Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 10
AÐ UTAN Á bökkum árinnar Namoi. Tréð er af gerðinni eucalyptus. Mynd: Sólveig. hefur vanburða væng sem fellur þétt að skrokknum. Emuinn ásamt kengúrunni er í skjaldarmerki Ástrala. „Ef væri ég söngvari...“ Hann brosti út að eyrum og hélt hjartnæma ræðu hann John Williamson þegar platan hans „Kaffihúsið Boomerang" (The Boomerang Café) var valin plata ársins hér í landi og hann fékk gullna gítarinn. Þetta er þægileg, áströlsk sveitatónlist með ágætis textum, t.d. um hin sígildu brúnu augu, regnið og stefnumótið á kaffihúsinu sem aldrei gleymist. Hljómar e.t.v. dálítið kunnug- lega - eða hvað? Annars er Jón þessi dálítið sérstakur og ekki eingöngu hægt að flokka tónlist hans sem sveitatónlist. Þú mátt aldrei selja... Vinsæl saga meðal Ástrala um þessar mundir fjallar um aukin áhrif Japana í viðskiptalífinu og ásókn þeirra í að kaupa hluti í fyrirtækjum og landsvæði. Gilda þó hér lögin um að innlendir aðil- ar skuli eiga a.m.k. 51% hluta- bréfa í fyrirtækjum. Forsætisráðherrann, Bob Hawke, hefur verið á ferð um Asíu og dvaldi m.a. í Japan. Einnig hafa utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra verið þar á fundi um framtíðaráform og sam- vinnu um frið og framfarir á Asíu-Kyrrahafssvæðinu, aukin samskipti ríkjanna í verslun og viðskiptum og fleira í þeim dúr. Að mikilla hagsmuna sé að gæta á báða bóga, fer ekki á milli mála þegar gáð er að því að versl- unarviðskiptin milli Japans og Ástralíu námu árið 1987-88 19,2 biljónum ástralskra dollara! Er ekki laust við að Ástralir séu ugg- andi vegna dagvaxandi ásóknar Japans. En hér kemur sagan Eins og allir aðrir sannir for- sætisráðherrar lofar Bob Hawke framförum og aukinni velmegun. Árið 2000 - eftir dauða sinn - kemur hann í heimsókn til Ástralíu og fer inn á bar. Hvar- Eftir að niðurstöður könnun- arinnar lágu fyrir, endurnýjaði AMA þegar í stað kröfu sína um algjört bann við tóbaksauglýsing- um. Ár eiturslöngunnar Eins og til að halda lesendum við efnið, má geta þess að daginn sem hið nýja ár Kínverjanna gekk í garð, var ég að vökva einu sinni sem oftar. Enn er þurrkur og garðurinn tekur endalaust við, eins og sandur í Sahara, nema ég er á gangi aftur á bak þegar mér verður ljóst að ég stend aðeins einu skrefi frá skínandi fagurri biksvartri slöngu sem hefur kom- ið til þess að fá sér vatn úr garð- slöngunni og er nú að sóla sig í makindum. Þar sem ég er rólynd- ismanneskja og kippi mér ekki einu sinni upp við köngulær (reyndar sá ég eina risastóra í gærkveldi, rauða í alveg einstak- lega stórum og fallega ofnum vef, og kom hún, sem heitir Orb, dá- litlu róti á huga minn), þá segi ég við næsta mann: „Það liggur slanga hér í makindum og sólar sig.“ Og þar sem þetta er að verða vikulegur atburður hljó- maði svarið: „Nú, já, fylgstu með henni meðan ég sæki rekuna.“ Eftir þetta veit ég allt um hvernig á að drepa eiturslöngu! Það var reyndar ekki fyrr en daginn eftir sem ég var spurð: „Hvað hefðirðu nú gert, ef þú hefðir stigið ofan á hana?“ Elst, stærst og fjörugust... Sydney er höfuðborgin í Nýju Suður Wales. Melbourne er aftur á móti höfuðborgin í Viktoriu. Höfuðborg allrar Ástralíu er hins vegar Canberra, nokkurs konar ríki í ríkinu, með aðsetur sam- bandsstjórnar og hæstaréttar. Hvert ríki hefur einnig sína stjórn og er þetta allt saman hið flókn- asta stjórnkerfi. Það var árið 1913 að Canberra hlaut nafn sitt því ekki gat orðið eining um að Sydney eða Melbo- urne yrði höfuðborg þjóðarinn- ar. Þúsundir tillagna bárust um nafn, m.a. furðuheiti eins og Sy- dmeladperbrisho og Wheatwo- olgold. (Hið fyrra er samsett úr Að hlusta sem gestur Hér í henni Ástralíu sefur maður ekki eins og steinn heldur eins og lurkur og vilj- irðu fá óvenjulegan morgun- verð þá ristarðu brauð með avokado sem þú hefur hrært saman með dálitlum sítrónu- safa og kryddað með svörtum pipar. (Þú skerð einn avokado ávöxt í tvennt, tekur steininn úr og skefur allt innihaldið úr berkinum með teskeið. Þetta nægiráeinar4 brauðsneiðar.) nú heldur synda 500 metrana sína í Laugardalnum heima en í þessu dularfulla, gulbrúna fljóti. Enga krókódfla er þó að óttast hér, þeir halda sig norðar í landinu. Ekki er nú amalegt fyrir ljós- myndara að trítla þarna um. Hvers kyns furðumyndir má líta í greinum trjánna og trjástofnarnir eru í hinum ólíkustu litbrigðum. íslendingi er hálfgerð vorkunn innan um öll þessi tré og veit hann ekki fyrri til en skellihlátur glymur við og er hann viss um að einhver sé að hlæja að honum sakir fákunnáttu hans varðandi tré. Nei. he.tta er há hláfnrfnal- Sólveig Einars- dóttir skrifarfrá Ástralíu Á sunnudgsmorgni er notalegt að fara í langa gönguferð með myndavél, sólgleraugu og hinn ómissandi hatt meðfram ánni Namoi. Áin er lygn, „jökul“- lituð og streymir þunglega fram eins og tíminn sjálfur. í þorpinu Narrabri standa mörg húsanna á stöplum vegna flóðahættu en mikið flóð varð síðast í ánni 1976. Á bökkum árinnar má sjá karla sitja síðdegis og dorga eftir fiski með nokkrar bjórdósír í nesti og úðadós til að halda flugunum í skefjum. Þeir veiða Murray Cod sem orðið getur 40 kg að þyngd og Yellow belly (Australian perch) sem orðið getur 7 kg að þyngd. Einnig er klúbbur sundáhuga- fólks sem syndir gjarnan í ánni á sunnudagsmorgnum en undirrit- aðri leist ekki alls kostar á og vildi inn, Kookaburran sjálfur, og þú trúir varla þínum eigin eyrum, hjartanlegur hlátur kveður aftur við og þú getur ekki annað en brosað í kampinn og dáðst að þessum stórfallega fugli sem á sér ýmís gælunöfn einsogt.d.klukka skógarmannsins. Gott ráð til að þekkja sundur hinar ólíku trjátegundir er að taka eitt laufblað, kuðla það sam- an í lófanum og þefa. Hinn göfugi eucalyptus hefur einstakan ilm, að ekki sé rrjinnst á tré sem bera ávexti eins og glóaldin (appel- sínur) og sítrónur. Þá er ákveðin nýhöggvin viðartegund sem ilmar eins og berjahlaup. Betra ráð er þó trúlega að ná sér í bók um efnið. Um tvö hundruð fuglategundir • lifa á skógarsvæðunum í Nýju Suður Wales og taldi hópur fugla- fræðinga 144 tegundir á 7 dögum árið 1975. Þegar þú horfir á marglita, skrautfagra páfagaukana í trénu fyrir utan gluggann þinn, verður þér hugsað til snjótittlinganna heima sem tína brauðmola í snjónum fyrir utan lítinn glugga. Fuglinn sem getur ekki flogið Alls munu í allri Ástralíu vera u.þ.b. 700 fuglategundir, þar með talinn emuinn sem er annar stærstur lifandi fugla; stærsti fugl Ástralíu. Kvenfuglinn hefur notið frelsis um langan aldur. Karlfuglinn annast hreiðurgerð, liggur á stóru grænu eggjunum og verndar ung- viðið. Emuinn getur ekki flogið en vetna hafa blasað við honum merki velmegunar og gróandi þjóðlífs og hann segir við bar- þjóninn: „Ég sagði alltaf að það yrði svona dásamlegt að búa í þessu landi! Hvað á ég að borga fyrir bjórinn?“ „Það eru 200 yen,“ svarar barþjónninn rólega. Að hafa vit eða skap til... Árið 1992 verður aðaldánaror- sök ástralskra kvenna ekki lengur krabbamein í brjósti heldur lungnakrabbamein, segir AMA (Australian Medical Associati- on.) Tíma- og vikurit kvenna, sem eru a.m.k. ellefu talsins, eru harðlega ásökuð fyrir að hylma vísvitandi yfir þessa hættu og fyrir sígarettuauglýsingar. Rannsókn sem tók til meira en 1000 eintaka af þessum blöðum (m.a. Women’s Weekly, Cleo, Cosmopolitan, Playboy og Rea- der’s Digest) innihéldu meira en 1000 bls. af sígarettuauglýsing- um. Reader’s Digest var eina tímaritið sem greindi skilmerki- lega frá þeirri hættu sem stafar af reykingum og birti ekki sígarettu- auglýsingar. Ekki skorti greinar um mengun og fleira í þeim dúr. Má vera að blöðin þurfi fjár- hagslega á sígarettuauglýsingum að halda og birti því vitandi vits ekkert eða sem minnst um hætt- una sem af tóbakinu stafar? upphafsatkvæðum helstu borga Ástralíu.) Meira en 1/3 íbúafjölda Ástral- íu býr í Sydney og Melbourne. í Sydney einni búa 3,6 miljónir manna. Sydney er staðsett við eina stærstu höfn veraldar og ein- kennir allan svip hennar. Risastálbogi hafnarbrúarinn- ar, sem byggð var árið 1932, teng- ir norðurströndina við miðstöð viðskiptalífsins í suðri og er ásamt hinu víðfræga og einstaka Óperu- húsi það mannvirki borgarinnar sem frægast er. Þá er einnig risin þarna ný skemmtanamiðstöð, hin stærsta í Ástralíu og tekur 12.000 manns í sæti. Hinar gullnu baðstrendur Kyrrahafsins sem teygja sig til norður og suðurs frá höfninni, hafa laðað til sín þúsundir sól- baðsgesta en á sl. vikum hefur þær æ oftar borið á góma í frétt- um vegna mengunar. „Hin bláu fjöll“ rísa upp af sléttunni 75 km í vestur frá Sydney, gnæfa þar í stakri fegurð og eru orðin afar sterkt aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Fyrstu fréttir á morgnana af innanlandsvettvangi eru æði oft af ofbeldi og morðum í Sydney og álíta margir að hún sé höfuðborg glæpa og ofbeldis hér í landi. Nú stendur til að dvelja nokkra daga í Sydney og fá lesendur væntanlega meira að heyra af þessari elstu, stærstu og fjörug- ustu borg í Ástralíu í næsta pistli. 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 21. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.