Þjóðviljinn - 16.03.1989, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Síða 2
__________________FRÉTTIR__________________ Lífsbjörg á norðurslóðum Málsóknir yfirvofandi Magnús Guðmundsson og Magnús Skarphéðinsson tjá sig um myndina Viðbrögðin hafa verið ótrúieg því það virðist vera eining meðai þjóðarinnar allrar um að þetta hafi verið góð mynd, þó ein- staka aðilar í umræðuþættinum hafi verið á annarri skoðun.“ „Mér líst alveg fádæma illa á þessa mynd og fátt mun verða þjóðinni til meiri vansa erlendis en þessi mynd.“ Þetta voru svör þeirra nafnanna Magnúsar Guð- mundssonar og Skarphéðins- sonar þegar þeir voru spurðir um álit á sjónvarpsmynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg á norðurslóðum. Þessi svör eru lík- lega nokkuð dæmigerð fyrir álit margra annarra, þar sem skoð- anir manna á myndinni, hval- veiðum og Grænfriðungum virð- ast skiptast mjög í tvö horn þessa dagana. Hvor hópurinn er stærri skal ósagt látið. Magnús Guðmundsson sagðist vera mjög ánægður „með árang- urinn“, en sagði þó að myndin hefði ekki verið búin til með á- kveðinn fyrirfram tilgang í huga. „Við fórum af stað í þeirri trú að við værum að fjalla um samtök sem væru allra góðra gjalda verð en urðum síðan ekki fyrir minna áfalli en hver annar þegar annað kom í ljós. Magnús sagði að ýmis- legt væri í bígerð með sölu á myndinni erlendis, en vildi ekki tjá sig nánar um það, m.a. til að fyrirbyggja að „aðilar yrðu fyrir hótunum". Um yfirlýsingu þá sem Greenpeace í Englandi sendu frá sér og lesin var í sjón- varpi í gær þar sem Magnúsi voru ekki vandaðar kveðjurnar, sagði Magnús að hún sýndi best hvers konar vinnubrögð Greenpeace viðhafi. „Það mun taka áratugi að hreinsa landið af þeim óþverra sem mun berast út úr þessari mynd,“ sagði Magnús Skarphéð- insson, hvalaverndunarsinni og taldi að um lygar og óhróður hefði verið að ræða. Aðspurður um hverju hann teldi Iogið, sagði Magnús að hann hefði ekki minnstu trú á að nokkur Græn- friðungur hefði sviðsett dýra- pyntingar og þekkti hann þó marga Grænfriðunga persónu- lega. Þá sagði Magnús að hann hefði hjálpað nafna sínum með útvegun efnis í myndina því Magnús og Edda Sverrisdóttir hefðu logið út efni á fölskum for- sendum. Sagðist Magnús Skarp- héðinsson hafa reynslu af því að Grænfriðungar tækju ekki upp- lýsingar gildar nema sannanir væru fyrir hendi. Sagði Magnús að vissulega hefðu Grænfriðung- ar dreift sjónvarpsmyndinni um selveiðar Norðmanna nýlega, en um leið og þeir fréttu af því að bætt hefði verið við myndina gömlum tökum frá Nýfundna- landi, hefðu þeir neitað allri sam- Aðeins um helmingur af þeim 32 sýnum af kjötfarsi sem Neytendasamtökin létu Hollustu- vernd ríkisins gerlamæla, reyndust hæf til neyslu. 10 sýni voru ósöluhæf vegna of mikils gerlagróðurs og fjórðungur af kjötfarssýnunum voru ósöluhæf vegna of mikils fjölda kólígerla og saurkóligerlar voru í of miklum mæli i átta sýnum. - Þetta er allt of léleg útkoma og greinilegt að ástandið varð- andi kjötfarsið hefur ekki batnað síðan við gerðum sambærilega könnun fyrir nokkrum árum, segir Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna. Hann segir að niðurstöður þess- arar úttektar verði sendar heilbrigðisyfirvöldum og hugsan- lega mundi samtökin fylgja þessu máli enn frekar eftir. vinnu við framleiðendur. „Áhrifin af þessari mynd hér innanlands eru ofsalega hörð í því að náttúruverndarsinnar séu nán- ast hryðjuverkafólk og samtök misindismanna. Það var ekki eitt orð í myndinni um að náttúru- verndarsamtök hefðu unnið að góðum málefnum, gegn eyðingu skóga o.s.frv.“ Um viðbrögð Greenpeace sagði Magnús Skarphéðinsson að vissulega yrði farið í mál út af myndinni. „Við sátum við að þýða myndina í nótt og hún var send út í dag til Londonarskrif- stofunnar og Danmerkurdeildar- Matvœli Sérstaka athygli vekur að í fjórum verslunum af fimm í Vestmannaeyjum sem voru með í úttektinni, reyndist kjörfarsið ó- söluhæft. í 16 verslunum á höfuð- borgarsvæðinu var kjötfarsið gallað í fimm verslunum og ó- söluhæft í fjórum. Saurkólígerlar fundust í kjörfarssýnum frá versl- unum Vogaveri, Melabúðinni og Miklagarði í Reykjavík, Kaupfé- laginu og Jónsborg í Vestmannaeyjum og í KEA Hrís- arlundi og KEA Höfðahlíð á Ak- ureyri. - Það er mjög alvarlegt mál þegar saurgerlar finnast í mat- vörum og neytendur eiga kröfu á því að svona lagað eigi sér ekki stað, sagði Jóhannes. Niðurstöður varðandi nauta- hakk komu mun betur út en þó reyndust 6 sýni af 32 ósöluhæf. Kóligerlar voru í nokkrum mæli í innar. Þar bíða lögfræðingar og mér skilst að Magnúsi Guðm- undssyni verði stefnt, Eddu og Leif Blædal, danska blaðamann- inum auk íslenska sjónvarpsins. Mál verði höfðað á mörgum for- sendum, bæði vegna stuldar á höfundarrétti á myndum Græn- friðunga, vegna persónulegra ær- umeiðinga o.fl. Lögfræðingar úti segja mér að myndin lendi í máls- höfðun alls staðar og eigi eftir að verða Magnúsi og íslenská sjón- varpinu mjög kostnaðarsöm," sagði Magnús Skarphéðinsson. phh Neytendur vita oft mest lítið um hollustu unninna matvara sem þeir kaupa í matinn. sumum sýnanna, og reyndust fjögur þeirra ósöluhæf vegna þessa. -•g- Kjötfarsið ekki mannamatur ÚttektNeytendasamtakanna á nautahakki og kjötfarsi. Aðeins um helmingur kjötfarssýna reyndist hæfur til neyslu. Saurkóligerlar í of miklu mœli í8 sýnum. Mun betri útkoma á nautahakki. Jóhannes Gunnarsson: Allt of lélegt Þjóðarflokkurinn í viðræðum við Stefáns- menn Flokkur mannsins vill ísland í EB — Það eru í gangi viðræður á milli Þjóðarflokksins og Samtaka um jafnfrétti og félagshyggju um hugsanlega samvinnu þessara að- iia í næstu kosningum. Nefndir eru ma. að vinna að ýmsum drögum þó svo stefnu- skrárnar séu ólíkar. Þá hafa enn- fremur átt sér stað óformlegar viðræður við Borgaraflokkinn um hið sama, sagði Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir í Þjóðar- flokknum. Jóna sagði ennfremur að Flokkur mannsins hefði spurst fyrir um viðræður við Þjóðar- flokkinn með hugsanlega sam- vinnu í huga við næstu kosningar en hún taldi hverfandi líkur vera á því. -grh Alþingi Húsbréfin loks á þing Óvissa um meiri- hlutastuðning Ríkisstjórnin hefur lagt fram á alþingi „frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkissins“. Hér er hið margumrædda og umdeilda hús- bréfafrumvarp á ferð, málið sem Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráherra stendur og fellur með. Óvíst er um fylgi frumvarpsins á alþingi þar eð ýmsir þingmanna Alþýðubandalags og Framsókn- arflokks ala í brjósti efasemdir um ágæti húsbréfa. Þó er það mál fjölda manna á löggjafarsam- komunni að málið sé svo flókið, viðamikið og óskýrt enn að ógerningur sé að gera upp hug sinn til þess á þessari stundu. ks 21 miljarður í staðgreiðslu Staðgreiðslukerfi skatta skilaði ríkissjóði um 21 miljarði í fyrra sem var fyrsta ár nýja kerfisins. Mest kom inn í staðgreiðslunni í síðasta mánuði ársins og næstskil- abesti mánuðurinn var júní. Um 60% af staðgreiðslunni fer í gegn- um Gjaldheimtuna í Reykjavík en minnsti gjaldheimtuaðilinn er Gjaldheimtan í Bessastaða- hreppi sem innheimti um 0,05% af skiluðu staðgreiðslufé, að því er fram kemur í nýútkomnu frétt- abréfi ríkisskattstjóra. Segja inn- heimtumenn að staðgreiðslukerf- ið hafi reynst mun virkara inn- heimtukerfi en margir þorðu að vona. Stóraukið skattaeftirlit Ríkisskattsstjóri úrskurðaði á sl. ári í 62 málum fyrirtækja og ein- staklinga vegna athugunar rannsóknardeildar skattsins. Samtals voru skattar á þessum aðilum hækkaðir um rúmar 243 miljónir. Þar af nam hækkun á álögðum söluskatti tæpum 220 miljónum. Þetta er mun hærri aukaálagning en næstu ár á undan en árið 1987 var úrskurðuð hækkun á sköttum uppá 123 milj- ónir. Alls voru um 480 mál tekin til sérstakrar athugunar hjá rannsóknardeild ríkisskattsstjóra og reyndust 85 þeirra gefa tilefni til hækkunar opinberra gjalda. Stjórnin átalin Iðja, félag verksmiðjufólks á Ak- ureyri hefur harðlega átalið stjórnvöld fyrir fyrirhyggjuleysi í veðlagsmálum. Þær verðlags- hækkanir sem nú dynj a yfir munu kalla á enn hærri kaupkröfur en ella hefði orðið, segir í samþykkt félagsfundar Iðju. Skorar fund- urinn á ríkisvaldið að grípa þegar til nauðsynlegra aðgerða til að auðvelda gerð nýrra kjarasamn- inga og ná stöðugleika í verð- Iagsmálum á ný. Rosa Luxemburg í kvöld Kvikmyndaklúbburinn sýnir í kvöld kl 21 og 23.15 í Regnbog- anum, vestur þýsku myndina Rosa Luxemburg eftir Margaret- he von Trotta. Með aðalhlut- verkin fara þau Daniel Olbryc- hski og Barbara Zukowa sem fékk gullverðlaunin í Cannes 1986 fyrir leik sinn í myndinni, sem fjallar um ævi og störf hinnar merku hugsjónakonu í stjórn- málum í byrjun þessarar aldar. Jóhanna t.v og Sigríður taka við námsstyrkjunum í gær. Mynd-Þóm. Tvær söngkonur fá námsstyrk Söngvarasjóður óperudeildar Fé- lags íslenskra leikara veitti í gær tveimur söngkonum styrk til frekari menntunar í list sinni. Það voru þær Sigríður Jónsdóttir, mezzosópran og Jóhanna V. Þór- hallsdóttir, alt, sem fengu styrki að þessu sinni, 100 þús. kr. hvor, en alls sóttu 9 söngvarar og söng- nemar um styrkina. Sigríður Jónsdóttir stundaði nám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám við há- skólann í Illinois. Jóhanna V. Þórhallsdóttir hóf söngnám hjá John A. Speight við Tónskóla Sigursveins og fór síðan í fram- haldsnám til Manchester í Eng- landi. í stjórn óperusjóðsins eiga sæti þau: Elísabet Erlingsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Krist- inn Hallsson. Sókn motmælir hækkunum Starfsmannafélagið Sókn hefur krafist þess að allar nýlegar hækkanir á vöru og þjónustu verði tafarlaust afturkallaðar og nýjar ekki leyfðar, enda bitni þær mest á tekjulægstu hópum þjóð- félagsins. Þá krefst félagið þess að kjararýrnun undangenginna átta mánaða verði þegar bætt. Jökull fær málverk Þorlákur Kristinsson (Tolli) hélt myndlistarsýningu á Höfn í Hornafirði á dögunum og afhenti við það tækifæri Verkalýðsfé- laginu Jökli málverk að gjöf. Málverkið ber heitið „Beðið tíð- inda“ og er óneitanlega táknræt fyrir stöðu kjaramála um þessar mundir. Verkalýðsfélagið hyggst að sögn Björns Grétars Sveins- sonar formanns þess, koma sér upp málverkasafni, sérstaklega með verkum austur-skaftfellskra málara. Bankaráð ákveði vexti Héðan í frá orkar það ekki tví- mælis að það eru bankaráð en ekki bankastjórar sem ákveða vexti og þjónustugjöld banka. Ennfremur hefur verið girt fyrir ákveðna hættu á misnotkun bankafjár með því að leggja sem næst algjört bann við því að stjórnendur viðskiptabanka eigi hlutafé í fyrirtækjum. Þetta er höfuðinntak breytinga á lögum um viðskiptabanka sem öðluðust gildi við lokaafgreiðslu alþingis í gær. Frumvarpið var lagt fram af ríkisstjórninni í kjöl- far yfirlýsingar forsætisráðherra um efnahagsráðstafanir í önd- verðum fyrra mánuði. ks 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.