Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Flugleiðir Ríkið óæskilegt Sigurður Helgasonforstjóri: Ég er á mótiþví að ríkið eignist hlutabréfí Flugleiðum. Rekstrarhalli Flugleiða á síðasta ári 43 miljónir. Söluhagnaðurflugvéla rúmlega 945 miljónir Verður svona umhorfs í skólastofum eftir 6. apríl eða hafa kennarar þá náð samninqum við ríkið? Mvnd ÞÓM. BHMR Viðbúin hörðum verkfbllum Páll Halldórsson, formaður BHMR: Ríkið enn ekkitil viðtals um kauphækkanir. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK: Á ábyrgð ríkisins gjaldi nemendur fyrir verkföll Fólk verður auðvitað að vera viðbúið hörðum verkfallsá- tökum þó að við vonum auðvitað að til þess komi ekki og að samn- ingar náist fyrir 6. apríl. En þó að fyrir lægi í dag niðurstaða um að nokkur félög hefðu boðað verk- fall, var ekki að heyra á fulltrúum samninganefndar ríkisins að nokkur einasta launahækkun kæmi til greina, sagði Páll Hall- dórsson, formaður BHMR í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Þá höfðu 11 aðildarfélög BHMR boðað verkfall, enn var ótalið í tveimur félögum, fjögur höfðu fellt í atkvæðagreiðslu að efna til verkfalls, en sex félög tóku ákvörðun um að efna ekki til at- kvæðagreiðslu um verkfallsboð- un. Meðal þeirra félaga sem boð- uðu verkfall er Hið íslenska kennarafélag. Þar greiddu 960 at- kvæði eða 82,7% af þeim sem voru á kjörskrá og af þeim tóku 52,7% afstöðu með verkfalli. Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK sagðist ekki álíta að þessi naumi meirihluti veikti stöðu fé- lagsins ef til verkfalls kæmi, fél- agarnir stæðu auðvitað á bak við ákvörðun meirihlutans. „Þar að auki stöndum við ekki ein í verk- falli ef til kemur því stór hluti að- ildarfélaga BHMR hefur boðað til verkfalls og ég á von á að samn- ingar takist við öll félögin á svip- uðum tíma,“ sagði Wincie. Sagði formaðurinn að HÍK hefði farið fram á fund með samninganefnd ríkisins í fyrradag en í gær hefðu þau enn ekkert heyrt frá ríkinu. Óvíst væri því með næsta fund og sagði Wincie ljóst að ríkið væri viljandi eða óviljandi að draga samningaviðræðurnar á langinn. Enn væri ekki farið að ræða ákveðnar kaupkröfur né lengd samningstíma. Hins vegar væri ljóst að kaupmáttur kennara hefði rýrnað um 17-20% frá síð- ustu samningum. „Við vonumst auðvitað til að ekki komi til verk- falls sem aðallega mun þá bitna á nemendum í framhaldsskólum, en einnig á nemendum í grunn- skólum. Fari svo að verkfallið dragist á langinn og nemendur geti ekki lokið prófum í vor lítum við ekki á það sem okkar ábyrgð. Það er á ábyrgð ríkisins að halda uppi menntun hér á landi og það eru fordæmi fyrir að ná megi samningum á stuttum tíma, ef vilji er fyrir hendi. Vonandi tekst það fyrir 6. apríl,“ sagði Wincie Jóhannsdóttir. Aðildarfélög BHMR sem boð- að höfðu verkfall gengu á fund Indriða G. Þorlákssonar, for- manns samninganefndar ríkisins, um klukkan sjö í gærkveldi og afhentu honum verkfallsboðun- ina. phh Eg er alveg á móti því að ríkið eignist að nýju hlutabréf í Flugleiðum, sagði Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða. Ríkinu hafa verið boð- in til kaups um 20% hlutabréfa í Flugleiðum. Það er gamli Loftleiðaarmurinn sem nú vill selja ríkinu sinn hlut í félaginu fyrir fjórfalt nafnverð. Samgönguráðherra hefur látið hafa eftir sér að málið hafi verið rætt í ríkisstjórninni út frá því sjónarmiði hvort ekki sé rétt að ríkið eignist hlut í félaginu ef svo skyldi fara að það yrði eina milli- landafélagið. Hann er einnig þeirrar skoðunar að það hafi ver- ið mistök af hálfu ríkisins að selja hlut sinn í félaginu fyrir nokkrum árum. Undir þau sjónarmið tók forsætisráðherra sem telur að Al- bert Guðmundsson þáverandi fjármálaráðherra hafi selt bréf á vægu verði. Steingrímur segir að málið sé nú í höndum fjármála- ráðherra. Aðalfundur Flugleiða var haldinn í gær og þar kom fram að rekstrartap félagsins var um 43 miljónir kr. í fyrra. Það er mun minna en árið 1987 en þá var rek- strartapið 229 miljónir kr. Þrátt fyrir tap á rekstri félagsins var hagnaður þess á sl. ári um 806 miljónir kr. en hann stafar af hag- stæðri flugvélasölu. f allt seldi fé- lagið fimm flugvélar á síðasta ári fyrir 945 miljónir kr. Aðalfundurinn ákvað í gær að gefa út jöfnunarhlutabréf að upp- hæð 472,5 miljónir kr. Einnig var samþykkt samhljóða á fundinum að auka hlutafé félagsins um 150 miljónir kr. Bókfært eigið fé fé- lagsins um sfðustu áramót var rúmlega tveir miljarðar kr. og að sögn forráðamanna þess hefur staðan aldrei verið jafn góð. -sg Mengun Esjan í páskalituni Veðurstofan: Guli liturinn vegna mengunar frá bílum. Mengunarvarnir: Margtfólk treystir sér ekki orðið niður í miðbœ vegna óþæginda í öndunarfœrum afvöldum mengunarinnar Þessi guli litur sem sjá má í kringum Esjuna er vegna mengunar frá bflum. Astæðan er sú að vind hefur ekki hreyft og einnig hitahvörf sem verið hafa yfir Reykjavík. Mengaða loftið er þyngra en loftið fyrir ofan og nær því ekki að leita upp, sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurstofu íslands. Að sögn Sigurbjargar Gísla- dóttur hjá Mengunarvörnum ríkisins er þetta ástand ekkert óvanalegt á veturna þegar stillur eru. Af þeim sökum má oft sjá gulbrúnan lit yfir Sundunum sem oft á tíðum blandast loftmengun frá Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Sigurbjörg sagði að þessi loftmengun frá bílum ylli óþæg- indum í öndunarfærum hjá fólki sem væri viðkvæmt fyrir henni og af þeim sökum treysti fjöldi fólks sér ekki til að fara niður í miðbæ Reykjavíkur né vera í grennd við helstu umferðaræðar borgarinn- ar þegar vinda gætir lítt. Til bóta væri að setja sérstakan hreinsi- búnað á bfla en hingað til hefði þó engin krafa komið um það. Hins vegar væri það mál í skoðun og sagðist Sigurbjörg vænta þess að svo yrði gert innan skamms. -grh Mlðvikudagur 22. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3 Minni lánaeftirspum lækkar vexti Útlánaeftirspurn hefur staðið í stað frá áramótum og því munu útlánsvextir lækka. Af því leiðir að bankar neyðast til að lækka innlánsvexti og spara í rekstri. Langþráð raunvaxtalækkun er því í sjónmáli Þrátt fyrir nafnvaxtahækkanir sem orðið hafa að undan- förnu er talið að þær aðstæður sem bankakerfið á við að etja muni leiða til lækkunar raun- vaxta á næstunni. Dregið hefur verulega úr fjárfestingum í þjóðfélaginu og neyslu þannig að eftirspurn eftir útlánum hefur minnkað og hefur staðið í stað frá áramótum. Á sama tíma hefur orðið innlánaaukning í banka- kerfinu upp á 2,6% samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankan- um. Talið er að tap hafi verið á rekstri bankakerfisins frá ára- mótum. Samkeppni bankanna á innlánasviðinu með skiptireikn- inga í broddi fylkingar hefur gert þeim erfitt fyrir að minnka þá ávöxtun sem sparifjáreigendum stendur til boða í dag og því hafa þeir tímabundið reynt að mæta minnkandi vaxtamun út- og inn- lána með hækkun vaxta á útlán- um. Þetta er þvert ofan í ástandið á útlánamarkaðnum þar sem út- lánaeftirspurn hefur dregist sam- an sem fyrr segir og getur ekki haldið áfram til lengdar. Er talið að neikvæður vaxtamunur ein- stakra banka af útlánum og skiptikjarareikningum geti num- ið allt að 10% frá áramótum. Þá hafa bankarnir selt umtals- vert magn af svokölluðum banka- bréfum en þau eru verðtryggð og bera 8-9% ávöxtun og eru bundin til nokkurra ára. Veruleg eftir- spurn hefur verið eftir banka- bréfum og hafa lífeyrissjóðirnir verið helstu kaupendur þeirra. Um síðustu áramót höfðu selst bankabréf fyrir um 4,2 miljarða króna en sú tala hefur farið upp í 5,1 miljarð í dag, sem er um helmingur þeirrar innlánaaukn- ingar sem orðið hefur í bankak- erfinu á þessum tíma. Staðan er orðin sú að bankarnir hafa ekki lengur efni á að standa undir þessari miklu ávöxtun innlána á sama tíma og útlán dragast sam- an. Því má búast við að bankarnir neyðist til að mæta minnkandi tekjum sem ráðast af minnkandi vaxtamun, með uppstokkun á vöxtum þar sem bæði útlánavext- ir og þó aðallega innlánavextir muni fara ört lækkandi. Að auki þurfi þeir að spara í eigin rekstri og draga úr mannaráðningum á I BRENNIDEPLI árinu. Hækkunþjónustugjalda er einnig skref í þessa átt, en síðast en ekki síst mun þetta skerpa áhuga bankastofnana á samruna og að ná fram færri en stærri rekstrareiningum. Ríkisstjórnin hefur reynt að ýta undir þessa þróun með því að veifa stærstu gulrót landsins, Útvegsbankan- um hf. Lækki bankarnir vexti t.d. á bankabréfunum munu lífeyris- sjóðirnir neyðast til að fylgja í kjölfarið. Þeir geta þá ekki lengur borið fyrir sig að þeir verði að krefjast rúmlega 8% raun- ávöxtunar af lánum til sjóðfélaga vegna þess að bankarnir bjóði svo háa ávöxtunarmöguleika. Útlit er því fyrir að vaxtastig al- mennt í landinu muni lækka í kjölfar vaxtalækkunar bank- anna, því vart mun ríkissjóður láta á sér standa. Lausafjárstaða bankanna er hins vegar mjög góð og batnaði um 100% frá áramótum til loka febrúar eða úr 4,1 miljarði króna í 8,2% miljarða króna samkvæmt upplýsingum Seðlabanka. Þessi batnandi lausafjárstaða skýrist að hluta til með þeirri innlánaaukningu sem orðið hefur umfram útlán í bankakerfinu, en rúma tvo miljarða má rekja til þeirra breytinga sem Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra stóð fyrir á uppgjöri sölu- skatts þegar greiðsludagur var færður frá 25. hvers mánaðar og aftur fyrir mánaðamót. Þessi góða lausafjárstaða hefur spegl- ast í lágum millibankalánum sem haldist hafa nokkuð stöðug frá áramótum. Einn heimildar- manna Þjóðviljans í bankakerf- inu sagði að sú óvenjulega staða væri uppi að nú borgaði sig ekki lengur fyrir banka að lána öðrum bönkum á millibankakjörum, sem hafa borið 15% vexti frá 8. mars, því þeir fengju mun betri ávöxtun á almennum útlánum. Það er aðallega Landsbankinn sem hingað til hefur neyðst til að taka millibankalán vegna slæmr- ar lausafjárstöðu og þá í því augnamiði að forða sér frá þeim sektum sem Seðlabanki beitir banka, fari lausafjárstaða þeirra niðurfyrir ákveðið mark. Bankar tóku alls um 1900 miljónir í milli- bankalán á síðasta ári. Þó að minnkandi vaxtamunur leiði í augnablikinu til þess að rekstur bankanna standi í járnum ellegar sé neikvæður, kemur hann ekki strax fram í versnandi lausafjárstöðu. Vextir af innláns- reikningum eru ýmist reiknaðir um mitt ár eða áramót og þá fyrst þurfa bankarnir að greiða út vaxtabætur. Þangað til leggst tap- ið inn á reikninga sem bókfærðar tölur. Það er því útlit fyrir að hið erfiða rekstrarumhverfi bank- anna muni koma ríkisstjórninni verulega til hjálpar við að ná fram einu af sínu hjartans málum, lækkun vaxta í landinu. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.