Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 4
/ FLÓAMARKAÐURINN Til sölu er BMW 318 árg. 78 á 130.000 kr. stgr. Bíllinn er í ágætu ástandi á nýjum vetrardekkjum og meö dráttarkrók. Nánari upplýsing- ar í síma 672023. Saab 96 árg. 76 Góður bíll til sölu mjög ódýrt. Upp- lýsingar í síma 40667 eða 17161. Hjólhýsi Er einhver sem ætlar ekki að nota hjólhýsið sitt í sumar? Ef svo er haf- ið samband í síma 28607. Á sama stað er áhugi fyrir að kaupa notað- an en vel með farinn dúkkuvagn. Kommóða óskast Gömul, rúmgóð, máluð kommóða óskast. Greiði allt að kr. 10.000. Upplýsingar í síma 10242. Hamstrar gefins 2 hamstrar í búri með öllum græjum fást gefins. Upplýsingar í síma 23063. Er að stofna heimili og vantar allt sem til þess þarf ódýrt eða gefins. Vinsamlegast hringið í síma 627762 á daginn og 622251 eftir kl. 18. Gamall barnasvefnsófi fæst gefins. Má gera upp. Upplýs- ingar í síma 78994. Barnavagn Rauður Silver Cross barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 72420. Skrautrita I bækur fyrir fermingarnar. Upplýsingar í síma 21784 á kvöldin. Westinghouse kætiskápur til sölu á kr. 4.000. Upplýsingar í síma 41529 eða 44858 eftir kl. 18.00. Einkatölva Til sölu Amstrad PC W 8512 rit- vinnslutölva með skjá og prentara, Basic-ritvinnslu, teikniforriti og tölvupenna. Tilvalið fyrir náms- manninn. Verð kr. 40.000. Upplýs- ingar í síma 688701 og 685762. Til sölu Skoda Rapid árgerð 1983. Upplýsingar í síma 17952. Til sölu Trabant árg. ’84, skoðaður ’88. Bíllí toppstandi. Verð kr. 25.000. Á sama stað til sölu 2 fuglabúr á kr. 1.000 stk. Upplýsingar i sima 45864, Auðbrekka 23, Kópavogi, Gunnar. Isskápur óskast Nothæfur ísskápur óskast gefins. Upplýsingar í síma 45864, Auðbrekka 23, Kópavogi, Gunnar. Sem ný frystikista til sölu. Seld fyrir hálfvirði. Á sama stað er til sölu Rafha suðupottur, ágætur fyrir slátursuðu. Upplýsing- ar í síma 51643. Ibúð óskast Hjón með barn bráðvantar 2ja her- bergja ibúð strax. Greiðslugeta 25.000 kr. Sími 621861. Nýlegur myndlykill til sölu. Selst á kr. 15.000 (hægt að prútta). Upplýsingar í síma 53699. Kerruvagn Óskum eftir að kaupa notaðan kerruvagn. Upplýsingar í síma 19679 og 98-34827. Silver Cross barnavagn til sölu. Mjög vel með farinn. Selst á kr. 12.000. Upplýsingar í síma 19679 og 98-34827. Til sölu - óskast keypt Til sölu næstum ný koja með dýnu, innbyagðu skrifborði og hillum, hvítt á lit. Á sama stað vantar dýnu, 120 sm breiða. Upplýsingar í síma 16329. Ókeypis ísskápur óskast Mig vantar ísskáp fyrir lítið eða ekk- ert. Upplýsingar í síma 622251. Leiguskipti Reykjavík - Selfoss Ég á 150 fm einbýlishús á Selfossi og óska eftir leiguskiptum á því og 3-4 herbergja íbúð á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Leigutíminn er eitt ár frá ca. 1. júní. Upplýsingar í símum 91-90363 og 91-43862. Óskast keypt Vil kaupa ódýr skíði og skíðaskó fyrir 7 ára strák. Sími 18301. íbúð óskast Ung hjón með barn vantar 3 her- bergja íbúð frá 1. júní. Vinsam- legast hafið samband í síma 32814. Skipti á íbúðum, Reykjavík - Gautaborg Ert þú á leiðinni til Gautaborgar? Við viljum skipta á leiguíbúö á besta stað í miðborg Gautaborgar og leiguíbúð einhvers staðar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Samningurtil a.m.k. eins árs frá og með í sumar. Einstakt tækifæri. Upplýsinqar í síma 91-10958. Mexicóferð - spænskunemar Á vori komanda hyggja spænsku- nemar við H. í. á námsferð til Mex- ico. Við erum tilbúin til þess að taka að okkur verkefni sem geta styrkt okkur til fararinnar. Uppl. í síma 14646 Margrét, 21953 Ásdís og 35618 Ásdís. Hjónarúm óskast Vil kaupa hjónarúm ca 160 cm á breidd. Þarf að vera hvítt eða úr beyki og með góðum dýnum. Upp- lýsingar í síma 681310 kl. 9 og kl. 5 og 675862 eftir kl. 20.00. Innilegt þakklæti vegna 80 ára afmælisins. Heimsóknir aö Hlégarði og heillaskeyti, glæsiblóm og gjafapakka, góðvildina öllum þakka. Grímur S. Norðdahl Úlfarsfelli Eiginmaður minn Finnbogi Rútur Valdimarsson Marbakka Kópavogi er látinn Hulda Jakobsdóttir Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Guðrún Ásta Þorvaldsdóttir lést á Landspítalanum þann 9. mars s.l. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir færum við öllu starfsfólki Krabbameinsdeildar kvenna á Landspítalanum og starfsfólki Heimahlynningar Krabba- meinsfélags Islands fyrir mjög góða umönnun Ármann Brynjólfsson Ármann Brynjar Ármannsson Ingólfur Arnar Ármannsson Jóhanna Eyþórsdóttir Sigurbjörg Lóa Ármannsdóttir og barnabörn FRÉTTIR Umferðin Tiónvaldar krafðir um 11,7 miljónir Endurkröfunefnd: Yfir 90% vegna ölvunaraksturs. Hœsta krafan nemur rúmlega 1,7 miljón og tvœr þœr næst hæstu eru um ogyfir 1,5 milión króna að sem af er þessu ári hefur svokölluð endurkröfunefnd fengið 59 mál til meðferðar og þar af hefur nefndin samþykkt endur- kröfur að fullu eða að hluta í 57 málum sem samtals nema 11.703.864 krónum. Hæsta kraf- an hljóðar uppá rúmlega 1,7 milj- ón og tvær þær næstu um og yfir 1,5 miljón króna. Yfir 90% eru vegna ölvunaraksturs. Þetta kemur fram í frétt frá endurkröfunefnd sem dóms- málaráðherra skipaði en sam- kvæmt umferðarlögum eignast vátryggingarfélag sem greitt hef- ur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, endurkröfurétt á Ymir HF Stoppið nýtt Frystitogarinn Ýmir HF frá Hafnarfirði sigldi nýlega full- lestaður beint af miðunum með 310 tonn af frystum þorskflökum að verðmæti 55-56 miljónir til Englands sem togarinn fékk á Austfjarðamiðum. Að sögn Guðrúnar Lárusdótt- ur útgerðarmanns togarans var þetta gert öðrum þræði til að nýta það stopp sem togarinn hefði ella þurft að taka út eftir veiðiferðina. þar sem hann er á sóknarmarki. Áhöfnin hafði maka sína með í ferðinni tii Englands og var hún því einnig að hluta sem lystireisa, en í engu sambandi við flutnings- gjöldin sem fyrirtækið greiðir skipadeild Sambandsins fyrir að flytja afurðirnar á markað í Eng- landi. Engu að síður sparaði siglingin til Englands útgerðinni ómældar fjárhæðir þar sem bara olíu- kaupin ytra borguðu ferðina út fyrir utan annað hagræði sem túr- inn hafði í för með sér. hendur þeim sem tjóni olli af ásetningi eða stórkostlegu gá- leysi. Astæður endurkröfu eru í langflestum tilvikum ölvunar- akstur. í þeim 57 málum þar sem endurkrafa var heimiluð var um að ræða ölvunarakstur í 52 tilvik- um eða í 91% málanna. Hvorki fleiri né færri en 22 ökumenn reyndust hafa um og yfir 2 prómill vínanda í blóði sínu þar af einn yfir 3 prómill. Nemi vínandamagn í blóði ökumanns 0,50 prómill en er minna en 1,20 er ökumaður undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans sé minna, telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega. Aaðalfundi Blaðamannafélags Islands á laugardag var sam- þykkt eftir talsverðar umræður um lífeyrismál og vaxtastefnu að beina því til stjórnar lífeyrissjóðs blaðamanna að kanna möguleika á lækkun vaxta á lánum til sjóðfé- laga. Ályktun um þetta var sam- þykkt samhljóða. í henni var vís- að til fordæmis hjá sjóði versl- unarmanna sem nýlega lækkaði vexti á lánum til félaga úr 8 í 7 prósent, en sjóður blaðamanna hefur einsog flestir lífeyrissjóðir fylgt meðaltali hæstu vaxta, sem þýðir að félagar borga nú hærri vexti af lánum sínum en ríkisvald- ið. í ályktun aðalfundarins var einnig ákveðið að hefja endur- skoðun á reglugerð sjóðsins. Menntamál stéttarinnar voru einnig rædd í þaula á fundinum, og var þangað boðið Þorbirni Broddasyni formanni nefndar um fjölmiðlunarnám í háskólan- um. Fundurinn samþykkti álykt- un þarsem þessari tillögugerð er fagnað og þess vænst að skóla- starf í anda nefndarinnar hefjist í háskólanum strax næsta haust. Formaður var endurkjörinn Lúðvík Geirsson, Þjóðviljanum og varaformaður er Guðmundur Sv. Hermannsson, Morgunblað- inu. -m Ef vínandamagn í blóði öku- manns nemi 1,20 prómill eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki. -grh Evrópa Bæklingur um EB Hvaða áhrifhefur innri markaður EB á íslenskan vinnumarkað, mennta-, umhverfis- ogferðamál? Hvaða áhrif mun stofnun innri markaðar Efnahagsbandalags Evrópu hafa á íslenskt samfélag? Alþingi stofnaði á sínum tíma nefnd til að kanna þessi áhrif og hugsanlegt samstarf Islands og EB. Nefndin hefur nú gefið út þrjá bæklinga um niðurstöður sínar undir samheitinu Island og Evrópa. Þriðji bæklingurinn er nýkom- inn út en í honum er fjallað um rannsóknastarfsemi, umhverfis-, vinnuverndar- og neytendamál, vinnumarkað, mennta-, menn- ingar- og ferðamál. Bæklingurinn er að mestu leyti unninn af þeim Gunnari Helga Kristinssyni stjórnmálafræðingi og Eyjólfi Sæmundssyni efnaverkfræðingi í umsjón formanns nefndarinnar, Kjartans Jóhannsonar. í lokaorðum bæklingsins árétta höfundar mikilvægi þeirra mál- efna sem um er fjallað fyrir fs- lendinga og benda á staðreyndir eins og þær að við verðum að eiga aðgang að evrópskum mennta- stofnunum, að umhverfis-, vinnuverndar- og neytendamál séu sameiginleg hagsmunamál allra Evrópulanda og að í ferða- og menningarmálum kunni þró- unin að kalla á sérstök viðbrögð af íslands hálfu. Um vinnumark- aðinn segja höfundar hins vegar þetta: Hreyfanleiki vinnuafls milli landa er því sennilega ekki eins áhættusamur fyrir íslendinga og gjarnan er haldið fram. í fyrri bæklingum nefndarinnar var fjallað um þróun og stöðu efnahagssamstarfs í Evrópu og samvinnu EB og EFTA á síðustu árum. ______________ - ÞH -grh 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mars 1989 Blaðamannafélagið Óskað vaxtalækkunar Aðalfundur BÍfagnar tillögum um fjölmiðlanám

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.