Þjóðviljinn - 16.03.1989, Page 3

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Page 3
FRETTIR Ríkisstjórnin Samráð um atvinnumál Sveitarstjórnarmennfunda með fulltrúum ríkisstjórnarinnar 29. mars um atvinnumál. r Igær átti að vera samráðsfund- ur sveitarstjórnarmanna við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um at- vinnumál en honum var frestað til 29. mars vegna ráðherrafundar EFTA á sama tíma og vegna fjar- veru forsætisráðherra. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans áttu að mæta á fundinn forsvarsmenn þeirra sveitarfé- laga þar sem atvinnulífið er í rúst vegna rekstrarerfiðleika hjá við- komandi sjávarútvegsfyrirtækj- um með tilheyrandi fjöldaat- vinnuleysi. Að sögn Jóns Sveinssonar að- stoðarmanns forsætisráðherra var það lagt í vald Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hvaða sveitarstjórnarmenn myndu mæta og hvaðan. En fyrir hönd ríkisstjórnarinnar munu sitja fundinn forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og félagsmálaráð- herra auk sérstaks starfshóps sem vinnur á vegum ríkisstjórnar- innar að stefnumörkun í atvinnu- málum. í henni sitja þau Þor- steinn Ólafsson, efnahags- og at- vinnumálaráðgjafi forsætisráð- herra, Svanfríður Jónasdóttir að- stoðarmaður fjármálaráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir aðstoðarmaður fél- agsmálaráðherra. Jón sagði tilganginn með sam- ráðsfundinum vera að heyra álit sveitarstjórnarmanna hvernig til hefði tekist hingað til með starfi Atvinnutryggingarsjóðs, hvers menn vænta af starfi Hlutafjár- sjóðs og öðru sem að gagni mætti koma í frekari stefnumörkun atvinnumála af hálfu stjórnvalda. -grh Fulltrúar bankastofnana niæta til fundar hjá bankastarfsmönnum í gærmorgun. Mynd - Þóm. Bankamenn Farið yfir Fyrsti samningafundur banka- starfsmanna og bankanna var haldinn i gærmorgun. Að sögn Hinriks Greipssonar formanns SIB var á fundinum farið í gegn- um kröfugerð félagsins, en bankamenn vilja ná aftur sama kröfugerð kaupmætti og í siðasta samningi aðila, kauptryggingu auk ýmissa sérkrafna. Á fundinum í gær var ákveðið að skipta samninganefndum upp í tvo vinnuhópa, en reiknað er með næsta fundi mjög fljótlega. Þýskalandsmarkaður Karfáverð þokast upp Víðir HFfékk 68,34 að meðaltalifyrir karfa- kílóið ígær. Fremur lélegtfyrirþorskinn á Englandsmarkaði eða 68 krónur að meðaltali fyrir kílóið Meiri bjartsýni gætir meðal út- gerðarmanna en áður með að fá viðunandi verð fyrir þann karfa sem skip þeirra eru á leið með á markað í Þýskalandi eftir sölu Guðbjargar ís og Víðis HF í vikunni. Hinsvegar er verð fyrir þorsk á Englandsmarkaði frekar lélegt. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna seldi Guð- björg ÍS á mánudag og þriðjudag 314 tonn af karfa fyrir rúmar 20 miljónir króna og var meðalverð- ið 64,05 krónur. f gær seldi svo Víðir HF 228 tonn fyrir 15,6 milj- ónir króna með 68,34 sem meðal- verð. Þetta er töluvert betra verð en fékkst þegar Vigri RE seldi í síðustu viku en þá fengust aðeins rúm 51 króna fyrir kílóið af karfa vegna offramboðs á markaðin- um. Fjórir togarar selja í Þýska- landi næstu daga en það eru Við- ey RE, Kolbeinsey ÞH, Hegra- nes frá Sauðárkróki og Snæfugl frá Reyðarfirði. Uta,nríkisráðuneytið féllst á kröfu LÍÚ að heimila ekki út- flutning á gámafiski í næstu viku og svo var einnig í fyrra. En eins og kunnugt er halda útgerðar- menn því fram að orsök verð- fallsins í síðustu viku hafi verið vegna offramboðs af gámafiski sem utanríkisráðuneytið var ekki sammála og kenndi um fyrstu vorhitunum í Þýskalandi. Aftur á móti hefur verð fyrir þorsk verið fremur lélegt í Eng- landi og hefur kílóið af honum farið á 68 krónur. í gær seldi Höfðavík AK um 190 tonn í Hull og í dag selur Ólafur Jónsson GK. Mikið framboð er af gáma- fiski á Englandsmarkaði eða rúm þúsund tonn. -grh Fimmtudagur 16. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Tal um sameiningu bankanna hefur staðið í áratugi og lítið þokast. Verður einhver breyting á nú á næstu vikum? 1 Bankar Hreyfingar til sameiningar Nokkur hreyfing virðist vera á viðræðum cinkabankanna um sameiningu og þá í tengslum við kaup á meirihlutahlut í Út- vegsbanka íslands hf. Aðalfundir í Verslunarbanka og Iðnaðar- banka verða haldnir nú á föstu- dag og laugardag og hafa aðilar sem eru sameiginlegir hluthafar í báðum þessum bönkum, t.d. Líf- eyrissjóður Verslunarmanna og Eimskip hvatt til sameiningar þessara banka. Hefur jafnvel ver- ið búist við að þeir muni leggja fram tillögur um að bankaráðun- um verði veitt heimild til samcin- ingar á aðalfundum bankanna. Hörður Sigurgestson, forstjóri Eimskips sagði þó í samtali við Þjóðviljann að hann vissi ekki af neinni slíkri tillögu, hvorki fyrir fund Verslunarbanka né Iðnað- arbanka. Heimildir Þjóðviljans segja að áhuginn á slíkri samein- ingu sé meiri af hálfu Iðnaðar- bankans, en ákvcðnir aðilar í Verslunarbanka leggist alfarið gegn hugmyndum um sameiningu við Iðnaðarbanka. Meiri líkur eru hins vegar tald- ar á samkvæmt sömu heimild að Alþýðubanki og Verslunarbanki sameinist. Magnús Geirsson, bankaráðsmaður Alþýðubanka sagði hins vegar að engar form- legar viðræður um sameiningu Alþýðubanka og Verslunar- banka hefðu farið fram á milli bankaráðanna, en bankaráð Al- þýðubankans hefði gefið banka- stjórum heimild til óformlegra viðræðna við bankastjóra Versl- unarbanka. Vildi Magnús gera heldur lítið úr því hversu langt þessar viðræður væru komnar og hvaða árangri þær kynnu að skila. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er formaður banka- ráðs Alþýðubankans, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ hins veg- ar mjög áfram um að af slíkri sameingu geti orðið. Engar við- ræður hafa farið fram milli Iðnað- arbanka og Alþýðubanka, enda mun fremur kallt milli ráða- manna þar eftir að síðustu við- ræður um hugsanlega sameingu fóru út um þúfur. Slík persónuleg tengsl má ekki vanmeta á hvern veginn sem er, jafnvel þó um svo stórt mál sé að ræða sem samein- ingu í bankakerfinu. Björn Friðfinnsson, formaður nefndar sem vinna skal að sam- einingu banka og sjá um sölu á hlutabréfum í Utvegsbanka ís- lands hf. sagði að nefndin sæti nú og biði. Nefndin hefði komið að máli við bankana og borið þeim þau skilaboð að þegar þeir hefðu í BRENNIDEPLI myndað eina eða hugsanlega tvær blokkir væri kominn tími til að ræða sölu hlutabréfa í Útvegs- bankanum. Þegar það væri í höfn myndi nefndin velja til viðræðna þá samsteypu sem talið væri að mestri sameiningu og hagræð- ingu hefði náð með tilurð sinni. Yrði stefnt að því að selja við- komandi blokk meirihluta hlutabréfa eða a.m.k. hlut sem dygði til afgerandi yfirráða yfir bankanum. Eitt verkefna nefnd- arinnar var svo að dreifa hlutafj- áreigninni sem mest, þannig að búast má við að margir smáir hluthafar verði við hlið þess stóra. Verði ekki af sameingu einka- Verslunar- oglðn- aðarbanki, ellegar Verslunar- ogAl- þýðubanki eru líklegastir til sam- einingar. Að öðr- um kosti mun ríkisstjórnin beita sérfyrir samein- ingu ríkisbank- anna og Útvegs- banka bankanna kemur til kasta sam- þykktar ríkisstjórnarinnar segir Björn, þess efnis að þá verði Út- vegsbankanum einhvern veginn skipt upp á milli ríkisbankanna tveggja sem jafnframt verði að hluta eða alfarið sameinaðir. Aðrir eru á annarri skoðun. Þeir segja sem svo að það hafi staðið í 30 ára stappi með sameiningu bankanna og Jón Sigurðsson hafi vel efni á að bíða með aðgerðir í 6 mánuði eða ár. Landsbankinn sé á engan hátt í stakk búinn að taka við auknum sjávarútvegsvið- skiptum sem fylgi Útvegsbankan- um og Búnaðarbankinn vilji ekki taka við Útvegsbanka nema þeir fái að ráða hvernig það yrði gert. Ekkert liggi í rauninni á nú að sameina einkabankana í einu hendingskasti. Þá segja heimildir Þjóðviljans að sterkir aðilar innan bæði Verslunar- og Iðnað- arbanka hafi fyrst og fremst áhuga á sameiningu þeirra banka í sjálfu sér. Kaup hlutabréfa í Út- vegsbanka beri að líta á sem sjálf- stætt mál sem tekin verði afstaða til óháð Útvegsbankakaupum. En hvað með sparisjóðina og Samvinnubankann? Samkvæmt heimildum Þjóðviljans eru spar- isjóðirnir ekki taldir koma til greina sem hugsanlegir meiri- hlutakaupendur að hlutabréfum Útvegsbankans. Hugmyndir sparisjóðanna hafa verið þær að Samband sparisjóða gæti komið til greina sem kaupandi hluta- bréfanna, en þar þykir nefnd Björns Friðfinnsonar ekki nóg að gert og vill sjá raunverulega sam- einingu sparisjóða. Hvað Sam- vinnubankann varðar segja heimildir að aðrir bankar hafi ekki áhuga á sameiningu við þá. Aðalástæðan er fyrst og fremst talin ótti hinna bankanna við þau sterku tengsl sem eru á milli Sam- vinnubanka og SÍS. Sameiningu við Samvinnubanka hljóti að fylgja viðskipti við SÍS sem hinir einkabankarnir eru taldir óttast og komi þá allt fyrir ekki þó SÍS sé talið tilbúið að selja sín bréf í Samvinnubankanum. phh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.