Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Verkalýðsforingjar í stjórnarráðinu. Guðmundur Þ. Jónsson og Óskar Vigfús- son slá á léttari strengi meðan Karvel Pálmason sökkvir sér niðrí umfjöllun helgarblaðs Þjóðviljans um læknamafíuna í heilbrigðisgeiranum. Mynd Þóm. Kjarasamningar Alvöruviðræður að heflast? Ríkisstjórnin átti í gær fundi með fulltrúum samninganefnda Ríkisstjórnin 100 miljónir til smábála Ríkisstjórnin hefur heimilað Byggðastofnun að taka erlent lán að upphæð 100 miljónir króna til að leysa brýnasta fjárhagsvanda smábátaeigenda. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu þessar 100 miljónir króna verða lánaðar til þeirra smábátaeigenda sem hafa fjár- magnað bátakaup sín allra síð- ustu ár með 2.-3. ára skammtíma- lánum sem hafa hækkað að mun á sama tíma sem afli hefur minnk- að eða staðið í stað og fiskverð lítt hækkað. Unnið hefur verið að gerð lánareglna í sjávarútvegsráðu- neytinu að undanförnu í samráði við fjármála- og viðskiptaráðu- neytið og er búist við að þær verði birtar fljótlega eftir helgi. Lánin verða gengistryggð og á sambæri- legum kjörum og Fiskveiðasjóð- ur veitir. -grh ASÍ og VSÍ og síðar um daginn funduðu samninganefndir hinna síðarnefndu í húsakynnum Al- þýðusambandsins. A fundum ríkisstjórnarinnar var farið al- mennt yfír stöðu mála án þess þó að farið væri nákvæmlega ofan í saumana á einstökum atriðum. Ríkisstjórnin er enn á þeirri skoðun að ekki sé hægt að gera betur en að verja þann kaupmátt sem var á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs og tclur kaupmátt- artryggingu ekki koma til álita, en þó verði að kappkosta að verja lægstu launin. 1 húsakynnum ASÍ sátu samn- inganefndir aðila hvor í sínu horni og höfðu ekki enn komið saman á sameiginlegum fundi um kvöldmat. Búist var við fundar- setum fram eftir kvöldi. Fulltrúar fiskvinnslunnar fóru þó fram á að frekari fundarhöldum yrði frest- að þangað til þeim hefði tekist að ræða málin nánar við Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans er verið að ræða um skammtímasamninga fram á haustið. Næsti fundur ASÍ og VSÍ verður haldinn í dag kl. 14.00. phh Atvinnuleysistryggingarsjóður 200 miljónir í bótagreiðslur 100 miljónir í janúar og annað eins ífebrúar. 350 miljónir allt síðasta ár. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið: íathugun að heimila stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs aðfella niður 16 vikna biðtímann eftir aðstœðum ó endanleg staðfesting liggi ekki fyrir um greiðslu at- vinnuleysisbóta í febrúar bendir margt til þess að þær verði ekki minni en í janúar en þá voru greiddar 100 miljónir króna. Samtals hafa því verið greiddar 200 miljónir króna í bætur fyrstu tvo mánuði ársins en allt síðasta ár fóru 350 miljónir króna til greiðslu atvinnuleysisbóta. Vegna hins langvarandi atvinnuleysis sem verið hefur í mörgum bæjum og þorpum víðs vegar út um land allt vegna stað- bundinna erfiðleika í rekstri sjá- varútvegsfyrirtækja sem hafa verið lokuð í lengri tíma eða vegna gjaldþrota ýmisaa iðnfyrir- tækja ss. á Akranesi, skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra nýverið nefnd til að bregð- ast við ágöllum Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Þar er fyrst og fremst átt við þann vanda sem skapast hefur á mörgum stöðum þegar fólk hefur verið atvinnu- laust lengur en í 36 vikur en eftir þann tíma dettur það út af bóta- skrá næstu 16 vikurnar. Að sögn Jóns Ingimarssonar skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur það komið til tals í nefndinni að heimila stjórn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs að fella niður 16 vikna biðtímann. Stjórn sjóðsins myndi þá vega og meta aðstæður hverju sinni þar sem staðbundið og langvarandi atvinnuleysi er ss. eins og verið hefur á Akranesi en þar voru að meðaltali um 70 manns án atvinnu allt síðasta ár. Jón sagði að almennt væri ekki hægt að lengja 36 vikna bótatíma- bilið því það gæti orðið til þess að kerfið yrði misnotað og menn festust á atvinnuleysisskrá frem- ur en að verða sér úti um vinnu. -grh Kvennalisti Staðfesta etur kappi við raunsæi Hinar raunsærri Kvennalistakvenna vilja ekki að þær hverfi á braut en staðfestukonur vilja að orð standi. Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Nær víst er að þær stöllur Guð- rún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir hverfí af þingi áður en kjörtímabilið þrýtur og láti þeim Guðrúnu Halldórsdótt- ur og Önnu Ólafsdóttur Björns- son eftir sæti sín einsog Samtök um kvennalista hétu kjósendum sínum fyrir þingkjörið í hittið- fyrra. Hinsvegar er Ijóst að það verður ekki nú í vor og að þær Guðrún og Kristín, sem að margra mati eru burðarásar þingfíokksins, yfirgefa ekki lög- gjafarsamkomuna samtímis. Kristín hverfur til annarra starfa í haust en Guðrún við áramót eða að vori á ári komanda. Þetta kom fram í spjalli Þjóð- viljans við Guðrúnu Halldórs- dóttur í gær. Hún staðfesti að sitt sýndist hverjum í hreyfingunni um nauðsyn þess að skipta um þingkonur nú en þó væru flestir sammála um að það yrði of mikil blóðtaka yrðu þær nafna hennar og Kristín samferða af þingi. Hitt væri svo annað mál að kjósend- um hefði verið lofað skiptum og orð skyldu standa. Þær Anna væru öldungis ekki jafn „óreynd- ar“ og gagnrýnendur vildu vera láta, t.a.m. hefði hún sjálf sótt þingflokksfundi síðastliðin 6 ár. Líkasttil yrði niðurstaðan sú að Anna settist á þing í haust en hún sjálf um miðbik vetrar eða næsta vor. Einsog menn rekur minni til hófst mikil umræða um þessa skiptareglu Kvennalistans fyrir síðustu kosningar. Hún var um- deild í röðum K. kvenna sjálfra og að auki létu ýmsir lögspeking- ar til sín taka. Staðhæfðu þeir að það væri ekki í anda stjórnarskrár að ákveða fyrir kosningar að þingmenn vikju á miðju kjör- tímabili. Þær sátu hinsvegar við sinn keip og vísuðu í ársgamla landsfundarsamþykkt Kvenna- listans; þingkonur skyldu ekki sitja lengur á löggjafarsamkom- unni en 6-8 ár. Þetta væru prakt- ískar útfærslur tveggja af horn- steinum hreyfingarinnar: vald- dreifingar og virks lýðræðis. Einsog kunnugt er hafa full- trúaskipti þegar farið fram hjá K. konum í borgarstjórn, hin ske- legga forystukona Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir sté upp úr sessi sínum í fyrra og eftirlét hann Elínu G. Olafsdóttur. Margar K. kvenna sakna Ingibjargar og telja að umskiptin hafi verið til hins verra, Elín sé hvergi nærri jafn ötull og vaskur málsvari og Ingi- björg. Þetta dró og fram helsta galla skiptareglunnar: reyndar og vinsælar forystukonur verða að víkja fyrir minna (eða meira) þekktum og næsta lítt reyndum arftökum, hvað sem tautar og raular. Þjóðviljinn hefur fyrir satt að vonbrigði með skiptin í borgar- stjórn Reykjavíkur hafi hreyft við fjölmörgum K. kvenna og þær söðlað um í afstöðunni til þess hvort skipta ætti þeim Guð- rúnu og Kristínu út af þingi. Málið hafi hinsvegar legið í lág- inni uns nýjasta hefti tímaritsins Þjóðlífs kom á markað. Þar er fjallað um væntanleg þing- kvennaskipti einsog sjálfsagðan hlut, rætt stuttlega við Danfríði Skarpéðinsdóttur en ítarlega við kandídatana Önnu Ólafsdóttur Björnsson og Guðrúnu Halldórs- dóttur um helstu hugðarefni þeirra. Ekki kemur þar fram að það orki tvímælis hvort þær taki sæti á aiþingi, það er klappað og klárt. Danfríður fjallar almennt um ágæti þess að skipta um fulltrúa á löggjafarsamkomunni þótt kjör- tímabil hafi ekki runnið sitt skeið: „Meðal fylgismanna okkar ríkti almenn ánægja með ákvörð- unina, því á þennan hátt tryg- gjum við að þingkonur Kvenna- listans einangrist ekki né festist í þessu starfi. Við viljum ekki líta á þingsetu sem eitthvert ævistarf." Haft er eftir Guðrúnu: „Við vor- í BRENNIDEPLI um búnar að lýsa því yfir að þing- mannaskipti myndu eiga sér stað á kjörtímabilinu og við það mun- um við standa." Og þessi setning er upphaf máls Önnu: „Væntan- leg þingseta leggst vel í mig.“ Hér fer ekkert á milli mála en Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að viðtöl þessi hafi vakið ýms- ar kvenna af værum blundi, kon- ur sem ekki máttu til þess hugsa að tvær reyndustu þingkonurnar hyrfu af löggjafarsamkomunni. Að arftökunum ólöstuðum myndu þeir trauðla fara í fötin Guðrúnar Agnarsdóttur og Kristínar Halldórsdóttur. Við Agreiningur K. kvenna um þingkvennaskipti verður leystur með málamiðlun raunsæis- og staðfestukvenna. Guðrún og Kristín láta af þingmennsku á kjörtímabilinu, önnur í haustoghin um miðbik næsta vetrar þetta bætist síðan sú staðreynd að samkvæmt skoðanakönnunum eru vinsældir Kvennalistans í rén- un. Af þeim sökum einnig megi hann ekki við því að þekktustu andlitin hverfi úr sviðsljósinu. Þótt enn hafi ekki önnur ákvörðun verið tekin í röðum Kvennalista en sú að fresta ákvörðunartöku um það hvenær skipti fari fram er tekist á um mál þetta í hreyfingunni nú. Ýmsar kvennanna vilja að staðið verði við kosningaloforðið góða án taf- ar en aðrar vilja ekki heyra á ann- að minnst en að þær Guðrún og Kristín starfi á alþingi kjörtíma- bilið á enda. Þorri K. kvenna er þó á báðum áttum og vill fara bil beggja, Guðrún og Kristín víkji en ekki strax og alls ekki samtím- is. Endanleg ákvörðun verður hinsvegar ekki tekin fyrr en á landsfundi hreyfingarinnar í maí- mánuði. Helstu andstæðingar skipta eru að sögn K. konur á Akureyri. Þær og skoðanasystur þeirra fyrir sunnan bera náttúrlega ýmsu við öðru en kvennamun. Helsta við- kvæðið er að mikil óvissa ríki í íslenskum stjórnmálum um þess- ar mundir, Stefán Valgeirsson og hans fólk í Samtökum jafnréttis og félagshyggju sé um það bil að segja skilið við ríkisstjórnina og því verði brátt tvísýnt um þing- meirihluta hennar. Mestu skipti þó að allt sé á huldu um þróun kjaramála, komi til mikillar ólgu á vinnumarkaði og jafnvel alls- herjarverkfalls séu dagar Steingrímsstjórnar II taldir. Togstreita þessi í röðum Kvennalista er grein af sama meiði og ágreiningurinn á síðast- liðnu hausti um það hvort hreyf- ingin ætti að flekka hreinar hend- ur sínar með þáttöku í ríkisstjórn eður ei. Þetta er hin sígilda tví- drægni í röðum grasrótahreyf- inga þar sem takast á óbilgjörn stefnufesta hinnar einföldu og ör- uggu veruleikasýnar og raunsæi fólks sem metur aðstæður hverju sinni og er reiðubúið að slá af kröfum sínum fái einhverjar óska þess að rætast. ks Laugardagur 18. mars 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.