Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmála- ráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 20. mars kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: Dagskrá Bæjarsfjórnar- fundar 21. mars nk. Önnur mál. Stjórnin Heimir Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarfulltrúar Laugardaginn 18. mars klukkan 10-12 verður Val- þór Hlöðversson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á skrifstofunni í Þinghól að Hamraborg 11 og ræðir málefni bæjarins. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Mánudaginn 20. mars klukkan 20.30 verður haldinn fundur í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins í Þinghól að Hamraborg 11. Dagskrá: Dagvistunarmál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Selfossi Opið hús Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu á Sel- fossi laugardaginn 18. mars klukkan 10 -12 að Kirkjuvegi 7. Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður mætir á staðinn og ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Kaffi á könnunni. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin AB- Vestmannaeyjum Opið hús Alþýðubandalagsfólk Vestmannaeyjum. Opið hús hjá félaginu í Kreml við Bárustíg, laugardag- inn 18. mars kl. 14.00. Bæjarfulltrúarnir Guð- munda Steingrímsdóttir og Ragnar Oskarsson ræða bæjarmálin, Mæt- um öll í spjall, kaffi og meðlæti. Alþýðubandalagið Garðabæ Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudagskvöldið 22. mars kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun og framkvæmdir í Garðabæ 1989. 2. Staðan í landsmálunum. 3. Önur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Garðabæ Skemmtun Skemmtikvöld laugardaginn 18. mars í Goðatúni 2. Hefst kl. 20.30, söngur, glens og gaman. Þátttakendur hafi samband við Hilmar, s. 65-60-87, eða Guðmund Rúnar s. 65-61-56. Stjórnin Abl. Húsavík Félagsfundur Alþýðubandalagið á Húsavík heldur félagsfund laugardaginn 25. mars kl. 15.00. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra mætir á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin ABfí Áhugamenn um umhverfismál Fundur á mánudaginn 20. mars kl. 20.30 að Hverfis- götu 105. Fundarefni: Hvað líður nýja umhverfismálaráðu- neytinu. Svavar Gestsson menntamálaráðherra mætir á fundinn. Fjölmennum. Stjórnin Svavar Alþýðubandalagið á Akureyri Opið hús Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu á Akureyri miðvikudaginn 22. mars klukkan 20,30 að Eiðsvallagötu 18. Steingrímur J. Sigfússon sam- göngu- og landbúnaðarráðherra ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Mætum öll. stlórn,n ERLENDAR FRETTIR Líbanon Bílsprengja banar 12 Sprakk meðal biðraða við brauðgerð Að minnsta kosti 12 manns biðu bana og yfir 150 særðust í gær af völdum sprengingar mikillar í Austur-Beirút, þar sem kristnir menn búa. Var það bíll, fermdur sprengiefni, sem sprakk í loft upp rétt við brauðgerð, þar sem fjöldi fólks stóð í biðröðum til að kaupa brauð. Ljóst virðist að þeir, sem sprengingu þessari ollu, hafi leitast við að valda svo miklu manntjóni meðal óbreyttra borg- ara sem mögulegt væri. Um þetta leyti var óvenju margt fólk, þar á meðal mörg börn, við brauðgerð- ina, því að borgarbúar óttuðust að bardagar kristinna og músl- íma, er voru sem harðastir á þriðjudaginn, myndu senn brjót- ast út af fullum krafti á ný og voru því að reyna að birgja sig upp af mat. Aðkoman eftir sprenginguna var hroðaleg, margir höfðu ger- samlega tætst í sundur og hold- tætlur, afrifnir limir og blóðslett- ur voru út um allt umhverfis sprengistaðinn. Á líbönsku óöld- inni hafa bílsprengingar af þessu tagi mikið verið stundaðar og er þessi sú fimmta, sem verður þar- lendis í ár. Michel Aoun, her- stjóri og stjórnarformaður krist- inna, sakar Sýrlendinga um að hafa valdið sprengingunni, en Selim Hoss, forsætisráðherra múslímastjórnarinnar, sem Sýr- lendingar styðja, hefur fordæmt verknaðinn. Reuter/-dþ. Islamsráðstefna Sigur fyrir íran Litið er á fordæmingu fundar Islömsku ráðstefnustofnunarinn- ar (ICO) í fyrradag á Salman rit- höfundi Rushdie og bók hans Kölskaversum sem verulegan sigur fyrir íran. Ráðstefnan, sem setin var af fulltrúm 46 ís- lamsríkja og utanríkisráðherrum flestra þeirra, tók að vísu ekki undir drápskipun Khomeinis höfuðklerks, en hvatti hinsvegar til þess að bókin yrði bönnuð um heim allan og lýsti því yfir að rit- höfundurinn, sem fæddur er í ís- lamskri fyölskyldu, væri genginn af trúnni. Sá úrskurður er mjög alvarlegs eðlis, því að margir leggja þann skilning í lögmál íslams að þeir sem falla frá trúnni séu dauðasek- ir. Ótti margra íslamskra vald- hafa við íslamsbyltingu Khom- einis og samstaða Arabaríkja með írak í stríði þess við íran ollu því að síðarnefnda ríkið einan- graðist í íslamska heiminum, en Rushdie - íslamsríki sameinuö gegn honum. úr þeirri einangrun virðist nú hafa dregið vegna forgöngu írans í herferðinni gegn Rushdie og bók hans. Reuter/-dþ. Þriðji heimur Hörd gagnrýni á lánardrottna Edouard Saouma, forstjóri Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO), gagnrýndi ríki norður- heims harðlega fyrir efna- hagsmálastefnu þeirra gagnvart ríkjum suðurheims í ræðu í gær. Sagði hann m.a. að stefna hinna fyrrnefndu í landbúnaðarmálum gerði að verkum, að þau síðar- nefndu sykkju sífellt dýpra í skuldafen og að gjáin milli auð- ugra ríkja og fátækra breikkaði. Saouma var einkum harðorður í garð alþjóðlegra fjármálastofn- Komist hefur upp að leynilegir rannsóknaraðilar um morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, höfðu hugsað sér að hlera síma og samtöl Pierres Schori aðstoðarutanríkisráð- herra, sem var einn nánustu sam- starfsmanna Palme og einkum mikils ráðandi um stefnu lands síns viðvíkjandi þriðja heimin- um. Grunur téðra rannsóknar- aðila virðist hafa fallið á Schori Regla Mölturiddara, öðru nafni Jóhannesarriddara, sem stofnuð var fyrir um níu öldum til að berjast gegn múslímum í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs, er enn starfandi og vinnur nú að mannúðarmálum. í apríl s.l. var kjörinn yfir regluna nýr stór- meistari, sá 78. í röðinni, og er sá skoskur aðalsmaður að nafni ana, fyrst og fremst Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans, og kvað sparnaðarráð- stafanir þær, sem skuldug þriðja- heimsríki gerðu að kröfu stofn- ana þessara, aðeins leiða til versnandi efnahagsástands og ókyrrðar í hlutaðeigandi þjóðfé- lögum. Hann ámælti og mörgum norðurheimsríkjum harðlega fyrir ríkisstyrktan landbúnað þeirra, sem hann kvað koma í veg fyrir innflutning matvæla þangað frá þriðja heiminum og leiða af sér svo hátt verð á landbúnaðar- vegna kunningsskapar hans við kúrdneska konu, en menn í flokk PKK, vinstrisinnuðum flokki Tyrklands-Kúrda, voru í fyrstu grunaðir um morðið. Ekkert sannaðist þó á þá og ekkert varð úr því að Schori væri hleraður vegna þess að útbúnaður sá, er nota átti til hlerunarinnar, var tekinn í tollinum er reynt var að smygla honum inn í landið. Reuter/-dþ. Andrew Betie. Samkvæmt upphaflegri stofnskrá reglunnar er hann undir páfann gefinn. Mölturiddarar, sem hafa aðal- bækistöðvar á Ítalíu og reka um 200 sjúkrahús, hafa nú lýst yfir sérstakri herferð gegn eyðni, eiturlyfjum og sykursýki. Reuter/-dþ. vörum norðurheims, að suður- heimsbúar hefðu ekki efni á að flytja þær inn. Reuter/-dþ. Ný Grikk- landsstjorn Andreas Papandreou, forsæt- isráðherra Grikklands, myndaði í gær nýja stjórn í stað þeirrar, sem að ósk hans sagði af sér í fyrra- dag. En færri nýir menn eru í nýju stjórninni en við hafði verið búist og eru skoðanir skiptar um hvort Papandreou takist með þessu að endurvekja traust landsmanna á forustu sinni, en það hefur all- mjög dvínað undanfarið vegna hneykslismála. Reuter/-dþ. Hryðjuverka- hætta frá hægri Berto Jungman, hollenskur sérfræðingur um pólitískt ofbeldi og hryðjuverk, heldur því fram að hægrisinnaðir hryðjuverka- menn færist nú í aukana í Vestur- Evrópu. Á tveggja daga alþjóð- legri ráðstefnu um hryðjuverk, sem stendur yfir í Leiden, sagði Jungman að hægriöfgamenn hefðu síðustu árin orðið fleiri mönnum að bana en vinstrisinn- aðir hryðjuverkamenn. Síðan 1980 hefðu nýnasistar og kyn- þáttahatarar drepið 26 menn í Vestur-Pýskalandi, og í Bret- landi og Frakklandi færi einnig vaxandi pólitískt ofbeldi, sem einkum beindist gegn innflytj- endum. Reuter/-d|). 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. mars 1989 Sænskt hlerunar- hneyksli Ný krossferð Jóhannesamddara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.