Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 6
LANDBUNAÐUR Beitarþolsrannsóknir Byggja þarf á traustum grunni Fyrir Búnaöarþingi lá erindi frá Arnari Karlssyni um mat á beitarþoli landsins og annað frá Búnaöarsambandi Borg- arfjarðar um afréttarmál, fjall- skil o.fl. Búnaðarþing af- greiddi þessi erindi með þeirri ályktun, sem hér fer á eftir óstytt, ásamt greinargerð: Búnaðarþing lýsir yfir þeirri skoðun að beitarþolsmat, byggt á traustum vísindalegum grund- velli, sé meðal nauðsynlegustu gagna til heppilegrar landnýting- ar við nútímabúskap. Því er það mikið áhyggjuefni, að ágreiningur er verulegur og jafnvel vaxandi milli sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbúnað- arins annarsvegar og leiðbein- ingaþjónustunnar, Landgræðslu ríkisins og ýmissa bænda hinsveg- ar, um notagildi þess beitarþols- mats, sem Rala hefur unnið að undanfarna áratugi og þá að- ferðafræði sem það byggist á. Búnaðarþing vill því eindregið fara þess á leit við stjórnendur og sérfræðinga Búnaðarfélags ís- lands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins, að taka höndum saman um að byggja ofan á og bæta þann grunn, sem lagður er með gróð- urkortagerðinni. Verði nýjustu þekkingu og aðferðum beitt til að meta beitarþol landsins að nýju svo að fyrir liggi á hverjum tíma besta fáanleg undirstaða hæfi- legrar nýtingar. Jafnframt taki þessar stofnanir höndum saman til að skýra fyrir bændum og almenningi í hverju þeim gögnum, sem fram hafa ver- ið lögð og afhent sem „reiknað beitarþol" er áfátt sem „raun- verulegu beitarþoli". Ennfremur að beita sér fyrir sameiginlegu átaki til að fræða almenning um þau fjölþættu öfl, sem valda og hafa valdið gróðureyðingu hér á landi, þannig að búskaparhættir nútímans birtist þar í réttu sam- hengi. Greinargerð Rala hefur um áratugi starfað að gróðurkortagerð og gróður- mati. Niðurstöður þessara mæl- inga voru afhentar eigendum af- rétta (og bújarða) sem „reiknað beitarþol" talið í mælieiningunni ærgildi í tiltekinn dagafjöida á ári. Bændur fögnuðu þessum gögnum mjög, og skildu þetta orðafar (beitarþol) svo, að þau væru nothæf viðmiðun í meðalári fyrir það beitarálag sem landið þyldi. Að sjálfsögðu með fyrir- vörum um skekkjur af mann- legum mistökum. Með hliðsjón af þeim hafa margvíslegar ráð- stafanir verið gerðar og þær lík- lega veigamestar að hrossabeit hefur að mestu verið létt af há- lendisafréttum. Það er því eðlilegt að bændum bregði í brún þegar þeir heyra og það jafnvel frá þeim sem afhentu þeim á sínum tíma „beitarþols- matið“, að lönd þeirra beri, hvað sem tölum líður, litla sem enga beit og þeir séu að eyðileggja landið. Því er von að Búnaðar- þingi berist erindi af því tagi sem hér er fjallað um. Umræða al- mennings og fjölmiðla um gróð- ureyðingu er mikil og neikvæð í garð bænda og þeim fellur hún þungt vegna þess hve þeir hafa þegar hneigt búhætti sína til meiri beitarstjórnar, auk mikillar fén- aðarfækkunar. íslendingar, bændur sem aðrir, eru sómakærir fyrir hönd sinna æðstu valds- manna, og þegar menn úr þeim hópi taka að hlaupa á sig með yfirlýsingum og ummælum um ofbeit og bera fyrir sig vísinda- menn, meðal annars Rala, þá verður mönnum bilt við. Af hálfu Rala er því haldið fram, eflaust með réttu, að mikils misskilnings gæti í þessu máli. Það hafi frá upphafi átt að vera ljóst, að beitarþolsmatið sem af- hent var væri ekki nothæft sem grundvöllur beitarstjórnar nema að takmörkuðu leyti. Ennfremur að þjóðfélagsumræðan byggist á misskilningi að því leyti sem hún vitni til starfsmanna Rala. Skal það ekki vefengt, en umhugsun- arefni er það fyrir stofnunina hvort hún þarf ekki fremur að láta aðra túlka sitt mál en þá sem svo mjög misskiljast. En fyrir Búnaðarþing skiptir ekki mestu máli að leita söku- dólga. Það á ekki „að koma til að niðurbrjóta heldur til að upp- fylla“. Því er hér lagt til að þær stofnanir sem hér um ræðir taki höndum saman um að Ieysa þetta ágreiningsmál. Það verða þær að gera, því sameiginlegt ætlunar- verk þeirra allra er þjópusta við landbúnað samtíðar og'framtíð- ar. Þær verða einnig að taka höndum saman um apsýna þjóð- inni sem réttasta my^dyfesambúð lands og landbúnaðar'ög leiðrétta það spégler sem fjölmiðlar bregða fyrir augu þjóðarinnar í þessu máli. Öfgar leiða hvar- vetna til ills, en „aftur hverfur lygi þá sönnu rnætir". Búnaðarþing Hagstofnun landbúnaðarins í landbúnaðarráðuneytinu hafa verið unnin drög að lögum um Hagstofnun land- búnaðarins, og sendi land- búnaðarráðherra Búnaðar- þingi drögin til umfjöllunar. Þingið afgreiddi málið með ít- arlegri ályktun. Þar er því fagn- að, að þetta mikla hagsmuna- og baráttumál bænda sé nú komið á slíkan rekspöl og að væntanlegri Hagstofnun sé ætlað aðsetur á Hvanneyri, til styrktar æðra bú- fræðinámi í landinu. f ályktun þingsins segir m.a. að mjög mikil- vægt sé, að Hagstofnunin verði óháð stofnun á faglegum grunni og njóti trausts ólíkra hópa í þjóðfélaginu. Lagði þingið til að stjórn Hagstofnunarinnar skipi þrír menn, einn tilnefndur af Búnaðarfélagi íslands, sem full- trúi faglegra málefna bænda, annar tilnefndur af Hagstofu ís- lands sem fulltrúi hagmála hins opinbera og hinn þriðji skipi landbúnaðarráðherra án tilnefn- ingar. Búnaðarþing leggur áherslu á að stjórn Búnaðarfélags íslands fái að fylgjast með frekari vinnu við fullnaðarfrágang frum- varpsins. -mhg Sjóoagjöld landbúnaðarins Tekjustofnar búnaðarsam- bandanna hafa farið rýrnandi á síðustu árum. í tilefni af er- indum, sem um það bárust til Búnaðarþings, ályktaði þingið að fela stjórn félagsins að leita eftir samningaviðræðum við landbúnaðarráðuneytið um eðlilegar greiðslur til bún- aðarsambandanna fyrir þá vinnu, sem þeim er gert skylt að inna af hendi, með til- skipan laga og reglugerða vegna framleiðslustjórnunar og annarra verkefna. Einnig var stjórninni falið að láta semja viðmiðunargjaldskrá fyrir búnaðarsamböndin yfir þau verkefni, sem þau hyggjast taka gjald fyrir. - Þá er stjórninni og falið, að krefjast þess að land- búnaðarráðherra tilnefni nú þeg- ar fulltrúa frá Búnaðarfélagi Is- lands í stjórnskipaða nefnd, sem endurskoða á sjóðagjöld land- búnaðarins, en þar á Búnaðarfé- lagið nú engan fulltrúa. Við endurskoðun sjóðagjaldanna leggur Búnaðarþing til, að hlut- deild búnaðarsambandanna í skiptingu þeirra verði tvöfölduð. Mjög brýnt sé einnig, að öll sjóðagjöld, sem tekin eru af verði til framleiðenda, önnur en Stétt- arsambandsgjald, verði viður- kennd sem gjaldstofn í verðlags- grundvelli landbúnaðarafurða. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.