Þjóðviljinn - 16.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Blað og hreyfing í kreppu Þjóðviljinn er óhress núna og nýverið var starfsmönnum hans sagt upp störfum. Að sögn til þess að hagræða og endurskipuleggja. Á mannamáli til þess að fækka starfsfólki. í loftinu liggur enn- fremur að enn verði að minnka blaðið og farið er að tala um „Al- þýðublaðsstærð" sem hugsanlegt viðmið. Af þessum sökum hafa aðstandendur blaðsins verið að tjá sig um framtíðarhorfurnar síðustu daga. Helgi Guðmundsson segir skýrt og skorinort að framtíð blaðsins sé háð fjárstuðningi frá aðstandendum þess og að þeir verði um leið að „hafa trú á gagn- semi slfks stuðnings." Þröstur Haraldsson lýsir síðan þeirri skoðun sinni í Nýju helgarblaði 10. mars s.l., að Þjóðviljinn sé í fyrsta lagi einstakur umræðu- grundvöllur félagshyggjuaflanna í þjóðfélaginu, og í öðru lagi hafi hann „tekið afgerandi þátt í hug- myndalegri þróun á íslenska vinstrikantinum og þar með haft áhrif á þróun alls samfélagsins." Þessi tvö atriði telur Þröstur sér- staka ástæðu til þess að standa vörð um, en fárast síðan í fram- haldinu yfir því að sífellt sé verið að fjalla um fleiri viðfangsefni en blaðið ráði við. í lok greinar sinn- ar klykkir Þröstur síðan út með þessari dæmalausu klausu: „En fyrst og síðast er það um- ræðan sem hefur blómstrað á síð- um Þjóðviljans síðustu 10-15 árin. Þar hefur verið tekist á um flest þau mál sem vinstrimenn eru að velta fyrir sér hverju sinni. Og á blaðinu hafa lengst af starfað menn sem hafa haft lag á að veita nýjum straumum og nýjum hug- myndum inn í þessa umræðu". Ég hef lesið Þjóðviljann af stakri samviskusemi í meira en áratug og eftir að hafa lesið þessi orð Þrastar get ég ekki orða bundist og ætla reyndar að drepa á fleira en Þjóðviljann einan. Vandi blaðsins er vandi vinstri- manna á íslandi í hnotskurn eins og hann hefur birst okkur óbreyttum síðustu ár. Hug- myndafræðileg hentistefna hefur verið ríkjandi og Alþýðubanda- lagið veit orðið ekkert um það hvert það vill stefna né heldur hvernig það vill ná markmiðum sínum. Pólitísk markmið flokks- ins hafa einkum birst í því að klekkja á andstæðingum sínum með því að komast í ríkisstjórn, hvað sem það annars kann að kosta í stefnumiðum, eins og dæmin frá 1980 og 1988 sýna hvað best. í fyrra skiptið var dásamlegt að atriði í grein í Þjóðviljanum ný- lega. Nú má endalaust deila um hvernig rétt sé að nálgast sósíal- ismann en ótvírætt var farið vit- laust að því s.l. haust. Hér úti um land var því blákalt haldið fram að ef Alþýðubandalagið gengi ekki umsvifalaust inn í ríkis- stjórn, þá myndu atvinnuvegirnir almennileg kreppa í aflatölum eða lækkandi útflutningsverði. Allt þetta er okkur verðugt um- hugsunarefni sem eigum nú í kjaradeilum, m.a. við háttvirtan fjármálaráðherra. Við horfum upp á þá einföldu staðreynd að hafa fengið fáein hundruð króna í launahækkun síðan um mitt síð- asta ár til að mæta stórfelldum hækkunum á matvörum, bensíni Bragi Guðmundsson skrifar ,Vandi blaðsins er vandi vinstrimanna á ís- landi íhnotskurn eins og hann hefur birst okkur óbreyttum síðustu ár." koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og þótt nauðsynlegur þingmeiri- hluti væri ekki fyrir hendi síðasta árið sem flokkurinn átti aðild að ríkisstjórn Gunnars Thoro- ddsens, þá virtist það ekkert vefj- ast fyrir forystumönnum hans. í seinna skiptið var harðsvíraðri hægristjórn breytt í vinstristjórn á fáum dægrum, með því einu að skipta íhaldsráðherrunum út fyrir allaballa sem ætluðu sér að frelsa heiminn. Flestir hinna sátu sem fastast en urðu allt í einu svo undur frjálslyndir í hugsun við að fá nýja spilafélaga. Þetta átti að vera einstakt tækifæri til sóknar í nafni félagshyggju og jafnréttis. Þessi hringavitleysa er nátengd öðru einkenni á Alþýðubanda- laginu og kannski mörgum öðr- um krataflokkum á Vestur- löndum í seinni tíð, en það er sú árátta að vilja sýna það og sanna að kratar geti rekið og eigi að reka kapítalískt þjóðfélag betur en borgararnir sjálfir. Ég efast ekki um að þessu marki sé auðvelt að ná, en um leið er vinstrihreyfingin að nokkru að dæma sig úr leik frá upphaflegum hugsjónum og stefnumiðum. Um það er ég alveg sammála Birnu Þórðardóttur sem kom að þessu stöðvast á fáum vikum og at- vinnuleysi yrði mikið. Hér lá því mikið við. Öll þekkjum við þró- unina síðan. Björgunarsveitinni hefur grimmilega mistekist ætl- unarverk sitt og í leiðinni lét hún sig ekki muna um að traðka með illyrmislegum hætti á samnings- rétti launafólks, alveg eins og fyr- ri valdhafar höfðu gert. í leiðinni var Kvennalistanum sagt að pól- itískur meydómur og staðfesta við hugsjónir væru einskis virði í alvöru pólitík. Við þessi ósköp öllsömul rifjaðist upp fyrir mér vandræðagangurinn og tvískinn- ungshátturinn í flokknum í verk- föllunum frægu haustið 1984. Með hverjum ætli hann og mál- gagnið muni standa í kjaradeilum næstu vikna og mánaða? Og hvað með matarskattinn? Hvar eru fyrirheitin um afnám hans og hvar eru bætt lífskjör launafólks? Ég er ekkert búinn að gleyma öllum stóru orðum Þjóðviljans á fyrstu mánuðum síðasta árs, en hvar í ósköpunum eru þau nú? Það þýðir ekkert að skýla sér á bak við þau rök að ef flokkurinn væri ekki í ríkisstjórn, þá væri ástandið ennþá verra. Og svo er ekki einu sinni merkjanleg og öðrum nauðsynjavörum. Og þá segir sósíalistinn og málsvari Íaunafólks í ráðherrastólnum: Tölum heldur um velferðarkerfið og framtíð þessW Hann er senni- lega ekki frekar en aðrir á hans aldri með vísitölutryggð lán á ok- urvöxtum og trúlega nægilega vel launaður til þess að hafa ekki áhyggjur af eigin afkomu. Þetta finnst kannski einhverj- um vera útúrdúr, en ég held miklu frekar að við séum að ræða kjarna málsins. Alþýðubanda- laginu og þar með Þjóðviljanum hefur mistekist að veita íslenskri vinstrimennsku þá forystu sem við ætlumst til svo mörg. Bæði blað og flokkur virðast vera í ó- nógum tengslum við það um- hverfi sem þeim er ætlað að lifa og hrærast í. Hver er svo sérstaða Þjóðvilj- ans? í mínum augum er ekkert það orðið í honum sem ég get ekki lesið um í öðrum blöðum. Félagshyggja er á síðum hans naumast rúmfrekari en annars staðar og frumkvæði í hug- myndafræðilegri umræðu hef ég lítið orðið var við. Greinar Gests Guðmundssonar eru þar nokkur undantekning og svo hefur Sig- þrúður stundum svarað honum með skemmtilegum hætti. Frá starfsmönnum blaðsins hef ég satt best að segja ekki tekið eftir neinum umtalsverðum nýjungum eða frumkvæði, eins og Þröstur vill vera láta. Og það sem meira er, þá fara blaðamenn þess oft alveg ótrúlega í taugarnar á mér þegar þeir eru að skrifa fréttir upp af fjarritum erlendra frétta- stofa. Mér er til dæmis minnis- stætt að fyrir rúmu ári birtist hóp- ur af slíkum „fréttaskeytum" frá Reuter sem -ks var skrifaður fyrir. í þessum fréttum var fjallað um ofbeldi ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum og var hvergi til sparað við að ford- æma hina blóðþyrstu ísraelsku dáta. Sannarlega ætla ég ekki að bera blak af atferli þeirra, en það er lágmarkskrafa að lesendum sé látið eftir að álykta út frá skynsamlega sagðri frétt. Stund- um er eins og fréttamenn Þjóð- viljans fái eitthvert persónulegt kikk út úr því að hugsa fyrir okk- ur hin. Ég er ósköp venjulegur lesandi Þjóðviljans úti á landi og nú orðið á ég í mestu erfiðleikum með að réttlæta fyrir sjálfum mér að halda áfram að kaupa blaðið. Það flytur litlar fréttir af landsbyggð- inni, erlendar fréttir (og reyndar innlendar líka) eru einatt mat- reiddar ofan í lesendur meira en góðu hófu gegnir, íþróttafréttir eru nánast horfnar, mikið er af svokölluðu menningarefni úr Reykjavík sem skiptir mig eðli- lega frekar litlu, pólitísk stefna blaðsins er í molum, og svo kost- ar það 900 krónur á mánuði eftir síðustu hækkun. Helgi Guðmundsson hittir naglann á höfuðið þegar hann vfsar til þess að lesendur Þjóðvilj- ans verði að hafa trú á honum. Trúnaðarbrestur er mikill orðinn með blaðinu og lesendum þess. Yfir hann tjóar ekki að reyna að breiða. Eina lífsvonin felst í af- dráttarlausari pólitík, vandaðri vinnubrögðum, heiðarleika og kjarki til þess að standa við orð sín. Bragi er menntaskólakennari á Akur- eyri. Þjoóviljinn og nýtt dagblað í hvert sinn sem eitt dagblað eða fleiri (fyrir utan Moggann) lendir í fjárkröggum fara menn að ræða um sameiningu blaða á „vinstri kantinum". Sú umræða er nú aftur komin í gang í kjölfar erfiðleika Þjóðviljans. Ég ætla í þessari grein að ræða örlítið um dagblöðin, sameiningarhug- myndirnar, hlutverk blaða og þörfina á nýju dagblaði á íslandi. Hugmyndir aðstandenda „litlu blaðanna" um sameiningu þeirra eru algjörlega úr takti við tímann og þjóðfélagið. Hingað til hefur verið talað um að sameina flokkalínurnar í eitt blað, „eitt vinstra blað", „mótvægi við Morgunblaðið", „félagshyggju- blað" o.s.frv. Þess vegna verða sameinað Alþýðublað, Tími og Þjóðvilji aldrei annað en þessi þrjú blöð heft saman á kilinum. Hugmyndirnar hafa ekki enn komist lengra. Hver flokkur myndi krefjast þar síns pláss, síns leiðaraskríbents, flokkspólitísks samræmis í skrifum. Hugmyndin um að fá Kvennalistann með í þetta sameinaða blað staðfestir þessa flokkslínu-hugsun. Sam- einað blað á þessum grundvelli yrði aldrei annað en óskapnaður, og það sem meira er: blað sem fólk hvorki keypti né læsi. Og þar með ætti málið að vera afgreitt. Okkur vantar gott, frjálslynt, víðsýnt dagblað sem er óháð öllum stjórnmálaflokkum og -stefnum, hagsmunum og hug- myndafræði. Og til þess að reyna næsta). Fleiri dæmi væri hægt að nefna. Sama gildir um útlits- hönnunina. Einu sinni setti Guðjón Sveinbjörnsson þáver- andi útlitshönnuður Þjóðviljans ur úr fréttum að mínu viti, það kemst hvort eð er aldrei yfir að fjalla um allt. Semsagt meiri gæði, minna magn. Því hefur stundum verið haldið Kjartan Valgarðsson skrifar „Okkur vantar gott, frjálslynt, víðsýnt dag- blað sem er óháð öllum stjórnmálaflokkum og -stefnum, hagsmunum og hugmynda- frœði." að átta sig á hvernig gott dagblað á að vera getur verið ágætt að glöggva sig á hvað helst hefur amað að Þjóðviljanum. Hvaö er þá til ráða? Ákveðinn lausungarsvipur hefur lengi verið á Þjóðviljanum. Nýir þættir og dálkar hafa dottið upp fyrir eftir einhvern tíma án nokkurra skýringa af hálfu Þjóð- viljans. Dæmi: Spurt og svarað (fólk fékk spurningar í Sunnu- dagsblaðinu, svaraði spurning- unni og varpaði spurningu til fram nýja áætlun um breytt útlit blaðsins þar sem meginhugmynd- in var lítill texti á forsíðu en hins vegar kynning á fréttum með til- vísunum inn í blaðið (svipað og DV). Þessari breytingu var aldrei fylgt eftir af neinu viti og nú er ekki hægt að sjá að nokkuð sé eftir af henni. Innlendar fréttir eru oft eins og endursögn af sjö fréttum útvarps- ins kvöldið áður og/eða fréttatil- kynningar sem snöggsoðnar eru saman fréttir úr. Blað með tak- markað pláss verður að velja bet- fram að a.m.k. sumir blaðamenn Þjóðviljans séu illa skrifandi á ís- lensku (í guðanna bænum farið nú ekki að tala um atvinnuróg). Þó að þessari staðhæfingu hafi stundum verið hægt að finna stað þá held ég að hér sé fyrst og fremst um ritstýringu/stjórnun að ræða. Til eru þeir blaðamenn sem væru mun betri blaðamenn ef þeir væru undir almennilegri verkstjórn. Og tvær spurningar: Hvers vegna þarf Þj óðvilj inn þr j á ritstjóra? Vinna þessir þrír rit- stjórar við að ritstýra blaðinu? Ég spyr bara sisona. Það er langt í frá að dreifing blaðsins sé í skikkanlegu horfi. Blaðið berst lesendum sínum stundum eftir dúk og disk. Ég held að þessi þáttur rekstrarins og þjónustunnar sé stórlega van- metinn. Dæmi: Ég endurnýjaði áskriftir mínar að Þjóðviljanum og Morgunblaðinu um daginn. Mér barst hvorugt blaðið fyrsta morguninn þar sem ég bý í horn- húsi og dyrnar snúa út að annarri götu en heimilisfangið segir til um. Þó var ég búinn að skýra eins nákvæmlega og mér var unnt hvernig finna mætti dyrnar. Ég hringdi í bæði blöðin til að láta vita að blöðin hefðu ekki komið. Tvisvar enn þurfti ég að hringja í Þjóðviljanna en tvisvar hringdi Morgunblaðið í mig til að athuga hvort ég hefði ekki örugglega fengið blaðið. - Þegar ekki er flogið til Húsavíkur bíður Þjóð- viljinn á flugvellinum eftir næstu vél. Morgunblaðið er hins vegar sent, að því er virðist, með vél- inni til Akureyrar ef flogið er þangað og þaðan með bíl eða flugi áfram til Húsvíkur. Alla vega berst Húsvíkingum oft Morgunblaðið eftir einhverjum leiðum þegar Þjóðviljinn er stopp vegna ófærðar. Veit ég vel að w Flmmtudagur 16. mars 1989 þjóÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.