Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.03.1989, Blaðsíða 11
Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur Er pólitíkin deyjandi tík? Hvað ertu að gera núna, Þor- steinn? „Ég er að undirbúa erindi um heimspekilegar hliðar á vísinda- sögu. Svo er ég að kenna vísinda- sögu og grúska í íslenskri vísinda- sögu í öndverðu." Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég nýlega kominn til baka eftir eitt ár í Bandaríkjun- um þar sem ég lagði stund á vís- indasögu, og vorið 1979 var ég að kenna hana í fyrsta sinn. Þá var ég líka að byrja að skrifa bókina mína, Heimsmynd á hverfanda hveli, þótt hún kæmi ekki út fyrr en löngu seinna. Auk þess hafði Ragnar Arnalds þáverandi menntamálaráðherra platað mig í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og það fór mikill tími í hann þessa vormánuði.“ Hvað finnst þér gaman að gera í frístundum? „Ég les mikið, og þá veit maður reyndar ekki alltaf hvort maður er að lesa sér til ánægju eða vegna vinnunnar. Vinnan verður líka skemmtun - og það eru mikil forréttindi. Svo reyni ég að fylgj- ast með í menningunni, sérstak- lega leiklist og myndlist. Ég hef gaman af að fara í gönguferðir í náttúrunni, sinna fjölskyldunni og góðum vinum ... Þetta er ekk- ert sérstaklega frumlegt, er það? Svo stunda ég líkamsrækt, leikfimi og blak, og fer út og hleyp ef ég kemst ekki reglulega í leikfimi.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er að lesa greinar um vís- indasögu, Vetenskapen och för- nuftet, um vísindi og skynsemi eftir finnska heimspekinginn von Wright. Það er vitur maður og vel að sér. Svo hef ég verið að lesa bækurnar frá fyrra ári, til dæmis Markaðstorg guðanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson." Hvað finnst þér gott að lesa í rúminu á kvöldin? „Ljóð.“ Hvaða bók myndirðu hafa með þér á eyðiey? „Þegar ég hef farið til útlanda til langdvalar hef ég hyllst til að taka með mér Stein Steinarr sem eins konar naflastreng. En ég gæti líka hugsað mér að hafa Njáls sögu með mér, eða eitthvað eftir Laxness.“ Hver var eftirlætisbarnabókin þín? „Ég hafði mjög gaman af Ævintýrabókunum eftir Enid Blyton sem voru að koma út í fyrsta sinn þegar ég var strákur. En ég las svo sem allan fjandann, byrjaði 8-10 ára að lesa íslend- ingasögurnar.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Haustbrúði eftir Þórunni Sig- urðardóttur. Það var mjög vel heppnuð sýning, fannst mér, lif- andi og gott leikhús. María Sig- urðardóttir var ótrúlega góð í hlutverki Appoloníu og sýndi vel hvernig hún eldist og breytist á árunum sem leikritið nær yfir. Þarna urðu til þrjár til fjórar sannfærandi persónur á sviðinu sem gáfu manni margt að hugsa um.“ Er eitthvað í leikhúsunum ann- að sem þig langar til að sjá? „Ég gæti alveg hugsað mér að sjá Nashyrningana eftir Ionesco í Menntaskólanum við Hamra- hlíð.“ En í bíó? „Þar er ég búinn að sjá allt sem mig langar til að sjá í bili - nema Kristnihaldið, ég þarf að sjá það.“ En í sjónvarpi? „Við feðgarnir eru áhugasamir um Derrick og vorum sérstaklega ánægðir með þáttinn síðast, þá var enginn myrtur! Svo fylgist ég náttúrlega með Matador, öll þjóðin er fallin fyrir þeim þátt- um. Það er skrítið að það var eng- inn hrifinn af þessu í Svíþjóð þeg- ar þættirnir voru sýndir þar ný- lega, kannski sýnir það meiri tengsl milli Dana og íslendinga í hugsunarhætti, við kunnum að meta danskan húmor en Svíar ekki.“ En í útvarpi? „Ég hlusta ekki á útvarp nema einstaka sinnum á klassíska tón- list. Ég er heyrnarskertur og get síður nýtt mér það sem ég heyri en það sem ég sé.“ Hefurðu alltaf kosið sama stj órnmálaflokkinn? „Já já, ég fékk traust og gott uppeldi á því sviði. Þegar ég var í barnaskóla var faðir minn í stjórn Dagsbrúnar og einu sinni á ári birtist mynd af honum á forsíðu Þjóðviljans. Þá var híað á mann í skólanum! En það er ekkert óumbreytanlegt, ég gæti alveg tekið upp á því einhvern tíma að kjósa annan flokk!“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Davíð Oddsson er óvinsælasti stjórnmálamaður á þessu heimili núna, út af ráðhússbyggingu og ævintýrinu í Öskjuhlíðinni. Ann- ars finnst mér hafa dregið úr valdahroka hans, það kemur fyrir nú orðið að hann dregur í land ef hann fær nógu sterk mótrök.“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég myndi reyna að skipu- leggja efnahagsmálin betur, draga úr milliliðum og fjársóun, reyna að ná tökum á óhóflegri einkaneyslu og sukki í einka- rekstri og sjá til þess að fólk fengi laun eftir raunverulegu framlagi. Ég myndi reyna að sjá skynsam- lega lausn á vanda sjávarútvegs og landbúnaðar. Auðvitað eru byggðamálin erfið og viðkvæm, LESANDI VIKUNNAR en það er hægt að spara með betra fyrirkomulagi. Auðlinda- skattur freistar mín, að láta fólk borga fyrir að nýta sameiginlegan rétt okkar, það kæmi betra skipu- lagi á veiðarnar.“ A að lækka kaupið ef fyrirtæki gengur illa? „Sem almenn regla, nei. En það getur verið hugsanlegt að grípa til slíks ráðs í einstökum til- vikum ef starfsmenn kjósa það vegna þess að þeir hafa sérstök tengsl við fyrirtækið." Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Ég bjó lengi í Danmörku og fannst kerfið þar á allan hátt miklu betra en hér. Aukin áhersla á öruggt leiguhúsnæði á sanngjörnu verði og Búsetakerfi væri æskilegt. Það er afskaplega vitlaust að gera það að sáluhjálp- aratriði að fólk eigi endilega steinsteypuna í kringum sig.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Ég nota Bragakaffi frá degi til dags þótt sumir í fjölskyldunni séu ekki ánægðir með það. En þegar mig langar í sterkt kaffi nota ég Gevalia expresso og brugga í sérstakri könnu. Það er reyndar líka gott úr venjulegri kaffivél.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég get ómögulega nefnt neitt sem ég borða ekki nú orðið, og mér finnst flestur matur góður. Ég borðaði helst ekki sósu og lítið af kartöflum þegar ég var ung- lingur, svo var ég við nám í Dan- mörku og á Kannibalnum í Kaup- mannahöfn var lítið annað á disk- unum en sósa og kartöflur. Eftir það borðaði ég allt.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á Jsiandi? „í Danmörku. Þó hef ég líka reynt að búa bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. En á íslandi er best að búa - þrátt fyrir allt.“ Hvernig finnst þér þæeilegast að ferðast? „Mér finnst mest gaman að ferðast í bíl, hæfilega frjálst og afslappað, ákveða engar dag- leiðir fyrirfram heldur leika af fingrum fram. Það er líka þægi- legt að ferðast með lestum og leitt að þær skuli vera að hverfa fyrir bílum og flugvélum." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Framtíðarlandið er land þar sem fólk nýtir hæfileika sína og allir hæfileikar eru metnir. Efna- hagskerfið er lagað að fólkinu þannig að það sem það hefur fram að færa er metið alhliða, bæði stórt og smátt. Yfirborðs- mennska er þar lítil sem engin heldur snýst lífið um raunveruleg verðmæti." Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvort pólitíkin sé tík sem er að deyja?“ Er pólitíkin tík í dauðateygjun- um, Þorsteinn? „Mér finnst hún mjög komin á efri ár og vera að fletjast út í yfir- borðsmennsku. Það er sami grautur í sömu skál hjá flestum stjórnmálaflokkum og virðist ekki skipta máli gagnvart launþegum hverjir eru í ríkis- stjórn, munurinn fer að minnsta kosti sífellt minnkandi. Það er engin tilviljun að nú skuli talað um að steypa þeim saman sem áður voru erkifjendur, og vert að taka eftir þessu og hugsa um það þó að kannski hljóti þetta að fara svona og ekki öðruvísi. Þessi þró- un berst til okkar frá hinum stóra heimi, hún er ekki séríslenskt fyrirbæri. Kalda stríðinu er lokið og það er ekkert Víetnamstríð, stórveldin færast nær hvort öðru. Nú eru þeir tímar að það dregur úr öllum andstæðum að því er virðist, eða þá að andstæður í þjóðfélaginu falla síður að ríkj- andi flokkakerfi. Þetta verðum við að hugsa um og velta fyrir okkur hvort við getum gert eitthvað til að skerpa andstæð- urnar aftur - ef ástæða er til.“ SA þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Tékkóslóvakía limuð sundur enn-eftirvaldboði Hitlers- stjórnarinnar. Slóvakíaog Rút- henía lýsa yfir „sjálfstæði"- Þýzki herinn ræðst inn í Slóvakíu, - Ungverjar ráðast inn í Rúthen- íu. Eimskip hætt við að senda Goðafoss til New York í tilefni af heimssýningunni. I DAG 15. MARS miðvikudagur í tuttugustu og fyrstu viku vetrar, tuttugasti og fimmti dagur góu, 74. dagur árs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 7.46 en sest kl. 19.29.Tungl vax- andiáöðru kvartili. VIÐBURÐIR Þjóðvarnarflokkur íslands stofn- aður 1953. Júlíus Sesar myrtur 44 f.Kr. Fjöldamorðin í Mylai í Víetnam 1968. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 10.-16. mars er í Laugarnesapóteki og Ingólfs Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til f 0 frídaga). Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virkadaga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráöleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar I sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51 f 00. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinviö Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19 Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Siúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opiö virkadagafrá kl. 10-14. Simi 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við iækni/hjúkrunarfræöing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafaveriöofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goöheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameirissjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samt ök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 224400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 14. mars 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 52,78000 Sterlingspund.............. 90,34400 Kanadadollar............... 44,08600 Dönskkróna................. 7,25500 Norskkróna.................. 7,76580 Sænskkróna.................. 8,26500 Finnsktmark................ 12,12220 Franskurfranki............. 8,34200 Belgískurfranki............. 1,35060 Svissn. franki............. 33,05980 Holl. gyllini.............. 25,05760 V.-þýsktmark............... 28,27530 Itölsklira................. 0,03855 Austurr. sch................ 4,01980 Portúg. escudo............. 0,34380 Spánskur peseti............ 0,45480 Japansktyen................. 0,40577 (rsktpund................. 75,56800 KROSSGÁTA I Lárétt: 1 harma4 blunda 8 flóðs 9 atorka 11 Iitla12dramb14 Y 2 3 m 4 6 6 7 :: • samstæðir15ljós17 eimurinn19hás21 bleyta 22 tómi 24 þó25 eggja Lóðrétt: 1 munntóbak 2stertur3skoða4 skrafir 5 tryllt 6 klúry rði 7 hraðanum 10sterka 13glata16nabbi17 lofttegund 18 liðug 20 fljótið 23 varðandi Lausnásíðustu krossgátu , Lárétt: 1 gölt 4 gaut 8 áreitni 9 asni 11 saug 12 skilti 14nn 15læða 17 áttur 19 för 21 Stó22 tólg 24 tagl 25 sina ð 10 11 12 13 n 14 r“i k l j 1® L J n 1S L. J 10 20 ¥T~ n 22 □ 2* n 2% k Lóðrétt: 1 gras2láni3 trillu 4 gisiö 5 ata 6 unun 7 tignir 10 skatta 13 tært 16 afli 17 ást 18 tóg20ögn23ós Miðvikudagur 15. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.