Þjóðviljinn - 22.03.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 22.03.1989, Page 1
Miðvikudagur 22. mars 1989 57. tölublað 54. órgangur Grœnfriðungar Mótmæltu í Danmörku Tókst ekki að stöðva sýningu „Lífsbjargar í norðurhöfum“ Mynd Magnúsar Guðmunds- sonar, Lífsbjörg í norðurhöfum, var sýnd á TV2 í Danmörku í gær- kvöldi. Grænfriðungar efndu í gærdag til blaðamannafundar og sögðust hafa reynt að koma í veg fyrir að myndin yrði sýnd, en það hefði ekki tekist. Þeir sögðust ætla að lögsækja sjónvarpsstöðina, Magnús Guð- mundsson og ef til vill fleiri. Ein- ungis væru fimm dagar síðan þeir fengu að sjá myndina og hefðu enn ekki getað svarað nema gróf- ustu ásökunum á hendur sér í henni. Þeir vilja fá dómsúrskurð þess efnis að myndin sé ósönn. SA Fornleifar Grafið í Tjarnargötu í sumar Reykjavíkurborg hefur veitt2 miljónir tilfornleifarannsókna í Tjarnargötu 8 Fornleifarannsóknir hefjast í Tjarnargötu 8 1. maí, og hefur Reykjavíkurborg veitt 2 miljónir til þeirra rannsókna sem fara fram á vegum Arbæjarsafns undir stjórn Margrétar Hallgríms- dóttur fornleifafræðings. Lóðin Tjarnargata 8 liggur að Suðurgötu 3-5 þar sem merkustu menjar frá fyrstu öldum byggðar fundust á árunum 1971-75. Varð- veisluskilyrði eru talin sérlega góð á þessu svæði og er viðbúið að þar finnist ýmislegt Iauslegt úr tré. Fyrirhugað er að byggja á lóðinni síðsumars og verður rannsóknunum því að vera lokið fyrir þann tíma. Af öðrum rannsóknum má nefna að athugun á rústum í Við- ey verður haldið áfram þar sem Iíklegt er talið að hið forna klaustur hafi staðið. í blaðinu í dag er skýrt frá skýrslu um niðurstöður forn- leifarannsókna í Aðalstræti og Suðurgötu á árunum 1971-1975 sem Else Nordahl stýrði. eb. Sjá baksíðu Bankakerfið Halda uppi hávöxtum með handaflinu einu Lögmálframboðs og eftirspurnar knýr á um lœkkun raunvaxta, en bankastjórar þráast við. Innlán til banka aukist um 2,6% frá áramótum, útlánin ekkert. Lausafé helmingi meira í febrúarlok en um áramót. Skuldarar borga brúsann Innlán í bankakerfið hafa aukist síðan um áramót um 2,6%, en útlánin á sama tíma staðið í stað, samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk frá Seðlabanka í gær. Lausafjárstaða bankanna í febrúarlok hafði tvöfaldast frá áramótum, og aukist úr 4,1 milj- arði í 8,2 miljarða, og vaxtamun- ur í heildina verið bönkunum heldur í óhag. Samkvæmt hefðbundnum við- skiptalögmálum ættu bankar og aðrar peningastofnanir því að hafa lækkað raunvexti umtalsvert síðustu vikur og mánuði þarsem framboð á fjármagni hefur verið mun meira en eftirspurnin. Þó hafa raunvextir staðið í stað, og nafnvextir rokið upp, langt um- fram eðlileg verðbólguviðbrögð að mati ýmissa kunnáttumanna. Bankar hafa því að undan- förnu verið reknir með reiknings- legum halla, en tekið þann kost að vega hann upp með viðhaldi hárra raunvaxta og hækkun nafnvaxta, sem fyrst og fremst leggst á þau lán sem þegar hafa verið tekin. Haldi þetta áfram er við því að búast að sögn kunnáttumanna að enn dragi úr eftirspurn einstak- linga og fyrirtækja eftir lánsfé, sem mundi enn auka óvirkt lausafé bankanna og skekkja af- komugrunn þeirra. Meðal þeirra þátta sem taldir eru hafa áhrif í átt til lækkunar er sú ákvörðun fjármálaráðherra að breyta söluskattskilum kaup- manna sem dró verulega úr láns- •fiárþörf í smásöluversluninni. Onnur ástæða er talin sú að líf- eyrissjóðirnir hafa forðast ríkis- skuldabréf með 5% vöxtum og keypt bankabréf í hrönnum í staðinn, sem hefur aukið mjög ávöxtunarkröfur til bankanna á skömmum tíma. Staðan virðist þvx vera sú núna í bankakerfinu að stjórnendur þess haldi hávöxtunum uppi með handafli einu saman, og velti herkostnaðinum yfir á einstak- linga og fyrirtæki sem eru að borga af teknum lánum með sí- hækkandi breytilegum vöxtum. -m/phh Sjá síðu 3 og leiðara Úr Ræxnu Sigurðar Thoroddsens. Mynd Jim. Ingibjörg Haraldsdóttir, Þorlákur Kristinsson og Guðmundur Georgs- son hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga. 1949-1989 NATO í 40 ár Samtmun ég vaka! Menningardagar Samtaka herstöðvaandstœðinga22. til30. marsí Listasafni alþýðu ann 30., mars eru liðin 40 ár síðan Islendingar gengu í hernaðarbandalagið NATO og létu þar með af þeirri hlutleysis- stefnu sem mörkuð var þegar landið hlaut sjálfstæði. Þessari ákvörðun var sterklega mótmælt þegar í upphafi innan alþingis sem utan. Herlaust og hlutlaust land og boðberi friðar í vígvæddum heimi er það sem ísland ætti með réttu að vera. Herstöðvaandstæðingar hafa haldið þessari hugsun á lofti öll þessi ár og ætla síður en svo að láta deigan síga. Samtökin efna nú til menningardaga í Listasafni alþýðu til þess að stuðla að því að halda hugmyndinni vakandi og auka fylgi hennar. 25 myndlistarmenn verða þar með verk til sýnis og er sérstök athygli vakin á því að í kaffistofu safnsins verður sýning á „Ræxnu" eftir Sigurð heitinn Thoroddsen, en það eru skop- myndir af þeim þingmönnum sem samþykktu aðild Islands að NATO ásamt formála sem Sig- urður samdi. Myndlistarsýningin myndar ramma um fjölbreytta tónlistar- og bókmenntadagskrá sem birt var í Nýju Helgarblaði á föstu- daginn var. Menningardagskráin hefst í kvöld kl. 20.30 í Listasafni alþýðu með því að Svava Jakobsdóttir rithöfundur flytur ávarp og Örn Magnússon stjórnar sönghóp sem flytur nokkur lög tengd friðar- og þjóðfrelsisbaráttu. Allir eru velkomnir án boð- skorta. Sérstakir heiðursgestir við opnunina eru þeir menn sem sögðu NEI bæði innan og utan veggja alþingis þennan dag. Eins hefur þeim ntönnum sem saksótt- ir voru vegna mótmælanna á Austurvelli, verið boðið sérstak- lega. Listasafn alþýðu er til húsa að Grensásvegi 16 og opnunartími sýningarinnarverðurfrákl. 16-22 virka daga og 14-22 aðra daga. Menningardögunum lýkur með baráttufundi í Háskólabíói sunnudaginn 2. apríl kl. 14. Þar verður m.a frumflutt leikritið Réttlætið gegn RÚV eftir Justus í leikstjórn Brynju Benediktsdótt- ur. eb Alþingi Seðlabankinn í brennidepli i því í gær að breyting á Seolabankalögum yrði afgreidd frá alþingi í nótt. Eitt nýmælanna mun gegna lykil- hlutverki í áætlun ríkisstjórnar- innar um lækkun vaxta, „skerpa heimildir stjórnvalda til að tryggja hóflegar vaxtaákvarðan- ir.“ Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra fullyrti í umræðunni um mál þetta á alþingi í gær að breytingarnar snertu á engan hátt nafnvaxtahækkanir banka og sparisjóða að undanförnu. Hins- vegar væri ljóst að raunvextir væru hærri hér en í grannríkjum okkar og því ekki óeðlilegt að rýmka heimildir Seðlabanka til þess að hlutast til um þá. ks

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.