Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR Rœkjusjómenn 011 hækkun til bóta Samkomulag varð í Verðlagsráði um 8% hœkkun á óskelflettri rœkju en óbreytt verð á hörpudiski. Rœkjuframleiðendur hafafengið 170 miljónir í verðbætur frá 1. júní til dagsins í dag Rækjusjómenn eru auðvitað j- "■ - - - - , ánægðir með að fá einhverja hækkun og þessi 8% hækkun á óskelflettri rækju er til bóta þó hún hefði að ósekju mátt vera rneiri, sagði Kristinn H. Gunn- arsson starfsmaður félags rækju- sjómanna við Isafjarðardjúp. Á fundi Verðalagsráðs sjávar- útvegsins í fyrradag varð sam- komulag um 8% hækkun á lág- marksverði á óskelflettri rækju en hins vegar verður verð á hörpudiski óbreytt. Nýja rækju- verðið er afturvirkt og gildir frá 15. febrúar til 31. mai 1989 og á hörpudiski frá sama tíma en til 31. júlí 1989. Samkvæmt því fást 73 krónur fyrir kílóið af fyrsta flokks rækju þar sem 230 stykki eða færri eru í hverju kílói, 66 krónur fyrir rækju sem 231 til 290 stykki eru í hverju kflói, 61,50 fyrir rækju sem 291 til 350 stykki eru í kflói og 27 krónur fyrir undirmálsrækju þar sem 351 stykki eða fleiri eru í hverju kílói. Fyrir hörpudisk sem er 7 cm á hæð og yfir er sem fyrr greiddar 17,30 krónur fyrir kflóið og 13 krónur fyrir hann 6 cm að 7 cm á hæð. Að sögn Lárusar Jónssonar framkvæmdastjóra félags rækju- og hörpudiskframieiðenda þótti réttara að koma til móts við kröf- ur sjómanna og útgerðarmanna í Verðlagsráði og samþykkja 8% hækkun fremur en að vísa verð- ákvörðuninni til yfirnefndar. Frá 1. júní til dagsins í dag hafa rækjuframleiðendur fengið greiddar úr Verðjöfnunarjóði um 170 miljónir til verðjöfnunar á rækjuverði, en um síðustu ára- mót áttu þeir um 430 miljón króna inneign í Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins. Það sem af er vetri hefur nánast engin veiði verið á úthafsrækju vegna gæftaleysis, smárækja í ísafjarðardjúpi en ágætis rækja fengist í Arnarfirði og í Húna- flóa. Af þeim sökum hefur rækj- an selst janóðum og birgðir nán- ast engar þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir á mörkuðum í Evrópu vegna samkeppninnar við hlýsjávar- rækju. -grh 30. mars „Þeir kikna, þeir gugna, þeir missa fótanna" Dagfari kominn útfyrir baráttuhátíðir í mánaðarlok. Viðtöl við Lúð- Þeir missa fótanna. Þeir sem áður höfðu talað fyrir lífs- hagsmunamáli þjóðarinnar, og [JNOÞVC/1P] kaefískápur semer rúmgóbur ogódýr entekurlítib 'piáss vík og Gils þeir sem virtust vera, og voru, sannfærðir um að við yrðum að færa út landhelgina, þeir kikna, þeir gugna, þeir fara að láta undan vinum sínum í Nató. Síðan segja þeir opinbcrlega að Nató sé dýrmætara en landhelgin. Nató megi ekki setja í neinn vanda. Þetta segir Lúðvík Jósepsson meðal annars um áhrif hersetu og Nató-aðildar á ýmsa íslenska stjórnmálamenn í viðtali við ný- útkominn Dagfara, sem er þáttur í undirbúningi herstöðvaand- stæðinga fyrir minningar- og bar- áttudagskrá í mánaðarlok um fjögurra áratuga Nató-aðild og þarmeð herstöðvaandstöðu. Lúðvík rifjar hér upp landhelg- isbaráttuna og áhrif Nató og hers- ins á hana, en einnig er rætt við Gils Guðmundsson, einkum um herstöðvastefnu vinstristjórnar- innar 1971-4. Árni Björnsson skrifar einskonar annál um 40 ára baráttu gegn her og Nató utan þings, Árni Hjartarson skrifar um „Whitehead-málið" og um víg- búnaðarsögu síðari ára hérlendis, Ingibjörg Haraldsdóttir um her- stöðvaráform á svæðum indjána á Labrador, og þýdd er grein eftir breska fræðimenn um hernaðar- stefnu Bush-stjórnarinnar. Þá eru í Dagfara ljóð eftir þá Geir- laug Magnússon og Þorgeir Þor- geirsson. Stálvík Togarasamningamir á bláþræði Tíminn er að hlaupa frá okkur og samningarnir um smíði þessara 14 togara fyrir Dubai- menn hanga nú á bláþræði. Við treystum of lengi á að hérlend stjórnvöld myndu hlaupa undir bagga með okkur, sagði Jón Gauti Jónsson framkvæmdastjóri Stálvíkur aðspurður um hvernig gengi að semja um togarasmíðina í Danmörku. Jón Gauti sagði að nú störfuðu aðeins um 3 til 4 hjá fyrirtækinu sem ynnu að þessu máli. Hann sagði að allt væri í óvissu með rekstur Stálvíkur. - Það hefur verið ákveðið að halda fund með forsvarsmönnum Stálvíkur og bæjarráðsmönnum í Garðabæ um stöðu fyrirtækisins og fram- tíðarrekstrarhorfur þess, sagði Guðjón E. Friðriksson bæjarrit- ari í Garðabæ. Hann sagði að meðal umræðu efna væru vanskil fyrirtækisins á opinberum gjöldum og hvort bú- ast mætti við að fyrirtækið hæfi rekstur á ný í Garðabæ. -sg AÐAL FUNDUR Aðalfundur Útvegsbanka íslands hf. árið 1989, verður haldinn í Ársal Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, föstudaginn 7. apríl 1989 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 28. greinar samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega uppborin. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 4., 5. og 6. apríl nk. svo og á fundardag við innganginn. Reikningar bankans fyrir árið 1988, dagskrá fundarins, ásamt tillögum þeim sem fyrir fund- inum liggja verða hluthöfum til sýnis á framan- greindum stað í aðalbanka frá 31. mars nk. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál borið upp á aðalfundi skulu í samræmi við ákvæði 25. grein- ar samþykkta bankans senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf að berast bankaráði í síðasta lagi föstudaginn 24. mars 1989. Do ap Útvegsbanki íslandshf Bankaráð HVER ÞREFALDUR! Þetta eru tölurnar sem upp komu 18. mars. Heildarvinningsupphæð var kr. 9.067.726.- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur sem var kr. 5.336.742,- við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 553.068,- skiptist á 4 vinningshafa og fær hver þeirra 138.267,- Fjórar tölur réttar, kr. 954,016,- skiptist á 112 vinningshafa kr. 8.518,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 2.223.900,- skiptast á 5.295 vinningshafa kr. 420,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Lokað á föstudaginn langa. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.