Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 7
LANDBÚNAÐUR Glóbus hf. Nýjungar á færibandi Endurskoðun búvörulaga Búvörulögin frá 1985, - lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, - komu til umræðu á Búnaðarþingi. Taldi þingið brýnt að lögin yrðu endurskoðuð með það m.a. fyrir augum, að fá fram skýr ákvæði um hvernig tryggja megi framleiðendum búvöru fulla greiðslu fyrir það framleiðslu- magn, sem er innan fullvirðisrétt- ar, t.d. þegar það gerist, að af- urðastöðvar tapa andvirði bú- vörunnar vegna gjaldþrota við- skiptaaðila sinna, eða verða sjálf- ir gjaldþrota. Vitað er að sumar afurðastöðvar hafa tapað stórum fjárfúlgum vegna gjaldþrota fyr- irtækja, sem þær hafa átt við- skipti við. Af þessum sökum lagði Bún- aðarþing ríka áherslu á, að milli- þinganefndin, sem kosin var á Búnaðarþingi 1988 til að fjalla um þessi mál, taki þegar til starfa og leiti enn eftir samvinnu við Stéttarsamband bænda um end- urskoðun laganna. -mhg Leiðbeininga- Þjónustan Tvö erindi um skipan leiðbeiningaþjónustu í land- búnaði lágu fyrir Búnaðar- þingi. Var annað frá stjórn Búnaðarfélags íslands en hitt frá formannafundi búnaðar- sambandanna. Allsherjarnefnd þingsins fékk málið til meðferðar og lagði fram ítarlega ályktun, sem nefndar- menn voru þó ekki allskostar á einu máli um, né heldur aðrir þingfulltrúar. Ásteitingarsteinn- inn var einkum fjórði kafli álykt- unarinnar, þar sem fjallað var um breytta skipan Búnaðarþings. Fór svo, að hann var felldur niður í endanlegri álytkun. Hér verður ályktunin ekki rak- in, enda er þetta þýðingarmikla mál engan veginn til lykta leitt. Niðurstaðan varð sú, að þingið kaus 3ja manna milliþinganefnd til þess að gera fullmótaðar til- lögur um framtíðarskipan leið- beiningaþjónustunnar, sem um margt stendur nú á tímamótum. Skal nefndin hafa samráð og sam- vinnu við Búnaðarfélag íslands, landbúnaðarráðuneytið og þing- mannanefnd þá, sem vinnur að athugun á fjárveitingu til Búnað- arfélags fslands og fleira, er starf- semi þess varðar. Frá nefndar- skipuninni hefur áður verið skýrt hér í blaðinu. -mhg Kynbótastöð fyrir eldisfisk Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um aö þingið álykti að fela ríkis- stjórninni að láta reisa og reka kynbótastöð fyrir eldislax. Flutningsmaður tillögunnar er Guðmundur G. Þórarinsson. Búnaðarþingi var send þessi ál- yktun til umsagnar og var hún fengin búfjárræktarnefnd til meðferðar. Nefndin ræddi við Óskar ísfeld Sigurðsson ráðu- naut hjá Búnaðarfélagi íslands, Stefán Aðalsteinsson, kynbóta- sérfræðing Rala, Árna fsaksson veiðimálastjóra og flutnings- mann þingályktunartillögunnar. Töldu þeir allir að hér væri á ferð eitt mesta hagsmunamál fiskeld- isbúgreinarinnar. Búnaðarþing mælti eindregið með samþykkt tillögunnar en lagði til að í stað orðsins eldislax í ályktuninni komi eldisfisks. Vill þingið með því minna á að fleiri fisktegundir en lax eru í eldi hérlendis. -mhg - Eins og íslenskum bænd- um er kunnugt þá er Glóbus hf. einn stærsti innflytjandi á búvélum og hefurverið leiðandi fyrirtæki á því sviði í áratugi. Tækjavaliðermjög fjölþreytt og nær til allra þátta landbúnaðarins, sagði Sverrir Geirmundsson er blaðamað- ur innti hann eftir nýjungunum hjá Glóbusi hf. - Við höfum lagt okkur mjög eftir því að fylgjast vel með nýj- ungunum, og í þeirri byltingu sem nú á sér stað í verkun og geymslu á heyi þá getum við boð- ið eitt fjölbreyttasta úrval tækja í þá verkun. Má þar nefna, að í desember sl. tók Glóbus hf. við umboði á rúllubindivélum frá Welger í V-Þýskalandi. Welger er frumherjinn í smíði rúllubindi- véla og lætur nærri að önnur hver rúllubindivél sem smíðuð er í heiminum í dag, sé byggð á kerfi, sem hannað er af Welger. Vélin er sérlega sterkbyggð og við- haldslítil og má þess sérstaklega geta að drifkeðjurnar eru útbún- ar með sjálfvirkri smurningu og burstum, sem hreinsa keðjurnar. f öðru lagi þá seljum við New Holland bindivélar. Þessar vélar þarf vart að kynna fyrir bændum, enda þær mest seldu á íslandi, í mörg ár, með yfir 50% mark- aðshlutdeild. New Holland rúllu- bindivélin bindur rúllur með fast- an kjarna og stillanlegt þvermál. Þetta gerir New Holland fjölhæf- ustu rúllubindivélina á markaðn- um. Hinn þátturinn í rúllutækninni er pökkunin. Þar bjóðum við nýja vél frá Tellefsdal og Öya í Noregi. Þessi vél er til tengingar á ámoksturstæki dráttarvélar eða þrítengisbeisli. Tellefsdal pökk- unarvélin er ein sú fullkomnasta og afkastamesta á markaðnum og hefur þar að auki tvöfalt notagildi þar sem einnig má nota hana til þess að stafla rúllunum í stæður. Við erum einnig með rúllu- pökkunarvél frá Wilder í Bret- landi. Hún er sérstaklega einföld og þar af leiðandi ódýr. Wilder býður einnig nýja gerð pökkun- arvéla en þær eru frístandandi og knúnar frá vökvakerfi dráttarvél- ar og henta vel fyrir þá bændur, sem pakka rúllunum inn heima við hlöðu. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 gerð af ámoksturstækjum frá Alö. Þessi nýju tæki eru mun sterkbyggðari en eldri gerðir ámoksturstækja og öll útbúin með jafnvægisbúnaði, sem trygg- ir það að skóflan heldur ávallt sömu stöðu frá jörðu og upp í efstu stöðu. Alö ámoksturstækin eru þau mest seldu í Evrópu og fást á allar tegundir dráttarvéla. Ekki dugar að selja aðeins tækin, það þarf einnig að þjón- usta þau. Varahlutaþjónustan hefur verið stórbætt með nýrri símaþjónustu. Fleiri línur og sér- stök símavarsla eru nú í verslun- Nýja rúllupökkunarvélin, Autowrap 1200. Nú, við erum stöðugt að auka hlutdeild okkar í dráttarvélasöl- unni, og Zetor er mest selda dráttarvélin á íslandi í dag. Samanlögð sala á Zetor og Fiat er 43% af heildarmarkaðnum. Fiat dráttarvélar eru í stöðugri sókn, enda er reynslan af þeim hér á landi einstök, - eins og reyndar annarsstaðar í heiminum, en Fiat er mest selda dráttarvélin í V- Evrópu. Það er einnig rétt að geta þess að nú er að koma á markaðinn ný inni. Einnig er bein lína fyrir um- boðsmenn okkar, sem tryggir fljóta afgreiðslu á varahlutasend- ingum út á land. Umboðsmanna- kerfið er mjög fullkomið. Við höfum menn um allt land sem hafa sérhæft sig í sölu og viðgerð- um á öllum þeim tækjum, sem Glóbus hf. flytur inn. - Að lokum, Sverrir, hvað er framundan? - Nú fer að hilla undir vorið og vil ég hvetja bændur til þess að gera tækjapantanir sem fyrst til þess að tryggja tímanlega af- greiðslu á vélunum. Við höfum í áraraðir átt mjög ánægjulegt samstarf við bændur og lítum björtum augum á fram- tíðina. Við seljum vélar og tæki frá heimsþekktum framleiðend- um, sem hafa staðist hinar erfið- ustu aðstæður hér á landi og bændur treysta, sagði Sverrir að lokum. -mhg Búnaðarþing Stutt þing en starfsamt Búnaöarþingi, hinu 72. í rööinni, var slitiö af formanni félagsins; Hirti E. Þórar- inssyni, aö kvöldi hins 8. þ.rít. Haföi það þá staðið í 10 daga. Mun Búnaðarþing, a.m.k. ekki hin síðari árin, hafa stað- ið í styttri tíma, enda var unnið sleitulaust frá morgni til kvölds, helga daga sem virka. Er það liður í þeim sparnaði, sem Búnaðarfélagið beitir til hins ítrasta á öllum sviðum. Það flýtti og fyrir þingstörfum að fulltrúar fengu málin send heim eftir því sem við varð komið, og gafst þannig kostur á að kynna sér þau áður en þeir komu til þings. Fyrir þingið komu 43 mál en þingfundir voru 13. Öll hlutu málin afgreiðslu utan tvö. Sum þessara mála eru viðamiklir laga- bálkar, sem nú eru til meðferðar hjá stjórnvöldum og Alþingi, svo sem búfjárrækt, jarðrækt, skóg- rækt, umhverfismál o.fl. Þá má og nefna mál eins og um félags- kerfi landbúnaðarins, Hagstofn- un landbúnaðarins o.s.frv. Kosnar voru tvær milliþinga- nefndir. í nefnd til að annast end- urskoðun búfjárræktarlaga voru kosnir Ágúst Gíslason, Egill Bjarnason og Erlendur Halldórs- son og í nefnd til að fjalla um skipan leiðbeiningaþjónustunnar þeir Bjarni Guðráðsson, Egill - Jónsson og Jón Hólm Stefánsson. Máli sínu lauk formaður með því að þakka þingfulltrúum og starfsmönnum þingsins eindæma dugnað og árvekni, sem hefði gert það kleift að ljúka miklu og vandasömu starfi á svo skömmum tíma. - Jón Ólafsson þakkaði formanni ljúfmannlega en jafnframt röggsamlega fundarstjórn. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.