Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.03.1989, Blaðsíða 7
BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA Lucky Jim og The Old Devils eftir Kingsley Amis Árið 1986 féllu hin eftirsóttu Booker bókmenntaverðlaun í hlut enska rithöfundarins Kings- ley Amis. Mörgum þótti tími til kominn að Amis fengi verðlaunin því hann hefur verið í hópi þekkt- ustu rithöfunda Breta frá því að hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 1954. Þetta var skáldsagan Lucky Jim og þótti hún nokkrum tíðindum sæta. Sagan fjallar um ungan háskóla- kennara, James Dixon að nafni, og þau fádæma vandræði og ves- en sem hann veldur hvar sem hann kemur. Það var svo sem ekki nýtt að breskir rithöfundar sæktu föng sín til hinna víðfrægu menntastofnana í Oxford og Cambridge en í Lucky Jim sló Amis nýjan tón með því að láta söguna gerast í hallærislegum dreifbýlisháskóla, einum af mörgum sem stofnaðir voru eftir síðari heimsstyrjöldina. Persónur sögunnar voru líka ótrúlegt samansafn af leiðindaskjóðum, hrokagikkum og ónytjungum og var söguhetjan, Jim, hreint ekki barnanna bestur. Hin andfélagslegu og anark- isku viðhorf sem fram komu í Lucky Jim gerðu það að verkum að höfundurinn var flokkaður með hinum svonefndu „ungu reiðu mönnum“ en það var sam- heiti sem blaðamenn klíndu á nokkra unga rithöfunda sem komu fram á sjónarsviðið á árun- um 1950-1960. Leikritaskáldið John Osborne er sennilega þek- ktastur úr þessum hópi. Ekki verður annað sagt en gusti af sögunni um Lucky Jim. Háskólar, háskólakennarar, menntamenn og fræðingar fá þar rækilega á baukinn enda oft á tíð- um pottur brotinn á þeim bæjum þó ekki færi það hátt. Hrakleg- asta útreið fá Welch prófessor, yfirmaður Jims, og kona hans. Prófessorinn er hinn versti harð- stjóri, fullkomiega óhæfur í starfi og níðist eftir fremsta megni á undirmönnum sínum. Um konu hans má segja að líkur sæki líkan heim því hún er hið versta flagð og ákaflega snobbuð. Sonur þeirra Bertrand kemur einnig við sögu en hann er „listmálari“, jafn misheppnaður og hann er mikill á lofti. Þeir Jim og Bertrand verða keppinautar um ástir Christine, ungrar Lundúnastúlku sem eigin- lega er eina almennilega mann- eskjan í sögunni. Annar fastráðinn háskóla- kennari kemur og nokkuð við sögu en það er ensku-lektorinn Margaret Peel. Þau Jim eiga í heldur brösóttu og spaugilegu ástarsambandi. Hún er leiðinleg, drykkfelld, móðursjúk og kúgar Jim ræfilinn á ýmsan máta. Aðrir kennarar og fræðimenn fá svip- aða útreið enda fátt um fína drætti. Eins og áður sagði þá er Jim sjálfur af svipuðum toga spunn- inn og aðrar persónur bókarinn- ar. Hann er kærulaus, falskur, ósvífinn, drykkfelldur og með takmarkaða hæfileika. Takmark hans í lífinu er að koma sér í góða stöðu þar sem hann getur haft það náðugt. Þó tekst Amis að láta lesandann fá dálitla samúð með Jim greyinu, kannski vegna þess annars vegar hve óheppinn hann er og hins vegar vegna þess að það freistar væntanlega flestra að fá starf sem gefur af sér góð laun fyrir litla vinnu. Á baksíðu þeirrar útgáfu af Lucky Jim sem ég hef undir höndum er lögð áhersla á hve fyndin bókin sé og vitnað til um- sagna nokkurra gagnrýnenda sem m.a. segjast ekki hafa hlegið jafn mikið að nokkurri bók. Satt er það að í bókinni er sagt frá fjölmörgum spaugilegum atvik- um og persónurnar eru margar hverjar býsna kátlegar en ekki man ég þó eftir því að hafa hlegið upphátt meðan á lestri stóð. Það getur svo sem vel verið að því valdi meðfætt húmorsleysi og sú staðreynd að ég er ekki Englend- ingur. Sá grunur læðist reyndar að mér að kímni bókarinnar sé ákaflega bresk og ekki á allra færi að ná upp í hana. Atburðarásin í Lucky Jim er oft af því tagi sem tíðkast í försum með tilheyrandi hamagangi og ólátum. Eftirminnilegustu kaflar bókarinnar eru að mínu mati lýs- ingin á menningarhátíð Welch- hjónanna, einstaklega kauða- Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur skrifar legri samkomu sem þau kúga kunningjahóp sinn til að taka þátt í. Einnig má nefna árlegan fyrir- lestur sagnfræðideildarinnar um Hið gamla góða England sem prófessorinn neyðir Jim til að halda. Jim fer á taugum út af fyrirlestrinum, drekkur sig fullan og deyr í honum miðjum. Sagan um Lucky Jim fær þó farsælan endi. Hann stingur Christine undan Bertrand Welch og fær draumastarf sem kokteildýr hjá auðkýfingnum Gore-Urquhart. Síðasta skáldsaga Kingsley Amis, The Old Devils, er af nokkuð öðritm toga spunnin. Hún gerist á nokkrum mánuðum í lítilli borg í Wales og er einskon- ar krufning á vináttu og hjóna- bandi. Söguhetjurnar eru hópur fordrukkinna Walesbúa á aldrin- um milli sextugs og sjötugs. Flest- ir eru illa farnir af drykkju og lífs- leiða. Hjónaböndin hafa verið í molum árum og jafnvel áratugum saman og draumar þeirra hafa að engu orðið. Allt hafði þetta fólk þekkst frá því það var í háskóla. Einn daginn berast um það fréttir að gamall félagi, atvinnu Walesbúinn, flagarinn og drykkjurúturinn Alun Weaverog kona hans Rhiannon séu að flytja heim eftir að hafa búið áratugum saman í London. Þetta veldur miklu uppistandi og verður til þess að margir úr hópnum neyðast til að rifja upp hálfg- leymdar endurminningar sem sumar hverjar eru ákaflega sárs- aukafullar. Það verður seint sagt að at- burðarás bókarinnar sé hröð. Hún líður áfram í áfengisvímu svo að ákafur þorsti sótti á undir- ritaðan meðan á lestrinum stóð. Persónurnar eru annað hvort drukknar eða timbraðar og í raun gerist ákaflega fátt. Menn fara á krána til að rabba saman og drekka eða flækjast fullir hver heim til hvers annars. Þau Alun og Rhiannon leita sér að húsnæði og Alun tekur til við að fleka eig- inkonur vina sinna meðan Rhi- annon rifjar upp kynni við gamla aðdáendur. Þegar Alun fær það verkefni að undirbúa sjónvarps- þátt um Wales fá þau lánaðan sumarbústað en þangað þyrpast þá allir kunningjarnir og úr verð- ur gríðarmikið fyllirí þannig að Alun verður lítið úr verki. Bók- inni lýkur svo með því að Alun fær hjartaslag í brennivínsveislu heima hjá einum félaganum og deyr. Rhiannon fer hins vegar að búa með Peter, gömlum ást- manni sínum eftir að eiginkona hans flytur til Englands. Eins og áður sagði fjallar sagan urn hóp af fólki sem að meira eða minna leyti hefur sóað lífi sínu án þess að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Þegar Álun kemur til sögunnar virðist hann í fyrstu af öðru sauðahúsi en félagar hans. Hann er velþekktur, myndar- legur á velli, kemur oft fram í sjónvarpi og hafði fyrr á árum rit- að bækur um Wales. Þegar les- andinn svo smámsaman kynnist honum kemur í ljós að hann er alveg á sama báti og félagar hans. Það eina sem hann hafði gert árum saman voru 40 blaðsíðna drög að skáldsögu sem hann sýnir Charlie vini sínum og biður um álit hans á. Charlie sýnir honum fram á að drögin séu algjört rusl og eitt augnablik virðist svo sem Alun ætli að taka sér tak og rífa handritið í smátt en á síðustu stundu hættir hann við og ákveð- ur að geyma það ef ske kynni að hann geti prangað því inn á ein- hvern síðar meir. Það ætti nú að vera ljóst að þessar tvær sögur eru um margt ólíkar. Frásögnin í The Old De- vils er mun rólegri og í henni er djúpur undirtónn. Lýsingin á hin- um fordrukknu eldri borgurum og uppátækjum þeirra eru oft á tíðum nokkuð smellin og sums staðar bregður Amis á leik rétt eins og í Lucky Jim. Má þar nefna uppistand sem verður þegar vest- urheimskur Walesbúi og hommi reynir að tæla Alun í fyrirlestra- ferð til Bandaríkjanna eða er Alun móðgar vertinn á uppá- haldskránni þeirra svo illa að hann hendir þeim út. Einnig er ógleymanlegt hið örlagaríka fyll- irí sem varð Alun að aldurtila en það gerist heima hjá einum úr hópnum sem er þvflíkur nirfill að hann neyðir félaga sína til að kaupa af sér sjússa. Nokkurt lýti er að innskotum sem Amis dreifir hér og þar um bókina, oft í litlu samhengi við frásögnina og mér skilst að séu í samræmi við pólitískar skoðanir hans. Reyndar másegjaaðþað sé ofrausn að flokka þessi innskot undir pólitík. Þau er nær því að vera meltingartruflanir af því tagi sem fyrir nokkrum misserum mátti sjá í nafnlausum dálkum í DV og hafa nú borist í Tímann. Kingsley Amis verður varla flokkaður með meiriháttar rit- höfundum Breta. Sumir hafa meira að segja haldið því fram að hann eigi gengi sitt því að þakka að hálfgerð kreppa ríkir um þess- ar mundir í breskri skáldsagna- gerð. Amis er fyrst og síðast góð- ur penni. Hann hefur dæmalaust gott vald á enskri tungu og er auk þess laginn við að segja sögur en ef marka má þær bækur hans sem ég hef lesið verð ég að segja að mér finnst hann mjög svo ofmet- inn. Það þýðir þó ekki að ég ráði fólki frá því að lesa bækurnar hans, þvert á móti, það er alltaf gaman að lesa fallegan texta eftir ritfæra menn. Laugardagur 18. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Útboð m Vegmálun1989íSuðurlands-og Reykjaneskjördæmi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Akreinalínur 160 km og markalínur 340 km. Verki skal lokið 31. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21 þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir k. 14.00 þann 10. apríl 1989. Vegamálastjóri Barna- og unglingavika 12.-18. mars 1989 Laugardagur 18. mars Háskólabíó kl. 14.00 Fjöl^kylduhátíð. Niðurstöður kynntar. Ókeypis aðgangur. Skemmtun við allra hæfi. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusamband Islands, Kennarasamband Islands, Félag bókagerðarmanna, Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Fósturfélag Islands, Sókn, Hiðíslenska kennarafélag, löja wmmmmmmmmmmmm^^^mmm^mmm^Km Fósturheimili 10 ára dreng með geðræn vandamál vantar heimili í Reykjavík eða nágrenni. Fósturheimilið þarf að hafa reynslu af börnum, vera barnlaust eða eingöngu unglingar á heimil- inu. Fyrst um sinn er um að ræða samvinnu milli meðferðaraðila drengsins og væntanlegra fóst- urforeldra. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir, fé- lagsráðgjafi, Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar í síma-685911 milli kl. 9.00-12.00 alla virka daga. \m^mmmmm—mmmm^^mmm^mmmm—J Úthlutun styrkja úr Sáttmálasjóði Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðar til há- skólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síðasta iagi 30. apríl 1989. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-1919, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, samþykktar af háskólaráði, liggja frammi á skrif- stofu Háskóla íslands hjá ritara rektors. (Frá Háskóla íslands)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.