Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. mars 55. tölublað 54. órgangur Sérfrœðingar 530 þúsund heimsóknir Tölurbendatilþess aðíslendingar hafifarið530.000 sinnumtil sérfrœðings vegna krankleika á síðasta ári Islendingar fóru 530 þúsund sinnum til sérfræðings í fyrra ef Hvalamyndin Magnúsi boðið í kappræður Danska sjónvarpsstöðin TV 2 hefur ákveðið að efna til kapp- ræðna milli fulltrúa Grænfrið- unga og framleiðenda myndar- innar „Lífsbjörg í norður- höfum“, sem sýnd vcrður í sjón- varpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur verið ákveðið að bjóða Magnúsi Guðmundssyni að taka þátt í þessum kapp- ræðum. Magnús sagði í gær að hann hefði ekki heyrt af slíku boði. - Ef ég fæ slíkt boð þá myndi ég gjarnan vilja taka þátt í slíkum umræðum, en það yrði erfitt að koma því við vegna tíma- skorts, sagði Magnús. - Að öðr- um kosti myndi ég þá benda á danska blaðamanninn Leif Blæs- dal sem minn fulltrúa, enda er hann kunnari starfsháttum Grænfriðunga en ég sjálfur. Grænfriðungar hafa sem kunn- ugt er ákveðið að stefna íslenska ríkissjónvarpinu fyrir sýningu á mynd Magnúsar og Magnúsi sjálfum fyrir fals og lygar um samtökin. Fulltrúi samtakanna sagði í gær að í umræðuþættinum á þriðjudag myndu verða kynnt ýmis göng sem staðfestu yfirlýs- ingar þeirra um rangfærslur í mynd Magnúsar. Eimskip 180 miljónir í önnur fyrirtæki Heildaifjárfesting Eimskips á sl. áritœpirl.4 miljarðar. Hagnaður afrekstri 9 miljónir. Óviðunandi segja forráðamenn félagsins Hagnaður af rekstri Eimskipa- félagsins á sl. ári var um 9 miljón- ir en árið á undan var rekstrar- hagnaður 272 miljónir. Halldór H. Jónsson stjórnarformaður fé- lagsins sagði á aðalfundi félagsins í fyrradag að staða Eimskips væri sterk en afkoman á síðasta ári væri óviðunandi. Heildareignir félagsins um sl. áramót voru uppá rúma 5,7 milj- araða en skuldir uppá 3,6 milj- arða. Eigið fé var því rúmar 2.1 miljarður og eiginfjárhlutfall 37%. Athygli vekur að á síðasta ári fjárfesti Eimskip í öðrum fyrir- tækjum fyrir 180 miljónir. Fé- lagið jók við hlutafjáreign sína í Flugleiðum, Fjárfestingafé- laginu, Olíufélaginu Skeljungi, Iðnaðarbankanum og Verslunar- bankanum. treysta má tölum í nýrri greinar- gerð lækna um kjör sín. Það þýð- ir að að meðaltali hafí hver Is- lendingur farið tvisvar sinnum á árinu með krankleika sem heimil- islæknir getur ekki leyst úr. Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunarinnar námu greiðslur sjúkratrygginga fyrir sérfræðiþjónustu lækna á síðasta ári um 900 miljónum króna. í greinargerð Læknafélagsins um kjör sjúkrahúslækna, sem Þjóð- viljanum hefur borist, segir að hver heimsókn sjúklings til sér- fræðings hafi kostað tryggingarn- Starfsmenn Arnarflugs skál- uðu í gær í kampavíni á skrif- stofum félagsins í tilefni þess að á ríkisstjórnarfundi voru teknar ákvarðanir sem gætu bjargað fé- laginu frá gjaldþroti. Aðgerðir ríkisins eru þær að það mun láta söluandvirði þotunnar sem nem- ur um 400 miljónum ganga upp í skuldir Arnarflugs við ríkið. Þá mun Arnarflugi verða gefin eftir 150 miljóna skuld við ríkið, en sú upphæð er töpuð fyrir ríkið hvort sem er, hefði Arnarflug orðið gjaldþrota. Þá krefst ríkið þess að eigi það að veita Arnarflugi lána- fyrirgreiðslur mcð ríkisábyrgð- um, komi á móti fullkomin og að- gengileg veð. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra ar að meðaltali 1700 krónur. Þessar tölur gefa það til kynna að íslendingar hafa þurft að sækja til sérfræðings um 530 þúsund sinn- um á síðasta ári, og gefur tala þessi væntanlega læknum og heil- brigðisyfirvöldum ærið tilefni til þess að hafa áhyggjur af heilsu- fari íslendinga. í greinargerð Læknafélagsins segir að hver heimsókn til sér- fræðings á síðasta ári hafi að með- altali kostað 2000 krónur, en hlutur sjúkratrygginga þar af hafi verið 1700 krónur. Sjúklingar greiða nú úr eigin vasa 550 kr. sagði að ríkið væri ekki að „bjarga“ Arnarflugi með þessum aðgerðum, því það rynni ekki ein ný króna frá ríkinu til félagsins með þessu móti. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans þurfa Arnarflugsmenn að finna eignir að verðmæti allt að 200 miljónum króna að auki þeim eignum sem þeir hafa lagt fram sem andvirði hlutafjár, en sam- tals nema þessar upphæðir um 360 miljónum. Takist Arnar- flugsmönnum að safna þessu fé kann fyrst að sjá fyrir endann á óvissunni um framtíð félagsins. Rökstuðningur ríkisstjórnar- innar fyrir þessari ákvörðun er m.a. sá að ef Arnarflug hefði orð- ið gjaldþrota hefði það kostað fyrir slíka heimsókn, nema ellilíf- eyrisþegar, sem greiða 185 krón- ur. Árið 1985 greiddu sjúkratrygg- ingarnar 337 miljónir fyrir sérf- ræðiþjónustu. Arið 1986 var þessi upphæð 520 miljónir, 1987 752 miljónir og áætluð upphæð fyrir síðasta ár er eins og áður er getið 900 miljónir. í heilbrigðisumfjöllun í Helg- arblaði Þjóðviljans var missögn sem beðist er afsökunar á. Þar sagði að samningar sjúkrahús- lækna gæfu þeim heimild til þess að vinna utan sjúkrahússins að ríkissjóð um 100 miljónir króna. Lengi hefur staðið í þrefi með lausn á þessu máli, enda voru uppi andstæðar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar á því hver heppilegasta lausnin kynni að vera. Talið er að framganga Flug- leiðamanna í þeim viðræðum sem þeir áttu við ríkisstjórnina um framtíð Arnarflugs hafi stuðlað að þessari lausn mála, þótt hún sé ekki sú niðurstaða sem æski- legust var talin á þeim bæ. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans stilltu Flugleiðamenn málinu upp þannig að þeir yrðu að taka flugfélag með neikvæða eigin- fjárstöðu yfir 500 miljón króna. Til að fást til þess vildu Flugleiða- menn fá vilyrði ríkisstjórnarinnar sérfræðiþjónustu í 9 klst. á viku á fullum launum. Rétt er aðsjúkra- húslæknar í fullu starfi hafa heim- ild til þess að vinna utan sjúkra- húsanna í 9 klst. á viku utan síns reglulega vinnutíma og eru þá ekki á launum frá sjúkrahúsinu. Læknar sem eru í hlutastarfi á sjúkrahúsum geta unnið eins mikið ogþeir vilja utan vinnutím- ans þar. Ieinstaica tilfellum vinna sjúkrahúslæknar að sérfræði- þjónustu sinni inni á sjúkrahús- unum, og þá rennur 25-40% tax- tagjalds fyrir þjónustuna til sjúkrahússins. _ólg fyrir einokun á millilandaflugi næstu 3-5 árin, þeir fengju niður- fellingu skulda upp á 150 miljónir króna og ríkið veitti þeim lán fyrir eftirstandandi skuldum Árnarflugs til 10 ára. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans urðu þeir Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra til að stöðva þessar viðræður þar sem þeim þótti skilyrði Flugleiðamanna óaðgengileg. Hefði ríkisstjórnin tekið sínar ákvarðanir um Arn- arflug í gær er augljóst að Flug- leiðamenn kæmu aftur til við- ræðna og þá í enn sterkari stöðu en áður. -phh Arnarflugsfólk fagnar áfangasigri með blómum og kampavíni í gærdag. (Mynd: Jim) Arnarflug Blómvendir og kampavín Ríkisstjórnin ákvað að gefa eftir 150 miljóna skuldfélagsins og 400 miljón króna söluhagnað af þotu ríkissjóðs renna tilgreiðslu skulda Arnarflugs. Tap ríkissjóðs viðgjaldþrot hefði numið rúmumlOO miljónum. FramtíðArnarflugsfer eftir aðgerðum eigenda. Flugleiðir vildu einokun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.