Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1989, Blaðsíða 9
LANDBÚNAÐUR ISUZU GEMINI Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra. Mynd Jim Smart. þeim sem tryggingafélög og bankar taka gildar í birgðum stöðvanna, þannig að unnt sé að hækka hlutfall afurða- og rekstr- arlána til þessarar greinar. Þá vil ég nefna þá vinnu sem sett hefur verið í gang í landbúnaðarráðuneytinu og snýr að skoðun á stöðu búvörusamn- ingsins og undirbúnings að því sem framundan er á því sviði og við á að taka. Á vegum landbúnaðarráðu- neytisins, framkvæmdanefndar búvörusamninga, Framleiðslur- áðs og fleiri aðila er að sjálfsögu fylgst með því hvernig staðan er og hvort þau markmið sem sett hafa verið með búvörulögunum og búvörusamningnum hafa náðst fram, en að vandlega athu- guðu máli var ákveðið snemma vetrar að fela ríkisendurskoðun að gera sérstaka heildarúttekt á stöðu búvörusamningsins og framkvæmd búvörulaganna, svara þeim spurningum sem fyrst koma í hugann í því sambandi, hvernig hafa þau markmið sem þar var að stefnt náðst, með tilliti til birgðastöðu, sölu á innan- landsmarkaði og svo framvegis. Búvörulögin svonefndu eru nú tæplega fjögurra ára. Þau hafa frá því þau voru sett meira og minna markað allan grundvöll landbún- aðarstefnunnar, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr og er því ekki nema eðlilegt að reynslan af framkvæmd þeirra sé nú metin. Ætlunin er að úttekt ríkisendurskoðunar verði innlegg í þá vinnu sem þegar er hafin og lýtur að því að undirbúa framtíðarstefnumörkun, það sem ég nefni gjarnan nýjan grundvöll búvöruframleiðslunnar og hefja jafnframt undirbúning að þeim viðræðum milli ríkisvaldsins og bænda sem þurfa að hefjast fyrr en síðar til að ræða hvorutveggja í senn, stöðu mála eins og hún er um þessar mundir og framhaldið. í þessu skyni hefur verið Settur á fót ráðgjafahópur, skipað'ur full- trúum úr landbúnaðarráðuneyti, frá Stéttarsambandi bænda, og fjölmörgum fleiri aðilum, til að hefja umræður um þessi efni og er það von mín að sá vettvangur geti orðið uppspretta frjórra hug- mynda og gagnlegra umræðna áður en formlegri vinna hefst. Ég vil þá fara nokkrum orðum um það sem ég kalla nýja fram- BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 leiðslustefnu og þá grundvallar- þætti sem ég tel að eigi að hafa í huga þegar horft er til framtíðar í þessum efnum. Á hverju á að grundvalla landbúnaðar- og framleiðslustefnuna? Þar nefni ég fyrst að sjálfsögu það heildar- markmið að hér verði öflugur vel rekinn landbúnaður sem fullnægir þörfum landsmanna fyrir sem allra flestar matvörur og ekki aðeins það, heldur framleið- ir hágæðavörur í þeim gæðaflokki sem við íslendingar eigum flest- um öðrum þjóðum betri mögu- leika á að ná. í öðru lagi er nauðsynlegt að búskaparhættir landsmanna taki miklu meira mið af landkostum og aðstæðum, gróðurfari ekki síst, heldur en hingað til hefur verið. Það að koma búskaparháttum til betra samræmis við landkostina þýðir ákveðna skipulagsvinnu og ákveðnar breytingar og verður naumast farsællega leyst öðru vísi en að byggja á svæðaskiptingu landsins þar sem tekið er tillit til aðstæðna hvað þetta snertir. Þessi ræða er vel kunn og þarf ekki að hafa hana ýkja langa hér; ég vil þó minna enn á þá miklu kröfu sem uppi er í þjóðfélaginu um átak á sviði landgræðslu og landverndar. Þeim áhuga ber vissulega að fagna og hann þarf að nýta og virkja til að hrinda af stað sameiginlegu stórátaki allrar þjóðarinnar. Lykillinn að árangri í þessum efnum sem fleirum er sameining, ekki sundrung, er sanngirni og skilningur á aðstæð- um, ekki þröngsýni og þvergirð- ingur. Síst alls mun okkur verða til blessunar í þessum efnum inn- legg manna sem fara fram með stóryrðum og hótunum. í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar er vikið að þessu og talað um að gera skuli víðtæka landnýtingará- ætlun, vinna skuli að gerð slíkrar áætlunar og í öðru lagi gera átak á sviði landgræðslu og skógræktar. í þessum efnum tel ég að bændur sjálfir og samtök þeirra þurfi að vera algerlega í fylkingarbrjósti. Mín sannfæring er sú að það muni ekki nást árangur í þessum efnum nema fyrir forgöngu og í sam- vinnu við þá sem nýta landið, um- gangast það og eiga, en það eru í flestum tilfellum bændurnir. Þá held ég að hinn félagslegi þáttur, lífskjör og aðstæður bændanna, þurfi að vera meiri í Nýr og spennandi fólksbíll frá istizu í Japan. Sérstaklega rúmgóður og lipur í akstri, framhjóladrif- inn með aflstýri, útvarpi og segulbandi sem og öðrum lúxusbúnaði. Verð frá kr. 638.000,-. Ert þú í bílahugleiðingum? | Reyndu þá bíl frá General Motors og finndu muninn! ♦muior! forgrunni þegar mörkuð er stefna til framtíðar. Þar þarf hvoru- tveggja í senn að tryggja það að eðlilegur jöfnuður geti orðið í af- komu þeirra sem þessa atvinnu stunda. Það þarf að tryggja að hið félagslega umhverfi, aðstæður í sveitunum, þar með talið fólks- fjöldinn, bjóði upp á eðlilegt mannlíf og nægjanlegar burðugar einingar til að þær fái þrifist. Ekki síst þarf að huga að því að eðlileg endurnýjun geti átt sér stað í greininni og framleiðslustjórnun- in og aðgerðir henni tengdar megi undir engum kringumstæð- um verka sem óeðlilegur hemill eða trafali á það að ungt fólk geti haslað sér völl í landbúnaði. Þá eru það byggðamálin sjálf. Verð frá kr. 1.743.000,-. Ert þú í bílahugleiðingum? Reyndu þá bíl frá General Motors og finndu muninn! Ert þú í bílahugleiðingum? iReyndu þá bíl frá General íMotors og finndu muninn! I muitur! iLilUkw£. CHIV'tOl" lánsöm að mörgu leyti við megum kallast, fslendingar, og hversu nauðsynlegt það er að við gloprum ekki niður möguleikum okkar, séum til þess reiðubúin að standa við bakið á undirstöðu- atvinnugreinunum sem haldið hafa lífinu í þessari þjóð, gera það ennþá og geta áfram í fram- tíðinni orðið okkur uppspretta framfara og velmegunar. Þá ætla ég að víkja nokkrum orðum að þeim málum sem sér- staklega verða send búnaðar- þingi og unnið hefur verið að í landbúnaðarráðuneytinu að und- anförnu. Rétt er að taka fram að hér er ekki um tæmandi upptaln- ingu að ræða, en ég nefni nokkur atriði. í fyrsta lagi frumvarp um skóg- rækt sem reyndar mun vera gam- all kunningi ýmissa hér. Enn einu sinni hefur verið farið yfir það frumvarp og reynt að laga það betur að aðstæðum eins og þær eru nú; skilgreina að nýju hlut- verk skógræktarinnar og sérstak- lega hefur verið unnið að kaflan- um um nytjaskógrækt og skóg- rækt bænda. í samræmi við sam- þykkt Alþingis er- í drögum að frumvarpi til laga um skógvernd og skógrækt gert ráð fyrir að að- alstöðvar Skógræktar ríkisins verði staðsettar á Fljótsdalshér- aði. í öðru lagi má nefni ég frum- varp til laga um Hagstofnun land- búnaðarins. Þar er á ferðinni vel- þekkt baráttumál. í þessu frum- varpi eru nokkur nýmæli. Gert er ráð fyrir því, að komið verði á fót svonefndri Hagstofnun landbún- aðarins, sem verði starfrækt í tengslum við búvísindanámið á Hvanneyri. Hlutverk þessarar Traustur og sterkbyggður dugnaðarforkur, sem sam- einar kosti sportjeppa og fólksbíls. Frábær ferðabíll með allt að því ótakmörkuðu rými fyrir fólk og farangur, 4ra dyra með 2,3 I eða 2,6 I bensín- vél. Imonza Rúmgóður og sterkbyggður bíll, sérsmíðaður fyrir íslenskar aðstæður. Mjög vandaður og þægi- legur fjölskyldubíll á verði sem fæstir geta keppt við. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er það mjög víða svo að byggðin er samasem hinn hefðbundni búskapur. Það með verða menn að horfast í augu við það að með aðgerðum á sviði landbúnaðarins, framleiðslu- stjórn og öðru slíku, eru menn jafnframt að marka byggðinni í hinu eiginlega-strjálbýli skilyrði í stórum stíl. Það er sannfæring mín að hér á íslandi höfum við allar aðstæður til að reka land- búnað sem við getum verið stolt af og mér sýnast þeir erfiðleikar sem ýmsar nálægar þjóðir á meginlandinu glíma við og fara vaxandi ár frá ári, svo sem meng- un, fólksfjölgun og þéttbýli og sjúkdómar, bera þess vott hversu Verð frá kr. 725.000,-.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.