Þjóðviljinn - 16.03.1989, Side 4

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Side 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkaiýöshreyfingar Orð er á íslensku til Um helgina geröust þau ánægjulegu tíöindi aö ungt skáld, Gyrðir Elíasson, hlaut fyrstur manna stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar. Aöalsmerki Gyrðis er hve listilega hann beitir Ijóðmálinu til að draga upp sýnir og innri atburði fyrir sjónum lesanda eða áheyranda síns. Hann er staddur mitt í krefjandi hringiðu nútímalífs, og málið notar hann eins og nýtísku leisergeisla þó að það sé eins gamalt og á grönum má sjá. Hann skoðar orðið eins og smiðurinn viðarbútinn áður en hann fellir það í smíðisgripinn, og þó gefur þessi samlíking til kynna rólega yfirlegu sem á ekki við þetta skáld: fíósemi get ég ekki miðlað, af henni á ég ekkert, flugþol órólegra hugmynda virðist án takmarka, þær hefja sig á loft í hvelfingunni og sveima nótt eftir nótt í húðvængjulíki milli súlna, ég ligg og fylgist með þeim undir glerinu... eins og segir í upphafi Ijóðabálksins Blindfugl/Svartflug. Það er kannski óþarft að óttast um afdrif íslenskrar tungu meðan upp sprettur ungt fólk með annað eins vald á henni og Gyrðir hefur. Þó eru fleiri á þeirri skoðun að nú þurfi einmitt að standa sérstakan vörð um tunguna vegna þess að sótt sé aö henni hvaðanæva; þjóðfélagshættir breytist hratt og grafi undan málinu sem auðvitað hefur orðið til sem tjáning á lífi og aðstæðum fólks í landinu, og sterkur straumur berist að henni frá enskri tungu og menningu, þess vegna skili móð- urmálskennslan ekki nógu góðum árangri. Menntamálaráðherra hefur nú ákveðið að gera sérstakt málræktarátak í ár til að efla áhuga fólks á móðurmálinu. Á áætlun þess er til dæmis að halda ráðstefnu, taka fjölmiðla með stormi og efna til móðurmálsviku í skólum landsins, og er það allt góðra gjalda vert. En þegar fólk hefur áhyggjur af því að börn hætti að tala íslensku og taki upp ensku í staðinn vegna þess að hún glymji í eyrum þeirra lengur en móðurmálið á hverjum degi, vill það gleymast að þau börn sem eru í mestri hættu að týna eigin tungu eiga kannski minnsta möguleika á að læra aðra tungu svo vel að þau geti notað hana til að tjá innstu hug- renningar sínar. Aivarlegasti vandinn er ekki að fólk skipti um tungumál heldur að það standi uppi með ekkert. Hvernig á að ná til þessara barna og koma til móts við þau? Þau sækja ekki ráðstefnur og hætt er við að þau telji sig ekki gjaldgeng á móðurmálsviku í skólum. Ein leið er að fara til þeirra, byrja hjá þeim sjálfum. Leyfa þeim að tala um hugmyndir sínar og hlusta á það sem þau hafa að segja, bera virðingu fyrir tjáningarmáta þeirra og fara kurteislega að því að bjóða þeim leiðsögn áleiðis, ef þau finna sjálf að þau vilji komast lengra. Nú segja kennarar: þetta gerum við alltaf þegar tími vinnst til. En börn þurfa of oft að hlíta valdboðum að ofan þegar betri árangur fengist með því að leyfa þeim að reyna sig, þó að þau beiti málið ofbeldi í fyrstu. Láta þau reka sig á það sjálf að þau eiga ekki orð til að segja það sem þau vilja segja þegar þau þurfa að koma því frá sér. Láta þau þá, en ekki fyrr, spyrja, læra. Allir hafa boðskap fram að færa ef eftir honum er spurt og það er hverjum og einum í hag að finna út hvaða leið er best til að koma nákvæmlega því til skila sem maður vill sjálfur. Til þess er tungumálið, til þess viljum við varðveita það. Til þess að órólegar hugmyndirnar tylli sér á límborna veggina, eins og Gyrðir segir í áðurnefndu Ijóði. SA KLIPPT OG SKORIÐ Misráðin banntilraun Eins gott grænfriðungum tókst ekki að fá samþykkt lögbann á hvalamyndina sem sjónvarpið sýndi í fyrrakvöld, því úr þessu öllu varð merkilegur fjölmiðlaat- burður sem vonandi setur af stað ferska umræðulotu í deilunni. Það var örugglega misráðið af þeim grænu að reyna að stöðva myndina hér. Við erum þannig gerðir fslendingar að vilja sjá og reyna með eigin augum og þolum illa að okkur sé eitthvað bannað, - hvort sem þar er á ferðinni forn frelsisþrá og hetjulund eða ósköp einfaldlega frekja dekurbarnsins. Nema hvorttveggja sé, - en hvað sem því líður er það ágætur kost- ur við hina sameiginlegu þjóðar- sál að öll ritskoðunartilhneiging vekur henni ósjálfráða samúð með þeim sem átti að loka úti. Og hvalamálinu hefur hvort eð er verið svo rangsnúið hér á landi að einn snúningur í viðbót skiptir ekki öllu. Það er hinsvegar ekki erfitt að skilja viðbrögð grænfriðunga að séðri hvalamynd Magnúsar Guð- mundssonar. Þáð er eiginlega bara tvennt til. Annaðhvort eru ásakanirnar réttmætar og sam- tökin Greenpeace þarmeð eins- konar svikamylla skemmdar- verkasveita, dýraníðinga og fjárplógsmanna. Eða logið er uppá grænfriðunga. Islenska sjónvarpið hefur með sýningu myndarinnar tekið það á sig að kanna þetta mál. Engin óyggjandi sönnunargögn voru lögð fram í myndinni sjálfri, og sakborningum ekki gefinn kostur á að verja sig. Sjónvarpið tók þann kost að kaupa samt þetta áhugaverða sjónvarpsefni, og þurfa starfsmenn á fréttastofu og innlendri dagskrárgerð ekki að kvíða aðgerðaleysi á næstunni, vegna þess að héðanaf er það sið- ferðileg skylda sjónvarpsmanna að leita botns í málinu. Vísindaveiðavörn Það er engin ástæða til að efast um fyrstu forsendur að baki myndar Magnúsar. Hann hefur ætlað að gera mynd um forvitni- legt efni sem ætla mátti að svaraði eftirspurn og gæti borgað sig vel. Við hér nyrðra mætum ýmis- konar misskilningi suðrí álfum og fuli ástæða til að vekja athygli á nokkrum þeirra staðreynda sem mynda lífsgrundvöll á norður- slóðum, til dæmis þeirri að við veiðum dýr til matar og sjáum ekkert ljótt við það meðan ekki er stunduð rányrkja. Fólki sem býr í menguðum stórborgum, finnst ljótt að drepa dýr með veiðum en kaupa sér hormóna- hamborgara úr næsta sláturhúsi í hádegismatinn, - við slíkt fólk höfum við ekki margt að segja. En hafi þetta verið upphafs- hugmynd Magnúsar við myndina er ljóst að aðrir þættir hafa síðar vegið þyngra. Myndin „Lífsbjörg á norðurslóðum" er nefnilega að lokum um aðeins eitt mál: svo- kallaðar vísindaveiðar á hval og fláttskap þeirra sem hreyft hafa andmælum við þeim. Hvaladeilan undanfarin ár er merkilegt umfjöllunarefni, og einsog um flest önnur mál er erf- itt á að halda, og sennilega á- stæðulaust, án þess að einhvers- konar afstaða myndist, samúð með einhverjum aðila. Slíkt er ekki óeðlilegt í vel unninni heimildarmynd, að fengnum öllum helstu rökum máls. Hinn helgandi tilgangur Þeir Magnús virðast hinsvegar hafa hætt fljótt við að gera heimildarmynd eða rannsóknar- mynd og snúið sér að áróðri þar- sem tilgangurinn helgar meðalið og ekkert bragð er of vont eða óheiðarlegt til að því sé ekki hægt að beita fyrir málstaðinn. Og þetta var leiðinlegt. Myndin verður nefnilega að hreinni áróðursmynd, og lýtur aðeins hráustu lögmálum þeirrar grein- ar. Slíkar myndir geta átt rétt á sér, og eru nátengdar auglýsinga- bransanum. Umferðarráð býr til dæmis til áróðursmyndir á hverju ári án þess hreyft sé nokkrum mótmælum: bjór er víst áfengi, edrú og spenntur aki halur knár illt er án ljóss að rata, seinn ekur einn óbeinn eftir neinn, við göngum svo léttir í lundu. En það er mjög mikilvægt fyrir lýðræðið að slíku áróðursefni sé haldið skýrt aðgreindu frá fréttaumfjöll- un og heimildavinnu. Og einkar mikilvægt fyrir okkur sem höfum starfsheitið blaðamaður, það sama og Magnús, að vita á þessu glögg skil. Það er óneitanlega svolítið furðulegt fyrir fslendinga að sitja undir þeim upplýsingum til dæm- is að hvalveiðar skipti okkur sama máli og bílaiðnaðurinn Bandaríkjamenn. Og það er líka skrítið að halda því fram að vís- indaáætlunin sé einungis fram- hald af öðrum hvalarannsóknum sem hér hafi staðið í blóma áður en veiðibannið var samþykkt. Og gaman væri að fá á því skýringu hvernig 78 vísindahvalir geta flokkast undir „a limited numb- er“ - takmarkaðan fjölda - þegar meðalveiði fyrir bann var 380 hvalir. Þrjú áfelli En þetta er minniháttar. Það sem gerir hvalamynd Magnúsar að áróðursmynd í nei- kvæðum skilningi orðsins er eink- um þrennt: í fyrsta lagi að talsmenn Gre- enpeace fá ekki að svara fyrir sig, verja hendur sínar gagnvart þeim ásökunum eða dylgjum sem í myndinni er beint að þeim um uplýsingafölsun. Svör Magnúsar í umræðuþætti eftir myndina um það mál voru þau að hann hefði vitað svör grænfriðunga fyrir- fram. En við sem sáum myndina? í annan stað eru það engin vinnubrögð að leggja að jöfnu selveiðar Grænlendinga og grindadráp Færeyinga annar- svegar og hvalveiðarnar hér hins- vegar. Hvalveiðarnar eiga sér enga hefð á við þessar veiðar grannanna, eru stundaðar á allt annan veg, eru allt aðrar að mikilvægi, og eiga sér allt aðra sögu. Einu hvalveiðarnar sem hugsanlegt er að bera saman við þessar hefðbundnu veiðar grannþjóða okkar eru hrefnu- veiðarnar fyrir vestan og norðan. Fyrir þeim er uppundir aldar- gömul hefð, þær hafa verið mikill hluti atvinnulífs í fámennum byggðarlögum, eru stundaðar á tiltölulega frumstæðan hátt, og afurðirnar allar seldar á innan- landsmarkaði. Köllunum í hrefnuplássunum var hinsvegar sagt að hætta veiðum við hvalabannið. Ekki var gerð alvarleg tilraun til að reka hrefnuveiðamálið sem sér- stakt réttlætismál innan Hval- veiðiráðsins, svipað veiðimálum ýmissa byggðahópa og frum- byggja. Og fyrirætlanir um vís- indaveiðar á hrefnu voru lagðar strax á hilluna. Hvers vegna? Þarf ekki sömu vísindi til að reikna út hrefnuna og þarf á langreyðina? Eða voru hagsmunirnir aðrir? Pólitískur styrkur hrefnukallanna eitthvað minni en Hvals hf.? Sjónvarpið á enn eftir að leita svara við þessum spurningum, - þeim var að minnsta kosti ekki svarað í gær. í þriðja lagi var hvergi um það getið í mynd Magnúsar Guð- mundssonar um hvalveiðar ís- lendinga að á íslandi hefur verið efast stöðugt um rökin bakvið vísindaáætlunina frá því hún varð til, og víða í samfélaginu er talið að stjórnvöld hafi haldið rangt á málinu frá upphafi. Þarna var til dæmis ekki talað við neinn úr hópi líffræðinganna sem sett hafa fram opinberlega mjög hvassa gagnrýni á áætlunina. í áróðurs- mynd er heppilegra að láta líta svo út að enginn ágreiningur sé um málið. Klandrið Því miður benda fyrstu við- brögð við hvalamyndinni í sjón- varpinu til þess að áróðursmynd- in hafi náð tilgangi sínum. Menn hafa sannfærst og fundið sér óvin til að spretta að fingrum. Hinir vondu grænfriðungar úr stór- borgunum sem af illvilja sínum níðast á okkur norðurslóðafólki. Að halda höfði Þetta er slæmt. Núna hefðum við einmitt þurft á að halda skynsamlegu viti og þjóðarstolti lausu við minnimáttarrembu til að komast án frekari áfalla og án frekari kinnroða útúr því klandri sem hvalastefna yfirvalda hefur komið okkur í. Og við hefðum einmitt þurft að leysa úr þessum örðugleikum í samskiptum okkar við umhverf- isverndarsamtök og náttúru- verndarmenn, sem að öllu eðli- legu ættu að vera einir helstu pólitísku og viðskiptalegu banda-' menn okkar á markaðssvæðum okkar hjá stórveldum í Norður- Ameríku og Evrópubandalagi. Áróðursmynd Magnúsar Guð- mundssonar hjálpar ekki til við þessi verk. Hún getur hinsvegar hjálpað okkur við að halda áfram þeirri þjóðlegu iðju að berja höfðinu við steininn. Eða stinga því í sandinn. -m Þjóðviljinn Síöumúla 6-108 Reykjavík Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rft8tjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Aftrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofu8tjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Oiga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiftsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhoimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verft í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áskrlftarverft ó mónufti: 900 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.