Þjóðviljinn - 16.03.1989, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1989, Síða 12
■"SPURNINGIN'1" Lífsbjörg í norðurhöfum, kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar var sýnd í sjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Hver eru viðbrögð þín við myndinni? Gísli Gunnarsson, háskólakennari: Jákvæö, ég tel aö hún sé svona álíka hlutdræg og þaö sem græn- friðungar sjálfir koma með og báðir hafa nokkuð til síns máls. Það er auðvitað vitleysa að vera að veiða hvali vegna hvalveiöi- bannsins, hins vegar er fisk- veiðistefna grænfriðunga lífs- hættuleg fyrir íslendinga. Halldóra Gísladóttir uppeldisfulltrúi: Mér finnst hún eiga fullan rétt á sér sem áróðursmynd. Finnbogi Finnbogason skrifstof ustjóri: Mér fannst myndin góð áróðurs- mynd. Karl Óskar Hjaltason markaðsfulltrúi: Mér fannst myndin góð. Hún vek- ur fólk til umhugsunar. Selma Jóhannsdóttir hjá Neytendasamtökunum: Alþýðubandalagið tapaði einu at- kvæði,mér fannst Hjörleifur góð- ur,en ég er svekkt út í Guðrúnu sem hefur verið mitt uppáhald hingað til. Fólk verður að vita hvað það er að tala um. þJÓÐVILIINN Flmmtudaour 16. mars 53. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þessir laugargestir nutu blíðunnar í gær og teygðu úr sér á bakkanum. Heilsufar Stefnumótun í manneldi og neyslu Guðmundur Bjarnason hefur lagtfram þingsályktunartillögu um manneldis- og neyslustefnu með ítarlegri greinargerð eftir28 sérfrœð- inga Ríkulegt framboð matvara er ekki trygging fyrir æskilegri samsetningu fæðunnar og það hefur sýnt sig á Vesturlöndum að ýmis konar sjúkdómar er tengjast fæðuvaii aukast stöðugt þrátt fyrir ríkulegt framboð matvæla. Því er talin ástæða fyrir stjórnvöld að fylgtjast með neyslunni og bcina hcnni, ef ástæða cr til, í heppilegri farveg með fræðslu og kynningu og beitingu stjórnvaldsaðgcrða sem til þess eru fallnar. Þannig komst Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra að orði er hann kynnti þingsályktun- artillögu sína um manneldis- og neyslustefnu fyrir fréttamönnum í gær. Þingsályktuninni fylgir ítar- legt fylgirit upp á 300 blaðsíður, þar sem 28 sérfræðingar gera grein fyrir heilsufari íslendinga, neyslumynstri og framleiðslu og framboði matvæla. í þingsályktuninni er sett fram stefnumörkun í 7 liðum, þar sem stefnt er að því að draga úr orku- ríkum efnum í fæðunni en auka kolvetnaneyslu úr grófu korni, kartöflum, grænmeti og ávöxt- um. Draga á úr sykur- og saltneyslu, minnka heildarneyslu á fitu og auka hlutföll mjúkrar fitu gagnvart dýrafitu. Þá er einn- ig stefnt að sem fjölbreytilegustu fæðuvali. í tillögunni er lagt til að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því á árun- um 1990-2000 að innlend mat- vælaframleiðsla verði felld að þessum manneldismarkmiðum. Sömuleiðis skulu skattar og tollar sniðnir að þessum markmiðum, sem og niðurgreiðslur matvæla. Þá á að efla almenna fræðslu og þekkingu almennings og starfs- fólks á sviði matvælaframleiðslu. Lagt er til að heilbrigðisráðherra geri heildarúttekt á fæðuvenjum þjóðarinnar árið 1990, og verði sú könnun síðan lögð til grund- vallar frekari aðgerða. Auk heilbrigðisráðherra störf- uðu fulltrúar landbúnaðar-, sjávarútvegs-, viðskipta- og iðn- aðarráðuneytis að undirbúningi frumvarpsins og þeirrar greinar- gerðar er með því fylgir, en fram- kvæmdahóp skipuðu þau Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Bryn- hildur Briem og Stefán Aðal- steinsson. _óig

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.