Þjóðviljinn - 16.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 16. mars 53. tölublað 54. árgangur Kjarasamningar Þórarinn V. er ekki orðinn guð almáttugur Björn Grétar Sveinsson: Eflangtímasamningar og verðtryggingar- ákvœði eru ekki lengur inni ímyndinni skil ég ekki tilganginn með allsherjar samfloti verkalýðsfélaga. Hœkkanir á opinberriþjónustu hnefahögg framan í launamenn og pólitísk afglöp stjórnvalda Eg tel ekki að guð almáttugur hafi talað þó svo að Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSI og forusta þess hafni langtímasamningum og verð- tryggingarákvæðum í þeim samningaviðræðum sem frain hafa farið á milli Alþýðusamb- andsins og Vinnuveitendasam- bandsins. Ef þessi afstaða VSÍ verður lokaniðurstaðan skil ég ekki tilganginn með allsherjar samfloti verkalýðsfélaganna, segir Björn Grétar Sveinsson for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafírði. Innan verkalýðshreyfingarinn- ar eru nú uppi hugmyndir um að ganga sem allra fyrst frá skammtímasamningum við vinn- uveitendur sem giltu fram á næsta haust. Telja ýmsir mögulegt að ná slíkum samningum jafnvel fyrir páska, og myndu þeir ein- göngu innihalda tvær grunnkaupshækkanir á samn- ingstímabilinu uppá 8-10%. Björn Grétar bendir á að Verkamannasamband íslands hafi samþykkt ályktun þar sem áhersla er lögð á að semja tiJ langs tíma og ná ennfremur fram verðtryggingarákvæðum og hið sama hafi verið samþykkt af hálfu miðstjórnar Alþýðusambands- ins. Björn sagði að það væri til lítils að leggja af stað með fyrir- fram ákveðna áætlun seni hrynur strax eins og spilaborg og tala á samningafundum á öðrum nótum en lagt var af stað með. - Það er lágmarkskrafa að menn standi við það sem sam- þykkt hefur verið í þessum efn- um. Ef ekki þá er ekkert sem úti- Háskólinn Vökusigur Met þátttaka var í kosningum til stúdenta- og háskólaráðs í Háskóla íslands í gær. Um 56% stúdenta greiddu atkvæði en tæp- lega 10% skiluðu auðu eða ógildu í kosningunum. í kosningum til stúdentaráðs hlaut Vaka 1253 atkvæði eða 50,8% og 7 mennkjörna en Röskva hlaut 986 atkvæði 39,9% og 6 menn kjörna. Athygli vekur að 9,3% skiluðu auðu eða ógiidu. í síðustu kosningum hlaut Vaka 7 fulltrúa og Röskva 6. í kosningum til háskólaráðs hlaut Vaka 1311 atkvæði og 1 fulltrúa og Röskva 978 atkvæði og 1 fulltrúa. Vaka hefur nú meirihluta í stúdentaráði með samtals 16 fulltrúa en Röskva hefur 14 fulltrúa. Á síðasta kjör- tímabili hafði hvor fylking 15 full- trúa. lokar aðra möguleika í stöðunni, sagði Björn Grétar. Eftir helgina verður formanna- fundur hjá Alþýðusambandi Austurlands ef veður og færð leyfa þar sem staðan í samninga- viðræðum ASÍ og VSÍ verður ma. rædd. Þá hefur fiskvinnslufólk hjá KASK á Hornafirði sent for- manni Verkamannasambandsins skeyti þar sem það mótmælir því harðlega að samningafundir við Vinnuveitendasambandið skuli fara fram í húsakynnum þess. Varðandi nýafstaðnar verð- hækkanir á opinberri þjónustu sagði Björn Grétar það vera hnefahögg framan í launamenn og pólitísk afglöp af hálfu stjórnvalda. Afleiðingin væri að heimilin tækju á sig enn eina kjar- askerðinguna þegar atvinna væri minni í fiskvinnslunni vegna minni kvóta nú en áður. Þá væri það illskiljanlegt afhverju orku- fyrirtækin gætu komist upp með að fá samþykktar hækkanir á sín- um gjaldskrám á sama tíma. -grh Alþingi Vaxtastefna í sjálfheldu Lög um Seðlabanka sitja ríg- föst í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar alþingis sökum þess að ríkisstjórnin hyggst flytja ákvæði um bindiskyldu og lausafjárstöðu úr vaxtalögum og í seðlabankalögin. Fyrir vikið er enn margt óljóst um verkan hvorra tveggju laganna og af þeim sökum varð vaxtalagafrum- varpið ekki að lögum í gær. Vegna þessa hefur svigrúm ríkis- valdsins til þess að hafa áhrif á vaxtaþróun hérlendis ekki aukist svo sköpum skipti. Eitt nýmælanna í lögum á að verða helsta vopn ríkisvaldsins í baráttunni fyrir lækkun vaxta, til að mynda í viðræðum við lífeyris- sjóðina um kaup þeirra á skuldabréfum ríkissjóðs með 5% raunvöxtum. Því það er eitt af markmiðum frumvarpsins að „...skerpa heimildir stjórnvalda til að tryggja hóflegar vaxtaá- kvarðanir." ^ Neytendasamtökin Eggjasbíði Verða engin egg til sölu í verslunum eftir páska? Neytendamsamtökin hafa á í hótunum við framleiðendur lækki þeir ekki verðið á eggjum og kjúklingum. IIKI Neytendasamtökin hafa skorað á framleiðendur kjúklinga og eggja að lækka nú þegar verð á vörum sínuin og hverfa frá einok- un og verðstýringu. Segja for- ráðamenn samtakanna að þeir neyðist til að grípa til aðgerða strax eftir páska- - Þetta eru síðustu viðvörunar- skotin, áður en fastar verður skotið, segir Jón Magnússon stjórnarmaður í Neytendasam- tökunum. Hann segir að samtök- in muni m.a. reyna að þrýsta á söluaðila að hætta sölu á kjúk- lingum og eggjum komi ekki til verðlækkunar. Neytendasamtökin segja að á síðustu 20 mánuðum hafi egg hækkað um 121% og kjúklingar um 95% en svínakjöt sem ekki sé undir framleiðslustýringu og ein- okun hafí aðeins hækkað um 40% á þessum sama tíma. -Ig. EFTA Islendingar hrósa sigri Eftirjapl ogjaml ogfuðurféllustleiðtogarEftaríkja áfríverslun með fisk. Viðskiptaráðherra: Mjög mikilvœgur áfangi Islendingar voru að vonuni ánægðir með frammistöðu leiðtoga sinna í gær eftir að þeir höfðu á elleftu stundu knúið í gegn ákvæði um fríverslun með físk í EFTA í lokaályktun leiðtogafundar samtakanna. Á al- þingi gekk maður undir tnanns hönd að hæla þeim Steingrími og Jóni Baldvin á hvert reipi enda væri ákvæðið „mikilvægur áfangi að fríverslun með fisk í gjörvallri Evrópu" svo gripið sé til orðfæris Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra. En það gekk ekki þrautalaust að fá Finna til þess að fallast á fríverslun með fisk í EFTA. Þeir þykjast eiga umtalsverðra hags- muna að gæta með því að tollvernda Eystrasaltssíld og lax á heimamarkaði sínum. Stóð í stappi uns Ingvar Carls- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, hjó á hnútinn með því að hóta því að gera tvíríkjasamning við ís- lendinga um fríverslun með sjáv- arfang. Þá gafst upp finnskur kol- lega hans, Harrí Holkerí að nafni, en þó ekki án skilyrða. Niðurstaðan varð sú að milli- ríkjaverslun með fiskmeti verður frjáls í EFTA frá og með 1. júlí 1990. Með þeirri undantekningu þó að Finnar fá að halda upp- teknum hætti og setja innflutn- ingstolla á-síld og lax úr Eystra- salti allt fram í árslok 1992. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði við Þjóðviljann í gær að ákvæðið um fríverslunina væri ekki svo efnislega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni í bráð en þeim mun mikilvægara sem áfangi að því sem höfuðmáli skipti: frí- verslun með fisk um gjörvalla Evrópu. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kvað árangur Steingríms og Jóns með miklum ágætum. Hann vakti athygli á því að niðurstaða leiðtogafundarins væri sérlega ánægjuleg fyrir okk- ur íslendinga vegna þess hve lítið væri í lokaályktuninni um skuld- bindingar, en mikil áhersla lögð á vilja forystumanna EFTA til þess að standa saman gagnvart þeirri þróun sem yrði í Vestur-Evrópu eftir 1992. ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.