Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 21. mars 1989 56. tölublað 54. árgangur Kjarasamningar Féllu tíma NœstafundiaðalsamninganefndaASÍog VSÍfrestaðframyfir páska. Leitaðsvara hjáríkisstjórninni umkröfur fiskvinnslu og útflutningsiðnaðar um gengisfellingu 1 iiriííí aTíalssiTnninpanefnda orvini* Tplnr ficltvinnclnn an* vifthrnarSnm ruVisQtirírnnrinnar nm KnAnn 1....-1- í'-ilu w.w. t .-,.;.., Fundi aðalsamninganefnda ASÍ og VSÍ var slitið um fimmleytið í gær og ákveðið að næsti fundur yrði þann 28. mars. Undirnefndir munu þó starfa áfram og hittast strax í dag. Verk- efni þeirra verður að vinna frekar í einstökum þáttum samninganna og leita svara hjá ríkisstjórninni um hvað hún hefur að bjóða, m.a. í sambandi við kröfur fiskvinnslunnar og útflutning- siðnaðar um sérstakar aðgerðir til að efla rekstrargrunn þessara greina. Telur fiskvinnslan að verði sérstökum greiðslum úr verðjöfnunarsjóði til hennar hætt í lok maí, verði ríkisstjórnin að gera a.m.k. annað tveggja, fella gengið um 6-7% eða tryggja með einhvcrjuni hætti að samið verði um lækkað fiskverð þann 1. júní. Líkurnar á að tekið verði til við gerð langtímasamnings eru taldar hafa aukist nokkuð, fyrst ekki tókst að ná samkomulagi fyrir páska. Hver stefnan verður í framhaldinu ræðst þó ekki síst af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim aðgerðum sem hún er tilbúin að ráðast í. Meðal þeirra hugmynda sem fram voru komn- ar í starfshópum í gær, er að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því að bú- vöruverð hækki ekki á árinu og 'að aðhald verði sýnt í verðlagn- ingu opinberrar þjónustu. Þá yrði því beint til ríkisstjórnarinnar að hún „hugi að" lækkun eða afnámi söluskatts á matvæli í tengslúm við upptöku virðisaukaskatts. Talning atkvæða hjá BHMR um boðun verkfalls hófst seinni partinn í gær, en endanleg úrslit lágu ekki fyrir þegar Þjóðviljinn fór í prentun. Þó var vitað að Fé- lag fréttamanna hjá útvarpinu og sjónvarpinu höfðu hafnað verk- fallsaðgerðum, en Félag hjúkr- unarfræðinga og Félag sjúkra- þjálfara höfðu samþykkt að hefja verkfall þann 6. apríl hafi samn- ingar ekki náðst fyrir þann tíma. Sjá síöu 2 Forystumenn Alþýðusambandsins í biðstöðu síðdegis í gær. Frá vinstri:ÓskarVigfússon,MagnúsGeirsson,örnFriðriksson,Benedikt Daðason, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Karvel Pálmason. Mynd- ÞÓM. Reykjavík Makalaus vinnubrögð - Það er alveg makalaust að meirihluti íþrótta- og tómstunda- ráðs skuli hafna því að minnihluti ráðsins eigi fulltrúa þegar hafnar verða viðræður við íþróttafélögin KR og Þrótt um rekstur fél- agsmiðstöðvanna sem eru til húsa í húsnæði félaganna, segir Tryggvi Þór Aðalsteinsson. - Við viljum að sjálfsögðu ræða við íþróttafélögin um rekst- ur félagsmiðstöðvanna, en við viljum ekki að íþrótta- og tóm- stundaráð leggi af stað í þær við- ræður með það að markmiði að félögin taki yfir rekstur þeirra án þess að málið sé rætt við td. starfsmenn félagsmiðstöðvanna, sagði Tryggvi. Hann benti á að engar umræður hefðu farið fram um þetta mál, og hann sæi ekki hvaða ávinning borgin hefði af því að félögin tækju þennan rekstur að sér. -sg Sérfrœðingar Tilvísunar- kerfi nauðsyn - Eg er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að taka upp tilvís- unarkerfi að nýju í einhverri mynd. Það hefur reynslan sýnt. 530 þúsund heimsóknir til sér- fræðinga á einu ári eru mikið, sagði Olafur Ólafsson Iandlæknir þegar hann var spurður álits á þeim mikla fjölda sem leita til sérfræðinga og Þjóðviljinn greindi frá sl. laugardag. Skúli Johnsen borgarlæknir sagðist eiga bágt með að trúa því að íslendingar hafi farið 530 þús- und sinnum til sérfræðinga á ný- liðnu ári. Hann telur að sjúkling- arnir hafi borgað meira en það meðaltalsverð sem Læknafélagið gefi upp. Þess vegna væru heimsóknirnar ekki eins margar og kostnaður sjúkratrygginga gefur til kynna. Skúli tekur undir með landlækni og segir að nauðsynlegt sé að endurlífga til- vísunarkerfið í einhverri mynd. - Það er ljóst að það hefur orð- ið mikil tilfærsla á læknisþjónustu í landinu, sérfræðingaþjónustan hefur aukist á kostnað heimilis- og heilsugæsluþjónustu. Ég tel þetta slæma þróun. Okkar heilbrigðiskerfi byggir á heimils- og heilsugæslulæknum, þeir eiga að hafa yfirsýn yfir heilsufar okk- ar og það er þeirra að ákveða hvort við þurfum á sérfræðinga- aðstoð að halda, sagði Skúli borgarlæknir. Kostnaður sjúkrasamlags Reykjavíkur vegna sérfræðiþjón- ustu hefur hækkað all verulega á undanförnum árum. Þannig var hann árið 1982 31 mifjón kr. Á samatíma voru útgjöld Sjúkra- samlagsins 13,6 miljónir til heim- ilis og heislugæslulækna. Kostn- aðurinn við sérfræðiþjónustuna var þá rúmlega tvisvar sinnum hærri en þjónusta heimilislækna. Árið 1987 var munurinn orðinn rúmlega þrefaldur en þá greiddi Sjúkrasamlagið 288,8 miljónir fyrir sérfræðiþjónustu á móti 81,3 miljónum kr. fyrir þjónustu heimilis- og heilsugæslulækna.-sg. Hvalqfárið Fólk er orðið „histeriskt" Landverndarfólk segist eiga undir högg að sœkja. Samdráttur ípokasölu íverslunum. Auður Sveinsdóttir varaform. Landverndar: Engin tengsl milli okkar og Grennpeace. Ómaklegar árásir Við neyðumst til þess að fara út í einhverjar aðgerðir því fólk virðist ekki vilja skilja það að það eru engin tengsl á milli Land- verndar og Grennpeace. Það vill ekki skilja hvernig við vinnum. Mér finnst þetta vera mjög ómak- leg og undarleg viðbrögð hjá fólki og sýnir kannski best fáfræði allt of margra á þeim verkefnum sem Landvernd hefur unnið að í umhverfis- og gróðurvernd sl. tvo áratugi, segir Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og varaformað- ur Landverndar. Samtökin hafa orðið fyrir harðri gagnrýni fjölda lands- manna í kjölfar umræðuþáttar í ríkissjónvarpinu á dögunum eftir sýningu myndarinnar „Lífsbjörg í norðurhöfum". Meðal annars' hefur því verið haldið fram að Landvernd sé á mála hjá Green- peace og öðrum erlendum sam- tökum sem berjast gegn hval- veiðum og fjárveitingar til sam- takanna m.a. vegna plastpoka- sölu í verslunum, renni til Green- peace. Af þessum sökum neitar fólk nú í stórum stíl að kaupa plastpoka til styrktar Landvernd, að sögn kaupmanna. - Við höfum sannarlega orðið vör við þessa fásinnu og ég heyri víða frá, að þessi undarlegu við- brögð eru mjög sterk. Mér er næst að halda að fólk sér orðið histerískt. Landvernd hefur aldrei verið í neinum samskiptum við Greenpeace, við höfum alla tíð einbeitt okkur að gróðurupp- byggingu og umhverfisvernd hér heima og orðið þar vel ágengt með góðum stuðningi lands- manna. Þetta er því hið versta mál þegaí fólk stillir samtökun- um upp á þennan hátt, segir Auður. - Það er full ástæða að taka það fram að Þorleifur Einarsson var ekki í þessum margumrædda umræðuþætti í sjónvarpinu í síð- ustu viku sem fulltrúi Landvernd- ar frekar en Guðrún Helgadóttir sem fulltrúi alþingismanna þó hún sé forseti Sameinaðs alþing- is. Það eru 10 manns í stjórn Landverndar og þar getur hver haft sína persónulegu skoðun á þessum hvalamálum, en samtök- in hafa ekki tekið formlega af- stöðu í þessu umdeilda livala- máli, segir Auður Sveinsdóttir. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.