir helgi og til dagsins í gær höfðu veiðst á rnilli 70 - 80 þúsund tonn. Stúdentar Kosið í dag! Stúdentaráðskosningar eru í dag. Tveir listar eru í kjöri, listi Röskvu, samtaka félagshyggju- fólks, og Vöku, félags lýðræðis- sinna. Kosið er eftir deildum á 15 stöðum frá kl. 9-18 og fást upplýs- ingar um hvar kjósa skal í stúd- entablöðum undanfarnar vikur og í Félagsstofnun stúdenta. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd er reynt að frysta þá loðnu sem til þess hent- ar en hrognafylling loðnunnar er núna um 17% -18% sem þykir gott í frystingu, afgangurinn er settur í bræðslu. Fyrir nokkrum misserum þótti það einsýnt að ekki næðist að veiða upp í loðn- ukvótann á vertfðinni, um 922 þúsund tonn, en í þessari mok- veiði hafa þær svartsýnisraddir þagnað með öllu. Á miðnætti í fyrrinótt var heildaraflinn orðinn um 790 þús- und tonn og spáir Ástráður því að búið verði að veiða upp í kvótann 10. - 12. apríl. Þegar eru um 6 bátar búnir að veiða upp í úthlut- aða kvóta sína en „éta núna upp úr öðrum“, eins og Ástráður orð- aði það. -grh Ríkisstjórnin og VSI munu að öllum líkindum fara sér hægt í samningum við samtök launamanna enda vinnur tíminn gegn launfólki. Á hinn bóginn virðast skoðanakannanir gefa til kynna að ríkisstjórnin hafi skapað sér litlar vinsældir að undanförnu og er ekki úr vegi að tengja það ýmsum málum sem snerta pyngju landsmanna. VSÍ hefur eflaust lítinn áhuga á að koma ríkisstjórninni til hjálpar með því að ganga á undan I samningum og enn hafa fæst samtök launamanna sett verulegan þrýsting á viðsemjendur sína með boðun verkfalla. Félög BHMR hafa þó flest ákveðið atkvæðagreiðslu um verkfall þann 6. apríl og hér sést einn félagsmanna HÍK leggja sitt lóð á vogarskálina. n mynd ÞÓM b amningamaun Tíminn vinnur gegn launafólki Aundanförnum vikum hafa samningaviðræður aðila á vinnumarkaði og ríkisins verið að síga af stað og þykir mörgum sem hægt hafi gengið. Fyrsti fundur ASI og ríkisins var síðast liðinn föstudag og gerðist þar fátt mark- vert. Á fyrsta fundi Alþýðusam- bandsins og VSÍ gerðist það hins vegar að atvinnurekendur lögðu línuna og sögðust vera tilbúnir að ræða um skammtímasamning við verkalýðsfélögin, en kaupmáttar- trygging kæmi ekki til greina. Það að vinnuveitendur sögðust tilbúnir að ræða skammtíma- samning fram á haustið, vekur at- hygli, því fyrir aðeins rúmum mánuði hafnaði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ alfarið hugmyndum þeim sem Ásmundur Stefánsson fors- eti ASÍ lagði þá fyrir aðildarfélög sambandsins um að gerður yrði skammtímasamningur. Óhætt er að fullyrða að hálf- gerð pattstaða sé nú uppi f samn- ingamálunum. Hvorki ríkisvald- ið né atvinnurekendur vilja stíga fyrsta skrefið þegar kemur að nánari útlistun launakrafna, heldur hafa látið sér nægja stór- karlalegar yfirlýsingar um að ekkert svigrúm sé fyrir hendi. Ríkið vill að VSÍ fari á undan svo það megi benda á þá og segja: „Svona gerðu þeir, við getum ekki verið með yfirboð," og sama er uppi á teningnum hjá atvinnu- rekendum. Verkalýðshreyfingin virðist einnig fremur óákveðin, þar sem enginn nema félög BHMR hafa ákveðið að fara í harðar aðgerðir. Þess í stað hafa verið uppi skiptar skoðanir um hvort semja beri til lengri tíma, þar sem tekið verði á „stóru málunum", verðbólgu, vöxtum og velferð eða til skemmri tíma þar sem aðeins er tekið á beinhörðum launakröfum og helst kaupmáttartryggingum. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ hefur vissulega bent á að á- kveðnir kostir fylgi skammtíma- samningi, en einhvern vegin virk- í BRENNIDEPLI aði fyrsti fundur ASÍ og VSÍ eins og ASÍ hefði einfaldlega lyppast niður með hugmyndir sínar um langtímasamning og kaupmáttar- tryggingu undir eins og Þórarinn V. opnaði munninn og sagði að kaupmáttartrygging kæmi ekki til greina. Vilja ýmsir túlka þennan fyrsta fund sem greinilegan sálf- ræðilegan sigur fyrir VSÍ; ASÍ hafi einfaldlega orðið að gleypa öll sín orð um nauðsyn kaup- máttartryggingarinnar. Afstaða ríkisvaldsins hefur einnig vakið furðu margra innan verkalýðshreyfingarinnar. Óljós loforð hafa verið gefin um við- ræður um velferðarmál og kann- anir á stöðu kvenna og láglauna- Ríkið og VSÍ fara sér hægt. Skoðana- kannanir kunni að ýta við samninga- nefnd ríkisins hópa á sama tíma og allar ríkis- stofnanir eru látnar skera niður sína þjónustu. Kannski ríkið bjóði verkalýðsfélögunum í sín- um félagsmálapakka upp á óbreytta stöðu velferðarkerfins fyrir niðurskurð? Þá hefur línan frá fjármálaráðuneytinu og ríkis- stjórninni verið sú að ekki sé svig- rúm til launahækkana umfram það sem gerðist á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Þessi lína var komin löngu áður en sá ársfjórð- ungur var liðinn og útséð varð um hver kaupmáttur á honum yrði. Á sama tíma hafa ýmsar verð- hækkanir gengið yfir og ný launatengd vísitala fundin með laun í lágmarki. Þessu ástandi hafa verka- lýðsfélögin keppst um að mót- mæla og ekki hafa ásakanir um vísvitandi tafir samninganefndar ríkisins bætt um betur. Tilfinn- ingin hjá opinberum starfsmönn- um hefur verið sú að ríkið sé að reyna að draga samningana sem lengst og helst fram á sumar þeg- ar samningastaða opinberra starfsmanna er öll orðin hin versta. Ríkisstjórnin hefur skapað sér litlar vinsældir með þessu háttalagi eins og nýlegar skoðanakannanir sýna og víst er að VSÍ er ekki áfram um að skera hana niður úr snörunni. Því bendir flest til þess að VSÍ muni flýta sér hægt, rétt eins og ríkið, þó að mismunandi forsendur liggi að baki. Tíminn vinnur hins veg- ar gegn launafólki og því furðar margan manninn á því hversu hægt mörg verkalýðsfélögin í raun fara. -phh/-Ig Bankamál Nefndarálit dregst á langinn Birgir Arnason: Ástœðan er að verksvið nefndarinnar var lengi óljóst. Niðurstöðu að vœnta innan nokkurra vikna Nefnd sú sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra skipaði til að kanna þróun og stöðu vaxta- munar í bankakerfinu og leita leiða til sparnaðar mun ekki skila af sér nú um mánaðamótin eins og fyrirhugað var. Þrátt fyrir þá áherslu sem við- skiptaráðherra lagði á að nefndin hraðaði störfum, hafa þau dregist og sagði Birgir Árnason, aðstoð- armaður Jóns og formaður nefndarinnar að ástæðan væri sú að verksvið nefndarinnar hefði fyrstu vikurnar verið óljóst. Þeg- ar upp hefði verið staðið hafi það þó ekki verið langt frá því sem upphaflegt erindisbréf nefndar- innar gerði ráð fyrir. „Verksviðið skýrðist í raun ekki fyrr en með ræðu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra á Alþingi í febrúar, en vikurnar þar á undan hafði mikil umræða um bankamál farið fram í ríkis- stjórn. Niðurstöður eru vonandi væntanlegar innan næstu tveggja vikna,“ sagði Birgir Árnason. phh Mlðvlkudagur 15. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.