Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Á tímum samdráttar og sparn- aðar vakna þær spurningar til hvers framhaldsskólinn sé; er honum ætlað að stuðla að fram- förum þjóðfélaginu til heilla, halda ungu fólki frá götunni þar sem atvinnuvegirnir geta ekki tekið við þeim strax eða/og skapa atvinnu handa kennurum og öðru starfsfólki? Mjög algeng er sú skoðun manna á meðal að skólinn sé meira og minna geymslustaður fyrir börn og ung- linga og allir geti kennt. Þessi við- horf að allir séu færir um að kenna gera það að verkum að ekki er litið á kennslu sem sér- hæft starf sem þurfi sérmenntun- ar við og launin eru náttúrulega í samræmi við það. Þegar kennara vantar (þetta á sérstaklega við um dreifbýlið) er nánast hver sem er tekinn því allt er hey í harðind- um. Að sjálfsögðu eiga þessi við- horf ekki við nú á tímum en voru kannski eðlileg þegar menn sáu ekki samhengið milli menntunar og framfara. Ef við lítum snöggvast á þróun- ina í skólamálum frá fyrstu árum þessarar aldar, þá hefur braut- skráðum stúdentum fjölgað úr 16 árið 1901 í 207 árið 1960 og 1984 voru þeir 1591. Fyrsta starfsár Háskóla íslands 1911-1912 voru 45 stúdentar innritaðir, árið 1960 var fjöldi innritaðra 790 og um áramótin 1985-86 rúmlega 4500. Fjöldi brautskráðra stúdenta og innritaðra í Háskólanum hefur um það bil hundraðfaldast á meðan mannfjöldi hér á landi hefur um það bil þrefaldast. Er eitthvert samband á milli meiri skólagöngu og aukinnar hagsældar og framfara? Erfitt er að svara þessari spurningu, því ekki er gott að sjá hvað er orsök og hvað afleiðing. Flestir myndu Framhaldsskóli Til hvers og fyrir hverja? Sigurður Pór Jónsson skrifar líklega segja að aukin velmegun okkar væri til komin vegna gífur- legrar aukningar á sjávarafla sem sífellt færri nú en áður draga að landi. Líklega er það rétt en hvernig hefur þessi aukning orðið til, ekki vegna þess að fleiri sækja sjóinn, heldur vegna tæknifram- fara og tækninn fleygir sífellt fram vegna meiri þekkingar. En samt er það nú svo að fæstir gera sér grein fyrir því að þekking geti verið framleiðniskapandi, flestir hagfræðingar líta einnig fram hjá þessari staðreynd, með örfáum undantekningum þó. Hagfræðingur hjá bandanska viðskiptaráðuneytinu að nafni Edward Denison hefur gert könnun þar sem hann athugar þá þætti sem hafa haft hvað mestan þátt í hagvexti frá 1948-1978. Hann komst að þeirri niðurstöðu að 2/3 af hagvexti væri til kominn vegna aukinnar menntunar og þekkingar. Ef þetta er rétt, þá hlýtur það sama að eiga við hér á landi. Menntun er sem sagt arð- bær, þeir peningar sem yfirvöld láta til menntamála eru ekki að- eins kostnaður sem helst þyrfti að hafa sem lægstan heldur nauðsynleg forsenda betra lífs og vonandi hamingjusamara. Nú þegar ríkisvaldið á í samn- ingaviðræðum við kennara í framhaldsskólum og sýnir engan vilja til samninga, geta kennarar ekki varist þeirri hugsun að þarna sýni yfirvöld svo sannarlega hug sinn í verki til menntunar. Kenn- arar í Hinu íslenska kennarafé- lagi sem hafa verið án samnings í meira en ár, mega víst þakka fyrir það smánarkaup sem ríkið býður en byrjunarlaun framhaldsskóla- kennara eftir fjögurra ára há- skólanám eru um 56.000 kr. á mánuði. Það sér hver heilvita maður að þetta gengur ekki lengur og ríkið veröur að fara að borga starfsfólki sínu lífvænleg laun, já, laun fyrir dagvinnu sem möguleiki er að lifa af. Um leið og kaupmáttur launa minnkar sífellt eru gerðar auknar kröfur til framhaldsskólakenn- ara. Samkvæmt lögum um fram- haldsskóla sem loksins sáu dags- ins ljós í fyrravor stendur að allir sem lokið hafa grunnskólaprófi (engin lágmarkseinkunn til- greind) eigi rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Þetta þýðir það að nemendum mun að öllum líkindum fjölga verulega því 20-25% hafa fallið undanfarin ár á samræmdu próf- unum. Að hleypa að öllum í framhaldsskóla án tillits til ein- kunna mun breyta eðli og mark- miðum skólans og kennslunni verður að haga samkvæmt því. Framhaldsskólinn í dag er ekki sá sami og menntaskólar upp úr 1960, hvað þá Lærði skólinn í byrjun þessarar aldar þegar örfá- ir nutu skólagöngu. Framhaldsskólinn er fyrir alla, það á að koma öllum til nokkurs þroska. Þessar nýju aðstæður kalla á minni bekki og fámennari hópa en í sparnaðartillögum yfir- valda á að fara þveröfuga leið. Nú er svo komið að í helstu iðnríkjum heims hefur ólæsi farið vaxandi og talið er að í Banda- ríkjunum séu „starfrænt ólæsir“ (functional illiterates) á bilinu 18- 64 miljónir og 300 stærstu fyrir- tækin þar í landi eru með kennslu í grundvallaratriðum reiknings og í móðurmálinu fyrir tilvonandi starfsmenn. Það er aldrei að vita nema þessi óheillavænlega þróun eigi eftir að skella yfir okkur. í rauninni er ekkert sem bendir til annars. Börn alast nú upp fyrir framan sjónvarpstækið og myndbands- tækið og lestur bóka heyrir brátt sögunni til. Við aðstæður sem þessar skiptir skólinn enn meira máli en áður. Það er tími til kominn að yfir- völd hér á landi geri sér grein fyrir mikilvægi skóla og menntunar og hætti að berja höfðinu (þursa) við steininn. Sigurður Þór er félagsfræðingur og kennir við Fjölbrautaskólann i Breiðholti. „Framhaldsskólinn er fyrir alla, það á að koma öllum til nokkurs þroska. Þessar nýju aðstœður kalla á minni bekki og fámennari hópa, en ísparnaðartillögumyfirvalda á að fara þveröfuga leið. “ Gagnrýni á Winnie Mandela Skoðun andstæðinga apartheid í yfirlýsingu framkvæmda- nefndar Áfríska þjóðarráðsins (ANC) 18. febrúar kemur fram, að ANC ásamt öðrum samtökum sem berjast gegn apartheid, hafa reynt að beita sér fyrir því að knattspyrnufélagið Mandela Un- ited (Mandela United Football Club) yrði leyst upp. „Því miður sinnti félagi Winnie Mandela ekki ráðleggingum okkar.“ Meðlimir knattspyrnufélagsins eru jafnframt lífverðir Winnie Mandela, en hún er eins og kunn- ugt er eiginkona Nelsons Mand- ela, leiðtoga ANC, sem situr í fangelsi. Ýmis rök hníga að því að hópurinn beri ábyrgð á endur- teknum grimmdarverkum gagn- vart íbúum Soweto, útborgar Jó- hannesarborgar, en þar er heimili Winnie Mandela. Þar má nú sjá krotað á veggina slagorð á borð við „Látið Nelson lausan! Niður með Winnie!“ Gylfi Páll Hersir skrifar Samkvæmt fréttaskeytum kom unglingur einhvern tíma í des- ember til Winnie Mandela og sagðist hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni í athvarfi sem rekið er af Paul Verryn, hvítum Meþó- distapresti. Verryn nýtur virðingar blökkumanna í Soweto og sat í þeir voru lúbarðir. Blaðið segir að Winnie Mandela hafi tekið þátt í barsmíðunum. Moekets, sem meðlimirnir sökuðu um að vera uppljóstrara lögreglunnar, var barinn þar til hann missti meðvitund. í yfirlýs- ingu ANC er talað um Moeketsi sem „ungt og staðfast ljón sem aðalritari Kirkjusambands Suður-Afríku, Winnie Mandela til að krefjast þess að unglingarn- ir yrðu látnir lausir. Þeim var leyft að sjá strákana sem voru með merki eftir svipuhögg á hand- og fótleggjum. Ungling- arnir voru ekki látnir lausir fyrr en Ismael Ayob, lögfræðingur „Moeketsi var handtekinn og hnepptur í fangelsi 11 ára gamall og varð þar með yngstifangi landsins“. Morðið á Moeketsi Lögreglan í Suður-Ameríku handtók Jerry Richardson, fyrr- verandi lögregluþjón í Soweto og þjálfara knattspyrnuliðsins, og Jabu Sithole sem er í félaginu og ákærði þá fyrir morð á Stompie Moeketsi Seipei, 14 ára. Moeketsi sem stundum var kallaður „litli hershöfðinginn“, var leiðtogi hóps 1.500 barna sem nefndist „Yngri en 14“. Þau börðust gegn vopnuðum sveitum hægri manna og lögreglunni í Tumahole í Orange Free State í Suður-Afríku. Moeketsi var handtekinn og hnepptur í fang- elsi 11 ára gamall og varð þar með yngsti fangi landsins. kreppunefnd Mandela (Mandela Crisis Committee). Nefndin var stofnuð í ágúst að beiðni Nelsons Mandela til að reyna að fá Winn- ie Mandela til að leysa upp knattspyrnufélagið. f henni voru ýmsir kunnir leiðtogar úr hreyfingunni gegn apartheid. Leiðtogi ANC tók þetta skref þegar unglingur sem hafði ásakað meðlimi knattspyrnufélagsins um að áreita unga stúlku, kveikti í heimili Winnie Mandela í hefnd- arskyni. Hinn 29. desember fóru nokkr- ir úr félaginu til kirkju Verryn og rændu fjórum unglingum, þar á meðal Moeketsi. Samkvæmt blaðinu Johannesburg Sunday Star var farið með fjórmenning- ana að heimili Mandela þar sem lagði mikið af mörkum til að virkja unglinga okkar og alþýð- una í baráttunni." Mandela gerði boð eftir Abu- baker Asvat, lækni, sem sagði henni að Moeketsi myndi ekki lifa þetta af. Líkami Moeketsi fannst 6. janúar illa farinn. Asvat skýrði Kreppunefnd Mandela frá ástandi Moeketsi. Asvat var skotinn til bana í lok janúar. Afstaða gegn Winnie Hinn 7. janúar flúði einn ung- linganna, komst í kirkjuna og sagði frá barsmíðunum. Hinn 11. janúar heimsóttu Cyril Ramap- hosa, forseti landssamtaka náma- verkamanna, og Frank Chikane, Nelsons Mandela, hafði hitt Winnie og flutt henni fyrirmæli leiðtoga ANC um að ungiingarn- ir skyldu látnir lausir. Þegar endurteknar áskoranir leiðtoga hreyfingarinnar gegn ap- artheid, Oliver Tambo forseta ANC og Nelsons Mandela þess efnis að leysa upp knattspyrnufé- lagið höfðu engan árangur borið, lýsti Kreppunefnd Mandela því yfir 10. febrúar að hún myndi ekki gera frekari tilraunir. Nefndin taldi að lögreglurann- sókn á barsmíðunum og morðinu stæði í vegi fyrir lausn vandamáls- ins. Hinn 16 febrúar birtu leiðtogar Sameinuðu lýðræðisfylkingar- innar (UDF), Murphy Morobe og Archie Gumede ásamt leið- toga verkalýðshreyfingarinnar í Suður-Afríku, Elijah Barayi, yfirlýsingu í nafni „hinnar lýð- ræðislegu fjöldahreyfingar" þar sem samtök og einstaklingar sem berjast fyrir frjálsri Suður-Afríku voru hvattir til að taka afstöðu gegn Winnie Mandela. í yfirlýs- ingunni er enn staðfestur „skil- yrðislaus stuðningur við leiðtoga okkar, Nelson Mandela.“ í yfirlýsingu ANC er bent á að lausn kreppunnar vegna aðgerða knattspyrnufélagsins séu enn erf- iðari viðfangs vegna þess að Winnie Mandela „tilheyrir ekki neinum skipulögðum samtökum og geti því ekki notið góðs af aga, ráðleggingum og samvinnu hinn- ar lýðræðislegu fjöldahreyfing- ar.“ „Við skiljum fullkomlega reiði fólks og samtaka þess gagnvart félaginu. Við höfum ríka ástæðu til að ætla að óvinurinn hafi kom- ið sínum mönnum fyrir í félaginu og að flestum athöfnum þess sé stjórnað af óvininum..." segir í yfirlýsingunni. ANC hvatti hreyfinguna til að aðstoða Winnie Mandela við að vinna sér stað innan hinna lýð- ræðislegu fjöldahreyfingar og skoraði á hana að vinna með öðr- um að lausn vandamálsins. f yfir- lýsingu ANC er látin í ljós einlæg samúð með foreldrum, skyld- mennum og félögum Moeketsi. Samkvæmt frétt dagblaðsins New York Times frá 19. febrúar samþykkti Winnie Mandela eftir 80 mínútna langan fund með Nel- son Mandela að skera á tengslin við knattspyrnufélagið og reka meðlimi þess frá heimili sínu. P. S. Greinin er unnin upp úr bandaríska vikublaðinu Militant. Miðvikudagur 22. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.