Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 13
IÞROTTIR KR eða Keflavík Lánlausir Njarðvíkingar misstu af titlinum en grannar þeirra etja kappi við Vesturbæjarrisann Um helgina fara fram úrslita- leikirnir í Flugleiðadeild körf- uknattleiksins. Eins og kunnugt er stendur keppnin á milli ÍBK og KR en liðin unnu Val og UMFN í undanúrslitunum. Þetta kom mörgum á óvart þar sem Njarð- víkingar höfðu áberandi besta liðið í deildinni í vetur og búist var við að þeir léku til úrslita. Lánleysi þeirra er með ólíkindum því þeir misstu á svipaðan hátt af Islandsmeistaratitlinum í fyrra eftir að hafa orðið deildarmeist- arar með þáverandi fyrirkomu- lagi. Úrslit og riðlar í fyrra spruttu upp miklar deilur um hvort úrslitakeppnin ætti rétt á sér eður ei. Vegna þess hversu spennandi og skemmtileg keppnin var í fyrra voru þessar óánægjuraddir þaggaðar niður með það sama. Njarðvíkingar voru að vonum sárir yfir því að horfa á eftir titlinum þar sem flestir viðurkenndu þá hafa jafn- besta lið vetrarins. Úrslitakeppnin tekur hins veg- ar ekki tillit til hvaða lið er „jafn- best“, heldur skiptir mestu máli að vera á toppnum á réttum tíma. Mætti því leiða hugann að því hvort úrslitakeppnin ætti ekki að vera lengri, þe. undanúrslitin fjórir leikir í stað tveggja og úr- slitin jafnvel þannig að leikið yrði þar til öðru liðinu tækist að vinna þrjá leiki. Við slíka breytingu myndi dagsform liða ekki hafa eins mikil áhrif þegar komið er svo langt sem þetta. Á sama hátt má velta því fyrir sér hvort hin nýja riðlakeppni hafi verið til góðs. Kosturinn er augljós þar sem barátta eftir sæti í úrslitakeppni er háð á tveimur vígstöðum í stað eins áður. Þá komum við aftur að því hvort ekki eigi að endurmeta gildi úr- slitakeppninnar. Liðin leika 26 leiki hvert í riðlakeppninni og eftir slíka fyrirhöfn mætti úrslit- akeppnin vera viðameiri. Hins vegar má deila um hvort rétt sé að hafa deildarleikina svo marga eins og í vetur. Spennandi leikir framundan Úrslitaleikir Keflvíkinga og KR-inga verða að líkindum spennandi og skemmtilegir. Keflvíkingar hafa leikið vel í all- an vetur og komust áreyslulaust í úrslitin með auðveldum sigrum á Val. KR-ingar hafa hins vegar verið aðeins lakari í vetur en liðin léku einmitt í sama riðli og er það athyglisvert. Sá riðill var reyndar mun jafnari og skemmtilegri framan af þar sem bæði Haukar og ÍR áttu lengi vel möguleika á að komast áfram og neðsta lið riðilsins, Tindastóll, gekk oft á tíðum ágætlega. Þegar nær dró var þó eina baráttan um sæti í úrslitum á milli Vals og Grinda- víkur í hinum riðlinum. Varla er hægt að spá fyrir um úrslit í leikjunum um helgina. Fyrri leikurinn verður háður í Keflavík á föstudag en á mánu- dag verður leikið í Hagaskólan- um. Þótt Keflvíkingar virki „á pappírnum" líklegri til sigurs verður það erfitt fyrir þá að vinna sigur á sterkum KR-ingum. Næg- ir að minna á sögulega úrslitaleiki Njarðvíkur og Hauka í fyrra því til stuðnings. KR-ingar hafa verið í sókn í vetur undir stjórn lands- liðsþjálfarans Lazslo Nemeth og kæmi ekki á óvart þótt þeim félli Islandsmeistaratitillinn í skaut þetta árið. Alltént er von á ivar Webster varð íslandsmeistari með Haukum í fyrra. Nú á hann möguleika á að endurtaka þann leik með KR-ingum. skemmtilegum leikjum um helg- ina. Grótta kemur á óvart Annars munu augu íslenskra handboltaáhugamanna beinast að leik Vals og Magdeburg sem fram fer þar í borg á laugardag. Valsmenn eru þegar farnir til A- Þýskalands en fengu vægast sagt kaldar kveðjur frá leikmönnum Gróttu áður en lagt var af stað. Valsmenn áttu aldrei nokkurn möguleika á sigri gegn Gróttu á miðvikudagskvöld og eru tölurn- ar 21-15 með öllu ótrúlegar. Fimmtán mörk frá stórskotaliði Vals gegn nýliðum í 1. deild eru saga til þarnæsta bæjar. Gróttan hefur reyndar komið sterkt út úr síðustu leikjum sínum og hlýtur það að vera (h)rós í hnappagat Árna Indriðasonar, þjálfara liðsins. Menn hrukku í kút þegar Grótta vann öruggan sigur á KR og síðan kom enn ör- uggar sigur á fslandsmeisturum Vals í kjölfarið. Grótta hefur jafnan verið skoðuð sem afkvæmi Vestur- bæjarrisans eina og sanna, KR, og gildir þá einu hvort hand- eða fótbolta er að ræða. Það var því ekki að ástæðulausu að gárung- arnir gerðu smá grín að tapi KR gegn Gróttu, sem eldheitir KR- ingar myndu jafnvel voga sér að kalla KR-b. Eftir þá fyrirhöfn KR-inga að fá landsliðsmennina Alfreð Gíslason og Pál Ólafsson til liðs við sig sl. haust gengu sumir KR-ingar yfir í Gróttu. Það hefur því líklega verið tvöföld ánægja Gróttunnar að vinna KR svo auðveldlega og sýnir enn einu sinni að vegir íþróttanna eru ó- rannsakanlegir. FIKKLAND Árleg ferð Faranda að vöggu vestrænnar menningar hefst að þessu sinni 2. júní nk. AFANGAR: AÞENA - DELFI og PELOPS- SKAGI, KRÍT - KHIOS og TYRKLAND (3 dagar). Fararstjóri: dr. Þór Jakobsson veðurfræðíngur. Flringið i síma 622420 og fáið fullunna dagskrá senda heim. FARANDA-FERÐ ER ÖÐRUVÍSIFERÐ. farandi Vesturgötu 5, sími 622 420 Húsverndarsjóður Reykjavíkur Á þessu vori verða í þriðja sinn veitt lán úr Hús- verndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum og byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar lýsingar á fyrirhuguðum fram- kvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1989 og skal um- sóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykja- víkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúla- túni 2, 105 Reykjavík. Sumardvalarheimili og sumarbúðir Þeir, sem hyggjast reka sumarbúðir eða sumar- dvalarheimili 1989, skulu sækja um leyfi til rekst- urs hjá Barnaverndarráði, Laugavegi 36, 101 Reykjavík, þar sem eyðublöð fást. Umsóknar- frestur er til 15. apríl. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. Jóns Indriða Halldórssonar Efstasundi 29 Reykjavík Geirný Magnea Jónsdóttir Elínborg Jónsdóttir Ásthildur Jónsdóttir Hafdís Jónsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir Hafþór Jónsson Jóna G. Jónsdóttir Dagfríður Jónsdóttir Halldóra Jónsdóttir Tómasdóttir Sveinn Óskarsson Sigurður H. Jónsson Gunnar Líkafrónsson Karl R. Guðfinnsson Þórhallur P. Halldórsson Lilja H. Halldórsdóttir Már Halldórsson ÁrniJóhannsson Halldór Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.