Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Þingfl. Alþýðubandalagsins Frelsi fjármagns ekki lausnarorð Fagnarfríverslun meðfisk og tekur eindregið undir fyrirvara forsœtisráðherra á Eftafundi ingflokkur Alþýðubandalags- ins fagnar fríverslun með físk innan Efta og tekur eindregið undir fyrirvara Steingríms Her- mannssonar á leiðtogafundi sam- takanna í Osló. Þingflokkurinn hvetur til fyllstu varúðar í sam- bandi við flutninga fjármagns, þjónustu og vinnuafls til og frá landinu. Ályktun þessi var samþykkt í gær og ber þess glögg merki að Alþýðubandalagsmenn eru á öndverðum meiði við Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra og ýmsa flokksbræður hans um fyrirvara forsætisráðherra, eink- um varðandi frelsi fjármagnsins. Einsog mönnum er í fersku minni lét viðskiptaráðherra að því liggja fyrir helgi að hann sæi ekk- ert athugavert við fríverslun með fjármagn, hún yrði þjóðinni jafnvel drjúgt búsflag ef rétt yrði á málum haldið. í ályktun þingflokks Alþýðu- bandalagsins er höfuðáhersla lögð á hættur og vandamál sem Hafnarfjörður Sorpið samþykkt Bæjarráð Hafnarfjarðar sam- þykkti samhljóða að ganga til viðræðna við Sorpsamlag höfuð- borgarsvæðisins um hugsanlega byggingu sorpböggunarstöðvar. Staðsetning stöðvarinnar verð- ur ef um semst í Hellnahrauni skammt frá álverinu. Áður hafði verið óskað umsagna heilbrigðis- ráðs og náttúruverndarráðs bæjarins. Þessir aðilar sáu enga meinbugi á staðsetningu stöðvar- injtar í Hellnahrauni að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum um mengunarvarnir. -Sáf fylgt geta „óheftum fjármagns- hreyfingum fyrir lítið land einsog ísland.“ Þótt ekki sé rétt að halda í allar hömlur á fjármagnshreyf- ingar verði að gjalda varhuga við flausturslegum vinnubrögðum. í samþykktinni eru raktir helstu annmarkar og hættur sem smá- þjóð getur stafað af taumlausu fjármagnsfrelsi. Sérstök athygli er vakin á þessum atriðum: Óheftar fjármagnshreyfingar takmarka verulega möguleikann á að reka sjálfstæða peninga- stefnu. Þetta þýðir að ekki verður lengur hægt að stjórna bæði vöxt- um og gengi. Ef gengið er'fast ákvarðast vextirnir á alþjóðleg- um fjármagnsmörkuðum. Óheftar fjármagnshreyfingar geta með fjármagnsflótta og gjaldeyriskreppum grafið undan efnahagsstefnu sem að öðru leyti fengi staðist. Fjármagnshreyfingar tengjast oft spákaupmennsku eða hafa að markmiði að losna undan skatt- greiðslu. Aukist möguleikar erlendra aðilja á því að fjárfesta óheftir í atvinnuvegum landsmanna kynnu þeir að ná auknum ítökum í sjávarútvegi. Reynsla annarra afskekktra svæða sem tengd eru stærri efna- hagsheildum, ss. Norður- Noregs, Norður-Skotlands og austurstrandar Kanada, benda til þess að óheftar fjármagnshreyf- ingar geti í fyllingu tímans leitt til þess að fjármagn streymi út úr landinu, þrátt fyrir miklar nátt- úruauðlindir. Sú er reynsla ýmissa annarra þjóða sem búa við vanþróaða fjármagnsmarkaði, td. í Suður- Ámeríku, að sé skyndilega opnað fyrir samkeppni frá erlendum fjármagnsfyrirtækjum geti orðið hrun í bankakerfinu. ks K. Jónsson & Co Einhver segir ekki satt Kristján Jónsson: Purfum aðfá úrþvískorið hver segirsattJón Sæmundur eða innkaupastjóri ALDIsuður. Kannast ekki viðgallaða vöru. Stjórnarfundur hjá Sölusamtökum lagmetis í dag Við tökum þessum fregnum sem okkur berast í gegnum fjölmiðla ekkert of vel því þær stangast algjörlega á við það sem okkur hefur verið sagt og ljóst að einhver hefur ekki sagt satt frá. Hvort það er Jón Sæmundur eða innkaupastjóri ALDI suður þurf- um við að fá á hreint segir Krist- ján Jónsson hjá K. Jónsson og Co sem jafnframt á sæti í stjórn Sö- lusamtaka lagmetis. Kristján sagðist vera algjörlega ókunnugt um að gæði vörunnar til ALDI hafi verið eitthvað ábótavant og því síður um að vörur hafi verið endursendar frá Þýskalandi til hérlendra fram- leiðenda vegna galla. Jón Sæmundur Sigurjónsson þingmaður Alþýðuflokicsins í Norðurlandskjördæmi vestra sem er nýkominn frá V- Þýskalandi heldur því fram að innkaupastjóri ALDI suður hafi sagt sér að ástæðan fyrir því að fyrirtækið hætti að kaupa lagmeti frá íslandi hafi verið vegna lé- legra gæða en ekki vegna hval- veiðistefnu íslendinga. Þetta stangast algjörlega á við það sem stjórn Sölusamtaka lagmetis hef- ur haldið fram til þessa og var ma. ítrekað í yfirlýsingu sölusamtak- anna frá því í byrjun mánaðarins. Þar segir orðrétt: „ALDI samn- ingunum hefur formlega verið sagt upp, en þeir áttu að renna út í mai. Samningarnar verða ekki endurnýjaðir á meðan hval- veiðistefna fslendinga helst óbreytt. Þessi staðreynd er yfir- völdum landsins jafn kunnug og Sölusamtökum lagmetis“. í gær átti að halda stjórnarfund í stjórn Sölusamtaka lagmetis en vegna veðurs og ófærðar komust stjórnarmenn ekki á fundinn og verður reynt að halda hann í dag ef ferðafært verður. Fyrir fundin- um liggur að svara fullyrðingum þeim sem Jón Sæmundur hefur frá innkaupastjóra ALDI suður og fá úr því skorið hver segir satt. -grh Það getur hæglega skipt sköpum fyrir afkomu (slendinga að þjóðir heims stemmi stigu fyrir aukinni vígvæðingu og hefji viðræður um afvopnun á og í heimshöfunum. Vígbúnaður norðurhafa Afvopnun er lífshags- munamál íslendinga Undanfarna daga hafa Ijölmiðl- ar sungið þeim Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra lof og prís fyrir frammistöðu þeirra á leiðtoga- fundi Efta. Þeim tókst, einsog al- kunna er, að knýja kollega sina til þess að fallast á fríverslun með sjávarfang í samtökunum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra var í sjöunda himni vegna þessa, áf- angans að frjálsunt viðskiptum með fisk og fiskafurðir í gjörvallri Evrópu. Og vitaskuld gleðst þjóðin því hún velkist ekki í vafa um undir- stöðu afkomu sinnar. Hitt er svo máski annar handleggur að menn leiða sjaldnar að því hugann hve lítið þarf til að kippa þeirri undir- stöðu burtu, að lífsafkomu okkar er stöðugt búin hætta sem rekja má til tækni framfara og hugvits manna, iðnaðar sem er burðarás í efnhagslífi stórvelda; hergagna- iðnaðarins. Ekki þarf nema eitt „óhapp“ í kjarnorkuknúnum kafbát í grennd við íslandsstrendur til þess að hafið verði ördautt. Færi svo gæti utanríkisráðherra með góðri samvisku slitið viðræðum við Evrópubandalagið um frjálsa fiskverslun og hnútukasti Hall- dórs Asgrímssonar og fjenda hans í allra landa Græningjasam- tökum væri sjálfhætt. Þetta er ekki jafn fjarstætt svartagallsraus og virðast kann við fyrstu sýn. Haustið 1987 lagði Ólafur Ragnar Grímsson fram ál- yktunartillögu á alþingi um að ís- lensk stjórnvöld boðuðu til „al- þjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík um skipulag og efnisþætti form- legra samningaviðræðna um af- vopnun á norðurhöfum." í greinargerð stendur ma. þetta: „Á árunum 1965-1977 urðu 380 slys og hættuleg atvik sem tengdust kjarnorkuvopnum bandaríska sjóhersins og mörg hundruð Sovétmanna hafa látist vegna bilana í kjarnorkukafbá- tum. Árið 1970 fórst sovéskur kafbátur undan Spánarströndum vegna bilana í kjarnakljúf og á síðustu fimm árum hafa tveir so- véskir kafbátar farist og týndu um 90 manns lífinu þegar annar þeirra sökk. Margir sovéskir kaf- bátar sem sigla um norðurhöf eru búnir kjarnakljúfum af sömu gerð og var í Tsjernóbfl.. .í skýrsl- um Bandaríkjahers kemur fram að helstu orsakir slysa og bilana, sem tengjast kjarnorkuvígbúnaði sjóhersins, eru raktar til mann- legra mistaka og bilana í tækja- búnaði. Þessar upplýsingar sýna að auk þeirra ástæðna sem tengjast al- mennri nauðsyn afvopnunar er það brýnt efnahagslegt öryggism- ál fyrir íslendinga að hafist verði handa um fækkun og síðan út- rýmingu kjarnorkuvopna í hafinu kringum landið." Mikilsverður árangur hefur náðst í afvopnun á meginlandi Evrópu. Samningar hafa tekist með risaveldunum um eyðilegg- ingu allra meðaldrægra kjarnf- lauga sinna, viðræður halda áfram í Genf um langdræg kjarn- orkuvopn og viðræður eru hafnar í Vínarborg um svonefndan hefð- í BRENNIDEPLI bundin herafla og vígbúnað. Hinsvegar hefur vopnabúnaður hafanna orðið útundan. Og ýmsir fóru að hafa áhyggjur af því þegar sýnt þótti að fækka átti stórum kjarnorkuvopnum í Mið-Evrópu að „helvítis draslinu yrði bara sópað í sjóinn.“ Ofannefnd þingsályktunartil- laga Ólafs Ragnars var flutt áður en Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov lögðu nöfn sín við samninginn um eyðileggingu meðalflauganna í desember í hitt- iðfyrra. Hún er í höfuðdráttum samhljóða tillögu er hann flutti á öryggismálaráðstefnu í Osló fyrir skemmstu þar sem saman voru komnir fulltrúar ríkisstjórna, þjóðþinga, friðarhreyfinga og annarra almenningssamtaka á Norðurlöndum. í stuttu máli er lagt til að haldin verði alþjóðleg ráðstefna hér í Fríverslun með fisk gæti orðið endaslepp við „smáslys" í kjarnorkukafbáti sem í einni svipan gereyddi lífríki sjávar vjð íslandsstrendur! Ólafur Ragnar Grímsson vill Reykjavíkurfund um afvopnun á og í norðurhöfum Reykjavík um það hvernig best yrði að koma á fót og haga form- legum samningaviðræðum um af- vopnun á norðurhöfum. Ólafur komst svo að orði í Osló að Reykjavík yrði „þriðja horn- ið“ í allsherjar afvopnunarvið- ræðum næðu hugmyndir hans fram að ganga. Hin hornin yrðu þá Vín (hefðbundin vopn) og Genf (langdrægu kjarnorku- vopnin). En hveryrði aðdragandi ráðstefnunnar og hvernig sér höfundurinn fyrir sér ferlið frá undirbúningi óformlegrar ráð- stefnu um skoðanaskipti fram að raunverulegri afvopnun? A. Hugmyndin um undirbún- ingsráðstefnu afvopnunarvið- ræðna yrði kynnt í nokkra mán- uði í opnum viðræðum án skuld- bindinga við ráðamenn fjölmar- gra þjóða í Evrópu. B. Að kynningu lokinni yrði fulltrúum ríkja og þjóðþinga í Evrópu, fulltrúum Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna, Kanada, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Nató og Varsjárband- alagsins boðið á ráðstefnuna. Hópur sérfræðinga og fræði- manna yrði fengin til að undirbúa efnisþætti ráðstefnunnar og gera grein fyrir því hvernig vænlegast væri að nálgast vandann: afvopn- un í og á höfunum. C. Ráðstefnan sjálf yrði sem sé ekki vettvangur eiginlegra af- vopnunarviðræðna heldur sam- koma þar sem menn skiptust á skoðunum um það hvernig væn- legast væri að standa að slíkum viðræðum; efnisþáttum, tíma- setningu, aðferðum og tengslum við afvopnunarviðræðurnar í Vín og Genf. Niðurstaða ráðstefnu þessarar myndi ekki skuldbinda nokkurt ríki en ef af henni yrði myndi það verða veigamikill þrýstingur á herveldin um að hefja raunveru- legar viðræður um afvopnun á og í höfunum. Og jafnvel bara það að vinna að framgangi hugmynd- arinnar um slíka ráðstefnu gæfi íslendingum og íslenskum stjórnvöldum tækifæri til þess að halda þessu máli vakandi; nauð- syn þess að hamla gegn aukinni vígvæðingu hafanna og stuðla að afvopnun yrði að vera í brenni- depli í alþjóðlegri umræðu. Þótt ráðstefnan yrði seint eða aldrei haldin hlyti umræðan og tillögu- gerðin að verða íslendingum dýr- mætt vegarnesti og beitt vopn í baráttunni fyrir afVopnun í og á höfunum. ks Þriðjudagur 21. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.