Þjóðviljinn - 16.03.1989, Page 9

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Page 9
ERLENDAR FRETTIR Methneyksli Haft er eftir japönskum blöðum að ráðamenn Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokks Japans, hafi ákveðið að Yasuhiro Nakasone, fyrrum forsætisráð- herra, skuli vera kvaddur til að bera vitni í rannsóknum á pólit- ísku hneyksli, sem fréttamenn kalla það mesta í sögu landsins. Benda likur til þess, að mcira en 100 málsmetandi menn hafi þegið á laun greiðslur frá stórfyrirtækj- um, og snertir þetta mál næstum alla forustu stjórnarflokksins. Þrír ráðherrar hafa þegar sagt af sér vegna málsins og sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- kannana hefur það leitt til þess að núverandi ríkisstjórn, sem lýtur forustu Noborus Taheshita, er óvinsælli en nokkur önnur Jap- ansstjórn eftir heimsstyrjöldina síðari. 12 menn hafa þegar verið handteknir vegna hneykslismáls þessa. Reuter/-dþ. Nakasone - nú er horfið hið forna lánið. Líbanon Hætta á harðnandi átökum Kristnir og múslímar skiptust á vélbyssugusum í Beirút í gær, en friðsælt þótti í þeirri marg- hrjáðu borg miðað við það sem var í fyrradag, er yfir 40 manns voru drepnir og um 140 særðir. Júgóslavía Ný stjóm Ný ríkisstjórn var mynduð í Júgóslavíu í gær með það fyrir augum að ráða bót á efnahags- vandræðum, jafna deilur milli þjóða og fást við vaxandi and- stöðu við kommúnistaflokk landsins. Eru í nýju stjórninni 19 ráðherrar í stað 29 í þeirri fráfar- andi og kallar Reuter hana blöndu af umbótasinnum um efnahagsmál og harðlínu- mönnum. Forsætisráðherra verð- ur að líkindum Króatinn Ante Markovic, frjálslyndur sagður, og Franc Horvat, frjálslyndur Slóveni, verður ráðherra utan- ríkisviðskipta. Innanríkisráð- herra í nýju stjórninni er Petar Gracanin, Serbíuforseti, sem kallaður er íhaldssamur. Reuter/-dþ. Langflestir þeirra drepnu voru óbreyttir borgarar, enda stilltu stríðsaðilar stóru byssurnar ó- spart á íbúðarhús, sjúkrahús, skóla og verslanir hvors í annars borgarhluta. Michel Aoun, leiðtogi krist- inna, segist hafa fastákveðið að reka sýrlenska herinn, sem styð- ur múslímastjórnina keppinaut hans, úr landi, en litlar sem engar líkur eru á því að Sýrlendingar hafi sig á brott nema tilneyddir. Óttast því margir að líbanska borgarastríðið, sem staðið hefur nærfellt hálfum öðrum áratug, harðni nú á ný og að fleiri er- lendir aðilar en Sýrland kunni jafnvel að dragast inn í það. Reuter/-dþ. Hjörtu mætast á ný Kyrrstaða við Jalalabad Heldur hefur undanfarna tvo daga dregið úr hörkunni í bar- dögunum um Jalalabad í Austur- Afganistan, sem hófust fyrir hálfri annarri viku. Er nú svo að heyra að þar gangi hvorki né reki. Mujahideen náðu snemma í bar- dögunum rammlega víggirtri út- varðarstöð austur af borginni, en síðan tókst Kabúlstjórnar- mönnum að stöðva þá með jarð- sprengjum og loftárásum. Bar- dagarnir þarna eru sagðir hafa verið meðal þeirra hörðustu í öllu stríðinu. Reuter/-dþ. Hjarta Zitu, síðustu keisara- drottningar Austurríkis-Ung- verjalands, sem lést í fyrradag 96 ára að aldri, verður tekið úr líki hennar og lagt í skrín hjá hjarta eiginmannshennar, Karls l.,síð- asta keisara Austurríkis og kon- ungs Ungverjalands, sem lést 1922. Er þetta í samræmi við hefð í Habsborgaraætt. Skrínið með hjörtunum verður fyrst um sinn varðveitt í klaustri í Muri í Sviss, sem Habsborgarar stofnuðu árið 1027. Zita hafði skrínið með hjarta eiginmanns síns hjá sér all- an þann tíma sem hún bjó í útlegð sem ekkja, á Madeiru, Spáni, í Belgíu, Bandaríkjunum og síðast í Sviss. Reuter/-dþ. Fjölmennt á útifundi Uppundir 100.000 manns mættu í gær á útifundi í Búdapest, höfuð- borg Ungverjalands, og hlýddu ræðum bæði fulltrúa kommún- istaflokks landsins og stjórnar- andstöðuflokka, sem stofnaðir hafa verið eða endurreistir að undanförnu. Dagurinn er þjóð- hátíðardagur þarlendis í minn- ingu uppreisnar Ungverja gegn Austurríkiskeisara, sem hófst 1848. Austurríkismenn bældu uppreisnina niður með aðstoð Rússa. Reuter/-dþ. Somozaliðar lausir Þingið í Níkaragva samþykkti í gær að 1894 liðsmenn þjóðvarð- arliðs svokallaðs, er þjónaði stjórn Somozafjölskyldunnar, skyldu látnir lausir úr fangelsum. Ráðstöfun þessi er mjög umdeild í landinu, þar eð Somozaliðar voru með afbrigðum mikilvirkir við hrannmorð á óbreyttum borgurum og föngum og önnur hryðjuverk. Þeim verður nú sleppt í samræmi við samkomu- lag forseta Mið-Ameríkuríkja nýverið. Reuter/-dþ. Skuldir Þriðja heims Bush samþykkir áætlun Bradys B ush Bandaríkjaforseti hefur Ijáð áætlun, sem gerð var að fyrirlagi fjármálaráðherra hans, Nicholas Brady, um að lækka er- lendar skuldir þriðjaheimsríkja, samþykki sitt. Segja aðstoðar- menn forsetans að líklega verði byrjað á framkvæmd áætlunar- innar á næstu mánuðum. Byrjað verður á að taka skuldir Mexíkó og Venesúelu til með- ferðar samkvæmt áætlun Bradys. Hugmyndin á bakvið hana er sú, að létta skuldabagga þriðja- heimsríkja án sparnaðarráðstaf- ana, er komi niður á lífskjörum þegna þeirra, en óeirðirnar fyrir skömmu í Venesúelu sýndu ljós- lega, hvað af slíkum ráðstöfunum getur leitt. Stjórnir rómanskam- erískra ríkja, sem flest eru stór- skuldug, hafa flestar fagnað áætl- un Bradys, þó með fyrirvara og Perez Venesúeluforseti segir hana ganga alltof skammt. Reuter/-dþ. ■ ^TOLLVÖRU NGEYMSIAN Aðalfundur Tollvöru- geymslunnar hf. AðalfundurTollvörugeymslunnarhf. verðurhald- inn fimmtudagin 16. mars 1989 að Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík, og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 3.4.1-6. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 2.1.0 gr. samþykkta því til sam- ræmis. 3. Breytingar á eftirtöldum greinum samþykkta félagsins: 2.1.0. Tillaga um breytingu á fjárhæð hluta. 2.7.3. Leiðrétting. Engin efnisbreyting. 3.3.0. Tillaga um breytingu þess efnis að eitt atkvæði sé fyrir hvern einnar krónu hlut. 3.6.2. Tillaga um að fella brott skyldu til fund- arboðunar í Lögbirtingablaði og að stytta lág- marksfrest til fundarboðunar í einnar viku frest. 3.8.2. Tillaga um að breyta ákvæðum greinar- innar um atkvæðamagn til breytinga á félags- samþykktum til samræmis við 76. gr. hlutafé- lagalaga. 4.1.0. Tillaga um breytingu þess efnis að ekki sé nauðsynlegt að stjórnarmenn séu hluthaf- ar og í öðru lagi að fella á brott ákvæði sam- þykktanna um að viðhafa hlutfallskosningu. 4.3.0. Tillaga um breytingu á ákvæðum greinarinnar um hverjir megi rita félagið. Dagskrá og endanlegar JiJlögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Tollvörugeymslunnar hf. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur tii 7. apríl Vesturlandsumdæmi Staða skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akarnesi, meðal kennslugreina náttúrufræði, sérkennsla og kennsla á bókasafni, Ólafsvík, Borgarnesi, meðal kennslugreina heimilisfræði, myndmennt og kennsla á bókasafni, Stykkishólmi, Hellissandi, meðal kennslugreina handmennt og kennsla yngri barna, Eyrarsveit, meðal kennslugreina erlend tungumál, hand- mennt og náttúrufræði, við Heiðarskóla, Laugagerðisskóla, meðal kennslugreina íþróttir, og við Laugaskóla, meðal kennslugreina íslenska, erlend mál, hand- og myndmennt, íþróttir. Norðurlandsumdæmi vestra Staða skólastjóra við Grunnskólann á Blönduósi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Siglufirði, meðal kennslugreina íþróttir, sérkennsla, náttúrufræði og samfélagsfræði, Sauðárkróki, meðal kennslugreina sérkennsla, danska og tónmennt, Staðarbakka, Hvammstanga, Blönduósi, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, tónmennt, mynd- og handmennt, Skagaströnd, meðal kennslugreina íþróttir og hand- mennt, Hofsósi, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, íþrótt- ir, danska og enska og við Laugabakkaskóla, meðal kennslugreina íþróttir, Vesturhópsskóla, Húnavallaskóla, meðal kennslugreina sérkennsla, Varmahlíðarskóla og við Sólgarðaskóla. Austurlandsumdæmi Stöðu skólastjóra við grunnskólana: Bakkafirði, Stöðvarfirði, Djúpavogi og við Brúarásskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Eskifirði, meðal kennslugreina íþróttir, Bakkafirði, Borgarfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalshreppi, Djúpa- vogi, Höfn, meðal kennslugreina handmennt, tónmennt og heimilis- fræði, Mýrahreppi, og við Seyðisfjarðarskóla, meðal kennslugreina enska, mynd- og handmennt, tónmennt, íþróttir og sérkennsla, Nesskóla, Egilsstaðaskóla, meðal kennslugreina íþróttir, kennsla yngri barna og sérkennsla, Vopnafjarðarskóla, meðal kennslu- greina íþróttir, náttúrufræði og erlend tungumál, Brúarásskóla, Skjöldólfsstaðaskóla og Hrollaugsstaðaskóla. Menntamálaráðuneytið Fimmtudagur 16. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.