Þjóðviljinn - 16.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Blaðsíða 12
¦¦SPURNINGIN1,-, Lífsbjörg í noröurhöfum, kvikmynd Magnúsar Guömundssonar var sýnd í sjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Hver eru viðbrögö þín við myndinni? Gísli Gunnarsson, háskólakennari: Jákvæð, ég tel að hún sé svona álíka hlutdræg og það sem græn- friðungar sjálfir koma með og báðir hafa nokkuð til síns máls. Það er auðvitað vitleysa að vera að veiða hvali vegna hvalveiði- bannsins, hins vegar er fisk- veiðistefna grænfriðunga lífs- hættuleg fyrir íslendinga. Halldóra Gísladóttir uppeldisfulltrúi: Mér finnst hún eiga fullan rétt á sér sem áróðursmynd. Finnbogi Finnbogason skrifstofustjóri: Mér fannst myndin góð áróðurs- mynd. p Á ^H P#»I Karl Óskar Hjaltason markaðsfulltrúi: Mérfannstmyndingóð. Hún vek- ur fólk til umhugsunar. BC-1 |Ll Bfcf V* _____ Selma Jóhannsdóttir hjá Neytendasamtökunum: Alþýðubandalagíðtapaði einu at- kvæði,mér fannst Hjörleifur góð- ur,en ég er svekkt út í Guðrúnu sem hefur verið mitt uppáhald hingað til. Fólk verður að vita hvað það er að tala um. þJOÐVILIINN Fimmtudagur 16. mars 53. tölublað 54. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Heilbrigð sál í hraustum líkama. Pessir laugargestir nutu blíðunnar í gær og teygðu úr sér á bakkanum. Heilsufar Stefnumótun í manneldi og neyslu Gubmundur Bjarnason hefur lagtframþingsályktunartillögu um manneldis- og neyslustefnu með ítarlegri greinargerð eftir 28 sérfrœð- inga Ríkulegt framboð matvara er ekki trygging fyrir æskilegri samsetningu fæðunnar og það hefur sýnt sig á Vesturlöndum að ýmis konar sjúkdómar er tengjast fæðuvali aukast stöðugt þrátt fyrir ríkulegt framboð matvæla. Því er talin ástæða fyrir stjórnvöld að fylgtjast með neyslunni og beina henni, ef ástæða er til, í heppilegri farveg með fræðslu og kynningu og beitingu stjórnvaldsaðgerða sem til þess eru failnar. Þannig komst Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra að orði er hann kynnti þingsályktun- artillögu sína um manneldis- og neyslustefnu fyrir fréttamönnum í gær. Þingsályktuninni fylgir ítar- legt fylgirit upp á 300 blaðsíður, þar sem 28 sérfræðingar gera grein fyrir heilsufari íslendinga, neyslumynstri og framleiðslu og framboði matvæla. í þingsályktuninni er sett fram stefnumörkun í 7 liðum, þar sem stefnt er að því að draga úr orku- ríkum efnum í fæðunni en auka kolvetnaneyslu úr grófu korni, kartöflum, grænmeti og ávöxt- um. Draga á úr sykur- og saltneyslu, minnka heildarneyslu á fitu og auka hlutföll mjúkrar fitu gagnvart dýrafitu. Þá er einn- ig stefnt að sem fjölbreytilegustu fæðuvali. í tillögunni er lagt til að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því á árun- um 1990-2000 að innlend mat- vælaframleiðsla verði felld að þessum manneldismarkmiðum. Sömuleiðis skulu skattar og tollar sniðnir að þessum markmiðum, sem og niðurgreiðslur matvæla. Pá á að efla almenna fræðslu og þekkingu almennings og starfs- fólks á sviði matvælaframleiðslu. Lagt er til að heilbrigðisráðherra geri heildarúttekt á fæðuvenjum þjóðarinnar árið 1990, og verði sú könnun síðan lögð til grund- vallar frekari aðgerða. Auk heilbrigðisráðherra störf- uðu fulltrúar landbúnaðar-, sjávarútvegs-, viðskipta- og iðn- aðarráðuneytis að undirbúningi frumvarpsins og þeirrar greinar- gerðar er með því fylgir, en fram- kvæmdahóp skipuðu þau Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Bryn- hildur Briem og Stefán Aðal- steinsson. _5ig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.